Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 Langur |ólalaugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið: ,4^12 Sviðsljós MSmSCSSCSSL Næsti langi laugardagur er 5. desember. Jólalaugardagar eru 12. og 19. desember. Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 6. nóvember er bent á ab hafa samband vió Siguró Hannesson sem fyrst í sima 550 5728 éba 550 5000. Skil í langan laugardag 5. desember: Auglýsingapantanir þurfa ab berast fyrir kl. 16 mánudaginn 30. nóvember, _ auglýsingum ber a& skila fyrir kl. 16 þriójudaginn 1. desember. mm Leikstjórinn sofnaði á frum- sýningunni Langar kvikmyndir virðast vera í tísku í Hollywood þessa dagana í kjölfar vinsælda stór- myndarinnar Titanic. Gagnrýnendur hafa þó ekki verið jafn hrifnir af nýjustu mynd Brad Pitts og þeir voru af Titanic. Nýjasta mynd hjarta- knúsarans heitir Meet Joe Black og er hún yfir þriggja klukku- stunda löng. Ekki bætti úr skák að sjálfur leikstjóri myndarinnar, Martin Brest, sofnaði á frumsýningunni í New York á dögunum. Það þótti mjög óheppilegt og alls engin meðmæli með kvikmyndinni. Á von á barni með fyrrverandi eiginmanni Lisa Marie Presley, dóttir rokkkóngsins sáluga Elvis Pres- leys, á von á barni með fyrrver- andi eiginmanni sinum, gítar- leikaranum Danny Keough. Lisa og Danny skildu fyrir fjór- um árum. Öllum að óvörum gekk Lisa að eiga söngvarann Michael Jackson. Hjónaband þeirra, sem þótti hið undarlegasta, fór út um þúfur. Lisa hélt alltaf góðu sam- bandi við Danny og þau tóku saman á ný. Menn ráku reyndar upp stór augu þegar Lisa sást aftur með Michael á tónleikaferð hans i S-Afríku en nú á hún sem sé von á þriðja barninu með Danny. Körfuboltahetjan var ekki lengi í Paradís: Rodman vill losa sig við rafmagnsgelluna Carmen Electra virðist ekki bera nafn með rentu. Að minnsta kosti vantaöi rafmagnið í hjónaband hennar og körfuboltafurðufuglsins Dennisar Rodmans. Kappinn vill nefnilega láta ógilda hjónavígsluna sem þau gengust bæði undir fyrir tæpum tveimur vikum, segist ekki hafa verið með öllum mjalla þegar athöfnin fór fram. Bandaríska dagblaðið Orange County Register komst yfir dóm- skjöl í Kaliforníu þar sem Dennis fer fram á ógildingu hjónabandsins. Skötuhjúin gengu annars í það heilaga í kapellu í lastabælinu Las Vegas. í ógildingarbeiðni sinni talar Dennis Rodman telur sig hafa verið svikinn þegar hann gifti sig. Carmen er ekkert rafmögnuð þótt hún kalli sig Electru. Dennis um svik. Umboðsmaður körfuboltahetj- unnar sagði í síðustu viku að skjól- stæðingur sinn hefði verið of drukk- inn til að vita hvað hann var að gera þegar hann gekk að eiga hina rafmögnuðu, eða órafmögnuðu, Car- men. Hún hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta hjá Playboy og sem strandvarðagella í sjónvarpsþáttun- um frægu. Dennis vr ekki par ánægður með orð umbans síns og gaf út yfirlýs- ingu fyrir milligöngu talsmanns Carmenar. Þar sagði: „Ég elska Car- men og ég er upp með mér að vera kvæntur henni.“ Daniella Andrea Campos Lathrop, fegurðardrottning frá Chile, brá á leik með börnum frá Maheeyju, einni Seychelles- eyja, um daginn og kenndi þeim að dansa. Tugir fegurðardrottninga eru nú á Seychelleseyjum til að taka þátt í keppninni um ungfrú heim. Urslitakeppnin fer fram annað kvöld. Jagger vísar á bug fréttum um skilnað Mick Jagger vísar á bug frétt- um breskra blaða um að hann hefði yfirgefið Jerry Hall. Greindu blöðin frá því að Jagger væri í Frakk- landi og hefði farið á fund fyrirsætunnar Cörlu Bruni sem hann hefur þekkt í sex ár. Talsmaöur Jag- gers sagði að -J öll umræðan um skilnað Micks og Jerry væri hlægileg. „Mick er í Frakklandi og Jerry er í New York og þau munu brátt verða sameinuð á ný,“ sagði talsmaðurinn. Vinur hjónanna sagði aö þau ættu í sambúðarerfiðleikum og að þau myndu líklega ekki reyna enn einu sinni að lappa upp á hjónabandiö. Patsy laeturfegra á sér brjóstin Mikið vill alltaf meira. Leik- konan Patsy Kensit hefur alltaf þótt mikið augnayndi, hvort sem á Evuklæðun- um eða sam- kvæmiskjólum og öllu þar á milli. Henni fannst það greinilega ekki nóg því nýlega gekkst hún undir fegrunar- aögerð á brjóstum til að hún mætti vera enn meiri kroppur. Til að lesendur átti sig á kon- unni var hún gift óróapopparan- um Liam Gallagher úr Oasis. Þau eru nú skilin að skiptum. í bili að minnsta kosti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.