Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stlórnarformaður og Crtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastióri og útgáfustjðri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórl: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjðri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjðri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Víslr, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjðrn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIOJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hafnlausar skoðanir
Mörg þeirra mála, sem núna brenna heitast á okkur,
eru þess eðlis, að annað sjónarmiðið á sér enga heima-
höfn meðal stjómmálaflokkanna. Kosningarnar í vor
verða ekki neinn kostur í stöðu margra kjósenda, sem sjá
hvergi tekið undir sín mál af neinni alvöm.
Margir eru þeir, sem vilja gerast aðilar að Evrópusam-
bandinu, af því að þeir telja, að slíkt efli samkeppnis-
hæfni íslenzkra fyrirtækja og bæti lífskjör fólks, magni
réttlæti í landinu og dragi úr möguleikum vondra stjóm-
málamanna innlendra að verjast þessu öllu.
Eftir samstöðu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags er
ekki lengur unnt að vænta heimahafnar fyrir þessi sjón-
armið hjá AlþýðufLokknum. Samkvæmt málefnasamn-
ingi segja þessir flokkar sameiginlega pass í málefnum
Evrópu. Heimahöfn Evrópukrata er horfin.
Margir eru þeir, sem vilja koma auðlindum hafsins
aftur í þjóðareign og hefja uppboð á þeim takmarkaða að-
gangi, sem að þeim er. Þeir telja þetta vera réttlætismál
og leið heiðarlegs markaðsbúskapar, þegar skömmtun er
óhjákvæmileg á takmörkuðum gæðum.
Enginn stjórnmálaflokkur eða samsteypa býður ein-
dregið þennan kost í stöðunni, ekki einu sinni flokkur-
inn, sem segist vera lengst til vinstri og þá væntanlega
mesti sameignarflokkurinn. Forustumaður þess flokks
er raunar einn helzti málsvari sægreifanna.
Margir eru þeir, sem vilja hindra, að einni eða fleirum
af helztu náttúruperlum landsins verði sökkt í miðlunar-
lónum orkuvera og lagðar raforkulínur um ósnortin víð-
emi landsins. Þeir vilja til dæmis, að Þjórsárver og Eyja-
bakkaver fái að halda sér eins og þau eru.
Enginn stjómmálaflokkin- eða samsteypa býður ein-
dregið þennan kost í stöðunni, nema flokkur Hjörleifs
Guttormssonar, en kjósendur hans verða þá í leiðinni að
sætta sig við vaðmálssósíalisma í landbúnaði og stuðn-
ing við sægreifa gegn almannahagsmunum.
Margir em þeir, sem vilja ekki, að lögmál markaðsbú-
skapar séu brotin með því að veita einu fyrirtæki sér-
leyfi á mikilvægum sviðum heilbrigðisrannsókna, og
vilja ekki, að mannréttindi séu brotin með hættulegri
krosstengingu persónuupplýsinga á einum stað.
Enginn stjómmálaflokkur býðst til að lýsa því yfir, að
hann vilji láta afturkalla forréttindin án þess að skaða-
bætur verði greiddar, af því að forustuliði forréttindafyr-
irtækisins sé kunnugt um, að pólitískur ágreiningur sé
og muni verða um veitingu forréttindanna.
Hér hafa verið rakin fjögur dæmi um útbreidd sjónar-
mið, sem eiga hvergi heima í kosningabaráttunni. Til
skamms tíma nutu sjónarmið af slíku tagi helzt skjóls
hjá Alþýðuflokknum, sem jafnframt var þekktur sem
valdaflokkur af ótryggum stuðningi við eigin stefnu.
Eftir samstöðu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafa
með öllu horfið haldlitlar væntingar um sérstöðu Al-
þýðuflokksins. Samstaðan er nokkum veginn nákvæm-
lega eins og flokkur og tvíburaflokkur Framsóknar og
Sjálfstæðis og býður því engan kost í stöðunni.
Því miður er ekki jarðvegur fyrir stjómmálaflokk, sem
setti mál af þessu tagi á oddinn. Þótt hægt væri að ná
saman framboðsliði heiðarlegs og vel metins fólks, sem
hefði náð árangri í starfi hvert á sínu sviði, þá mundu
kjósendur aðeins gefa slíku framboði þrjú þingsæti.
Þessi íhaldssömu viðhorf kjósenda em myllusteinn
um háls þeirra sjálfra og valda því, að stjómmál snúast
í raun um fyrirgreiðslur í þágu pólitískra gæludýra.
Jónas Kristjánsson
„Alvöruvísindi verða ekki tif nema fyrir frjóa, agaða hugsun og þrotlausa vinnu,“ segir m.a. í greininni. - Nátt-
úruvísindamenn að störfum.
Af vísindum
miða og hagsmuna stór-
iðju.
Veikt fyrir allsherjar-
lausnum
Vísindi hafa lengst af
ekki verið sérlega vin-
sæll fjölmiðlamatur og
því hafa íslenskir vís-
indamenn oftast unnið
störf sín í kyrrþey. Þetta
er ekki vegna þess að vís-
indi hafi ekki verið
stunduð á íslandi. Við
höfum meira að segja átt
vísindamenn, bæði í hug-
vísindum og raunvísind-
um, sem hafa talist vel
liðtækir á alþjóðavett-
„Vísindi eru hvorki allsherjar-
lausn á vandamálum mannkyns-
ins eða einhver stórisannleikur.
Vísindi eru aðferð til að leita að
þekkingu, sem getur hjálpað
okkur til að leysa margvíslegan
vanda og bæta lífíð ájörðinni.u
Kjallarinn
Árni Björnsson
læknir
Tvennt hefur
undanfarna daga
orðið mér svolítiU
plástur á særða
þjóðarstoltið mitt,
sem hlotið hefur
hverja skrokk-
skjóðuna af
annarri á líðandi
ári. Annað er veit-
ing umhverfis-
verðlauna Norð-
urlandaráðs til
Ólafs Arnalds og
hitt er tímaritið
Nature, frá 22.
okt. sl., með for-
síðumynd af
krosssprungnum
islenskum jökli
og aðalgrein (art-
icle) eftir Helga
Björnsson. Þrátt
fyrir allt eigum
við alvöruvísinda-
menn sem á for-
sendum alvöru-
vísinda kynna
okkur sem al-
vöruþjóð.
Hvorugur þess-
ara vísindamanna
hefur birst dag-
lega með spekingssvip á forsíðum
blaðanna eða á sjónvarpsskjáunum.
Þeir hafa unnið af alúð og þekkingu
að alvöru vísindastörfum en það
hefur skilað sér til þeirra í viður-
kenningu á störfunum í alþjóöa vís-
indasamfélaginu og fyrir þjóðina og
aðrar þjóðir í betri skilningi á sér-
stæðri náttúru íslands. Það er grát-
broslegt að á sama tíma þrjóskast
stjómmálamenn við að viðurkenna
að okkur beri að varðveita þessa
náttúru með öllum tiltækum ráðum
vegna vanhugsaðra byggðasjónar-
vangi og svo miöað sé við hina
víðfrægu höfðatölu held ég að viö
getum borið höfuðið nokkuð hátt.
En ég held að hugmyndir al-
mennings um vísindi séu mjög
þokukenndar og er það að vonum
því kennsla um eðli vísinda og vís-
indalega hugsun er mjög af skom-
um skammti í menntakerfmu.
Viöhorfið gagnvart visindunum
mótast af þessari staðreynd og því
skiptist almenningur oft í tvo
'hópa í skoðunum sínum á þeim;
annars vegar em þeir sem tor-
tryggja vísindin og telja þau jafn-
vel af hinu illa, hins vegar era svo
þeir sem halda að vísindin séu
allsherjarbjargvættur og trúa nán-
ast hvaða vitleysu sem er, sé hún
borin fram í nafni þeirra. Oft er
þetta sama fólkið sem er veikt fyr-
ir allsherjarlausnum.
Gagnagrunnur og Herbalife
Áróðursmeistarar nota sér
óspart þennan veikleika. í þeim
skilningi eru áróðursherferðimar
fyrir gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði og fyrir Herbalife hliðstæðar.
Menn trúa að í þessu tvennu felist
allsherjarlausnir. Það er kannske
ekki tilviljun að einn þeirra lækna
sem einna kröftugast hefur mælt
með gagnagrunninum og talið að
erlendir vísindamenn biði með önd-
ina í hálsinum eftir stórasannleik-
anum úr honum er um leið mjög
hallur undir skottulækningar.
Afurð vísinda
En vísindi eru hvorki allsherj-
arlausn á vandamálum mannkyns-
ins eða einhver stórisannleikur.
Vísindi eru aðferð til að leita að
þekkingu sem getur hjálpað okkur
til að leysa margvíslegan vanda og
bæta lífið á jörðinni. En þau geta
líka skapað vandamál, jafnvel gert
mannlif á jörðinni óbærilegt. Iðk-
un þeirra byggist á frjórri, agaðri
hugsun og skíram markmiðum.
Tækni ein sér er ekki vísindi held-
ur afurð vísinda. Fjármagn er ekki
heldur forsenda vísinda en það
getur hjálpað til viö að fram-
kvæma hugmyndir vísindamanna.
En alvöravísindi verða ekki til
nema fyrir frjóa, agaða hugsun og
þrotlausa vinnu, eins og dæmin í
byrjun greinarinnar sanna.
Ámi Bjömsson
Skoðanir aimarra
Nýtl gjaldmiðilssvæði
„Hlé hefur verið á íslensku Evrópuumræöunni
um nokkurt skeiö og má ekki síst rekja það til þess,
hversu vel hefur tekist til með framkvæmd EES-
samningsins. Segja má, að í raun sé ekkert sem knýr
á um aðildaramsókn af hálfu íslands þar sem helstu
hagsmunir okkar era tryggðir meö aðildinni aö Evr-
ópska efnahagssvæðinu ... Öðra máli gegnir, ef Dan-
mörk, Bretland og Svíþjóð fylgja I kjölfarið á næstu
árum. Þar með yrðu öÚ helstu viðskiptariíki okkar í
Evrópu á hinu nýja gjaldeyrissvæöi. Þá kann staðan
að verða önnur og erfiðari fyrir okkur."
Úr forystugreinum Mbl. 24. nóv.
Ættingjagæska
„Spilling embættismanna í Indlandi ku fyrst og
fremst koma fram í mútuþægni. Því er örugglega
ekki til að dreifa hér á landi. En ef spilling er til
staöar í embættismannakerfinu á íslandi, þá er
hennar sjálfsagt fýrst og fremst að leita í tengslum
við nepótisma og klíkuskap. Embættismenn eiga
sem sé ættingja og vini út um allt, og ættingjamir og
vinimir eiga sjálfir ættingja og vini sem þurfa á fyr-
irgreiðslu embættismanna að halda, og svo koll af
kolli ... Leitin að hinum heiðarlega embættismanni
á íslandi á sem sé ekki að taka mið af mútuþægni
heldur misnotkun aðstöðu í þágu vina og ættingja."
Jóhannes Sigurjónsson í Degi 24. nóv.
Reykjavíkurflugvöll burt
„Nú stendur til að gera stórframkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli fyrir millilandaflug. Þess vegna gæti
maður hugsað sér að það væri hægt að fá smáskot
fyrir innanlandsflugið líka, þar sem þvi væri ætlaö-
ur staður til framtíðar ... Vatnsmýrin gæti orðið
glæsilegasta byggingahverfi í Reykjavík ef vel væri
á haldið enda einn fegursti blettur í gamla bænum.
Svo á líka að færa Hringbrautina ennþá nær vallar-
svæðinu. Bíðum ekki eftir slysi, leggjum flugvöllinn
niður. Það eitt er lausnin og til framtíðar. Allt ann-
að er ekki í takt við þann tíma sem viö lifúm á. Við
erum á leið inn í 21. öldina, höfum það í huga og
bjóðum ekki hættunni heim.“
Guðmundur Bergsson í Mbl. 24. nóv.