Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Spurningin
Ferðu oft til tannlæknis?
Þórhildur Albertsdóttir fulltrúi:
Ekki reglulega en ég fer þegar ég
þarf.
Kristján Jóhannesson, 13 ára: Ég
fer tvisvar á ári.
Bergur Þorsteinsson, 13 ára: Ég
fer tvisvar á ári.
Jóhann Oddsson nemi: Ég fer einu
sinni á ári.
Sigvarður Hilmarsson: Ég fer
tvisvar sinnum á ári.
Lena Dögg Davíðsdóttir, 14 ára:
Ég fer tvisvar á ári.
Lesendur
Ógleymanleg
Kínaferð
Öll skipulagning í Kína var til fyrirmyndar, hvergi mistök
og dagarnir þar veröa ógleymanlegir, segja bréfritarar
m.a. - Frá Peking.
Kínafarar skrifa:
Þann 10. nóv. sl. fórum
við hjónin á vegum Útsýn-
ar og Air Atlanta til Kína.
Heimkoma var ákveðin
þann 17. nóvember og
gerðum við ráðstafanir í
vinnu í samræmi við það.
Þegar Qugvélin var komin
í loftið, eftir rúmlega
klukkutíma seinkun, og
flogið hafði verið í u.þ.b.
eina klukkustund, til-
kynnti flugstjórinn að vél-
inni hefði verið snúið við
þar sem yflrflugsheimild
yfir Rússland hefði verið
afturkölluð og við mynd-
um lenda í London. í vél-
inni heyrðist hlátur og
töldu kannski flestir að
þetta væri „partur af
prógramminu" því fljót-
lega eftir flugtak hafði far-
þegum verið borinn
skemmtilegur matseðill,
sérstaklega gerður fyrir
Kínafara.
En ónei. Ferðinni var
nú allt í einu heitið til
London og enginn vissi
hvað verða vildi. - Þegar
til London kom biðu okk-
ar rútur sem fluttu okkur
á hið besta hótel í mið-
borginni. Fengum við þar
mat og drykk okkur að
kostnaðarlausu og að öllu hið besta
staðið.
Flugmiðum meö áætlunarvélum
British Airways var bjargað í
skyndi en skipta varð hópnum upp
í tvo hópa vegna fjölda. Annar hóp-
urinn millilenti í Frankfurt, hinn
flaug beint til Peking. Þar hófst hin
eiginlega fyrirhugaða ferð. Öll
skipulagning í Kína var til fyrir-
myndar. Hvergi voru mistök, mis-
skilningur, eða að ekki væri staðið
við það sem gert var ráö fyrir,
þannig að farþegar hafi goldið fýrir,
ef einhver voru. - Þeir dagar veröa
ógleymanlegir.
Var hópnum svo gefinn kostur á
að lengja feröina um einn sólar-
hring vegna fyrri tafar og
þáðu flestir það. Þegar
koma varð 230 manns aft-
ur til íslands með áætlun-
arflugi með svo stuttum
fyrirvara sem raun varð á,
var ekki sjálfgefið að allir
kæmust með sömu vél á
sama áfangastað og þurfti
þess vegna að skipta hópn-
um. Stærsti hlutinn flaug
til Zurich, þar sem Atl-
antaflugvél beiö eftir far-
þegunum og flaug með þá
heim.
Nokkrir urðu að fara um
Kaupmannahöfn. Vorum
við hjónin ein af þeim þótt
við hefðum frekar kosið að
fara með hinum hópnum
því þá hefðum við komið
nokkrum klukkustundum
fyrr til landsins. Þegar við
lentum i Kaupmannahöfn
beiö okkar rúta frá Úr-
vali/Útsýn sem kom okk-
ur í miðbæinn. Okkur var
boðið að geyma farangur á
skrifstofu þeirra og matur
og drykkur var okkur að
kostnaöarlausu. Að lokum
var okkur komið út á flug-
völl og tók þá fyrst við erf-
ið bið því Flugleiöavél,
sem við þráðum öll að
komast sem fyrst í eftir
langt og erfitt ferðalag,
hafði seinkað um eina og hálfa
klukkustund.
■ Að lokum þökkum við öllum að-
standendum þessarar Kínafarar fyr-
ir frábæra ferð, skipulagningu og
skjótar úrlausnir sem voru til fyrir-
myndar við aöstæður sem engan
þeirra hafði órað fyrir að lenda í né
óskað eftir.
Prófkjör samfýlkingarsinna
Jón Pálmi Steingrímsson skrifar:
í framhaldi af pistli mínum í les-
endadálki DV í gær, „Prófkjör í
Kópavogi", vil ég skjóta hér inn
nokkrum línum um prófkjör og þá
skoðun mína að opin prófkjör séu
ekki eins lýðræðisleg og látið er í
veðri vaka.
Allra síst eftir aö komið hefur í
ljós við skoðun á kjörstöðum að það
er sama fólkið að hluta til sem tek-
ur þátt í prófkjörum bæði Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
hér í Kópavogi, og reyndar í Hafnar-
firði líka.
Nú vilja kratar opiö prófkjör fyr-
ir sameininguna, en hinir í henni
tregir í taumi til þess leiks. Þeir
vita að kratar kunna þetta betur og
munu ná fleiri sætum á listanum.
Það er ein leiö fær fyrir þá; hún er
sú að fá þá Hrannar og Helgana til
að kenna og leiða leikinn. Forystu-
menn þeirra flokka sem þetta
stunda hafa nú að loknu prófkjöri á
Reykjanesi sagt í fjölmiðlum að þeir
hefðu ekki fengið sæti á listunum
nema með svonefndu“lausagöngu-
fólki" úr ýmsum flokkum. Sem þýð-
ir að félagsmenn og -konur treysta
þeim ekki til forystu, og er það stór
dómur á eigin verðleika. Ég er sam-
mála Áma Mathiesen, að hann
hefði ekki verið valinn innan félags-
ins, og svo mun vera um fleiri, sem
á listanum verða. Þessi leikaraskap-
ur er orðinn þjóðinni dýr og verður
að hætta. Við þurfum ábyrga menn
og konur á Alþingi íslendinga.
Ofstopar undir stýri í umferðinni
„Lögreglan gerir vel í því að herða eftirlit með ökumönnum verulega."
Guðjón Gíslason hringdi:
Ég er hundrað prósent sammála
því sem gert er í einstökum ríkjum
Bandaríkjanna og víðar, að lögregl-
an lætur birta nöfn umferðarlaga-
brjóta á Netinu, þeim sjáifum til
viðvömnar, því það er ákveðin refs-
ing að láta birta nöfn sín opinber-
lega. Síst vilja menn láta vitnast að
þeir hafi framið eitt eða annað brot
sem er refsivert að lögum.
Auðvitað verða alltaf einhveijir
til að gagnrýna svona aðferð en mér
finnst það ekki skipta máli, heldur
það eitt að kenna ofstopum í um-
ferðinni aö snúa af braut sinni. Það
er stórhættulegt hvemig margir
ökumenn haga sér og slíkir menn
em hættulegir öðmm í umferðinni.
Ekki er ólíklegt að þeir séu líka
hættulegir annars staðar.
Að láta öllum illum látum við
stýri bifreiðar er einmitt merki um
að ekki sé allt með felldu í sálarlífi
viðkomandi.
Við íslendingar eigum því miður
æði marga ökumenn sem ekki ættu
að sitja undir stýri eða hafa ökupróf
yrirleitt. Og það sem verst er; við
höfum enga eöa sáralitla möguleika
á að refsa þessum mönnum nema
þeir verði beinlínis valdir aö óhappi
í umfrerðinni. Oft alltof hörmuleg-
um. Ég mæli með því að birt verði
nöfn slíkra manna, sérstaklega
þeirra sem eru teknir fyrir endur-
tekin lögbrot undir stýri. - Lögregl-
an gerir vel í þvi að herða eftirlit
með ökumönnum verulega.
Verðbréfafárið
M.K.Á. skrifar:
Maðm- hlustar á fréttir og les um
að verðbréfasalar hafi ekki undan
að anna eftirspurn eftir veröbréfúm
í hverju sem vera skal. Mér finnst
mér þetta með ólíkindum. Ekki síst
vegna þess að enginn veit í raun
hvert verið er aö róa með þessum
kaupum á verðbréfum. Það er spáð
óvissutímum í efhahagsmálum,
bæði af Seðlabankanum og hinni
þekktu OECD-stofnun, sem við tök-
um mikið mark á. Og óvissutíminn
er vissulega genginn í garð hér með
undirliggjandi verðbólgu sem getur
þotið upp og svo hinni gegndar-
lausu eyðslu fólksins. Ég þyrði ekki
að kaupa bréf við þessar aðstæður.
Hið rétta er að láta allt kyrrt liggja
og sjá hverju fram vindur.
Ástþór fær
meðbyrinn
Guðrún Árnad. hringdi:
í deilumálunum um jólapakka-
sendingar héðan tO Kósóvó eða
Bosníu sem hafa blossað upp milli
Ástþórs Magnússonar og Norður-
pólsins á Akureyri, held ég að sam-
úöin sé öll Ástþórs megin. Ekki síst
þar sem svo virðist sem þeir Norður-
pólsmenn hafl aldrei ætlað að flytja
neina jólapakka til hörmungarsvæð-
anna í Júgóslavíu, heldur viljað vera
með allt á þurru að þessu leyti. Bara
ætlað að fá næga aðsókn af fólki meö
krakka héðan úr þéttbýlinu til Akur-
eyrar. Ástþór virðist geta fram-
kvæmt það sem hann bryddar upp á.
Það er ekki allra að fara í skóna
hans, sýnist mér.
Olíumálin út
og suður
Jóhannes hringdi:
Einkennilegt finnst mér hvemig
ráðamenn hér taka á hinum
svokölluðu olíumálum. Ég á við
rannsóknir á þeim setlögum sem
búið er að sanna að hér séu til stað-
ar út af Norðurlandi eystra og jafn-
vel á landinu sjálfú, t.d. í Flatey á
Skjálfanda. Nú tala ráðamenn hér
um að ræöa þurfi við bresk og írsk
stjómvöld um Hatton-Rockall-svæð-
ið sem er langt suður af landinu og
engin vissa fyrir neinni eignaraðild
okkar að því svæði. En stjómvöld
eiga að líta sér nær og láta kanna
sem fyrst hvort hér viö land sé
vinnanleg olía. Færeyingar era
komnir af stað og við þurfum ekki
að verða eftirbátar þeirra. Þetta get-
ur allt veriö okkur aö kostnaðar-
lausu, boranir jafnt sem vinnsla
olíu ef hún finnst hér, en afrakstur-
inn okkar.
Styð farþega-
siglingar
Ómar hringdi:
Ég vil taka undir lesendabréf í
DV sl. mánudag þar sem bréfritari
reifar hvernig hefja megi siglingar
með farþega til nálægari landa og
einnig til sólarlanda, þar sem að-
staða sé komin í Þorlákshöfn og því
þurfi ekki að sigla fyrir Reykjanes-
ið til Reykjavíkur. Það getur sparað
kannski samtals 10 tíma eða meira.
Ég er ekki í vafa um að íslendingar
tækju því fegins hendi að geta tekið
sæmilega búið farþegaskip til að
ferðast með til og frá landinu.
Ég skora á framtaksama einstak-
linga að kanna þetta mál nánar.
Jepparnir á
hálendinu
Doddi hringdi:
Maður getur nú ekki haft mikla
samúð með þessum jeppaeigendum
sem festa þessi farartæki á hálend-
inu eða missa þau niður jökulslakk-
ana viö það að frílista sig á öræfum.
í raun ætti ekki að sinna neinum
útköllum vegna fólks sem lendir í
ógöngum uppi um fjöll og firnindi,
nema það hafi verið viö nauðsynleg
störf sem auðvitaö era nauðsynleg,
t.d. við rannsóknir o.þ.h. - Auk þess
sem þessi farartæki hafa skilið eftir
ómældar sorgarrendur í sverðinum
og fást aldrei bættar af tjónvöldum.