Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 21 Fréttir Félagsbúið Eyhildarholti í Skagafirði: Fær skaðabætur frá Búnaðarbanka DV, Skagafirði: Hæstiréttur dæmdi fyrir skömmu Búnaðarbanka Islands vegna Stofnlánadeildar landbúnað- arins til að greiða Félagsbúinu Ey- hildarholti í Skagafirði 8,9 millj. króna vegna galla í fjósbyggingu. Einnig skal bcmkinn greiða vexti á upphæðina frá 27. júni 1996 til 10. febrúar 1997 og dráttarvexti frá þeim tíma til greiðsludags. Dómur Hæstaréttar var nánast samhljóða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í maí 1997. Forsögu þessa máls má rekja til ársins 1986 þegar hafist var handa við að stækka fjósbyggingu í Ey- hildarholti. Stuðst var við burðar- þols-, afstöðu- og útlitsteikningar frá Byggingarstofnun landbúnað- arins, en byggingaráðunautur Búnaðarfélags íslands hafði komið á staðinn þegar fyrst var hugað að viðbyggingu árið 1983. I upphafi framkvæmda var oftar en einu sinni haft samband við verkfræð- ing Byggingastofnunar af bygg- ingameistaranum Ólafi Þorbergs- syni og byggingafulltrúa Skaga- fjarðarsýslu, Ingvari G. Jónssyni. Lýstu þeir efasemdum um ástand grunnsins sem byggja átti á. Ekki var þó neitt aðhafst af hálfu Byggingastofnunar og bygg- ingameistara sagt að halda áfram framkvæmdum og fylgja teikning- um. Strax árið 1988 fór að koma i ljós sig á hluta af viðbyggingunni og hefur það haldið áfram síðan. Af hálfu ábúenda i Eyhildarholti var á ánmum 1990-1993 haft sam- band við Byggingastofnun og for- stöðumann Stofnlánadeildar og þeim gerð grein fyrir ástandi bygg- ingarinnar og óskað eftir tilllögum þeirra til úrbóta á henni. Ekki var orðið við þessum óskum ábúenda þannig að 1994 leituðu þau til lög- fræðings sem síðan höfðaði mál á hendur bankanum. „Ég er afar feginn að þessu er loksins lokið og að við fáum bætur vegna þessarar gölluðu byggingar. Mér finnst að réttlætið hafi sigrað. En ég er afar óánægður með við- brögð forstöðumanna Bygginga- stofnunar landbúnaðarins og Stofnlánadeildar sem svöruðu mér nánast á þann hátt að þeim kæmi þetta ekki við,“ sagði Árni Gísla- son, bóndi í Eyhildarholti, í sam- tali við fréttamann. Auk Árna eru böm hans, Erlendur, Guðrún og Sveinn, aðilar að félagsbúinu. Þau sögðu að viðbyggingin sigi á hverju ári. Sífellt þyrfti að vera að þétta sprungur og hurðir og karmar væru úr lagi gengin. Það væri í raun ekki að undra þvi við mælingu dómkvaddra manna á sínum tíma hefði komið í ljós að um 10 metrar væru niður á fast við gafl viðbyggingarinnar. -ÖÞ LJOS í miklu úrvali! 1.995. RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 Viðbyggingin i Eyhildarholti sem málareksturinn varð um. DV-mynd Örn BGB hf. á Dalvík kaupir Otur: Kaupverðið greitt með hlutafé í BGB DV, Dalvík: Undirritaður hefúr verið samn- ingur um kaup útgerðarfýrirtækis- ins BGB hf. á Dalvík á öllum hluta- bréfum í fiskverkunarfyrirtækinu Otri hf. á Dalvík, það er samnefnd- um bát, veiðiheimildum og fisk- verkunarhúsi. Að sögn Þóris Matth- íassonar, framkvæmdastjóra BGB, er kaupverð ekki gefið upp en það er að stærstum hluta greitt með hlutafé í BGB hf. Kaupin eru liður í því að treysta útgerð skipa BGB og um leið að renna styrkari stoðum irndir rekstur fyrirtækisins. Otur EA verður ekki gerður út heldur reynt að selja hann og fisk- verkunarhúsið. Það verður væntan- lega auglýst til sölu fljótlega. Þórir sagði að það væri vissulega virðing- arvert að eigendur Oturs hefðu val- ið að selja á heimaslóðum og fyrir það væru forsvarsmenn BGB hf. þakklátir. Það sýnir að þeir hafa trú að því sem hér er verið að gera og vilja efla atvinnustarfsemi í heima- byggð þó að þróunin undanfarið hafi verið sú að minni fiskverkun- arfyrirtæki hafa verið keypt eða sameinast mun stærri félögum en hér er mn að ræða, jafnvel á allt öðru landshomi, og vissulega höfðu eigendur Otursins möguleika á því þótt þeir hefðu valið þessa leið. -hiá Alfelgur og negld vetrardekk á stórtilboði dagana 23.-30. nóvember. 13“ tilboð dekk 165R13 felga 13*5,5 14“ tilboð dekk 195-60R14 felga 14*6,0 4x4 tilboð dekk 33-12.50R15 felga 15*8,0 Verð 4 stk. kr. 49.900 Verð 4 stk. kr. 59.900 Verð 4 stk. kr. 109.900 Bjóðum einnig hinar geysivinsælu Mosdal stærðir á frábæru verði 155R13 negld, kr. 4.845 165R13 negld, kr. 5.150 195-60R14 negld, kr. 6.410 195-60R15 negld, kr. 7.920 215-75R15 negld, kr. 7.180 Greiðslukjör við allra hæfi, Euro/Visa í allt að 36 mánuði FELGUR FRABÆRT VERD HERCULES TIRES GREIÐSLUR Komdu við og kynntu þér málið BORGARDEKK Borgardekk • Borgartúni 36 • sími 568 8220 WICANDERS gólfkorkur Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu. Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi þeirra sem eru að leik. Qi WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg. Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý. Hið sérstaka yfirborð WICANDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn. Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast. Þp &ca Þ.ÞORGRIIVISSON & CO ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100 INTERNET: http://www.vortex.is/thth&co - E-MAIL: thth&co@vortex.is 1® ara^ <9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.