Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Blaðsíða 26
34
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
Quake III Arena í vinnslu
Flottasti netleikur
mannkynssögunnar
- en er hann nógu góður?
Quake I og II brutu báðir blað í
sögu tölvuleikja. Þeir voru (og eru)
ekki bara gífurlega vinsælir heldur
voru þeir einnig á sínum tíma
tæknilega það fullkomnasta sem
fannst á markaðnum. Skaparar Qu-
ake, gengið hjá id Software, hafa
reyndar verið í fararbroddi hönn-
uða fyrstu persónu skotleikja síðan
þeir hreinlega fundu upp þetta
tölvuleikjaform með leiknum Wol-
fenstein í byrjun þessa áratugar.
Þeir bjuggu svo til Doom og Doom
II áður en Quake-serían kom fram
á sjónarsviðið.
Það er þvi ekki að ástæðulausu
sem tölvuleikjamarkaðurinn hrein-
lega nötrar og skelfur af spennu
þegar eitthvað heyrist frá höfuð-
stöðvum id. Síðla sumars kom
fréttatilkynning þaðan sem kom
mörgum í opna skjöldu. Þriðji Qu-
ake leikurinn mun heita Quake III
Arena. Þar verður nær engin
áhersla lögð á eins manns leiki
heldur allt púður lagt í að þróa Qu-
ake sem netleik.
Af hverju?
Voru þeir nú gengnir af göflun-
um? Með því að taka út nær alla
möguleika tölvuleikjaunnenda á að
spila leikinn í einrúmi á móti kvik-
indum og skrýmslum af ýmsu tagi
er hætta á að talsvert færri kaupi
sér leikinn heldur en ella. Þó svo
Skjámynd úr Quake III Arena á vinnslustigi. Eins og sjá má munu persónurn-
ar verða raunverulegri en við þekkjum úr leikjum hingað til. Enda verður það
raunverulegt fólk sem stjórnar þeim.
spilun Quake á Netinu sé gífurlega
vinsæl er það aðeins lítill hluti
tölvuleikjaunnenda sem tekur þátt
í slíku.
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni.
aW milli hirr)ins
Smaauglysingar
DV
550 5000
Þeir id-liðar telja þó að þetta sé
áhættunnar virði. Einmennings-
leikimir eru komnir inn í ákveðna
blindgötu, að þeirra mati. Sífellt
erfiðara verður að smiða einmenn-
ingsborð sem hafa eitthvað nýtt
fram að færa og stöðnun er bann-
orð í höfuðstöðvum id Software.
Netleikirnir eru hins vegar mun
óskrifaðra blað. „Þegar við vorum
að hanna Quake II þá unnum við
að netmöguleikum leiksins um
helgar og í öðrum „frítímum" okk-
ar,“ segir John Carmack, yfirmó-
gúll id. „Með því að leggja alla okk-
ar vinnu óskipta í að þróa netspil-
un tryggjum við að Quake III
Arena verði ekkert hálfkák þegar
kemur að því að murka lífið úr al-
vöru fólki á Netinu."
Með hliðsjón af þessu og afreka-
sögu id er hægt að fullyrða að leik-
urinn verður flottasti netleikur sög-
unnar þegar hann loks kemur út.
Hausar fljúga
Eftir rúmlega hálfs árs vinnu
hleyptu id-hðar blaðamönnum tíma-
ritsins PC Gamer fyrstum inn til sin
til að skoða Quake III Arena á
vinnslustigi. Afrakstur vettvangs-
rannsóknarinnar má sjá í nóvember-
hefti tímaritsins. Miðað við það
sem þar sést er ekki annað hægt en
að fyllast eftirvæntingu.
Útlit leiksins verður mjög flott,
þó svo mesta vinnan sé ekki lögð í
að gera borðin sem ásjálegust úr
garði. Enda hefur maður um margt
annað að hugsa en hve lýsingin sé
vel hönnuð þegar vitað er af
Gumma frænda með sprengju-
vörpu handan við næsta hom.
Fjölda vopna verður bætt við og
áhrif þeirra á andstæðinginn verða
sýnilegri. Skot með öflugu vopni í
höfuð andstæðingsins mun t.d.
hreinlega geta afhausað hann. Ef
einhver hittir þig með skoti úr
sprengjuvörpu muntu hendast
fleiri metra aftur á bak og svo
mætti lengi telja.
Jafhframt hefur mikil vinna far-
ið í að þróa kóða sem gerir spilun
gegnum mismunandi hægar
nettengingar spilaranna auðveld-
ari, enda verða slíkar tengingar líf-
æð leiksins. Til að auðvelda netspil-
un verða borðin einnig mim
smærri en þau risastóru sem við
þekkjum úr Quake n.
id viðbúið öllu
Þó id-liðar vilji ekkert gefa upp um
hvenær leikurinn muni koma út má
jafnvel búast við honum á fyrri hluta
næsta árs. Mjög erfítt er að segja um
mögulegar viðtökur á þessu stigi en
liklegra verður að teljast að nokkuð
færri eintök muni seljast af Quake III
Arena heldur en Quake II. Þó svo
verði er þar með ekki sagt að leikur-
inn hafi verið misheppnaður.
Svo byltingarkennd hugmynd sem
hér er á ferðinni gæti þurft nokkum
tíma til að ná almennum vinsældum
því enn sem komið er eru margir
feimnir við að spfla leiki á Netinu af
ýmsum aðstæðum. Verði leikurinn
vel heppnaður er samt ekki ólíklegt
að margir láti freistast og prófi og þar
með gæti boltinn byrjað að rúlla af
fúllri alvöru með tilkomu Quake m
Arena.
En ef tilraunin mistekst fullkom-
lega mun id Software síður en svo
riða tfl falls. „Við bíðum spenntir eft-
ir viðtökunum. Ef ánægja verður al-
menn munum við halda áfram á
sömu braut. Ef illa fer höfum við
margt í handraðanum. Margir hafa
beðið okkur um framhald af Wolfen-
stein- og Doom-leikjunum og slíkt
myndi alltaf safna peningum í kass-
ann,“ segir John Carmack. -KJA
íslensk skrá yfir netföng:
Vefbókasafnið opnað
Fyrir skömmu opnaði Björn Lögð er áhersla á að upplýsingar
Bjarnason menntamálaráðherra
Vefbókasafnið en það er samstarfs-
verkefni íslenskra almenningsbóka-
safna um vefvakt á Netinu. Á Vef-
bókasafninu er hægt að finna stórt
safn tengla á íslenskar og erlendar
heimasíður sem flokkaðir eru eftir
efnisatriðum.
Vefbókasafnið er upplýsingatæki
sem aðgengilegt er allan sólarhring-
inn á Netinu. Til að tryggja að allir
geti notað það verður það svo að-
gengilegt almenningi á almennings-
bókasöfnunum. Þannig er tryggt að-
gengi að upplýsingum fyrir fólk án
tillits til efnahags eða búsetu.
um samfélagsþjónustu ríkis og
sveitarfélaga verði fyrir hendi í Vef-
bókasafninu. Einnig eru tengingar á
innlendar og erlendar fræðslu- og
upplýsingaveitur, auk efnis sem
nýtist fólki í tómstundum.
Islensk almenningsbókasöfn hafa
verið að vinna að samstarfsverkefni
um vefvakt á Netinu í nokkurn
tíma. Formleg samtök um verkefn-
ið, Félag um Vefbókasafn, voru svo
stofnuð þann 9. október og síðan
hefur vinna við verkefnið
stöðug.
Slóð Vefbókasafnsins
http://www.vefbokasafn.is
verið
Eitt sinn skáti...
íslenskir skátar hafa komið upp
skátavefnum. Hann er að frnna á
slóðinni http://www.scout.is/
íslensk myndlist
Aðdáendur íslenskrar myndlist-
ar geta nú tekið gleði sína því í
síðustu viku var opnuð Upplýsj
ingamiðstöð myndlistar, sem er
gagnagrunnur um islenska mynd-
list. Slóðirnar eru tvær:
http://www.umm.is og
http://www.artinfo.is
Gervihnattamyndir
Hægt er að skoða gervihnatta-
myndir hvaðanæva úr heiminum
á heimasiðunni
http://www.terraserver.com/
Tölvuteiknimyndir
Á heimasíðunni
http://www.hotwired.com/ani-
mation/ er að flnna fjöldann all-
an af teiknimyndum sem gerðar;
eru fyrir tölvur.
Heimasíða í Reykjavík
Heimasíða helguð hinni ágætu
kvikmynd Popp í Reykjavík er á
slóðinni http://www.popp.is/
Netheimili
Hann Alex er búinn að tengja
stóran hluta heimflis síns við Net-
ið. Á heimasíðunni
http://www.icepick.com/ má
sjá beinar útsendingar úr sex her-
bergjum auk þess sem hægt er að
fylgjast með því hverju Alex hend-
ir í ruslið.
Enski bolt-
inn
Fréttir, skoð-
anir, brandara
og ýmislegt ann-
að um enska
boltann er að
finna á slóðinni
http://www.football365.co.uk/
Afganskar hárkollur
Hin frábæra hljómsveit Afghan
Whigs er nýbúin að gefa út sína
fimmtu geislaplötu og fræðast má
um hljómsveitina á slóðinni
http://www.afghanwhigs.com/