Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
41 ^
Fréttir
Kenningum
kollvarpað um
ferlimál refa?
- merktur yrðlingur úr Kjaransvík á Hornströndum veiddist á Rauðamýri við Djúp
Guðmundur Valdimarsson refaskytta.
DV-myndir Hörður.
Veiðimaðurinn Guðmundur Valdi-
marsson lá 7. nóvember yfir útburði á
Rauðamýri við Djúp. Hann náði að
skjóta 4 unga refi sem sóttu í það sem
Guðmundur lagði fyrir þá. Einn af
þeim var merktur og með senditæki
um hálsinn. Þegar Guðmundur skoð-
aði hræið kom í ljós að þama var um
yrðling að ræða sem merktur var í
Kjaransvík á Homstöndum í sumar.
Það vakti athygli Guðmundar að
þessi yrðlingur var áberandi stæltast-
ur og best á sig kominn af þeim fjór-
um sem hann veiddi.
Hann hafði strax samband við Pál
Hersteinsson og sendi honrnn yrðling-
inn til rannsóknar. Stysta mögulega
leið frá Kjaransvik að Rauðamýri á
korti er um 65 km og þá ekki tekið til-
lit til holta og hæða. Því er líklegt að
yrðlingurinn hafi í sumar ferðast að
minnsta kosti á annað hundrað kíló-
metra. Páll staðfesti það að refurinn
væri einn þeirra sem hann merkti í
Kjaransvík í sumar. Þessi var búinn
hefðbundnum radíósendi en ekki
Líffræðingarnir sem stunduðu refarannsóknir í Hlöðuvík, Kjaransvík og þar
um kring í sumar, talið frá vinstri: Ester Ruth Unnsteinsdóttir, Páll Hersteins-
son og Hólmfríður Sigþórsdóttir.
gervihnattasendi og var sendirinn í
fullkomnu lagi. Slíkum sendum er að-
eins hægt að fylgjast með af tiltölu-
lega stuttu færi með miðunartæki.
Ekki er því vitað hvaða leið rebbi hef-
ur farið.
Páll var við rannsóknir á refum í
Hlöðuvík og nálægum vikum í sumar
ásamt 2 öðrum vísindamönnum. Voru
þá merktir refir úr grenjum á svæð-
inu, m.a. með gervihnattasendum til
að hægt væri að fylgjast með ferli
þeirra. Alls voru þá eymamerkt 24
dýr. Refarannsóknir á Ströndum vom
gerðar í framhaldi af umræðu um
veiðar á ref í friðlandinu. Gervi-
hnattasendar í hálsbandi vora settir á
5 refi en þeir era nú allir óvirkir
nema einn. Sá refur sem enn er hægt
að fylgjast með er farinn að heiman.
Hefur hann farið 12 km og komið ann-
að slagið heim aftur. Dýrið sem Guð-
mundur veiddi hafði farið heldur
lengra en hann hafi vitað til áður um
refi sem hann merkti á Vestfjörðum
fyrir 20 árum.
Bændur við Djúp, með Indriða Að-
alsteinsson á Skjaldfönn í farar-
broddi, og fleiri refaskyttur hafa
áram saman haldið því fram að refir
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn.
dreifðust frá Homströndum suður um
ísafiarðardjúp og víðar. Af þeim sök-
um vildi Indriði láta leyfa refaveiðar
á Hornströndum.
Er Guðmundur með drápi sínu á
tófuyrðlingnum frá Kjaransvík 7. nóv-
ember búinn að kollvarpa kenningum
fræðimanna um ferlimál refa?
„Þetta kollvarpar engum kenning-
um,“ sagði Páll Hersteinsson. „Alla-
vega era engar slíkar kenningar
komnar frá mér. Ég merkti 33 yrð-
linga á Vestfiörðum 1980 til 1982. Af
þeim endurheimtust 20. Meðalvega-
lengdin sem þeir höfðu farið vora 24
km eða frá 0 og upp í 59 km. Þessi fór
63 km og er álíka og þeir sem höfðu
farið lengst áður. Á þeim tíma var þó
refastofninn miklu minni. Það sem
maður veit ekki er hversu mikil áhrif
aukinn þéttleiki i stofninum hefur á
ferðir refanna. Það var nú einmitt það
sem var meiningin að reyna að fá
upplýsingar um.“
Verður refarannsóknum haldið
áfram á Ströndum næsta sumar?
„Ég á von á því. Maður veit þó
ekki fyrr en á næsta ári hvað fæst af
peningum tO þess. Ég held að það sé
mjög mikilvægt að halda þessu áfram
og reyna að þróa þessa senda þannig
að þeir dugi. Þær upplýsingar sem
þeir veita eru gríðarlega gagnlegar.
Það hefur komið í ljós að það er ein-
hver galli á þeim en hver hann er veit
maður ekki. Líklegasta skýringin er
sú að loftnetin hafi skemmst í slags-
málum eða á annan hátt,“ sagði Páll.
-HKr.
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
RÆSTINGAR
FYRIRTÆKJA
RÆSTINGAR
STOFNANA
RÆSTINGAR
HEIMILA
jtbk. Árnarberg ehf
Fossháls 27 • Draghálsmegin
Sími 567 7557 • Fax 567 7559
M.
/-
Allar lagnir, vökvahraðtengi
aftan og framan, gaflar fyrir
hraðtengi, 40, 60 og 90 cm
skóflur.
Verð kr. 4 millj,- án vsk.
í toppstandi, nýtt lakk,
vökvalagnir, 25 og 55 cm
skóflur.
Verð kr. 1.750.000,- án vsk.
Gúmmíbelti, vökvalagnir og
slétt skófla, 85 cm.
Verð kr. 1.650.000,- án vsk.
Hraðtengi framan, vökvalagnir,
55 cm skófla.
Verð kr. 2.150.000,- án vsk.
Yfirfarin, servo, 90 cm skófla.
Verð kr. 1.200.000,- án vsk.
kraftvClar
Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogi
s:535 3500/fax 5353519
e-mail peturi@kraftvelar.is