Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Page 23
MIÐYIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
43
Fréttir
Framleiðnisjóður í Borgarnes:
Ákvörðun um
flutninginn var
auðveld og kær
- sagði Guðmundur Bjarnason ráðherra
DV.Vesturlandi:
Guðmundur Bjamason landbúnað-
arráðherra hefúr ákveðið í samráði
við stjóm Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins að flytja starfsemi sjóðsins úr
Reykjavík í Borgames. Unnið hefúr
verið að undirbúningi flutningsins
undanfama mánuði og á honum að
vera lokið um áramót. Hið nýja aðset-
ur verður að Engjaási 2 í Borgamesi
þar sem Mjólkursamlag Borgfirðinga
var áður til húsa en hýsir nú Rann-
sóknastofnun mjólkuriðnaðarins og
nokkur önnur fyrirtæki.
Þann 19. nóvember kom stjórn
Framleiðnisjóðs til fyrsta fúndar í
nýja húsnæðinu en á næstu vikum
verður það innréttað og málað og til-
búið um áramót. Jón Guðbjömsson,
framkvæmastjóri sjóðsins, Bjami
Guðmundsson, formaður stjómar, og
Guðmundur Bjarhason ráðherra
fluttu ávörp. Ráðherra sagði meðal
annars:
„Ég held það hafi verið vel til fund-
ið að flytja þessa starfsemi í Borgar-
nes og ég hef verið þeirrar skoðunar
að við ættum að leita tækifæra sem
kunna að vera fyrir hendi í því að
hreyfa við opinberri þjónustu. Mér er
hins vegar ljóst af reynslu að það er
ekki alltaf auðvelt. Ég hef verið að
glíma við það á öðrum vettvangi og
vígstöðvum og geri ekki lítið úr því að
það er márgt sem fylgir svona ákvörð-
un. Það getur verið mjög erfitt og hef-
ur áhrif á hagi og aðstæður fólks á
margvíslegan hátt. Hins vegar var
þessi ákvörðun í rauninni auðveld og
kær. Hún var gerð í sátt og samvinnu
við þá sem áttu hlut á máli og ég vona
að gæfa megi fylgi þessari starfsemi
sem verður hér,“ sagði Guðmundur.
Að sögn Jón Guðbjömssonar, sem
er eini laimaði starfsmaðurinn, er
vonast til þess að starfsemin geti haf-
ist í nýja húsnæðinu eftir áramót og
þá verður einn starfsmaður ráðinn til
viðbótar. -DVÓ
Daniel L. Kloppel og David Architzel, flotaforingjar við yfirmannaskiptin hjá
varnarliðinu. DV-mynd Arnheiður
Foringjaskipti hjá
varnarliðinu
DV, Suðurnesjum:
Yfirmannaskipti hjá vamarliðinu
á Keflavíkurflugvelli fóru fram við
hátíðlega athöfn 20. nóvember. Dani-
el L. Kloeppel flotaforingi, sem verið
hefur yfirmaður varnarliðsins und-
anfarna sjö mánuði, lætur nú af
störfum. Hann tekur stöðu yfír-
manns áætlunarsViðs flutningadeild-
ar Bandaríkjahers, U.S. Transporta-
tion Command.
Við starfi hans tekur David
Architzel, sem hefur gegnt skip-
stjórn á flugvélamóðurskipum m.a.
USS Theodore Roosevelt undanfarin
tvö ár. Hann lauk námi í háskóla
Bandaríkjaflota - U.S. Naval
Academy - árið 1973 og hóf feril sinn
sem flugliðsforingi árið 1975. David
starfaði m.a. við eftirlitsflug og kaf-
bátaleit frá flugvélamóðurskipum á
flugvélum af gerðinni S-3 Viking.
David Architzel var um tíma einn
af kennurum við háskóla spænska
flotans í Madríd en frá því starfi var
hann kvaddur til að taka við stjóm
30. kafbátaleitarsveitar flotans. -AG
Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Frá vinstri Bjarni Guðmundsson, formaður stjórnar, Egill Jónsson, Þórhalla
Snæþórsdóttir, Ari Teitsson, Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra, Jón Guðbjörnsson og SigurðurÞráinsson.
DV-mynd Daníel
Alfelgur og negld vetrardekk á
stórtilboði dagana 23.-30. nóvember.
13“ tilboð
dekk 165R13
felga 13*5,5
Verð 4 stk.
kr. 49.900
14“ tilboð
dekk 195-60R14
felga 14*6,0
Verð 4 stk.
kr. 59.900
4x4 tilboð
dekk 33-12.50R15
felga 15*8,0
Verð 4 stk.
kr. 109.900
Bjóðum einnig hinar geysivinsæiu Mosdal
stærðir á frábæru verði
155R13 negld, kr. 4.845
165R13 negld, kr. 5.150
195-60R14 negld, kr. 6.410
195-60R15 negld, kr. 7.920
215-75R15 negld, kr. 7.180
Greiðslukjör við allra hæfi,
EuroA/isa í allt að 36 mánuði
FELGUR FRÁBÆRT VERÐ
^Létt
IGREIDSLURI
Komdu við og
J
kynntu þér málið BORGARDEKK
Borgardekk • Borgartúni 36 • sími 568 8220
25" Black ínya A||arað
ggowmagnan « 2sc
á skiá.*Heyrnartóístengl
Ifilnskur leiðarvíslr.
FlNL-uX
63V1
FINLUX
GÆÐAl
SJÓNVÖRP
ÁVERBISEM KEMIIR Á ÚVART
Lágmula 8 • Sími
UMBOÐSMENN
FlNL-uX
71V1
^Biackí^Sjla* aðgerðir ó skj
p|NLuX
74F 100
IVesturland: Málningarþjánustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, Isafiröl. Kf. Norðurland: V-Hún„ HvammstanBa, Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. verslunln Hegrl,
Iki. Þingeylnga, Húsavlk. Austurland: Vélsmi6)an Höfn. Suiurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Gelsli, Vestmannaeyjum. Reyk)anes: Ljósboglnn, Kellavlk. Rafborg, Grindavik.
Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri.
4