Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 29
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 * f í Heimurinn sameinast um byqginqu risaqeimstöövar Geimstöð fæðist Á föstudaginn var Zarya, fyrsta hluta alþjóðlegrar risageimstöðvar, skotið á sporbaug um jörðu, ári á eft- ir áætlun. Á eftir munu fylgja rúm- lega 40 einingar sem verður skotið á loft fram til ársins 2004. Fyrstu menn- imir munu hins vegar mæta á stað- inn árið 2000. Fyrstu hlutar áætlunarinnar eru mikilvægir og griðarlega miklu máli skiptir að framkvæmd þeirra heppn- ist vel. Geimskot nr. 2 verður þann 3. desember frá Bandaríkjunum. Sá hluti geimstöðvarinnar mun tengjast Zarya sem verður þá komin í sam- band við bandarísku geimstöðina U.S. Endeavour. Leiðir Zarya og Endeavo- ur munu liggja saman á 4. degi teng- ingarverkefnis sem áætlað er að taki 12 daga. í júlí á næsta ári er áaétlað að Rúss- ar skjóti á loft þriðja hlutanum, sem mun nýtast sem vistarverur áhafnar til að byija með. Eins og áður hefúr komið fram á vísindasíðunum er þó alls óvíst að Rússar hafi nægt fjár- magn til að þessi hluti geimstöðvar- innar verði á áætlun. í janúar árið 2000 mimu svo þeir Wiiliam Shepherd, Youri Gidíenko og Sergei Krikalyov leggja Soyuz geim- flaug að hlið geimstöðvarinnar og ganga í bæinn. Soyuz-flaugin verður nýtt til að forða áhöfninni í neyð ef þörf krefst. Landgræðsluskjaldbökur Vísindamenn við Flórídaháskóla hafa komist að því að skjaldbökur sem verpa eggjum sínum á ströndum Bandaríkjanna gera með því meira gagn en að viðhalda bara stofiii sín- um. Að öllum líkindum leggja þær nefnilega þung lóð á vogarskálamar viö að viðhalda gróðri á viökvæmum sandöldum við strendur Flórída. í eggjunum er nefnilega mikið magn næringarefna sem nýtast sem mikilvægur áburður fyrir gróöurinn á ströndinni. Við rannsóknir hefúr komið í ljós að skjaldbökueggin eru sennilega mikilvægari fyrir gróður- inn en flestar aðrar uppsprettur nær- ingar á svæðinu. Ef næringarinnar sem af eggjunum hlýst nyti ekki við eru miklar líkur á gróðureyðingu sem gæti leitt til land- eyðingar vegna sandfoks. En svo illa vill til að skjaldbökumar em í nokk- urri útrýmingarhættu um þessar mundir vegna ágangs mannanna. Til að reyna að bjarga skjaldbökun- um hafa menn stundað það á undan- fömum árum að færa eggin inn á vemduð svæði. Þar með hefúr mikil- Skjaldbökur hafa mikifl að segja um gróðurfar við strendur Flórída. væg næring verið tekin frá ákveðnum landssvæðum og færð inn á önnur. Líklegt er að i kjölfar rannsóknanna í Flóridaháskóla muni verða farið ná- kvæmlega í saumana á því hvemig standa skuli að vemdim skjaldbök- unnar og þar með strandlengjunnar í Flórída. Karl eða kona! Ert þú að missa hárið? APOLLO hefur þróað frábæra meðferð við hárlosi. Megaderm meðferðin dregur úr hárlosi eða stöðvar það alveg. Það hafa verið reyndar margar aðferðir, með misjöfnum árangri. En með þessari meðferð næst sýnilegur árangur eftír aðeins lmánuð. Ókeypis ráðgjöf. Fullur trúnaður. Án skuldbindinga. 37 (. -APOLLOd Hair Centers APOLLO Hárstúdíó Hringbraut 119 - Sími 552 2099 Lífeyrissj óðurinn Framsýn Framhaldsársfundur Framhaldsársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 2. desember 1998 og hefst klukkan 17:00. Dagskrá fundarins: 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 2. Kynning á Séreignarsjóði Framsýnar. Sérstakt fulltrúaráð skipað fulltrúum aðildarfélaga sjóðsins fer með atkvæði á ársfundi. Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér þær tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins sem lagðar verða fram geta fengið þær á skrifstofu sjóðsins eða haft samband og látið senda sér þær í pósti. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á framhaldsársfund sjóðsins. LIFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, sími 533 4700, fax 533 4705. Heimasíða: www.framsyn.rl.is Netfang: mottaka@framsyn.rl.is FINLUX SJONVORP Á VERDISEM KEMUR Á ÓVART B R Æ Ð U R N Ö o Lágmúla 8 • Sími 533 2800 _____ BRS5*íal‘ Á i_t mm . • Nicam 25- Black invar aðgerðlr 2><20^mÆvarp*2Scart á skjá. Hevrnartólstengi KSsÆ'V1* s Rca UMBOÐSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesl. Vestfiríir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Hafverk, Bolungarvík. Straumur, Isatirði. Kf. Norðurland: V-Hún„ Hvammstanga, Kt. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljðmver, Akureyri. KEA Lðnsbakka Akureyri. | kt, Þingeyinga, Húsavik. Austurland: Vélsmiðjan Hðtn. Suðurland: Arvirkinn, SeHossl. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljðsboginn, ketlavlk. Batborg. Brindavlk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.