Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 9 I>V Norsku ríkisstjórninni bjargað frá falli í gærkvöldi: Bondevik beygður - forsætisráðherrann varð að samþykkja íjárlagafrumvarp hægrimanna DV, Ósló: „Óreiðan, sem verið hefur á stjóm landsins, verður að taka enda. Það verður að byggja upp að nýju traust á efhahagsstjóminni og það mun okkur takast," sagði Jan Peterssen, formaður norska Hægri- flokksins, eftir að hann hafði bjarg- að lífi norsku ríkisstjómarinnar í gærkvöldi. Hægrimenn ætla í félagi við Framfciraflokkinn að tryggja að ný fjárlög verði samþykkt á næstu dögum. En gjaldið var hátt sem séra Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra varð að greiða til að halda stól sín- um. Hann varð að samþykkja Eillar hugmyndir hægrimanna um ný fjár- lög. Fyrirhugað var að inn- heimta 20 milljarða íslenskra króna með nýjum sköttum á næsta ári en þau áform verður séra Kjell Magne nú að strika út úr fjárlagafrumvarpi sínu. Og hann verður að skera nið- ur útgjöld um þessa sömu 20 milljarða. Norskir fréttaskýrendur era sammála um að þessi niður- staða sé ósigur fyrir séra Kjell Magne. Það eina sem hann hefur öragg tök á nú eftir fjár- lagakreppuna er stóll forsætis- ráðherra. Raunveruleg stjóm landsins er nú aö sögn í höndum flokk- anna tveggja til hægri við Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs. stjómina, Hægriflokksins og Framfaraflokksins. Stjómar- liðar hafa nú einnig orðið að lofa að hefja einkavæðingu ríkisfyrirtækja en það er þeim mjög óljúft. Stjóm séra Kjell Magne hef- ur aðeins fjórðung þingmanna á Stórþinginu að baki sér og því verður hann að kaupa sér stuðning dýra verði í öllum helstu málum. Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins, sagði þegar stjómin var mynduð á síðasta ári að hún yrði aldrei annað en viljalaust verkfæri í höndum þingsins. Það hefur nú sannast enn einu sinni. -GK _______________Útlönd Öryggisráðið ekki einhuga um íraksmál Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti í nótt yfir fullinn stuðningi við starf vopnaeftirlitssveitir S.Þ. í írak. Fulltrúar í ráðinu komu sér þó ekki saman um að veita írösk- um stjómvöldum ákúrur fyrir að afhenda eftirlitsmönnum ekki við- kvæm gögn um vopnabirgðir lands- ins. Það vora Rússar sem komu í veg fyrir að uppkast að ályktun frá Bretum um að írakar stæðu ekki við fyrri loforð um fuila samvinnu næði fram að ganga. Vilja vítur Nokkrir þingmenn demókrata í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tilkynntu í gær að þeir ætluðu að leggja fram til- lögu um að Bill Clinton forseti yrði víttur en ekki sóttur til saka fyrir embættisafglöp í Lewinsky- málinu. Demókratar eru ekki ein- huga um tillöguna. Elísabet Englandsdrottning mætti f fullum skrúða í breska þinghúsið í gær. í þingsetningarræðu sinni las hún upp frumvarp sem kveður á um að aðalsmenn fái ekki lengur sæti í lávaröadeildinni út á ætternið eitt. Milosevic rekur yfirhershöföingja Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur vikið æðsta manna júgóslavneska hersins, Momcilo Perisic hershöfðingja, úr embætti að þvi er júgóslavneska fréttastofan Tanjug skýrði frá í gær- kvöld. Talið er að brottreksturinn end- urspegli áhyggjur Milosevic af and- stöðu við stjómarstefnu sina. Per- isic hafði lengi kvartað undan því að ríkislögreglusveitunum væri hyglað á kostnað hersins. Kanar óttast Bandarísk stjómvöld hafa um langt skeið neitað að fara burt frá Thule-svæðinu á Grænlandi af ótta við hryðjuverkaárásir á bandarísku flugstöðina þar. Niels Helveg Peter- sen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur nú fallist á að aðstoða græn- lensku heimastjómina í málinu. Grænlendingar hafa frá 1995 óskað eftir að fá svæðið aftur til umráða. SÍÐUSTU EINTÖKIN BALENO g*e***~4X41 ÁLFELGUR - VETRARDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI vökva/veltistýri • upphituð framsæti • 2 loftpúðar rafmagn í rúðum og speglum • aflmikil 16 ventla vél • vindkljúfur með hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum samlitaðir stuðarar • hæðarstillanleg kippibelti ^ BALENO EXCLUSIVE 4X4 1.595.000 kr. $ SUZUKI “4T4*- SUZUKI SÖ1UUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. Heimasida: www.suzukibilar.is Það er síminn til þín! Höfmn bætt UNITED gæðasimtækjum við vóruuivalið. ÞOLA VERÐSAMANBURÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.