Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 Fréttir Rækjustofninn hruninn og vísbendingar um aö þorskurinn sé á sömu leið: Sjómenn óttast hrun þorskstofnsins - segir Sölvi Pálsson, skipstjóri á Sléttanesi ÍS Togaraskipstjórar á miðunum út af Norðurlandi óttast að þorskstofninn sé fast við hrun. DV hefur rætt við nokkar skipstjómarmenn sem segja að vísbendingar séu uppi um að í ffamhaldi af hruni rækjustofhsins séu teikn á lofti um að þorskstofninn sé þegar á sömu leið. Sáralítil veiði hef- ur verið á hefðbundmun veiðislóðum út af Vestfjörðum og Norðurlandi þar sem mokveiði hefur verið á undan- Þorskurinn er ekki að hverfa - segir Sigfús Schopka Þorskurinn er ekki horfmn. Sig- fús Schopka fiskifræðingur og einn helsti sérfræðingur Haffó í þorsk- stofninum fullyrðir að ekkert sé að óttast. Ástandið núna sé svipað og oft gerist á haustmánuðum og þegar hlýtt er í veðri. Hitaskil á Halanum eru djúpt úti og þá myndast ekki þau skilyrði sem þjappa fisk- inum saman. „Það er hlýtt í sjónum núna og þorskurinn með norölægari út- breiðslu en hann hafði fyrir nokkrum árum,“ sagði Sigfús í gær- kvöld. Hann segir að eftir að þorsk- stofninn hafi stækkað sé sókn hans þeim mun meiri í rækjuna. „En það að stofninn sé orðinn svo stór að hann sé að falla úr hor er náttúrlega ekki rétt. Hann hefur oft verið miklu stærri og við sjáum eng- in þess merki að dregið hafi úr vexti á þorskinum á þessu ári. Þótt ekki finnist neitt í einhveijum þorskmög- um þá kemur það oft fyrir,“ sagði Sigfús Schopka. -JBP Sigfús Schopka fiskifræöingur - óttast ekki um framtíð þess gula. Muzzo-jeppinn hífður upp úr höfn- inni á Akureyri í gær. DV-mynd gk Akureyri: Lyftarinn togaði jeppann í höfnina DV, Akureyri: „Þetta var bara slys, einhver mis- skilningur," sagði Birgir Siguijónsson, útgerðarmaður úr Hrísey, eftir að jeppabifreið hans hafði hafnað í höfn- inni á Akureyri i gær. Óhappið varð þegar verið var að færa skip Birgis, Eyborgu EA, til við bryggjuna. Til þess var notaður lyftari sem dró skipið en jeppabifreiðin, sem er nýleg Muzzo-bif- reið, var bundin í hinn enda skipsins. Einhver misskilningur kom upp milli manna sem varð til þess að lyftarinn hreinlega dró jeppann í sjóinn. Birgir var í jeppanum en sá hvað verða vildi og var farinn út úr jeppanum þegar hann fór fram af bryggjunni. Kafari kom strax á vettvang og tók skamman tíma að ná jeppanum upp. -gk fómum árum og allt þar til fyrir nokkrum mánuðum. Þorskur fæst nú helst í ísköld- um sjó úti í köntum og inni á fjörðum þar sem helst er æti að finna. Það er túlkun margra skipstjóranna að allt bendi til að þorskurinn sé hungraður og í leit að æti leggist hann á rækjuna og setji þann stofn í uppnám. Þannig sé mikil þorskgengd inni á ísafjarðardjúpi sem setji inn- fjarðarrækjuna í uppnám. Sölvi Pálsson, skipstjóri á frystitog- aranum Sléttanesi ÍS, segir að óneit- anlega séu blikur á lofti þótt menn haldi í þá von að þorskstofninn sé ekki á undanhaldi. „Ég held að það sé ljóst að við erum búin að missa af veislunni vegna þess að við notuðum ekki tækifærið og veiddum meðan hægt var. Nú óttast ég að of seint sé að auka þorskkvót- ann þar sem eitthvað hafi gerst í þorskstofninum. Maður heldur auð- vitað í þá von að ástandið sé aðeins tímabundið en því miður bendir of margt til að ástandið sé alvarlegt," segir Sölvi. Hann segir að sá þorskur sem fæst úti í köntum land- grunnsins sé horaður og í ætisleit. Hvergi sé lífsmark á grunninu og því leiti fiskur- inn annað. DV sagði frá því í síðustu viku að togarinn Amar HU veiddi þorsk í ísköldum sjó þar sem venjulega fæst aðeins rækja og grálúða. „Ástandið á miðunum þegar ég var á sjónum um daginn var sláandi. Það var enginn fiskur nema úti í köntun- um og þar var hann horaður og ekk- ert æti. Maður er auðvitað að vona að þetta sé ekki eins og maður heldur en ég óttast að eitthvað mikið sé að ger- ast. Það er mikið um þetta rætt með- al skipstjóranna og það óttast margir að hnm blasi við þorskstofninum þó að menn voni auðvitað að svo sé ekki,“ segir Sölvi. Hann segir undarlegt að heyra stjómmálamenn hæla sér af því að halda úti bestu fiskveiðistefnu í heimi. Við blasi hrun karfastofna, grálúðustofnsins, ufsastofnsins, rækjustofnsins og hugsanlega sé að draga til tíðinda hvað varðar þorsk- stofninn. „Þetta fer rosalega í taugamar á mönnum sem til þekkja á miðunum. Þetta er ekkert annað en vísvitandi blekking þessara manna. Þeir vita að það er búið að ganga alltof nærri ýms- um stofnum. Ég myndi segja að menn hafi einblínt of mikið á að friða þorskinn og ekkert annað hafi komist að. Þorskurinn er sá fiskur sem síst þurfti að friða því hann er miklu fljót- ari að ná sér upp en hinir stofnamir," segir hann. „Allt þetta er gert undir þeim formerkjum að vísindin séu lát- in ráða en málið er bara það að þekk- ingu skortir á þessum stofhum. Það fannst mörgum skrítið þegar settur var kvóti á gulllax i sumar og fiski- íræðingar viðurkenndu að þeir vissu ekkert um gulllaxinn," segir Sölvi. -rt Sölvi Pálsson skipstjóri. Olafur Ragnar Grímsson sést hér skrifa í dagbók ungra íslenskra systra sem búsettar eru í Svíþjóð. Móðir þeirra er með þeim á myndinni. Fjöldi íslendinga, sem búsettir eru í Svíþjóð, tók á móti forsetanum í Norræna safninu í Stokk- hólmi í gær. DV-mynd Guðiaugur Tryggvi Bóksala á Netinu: Amazon á Vísi Hagkaup opnaði í síðustu viku netverslun á Vísi.is þar sem í boði eru bækur á íslensku, geisladiskar og myndbönd. Er þar um alhliöa vef að ræða þar sem hægt er að kynna sér efni þeirra tifla sem í boði eru, lesa gagnrýni, viðtöl og bókakafla, hlýða á upplestur eða tóndæmi og síðast en ekki síst kaupa umrædda titla sem eru nú samtals um 600. „Sú spurning vaknaði fljótlega hvort ekki væri rétt að opna er- lenda deild á bókavefnum og auð- velda þannig fólki aðgang að þeim gífurlega fjölda góðbókmennta sem enn hefur ekki verið þýddm- á ís- lensku," sagði Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Vísis. „Það lá því beinast við að leita eftir samstarfi við þá er- lendu aðila sem bjóða hvað bestu þjónustuna á þessu sviði og því varö amazon.com fyrir valinu. Við teljum okkur með þessu vera að auka og bæta þjónustuna við þá 12-17 þúsund gesti sem heimsækja Vísi reglulega og undirstrika að Vísir er og verður fjölbreyttasti ís- lenski vefurinn. Opnun Hagkaups á Vísi.is og samstarfið við Amazon er auk þess i fullu samræmi við þær áherslur okkar að Vísir verði í ná- inni framtíð einn öflugasti vett- vangur upplýsingamiðlunar, þjón- ustu, verslunar og viðskipta á ís- lenska málhluta veraldarvefsins," sagði Ásgeir. Forseti íslands í Svíþjóö: Aðstoð við Eystrasaltsríkin DV, Svíþjóö: Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hitti sænsku kommgshjón- in og Göran Petterson, forætisráðherra Svíþjóðar, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar sinnar til Svíþjóðar í gær. Hann sagði í viðtali við Svenska Dag- bladet í gær að Norðurlandaþjóðimar ættu að leggja áherslu á að aðstoða Eystrasaltsríkin af fullum mætti, m.a. við inngöngu þeirra í NATO. Ef það yrði ekki gert væri það sama og að við- urkenna að Sovétríkin væru enn við lýði. Ólafur Ragnar sagði að þessi skoðun íslendinga væri ekki alls stað- ar vinsæl. Ólafur Ragnar ræddi um hlutverk forsetaembættisins og að for- seti ætti að taka þátt í umræðum sem snerta fólk, jafnvel þó þær væru af pólitískum toga. -GTK/RR Stuttar fréttir dv Tylliástæöa „Persónuvemd heftu' verið notuð sem tylliástæða í gagnrýni á frum- varp um miðlæg- an gagnagrann," sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra á ráð- stefnu SKÝRR í gær um vemdun persónuupplýsinga. RÚV sagði frá. Starfar áfram Á borgarráðsfundi í gær var kynnt samkomulag um áframhald- andi starfsemi Jarðgufufélagsins, sem Hafnarfjarðarbær, Reykjavíkur- borg og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið hafa starfrækt. Hafnarfjöröur er hættur i félaginu. RÚV sagði frá Sex milljóna slysabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær útgerðarfélagið Hólma- drang til að greiða starfsmanni fyr- irtækisins sex milljónir króna i bæt- ur vegna slyss sem starfsmaðurinn varð fyrir við vinnu sína árið 1991. Bylgjan sagði frá. Gengur skár Rekstur Flugleiða gekk betur fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma i fyrra. Afkoman batnaði um 222 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi varð 349 milljónir kr. Morgunblaðið sagði frá. Úngfrúin styrkt Guðný Hall- dórsdóttir kvik- myndargerðar- maður hlaut í gær styrk frá Evrópu- ráðinu til gerðar kvikmyndarinnar „Úngfrúin góða og húsið". Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir fóður Guðnýjar, Halldór Laxness. Styrkur- inn nemur 18 milljónum króna. RÚV sagði frá. Sigbjörn fram Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi al- þingismaður, gefur kost á sér í próf- kjöri samfylkingar vinstri manna í Norðurlandskjördæmi eystra. Harmar niöurstööuna Þingflokkur óháðra harmar að flokksþing Framsóknarflokksins hafi hafnað lögformlegu mati á Fljótsdalsvirkjun og þvi að undirrita Kyótó-bókunina. Tilboö opnuö Vegagerðin opnaði í gær tilboð í Borgarfjaröarbraut, frá Bæjarsveit- arvegi til Kleppjárnsreykja. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 55 miHjónir og það hæsta upp á rúmar 92 millj- ónir. Morgunblaðið segir frá. Glákulyf Tveir íslenskir vísindamenn, Ein- ar Stefánsson prófessor í augnlækn- ingum, og Þorsteinn Loftsson, pró- fessor í lyfjafræði, hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á gláku og tilraunum með glákulyf. Morgun- blaðið segir frá. Svavar vill ekki prófkjör Svavar Gests- son hafnar alfar- iö prófkjöri hjá samfylkingu vinstri manna. Opið prófkjör myndi ýta Kvennalistanum út úr samfylking- unni og girðingaprófkjör yrði skrípaleikur. Hann segist ekki setja sína persónu í forgrunn í þessum málum. Dagur sagði frá. Þorlákshöfn og Portúgal Dagskráin á Selfossi greindi ff á þvi að nú séu hafnar reglulegar siglingar á milli Þorlákshafnar og Portúgals. Þetta hafi verið mikið baráttumál hjá Ölfushreppi undanfarin ár. Styrkir skógrækt Dagur greindi frá þvi að landbún- aðarráðuneytið hafi styrkt skógrækt utan nytjaskógamarka í Eyjafirði með einni milljón króna en plantað var á þessu ári um 30.000 plöntum af ýmsum tegundum og tegundaaf- kvæmum utan nytjaskógamarka. -SJ/SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.