Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Page 20
20 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Fréttir i>v Ráöherrar hafa lagst gegn augljósum sparnaði: Hótel en ekki sjúkrastofnun - segja þær Sigrún Árnadóttir og Gunnhildur Sigurðardóttir í viðtali um sjúkrahótel Það er mikill munur á því hvort gist er á sjúkrahóteli eða hátækni- spítala. Dvölin á Sjúkrahóteli Rauða krossins kostar 3.600 krónur sólar- hringurinn en rúmið á stóru sjúkra- húsunum kostar allt að tífalt meira. Það er líka munur á hóteli og hóteli, jafnvel í sama húsinu. Sjúkrahótel RKÍ er til húsa á efstu hæðinni á HVER MÍNÚTA FRÁ Kl. 23 TII 08 Á KVÖLD- OG NÆTURTAXTA Dagtaxti er 73 kr./min. Munið að velja oo ádur en hringt er sjálfvirkt til utlanda S í M 1 N N www.simi.is Rauðarárstíg 18. Á hæðunum þrem- ur fyrir neðan er Hótel Lind og þar er gjaldið ailt að þrefalt hærra enda þótt þjónustan við sjúkrahótelrýmið sé talsvert meiri. Starfshópur innan heilbrigðis- ráðuneytisins, sem vinnur að bættu skipulagi sjúkrastofnana, mun sam- kvæmt heimildum DV leggja til að sjúkrahótelum verði fjölgaö. Sighvatur afturkallaði Sjúkrahótel eru loksins komin í umræðuna sem góður spamaðar- kostur fyrir heilbrigðiskerfið. DV greindi frá ummælum landlæknis, Ólafs Ólafssonar, sem hvetur til að byggingamennska heilbrigðisfólks beinist meira að sjúkrahótelum en minna að hátæknistofnunum sem nóg sé af. DV ræddi við Sigrúnu Árnadótt- ur, framkvæmdastjóra Rauða kross- ins, og Gunnhildi Sigurðardóttur, hjúkrunarforstjóra á St. Jósefsspít- cda, stjómarformann Sjúkrahótels- ins. Þær sögðu frá því að rekstur slíks hótels væri senn aldaifjórð- ungs gamall hjá RKÍ. Það hótel hef- ur aldrei eytt krónu í auglýsingar eða þurft að stunda kynningarstarf- semi. Þar hefur einfaldlega verið fullt allan tímann. Hótelið gista um 800 manns á ári _____________ þannig að dvalargest- ir hafa verið um 20 þúsund frá upphafi. Rúmur helmingur hótelgesta býr úti á landi. í fyrra kostaði reksturinn um 39 milljónir króna. At- hygli vekur að ekki era tölumar stórar i bókhaldi sjúkrahót- elsins, alla vega ekki á mælikvarða heil- brigðiskerfisins. Rík- ið greiddi 34 milljón- ir fyrir þjónustuna en 5 milljónir þurfti Rauði krossinn að reiða fram til að brúa bilið eins og raunar nokkur und- anfarin ár. Auk rým- is fyrir 28 gesti rekur RKÍ 6 íbúðir í sam- vinnu við félög hjarta- og krabba- meinssjúklinga, fimm i Reykjavík og eina á Akureyri. Þeir sem einkum óska eftir hótel- plássi era hjartasjúklingar að koma úr aðgerðum, krabbameinssjúkling- ar auk fólks sem er að jafna sig eft- ir slys. Þegar talað er um stækkun er það inni í myndinni að sængur- konur fái rými á sjúkrahóteli sem og fleiri hópar. Læknir hefur eftirlit Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, á sjúkrahótelinu við Rauðarárstíg. Með henni á myndinni eru heiðursmenn, sem voru óðum að komast til heilsu á ný, Jón Þorláksson lögfræðingur og Kristinn Ásgeirsson, iögreglumaður frá ísafirði. Þeir létu vel af hótelvistinni. Einstaka sjúklingur hefur ekki fótavist. Þessi gamla kona dvelur á sjúkrahótelinu og fær þar góða umönnun. Hér er hún að rabba við framkvæmdastjóra Rauða krossins, Sigrúnu Árnadóttur. DV-myndir Teitur með hótelgestum og er í fjórðungs- starfi. Reksturinn hófst í Skipholti 21 árið 1974 en um 1980 var farið að ræða um stækkunarmöguleika, enda hótelpláss allajafna yfirbókað og er svo enn. Ráðist var í að kaupa Rauðarárstíg 18 af Framsóknar- flokknum og þangað fluttu aðal- stöðvar Rauða krossins og hótelið. ítarleg könnun var gerð á þörfinni fyrir aukið hótelpláss. Niður- staöan var að fjölga þyrfti úr 28 rúmum í 59. Guðmundur Ámi Stef- ánsson, heilbrigðisráð- herra árið 1994, heimil- aði þessa fjölgun yfir mánuðina október til maí hvert ár. En Guð- mundur lét af ráðherra- dómi og Sighvatur Björgvinsson tók aftur við fyrra embætti sínu - og afturkallaði strax heimildina, nokkru eft- ir að hún var í raun gengin í gildi! Mikil þörf „Viö höfum lýst því yfir að við getum tekið allt þetta hús, Rauðar- árstíg 18, undir sjúkra- hótel, sé það vilji heil- brigðisyfirvalda. Við höfum raunar margoft óskað eftir stækkun en yfir- völd standa fast á buddunni og hafa ekki veitt heimild. Ég veit að Ingi- björg Pálmadóttir hefur meiri skiln- ing á þessu en fyrirrennarar hennar og það hafa fulltrúar spítala líka og vilja að við tökum þetta að okkur,“ sagði Sigrún Ámadóttir í viðtali við DV. Hún segir að talað sé um tvenns konar sjúkrahótel. Önnur gerðin hýsir rólfæra gesti, eins og gert er í dag, en hin fólk sem þarf enn á læknisþjónustu aö halda, helst í ná- grenni spítala. í könnun sem Land- læknisembættið gerði nýlega kom í ljós að stærsti hópurinn sem þarf á sjúkrahótelsþjónustu að halda er einmitt sá sem nýtur þjónustu Sjúkrahótels RKÍ, rólfærir sjúkling- ar. „Það hefur orðið umtalsverð breyting á læknisþjónustu. Fólk er farið að ná sér mun fyrr en áður og þá eykst þörfin fyrir sjúkrahótel eins og það sem hér er rekið,“ sagði Gunnhildur Sigurðardóttir. Hún segir það ljóst að mikil þörf sé fyrir aukið hótelrými fyrir sjúklinga, ekki síst eftir að aðgerðum fjölgaði á lækningastofúm víða mn borgina þar sem ekki er um innlögn sjúk- linga að ræða. Ennfremur sé alltaf þörf fyrir húsnæði fyrir þá sem koma í rannsóknir og aðstandendur sjúklinga utan af landi. Þær Sigrún og Gunnhildur segja að stefnt sé að meiri tengslum við sjúkrahúsin og markvissari þjón- ustu frá þeim. Rauði krossinn sé reiðubúinn til að reka áfram sjúkra- hótel. Það er yfirlýst stefna samtak- anna um heim allan að taka til hendinni í góðum málum sem aðrir ekki sinna. -JBP UCM3U08M VCM51GM ■CMH/lsM SHARP VCM300SM • Tveggja hausa • Árs minni • 8 liða • Scart tengi • Allar aðgerðir á skjá • íslenskur leiðarvísir SHARR VCM51SM • Fjögura hausa • Árs minni • Myndvaki • 8 liða • 2xscart tengi • SP/LP • Allar aðgerðir á skjá • Sjálfvirkur hreinsi- búnaður • íslenskur leiðarvfsir SHARR VCMH71SM • Fjögura hausa • Árs minni • Myndvaki • 8 liða • 2xscart tengi • Nicam Steríó • SP/LP • Ntsc afspilun • Allar aðgerðir á skjá • Sjálfvirkur hreinsi- búnaður • íslenskur leiðarvísir r i //' Umbo&smonn um land allt Umboðsmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf.Borgfiröinga, Borgamesi. Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Kaupfólag Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Kf. Hóraösbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kaupfólag Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. Vólsmiöja Hornafjaröar, Höfn Homafiröi. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavfk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.