Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 15 Kvótabrask og mark- aðstorg hugmyndanna „Samfylking fé- lagshyggju-, jafnað- arfólks og kvenfrels- issinna er ekki kvótamarkaður fyr- ir núverandi þing- menn og vondjarfa nýbúa á listum," sagði Stefán Jón Hafstein í Degi fyrir skömmu. Þar lýsir hann áreiðanlega skoðunum hins al- menna kjósanda sem aðhyllist þá brýnu umsköpun flokkakerfisins sem nú er unnið að af hálfu A-flokkanna og Kvennalistans en horfir með vaxandi óró á tilraunina vera að renna út í sandinn vegna „kvótabrasks“ með hugsanleg þingsæti áður en skipið er orðið sjófært. Kalda stríðið gert upp Það eru níu ár frá hruni Berlín- armúrsins. Múrinn breytti ásýnd Evrópu og pólitísku landslagi á Vesturlöndum öllum, bæði þegar hann var reistur og þegar hann féll. Að baki hans í austri var gerð tilraun með mannlegt samfélag sem mistókst, sums staðar með skelfilegum afleiðingum. í vestri var oft beitt fasískum aðferðum og ójöfnum hernaði til þess að koma kommúnismanum á kné. Reikn- ingarnir fyrir alla þá glæpi gegn mannkyni hafa ekki verið gerðir upp nema að litlu leyti af málsað- ilum. Krafan um framsal Pinocets, fyrrum einræðisherra i Chile, er liður í kaldastríðsuppgjörinu sem og krafan um að Kastró Kúbuleið- togi verði dreginn fyrir dóm. Við sem erum á miðjum aidri þekkjum alla þessa sögu, hún er runnin okkur í merg og blóð og af- staðan til atburðanna og þróunar- innar sem þeim er tengd hefur átt stóran þátt í að móta stjórnmála- skoðanir okkar og raða okkur í flokka. Bandarísk herseta hér á landi er kaldastríðsfyrirbæri og Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur þar af leiðandi tíma- skekkja á íslandi nú- tímans. Enda væri Kaninn farinn ef hann fengi. Kapítalisminn og alþjóðlegt flæði fjár- magnsins hefur sigrað í svipinn. Markaður- inn ræður. Mannúð og jafn- rétti á markað Alræði markaðarins er draumsýn æstustu, frjálshyggjupostula og ekki síður háskaleg hugmynd en alræði ör- eiganna forðum. Samt hefur markaðurinn augljósa kosti. Hann er heppilegur til að leggja mat á tímabund- ið gildi ákveðinnar vöru. Hug- myndir má setja á markað. En líf manneskjunnar er aftur á móti svo flókið og samsett að það verð- ur aldrei metið til hlítar á þeim vogarskálum og getur orðið fyrir óbætanlegum skaða þegar reynt er að troða markaðslögmálinu upp á ást og umhyggju, sjúkdóma og heilbrigði, listir og menningu, trú og tungumál, og annað sem heyrir undir andleg verðmæti, ábyrgð „Og þegar Ijóst er að núverandi forysta er að missa sjónar á meg■ inmarkmiðinu og týna sér í kvóta- braski fyrir sjálfa sig og sína litlu klíku er ekki annað ráð vænna en opna samrunaferlið fyrir almenn- ingi sem átti hugmyndina í upp- hafí.u manns á manni og mannlega reisn. Það hefur verið hið sögulega hlutverk lýðræðislegrar jafnaðar- stefnu að búa til kerfi sem ver þessi illmælanlegu gildi og stuðlar að almennri velferð, jöfnuði og jafnrétti. í þeirri misréttisveröld sem við byggjum er meira en full þörf fyrir stjórnmálaafl sem ann- ars vegar stendur vörð um velferð- arkerfið og hins vegar sækir fram með mannúðar- og jafnréttissjón- _____________ armið á markaðs- torgi hugmynd- anna. Til þess þurfum við nýja samfýlkingu fólks sem megnar að losa sig úr viðjum kalda stríðsins og litlu flokksklíkn- anna. Og þegar ljóst er að núverandi for- ysta er að missa sjónar á megin- ...... markmiðinu og týna sér í kvóta- braski fyrir sjálfa sig og sína litlu klíku er ekki annað ráð vænna en opna samrunaferlið fyrir almenn- ingi, sem átti hugmyndina í upp- hafi, og láta hann raða frambjóð- endum á lista. Nýtt afl kallar á nýtt fólk til forystu. Steinunn Jóhannesdóttir „Nýtt afl kallar á nýtt fólk til forystu", segir greinarhöfundur í lok greinar sinnar - lista funda um samfylkingarhugmyndina. Forusta A-flokka og Kvenna- Prestar sem ríkisstarfsmenn - skammast þeir sín fyrir það? íslenska ríkið að eignast þessar jarðir hvaða gjald eigi að greiða einni af stofnunum ríkisins fyrir jarðirnar. Auðvitað sjá flestir að það er út í hött að ríkið greiði fyrir eitt- hvað sem ein af stofnun- um ríkisins er skráð fyr- ir. Er von að spurt sé þegar hver greinin á fætur annarri birtist í dagblöðum landsins þar sem þess- ir embættismenn íslenska ríkis- ins halda því fram að nánast sé búið að aðskilja riki og kirkju. Nú síðast var það séra Geir Waage sem hélt því fram í viðtalsdálkin- um „Með og á móti“ í DV þann 12. nóvember sl. að skipulega væri verið að aðskilja ríki og kirkju. Geir ætti þó að þekkja það manr.a best eftir að hafa staðið sig vel í kjaradeilu við ríkið hvaðan laun- in koma fyrir boðun orðsins. Svo oft er búið að endurtaka, að gjör- breyting hafi orðið á sambandi ríkis og kirkju að jafnvel ráð- herrar eru famir að trúa því að svo sé. - Á heimasíðu okkar ágæta menntamálaráðherra kemur þessi skoðun a.m.k. fram. Trúarbrögð ríkisins Hver er staða þjóðkirkj- unnar á íslandi í lok 20. aldar ? Jú, hún er í stuttu máli, trú- arbrögð íslenska rikisins eða eins og segir í stjórnarskrá ís- lands 62 gr.: „ Hin evangalíska lút- erska kirkja skal vera þjóðkirkja á íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta iná þessu með lögum.“ í lögum er ríkisvaldið og stofn- unin íslenska þjóðkirkjan marg- tvinnuð saman. Allt tal um að hún hafi því sem næst verið skilin frá ríkinu er rökleysa eins og ráða má af því að: Forseti lýðveldisins skip- ar biskup íslands og vigslubiskupa og ráðherra skipar sóknarpresta. Laun þessara starfsmanna ríkis- kirkjunnar eru ýmist ákvörðuð af kjaradómi eða kjaranefnd. í ofannefndu viðtali við séra Geir kemur fram sú skoðun að ís- lenska ríkið ráði ekki við kaup á landareignum kirkjunnar og þess vegna - beri ríkinu að sjá um greiðslur launa 156 starfsmanna þjóðkirkjunnar og rekstur um ald- ur og æfi. Spyrja má á móti hvers vegna ríkið ætti að kaupa þessar jarðir og þá ef nauðsynlegt reynist fyrir Hlutverk ríkisins Gefum okkur að fallist sé á röksemdafærslu Geirs um að um viðskipti tveggja óskyldra stofnana sé að ræða og gera þurfi upp þetta reikn- isdæmi um kaup á landar- eignum kirkj- unnar. Sjálfsagt er að gera það og meta annars vegar kostnað ríkisins af starfsemi þjóðkirkj- unnar frá 1907 og hins vegar tekjur ríkisins af jörðunum og fasteigna- mat þeirra. Öttast ég að þjóðkfrkjan komi illa út úr þessu reiknisdæmi. Aðskilnaður ríkis og kirkju snýst ekki um krónur og aura og heldur ekki um trú. Málið snýst um hlutverk ríkis- ins í nútímasam- félagi, en það get- ur vart átt að reka trúarbrögð og að tryggja einu trúfélagi stjórnarskrár- bundin sérrétt- indi. Það læðist að manni sá grunur að marg- ir prestar séu farnir að átta sig á þessu viðhorfi samtímans og skammist sín hálft í hvoru fyr- ir það að vera starfsmenn rík- isins og þvæla því fram og aftur um 100 ára samning ríkis og kirkju, við- skiptasamning ríkis og kirkju frá því í hitti fyrra, fastan samning um útgjöld vegna reksturs yfir- stjómar kirkjunnar og fleira. Að lokum skal tekið fram að ríkistrúarbrögð heyra til undan- tekninga í löndum Evrópu og í skoöunarkönnunum hefur ítrekað mælst meirihlutafylgi íslensku þjóðarinnar fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Sigurjón Þórðaison „Aðskilnaður ríkis og kirkju snýst ekki um krónur og aura og heldur ekki um trú. Málið snýst um hlut- verk ríkisins í nútímasamfélagi, en það getur vart átt að reka trúar- brögð og að tryggja einu trúfélagi stjórnarskrárbundin sérréttindi. “ Kjallarínn Sigurjón Þórðarson Sauðárkróki, félagi í Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) 1 Me5 Oj á móti i Noröurland allt verðl eltt kjördæmi Skynsamleg eining „Ég er þeirrar skoðunar að ef far- ið er út í breytingar á kjördæma- mörkum þá sé í fyrsta lagi æskilegt að þær breytingar séu hreinlegar, að þar sé frekar um að ræða samein- ingu kjördæma en að kljúfa þau upp eins og var i fyrstu hugmynd- um nefndarinn- ar. Ég er þeirrar skoðunar að heppilegast væri að sameina Norð- urland aOt i eitt kjördæmi, hinn forna Norðlend- ingafjórðung. Þá verður til landfræðilega skynsamleg eining með eðlilega þungamiðju hvað varðar byggð og ibúafjölda, það er Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið, og ég tel að kostii' Akureyr- ar og sá styrkur fyrir landsbyggðina sem á að geta verið fólgitm í því mótvægi sem þessi þungamiðja byggðar utan suðvesturhornsins býður upp á, nýtist best sem mið- punktur í viðlendu kjöi-dæmi til beggja hliða. Það er skynsamlegri einmg og heppilegar dregin landfræðilega, fé- lagslega og stjórnfræðilega heldur en það sem nú er efst á baugi. Ég hef enga ástæðu til að ætla að samstarf þéttbýlissvæða innan þessa slíks kjördæmis, Norðurlandskjöræmis, gæti ekki orðið gott. Ég tel að það yrði gagnkvæmur styrkur fyrir staði eins og Húsavík og Sauðárkrók að þama tækist gott samstarf og menn byggðu upp stjómsýslu og þjónustu á skynsamlegri verkaskiptingu og öðru slíku. Með hugsunarhætti eins og þeim að Akureyri sogaði allt til sín eru menn bara áfram ofan í gömlu hjólfórunum, mikilvægara er að Norðlendingar líti á sig sem heild, vinni saman en klofni ekki upp eins og ég óttast að gerist ef Norðurland vestra verður hluti kjördæmis sem nær allt suður að Hvalfirði." Stelngrímur J. Slg- fússon alþingis- maður. Snorrl BJörn Slg- urösson, sveitar- stjórl í Skagafiröl. Ekki sannfærður „Ég er ekki sannfærður um að það sé hagstæðara fyrir okkur Skag- firðinga að vera með austurkjör- dæminu, en ég er reyndar ekki held- ur sannfærður um að hinn kostur- inn sé betri, að sameinast í vest- ur, ég sé kosti og galla við hvoru tveggja. Reyndar eru þeir margir Skagfirðingarnir sem vildu helst sjá eitt norður- kjördæmi, en ég er ekki viss. Auðvitað er einhver hræðsla við Akureyri. Mér dettur ekki í hug þegar maður les greinar eftir Hús- víkinga um tilveru þeirra í Norður- landskjördæmi eystra og stöðu þeirra þar aö það sé spennandi staða. Staðreyndin er sú aö manni virðist að það sé grundvallarmunur á Norð- urlandi eystra og vestra, sá að á Norðurlandi vestra hafa verið uppi tilburðir í þá átt að dreifa oipinber- um stofnunum um kjördæmið en á Noröurlandi eystra hefur það ekki verið. Égá líka mjög erfitt með að sjá fyrir mér nýtt kjördæmi sem þannig er lagt upp með -í byrjun að Skaga- fiörður komi inn í það eingöngu til að styðja Akureyri. Það virðist lítið hugsað um það hvort það sé gott fyr- ir okkur. í sjáifu sér er auðvitað gott mál að styrkja Akureyri en það má ekki vera til þess að veikja okkur. Ég sé einnig marga vankanta á vestur- kjördæminu, sé t.d. ekki hvað við eigum sameiginlegt með Súganda- firði eða Patreksfirði og sé ekki hvernig á að samrýma hagsmunabar- áttuna inni í því kjördæmi.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.