Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Síða 33
53
I
• ■ . • •
]
DV MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
J
i
í
í
I
í
3
i
i
í
Í
Sólrún
Braga-
dóttir og
Margaret
Singer
halda
tónleika í
Hafnar-
borg í
kvöld.
Síðustu tón-
leikar Sólrúnar
Sólrún Bragadóttir óperusöng-
kona hefur verið á faraldsfæti um
landið í tónleikaferð. Nú er komið
að lokum og síðustu tónleikamir
verða í Hafnarborg, menningar-
miðstöð Hafnarfjarðar, í kvöld kl.
20.30. Tónleikarnir eru haldnir af
því tilefhi að nýbúið er að gefa út
geislaplötu þar sem Sólrún syngur
islenskar einsöngsperlur eftir Sig-
valda Kaldalóns, Þorkel Sigur-
bjömsson, Atla Heimi Sveinsson,
Tryggva Baldursson, Karl 0. Run-
ólfsson, Jón Ásgeirsson og Svein-
bjöm Sveinbjörnsson. Á tónleik-
unum syngur hún lög af plötunni
ásamt lögum eftir Brahms, Bern-
stein og Mozart og er undirleikari
hjá henni bandaríski píanóleikar-
inn Margaret Singer sem einnig
leikur undir á plötunni sem er
fyrsta geislaplata Sólrúnar undir
eigin nafni. Hún hefur áður kom-
ið fram á nokkrum geislaplötum.
Tónleikar
Sólrún Bragadóttir er ein
þekktasta óperusöngkona okkar
íslendinga. Hún hefur komið fram
í mörgum af helstu aðalhlutverk-
um óperubókmenntanna. Hafa óp-
emhús á meginlandi Evrópu,
Bretlandi og Japan sóst eftir sam-
starfi við hana. Auk þess hefur
hún haldið fjölda ljóðatónleika
hér á landi sem og erlendis og
margoft komið fram með Sinfón-
íuhljómsveit íslands.
Lesið úr nýjum
bókum
Lesið verður úr sex nýjum bók-
um á Grandrokk við Klapparstíg 1
kvöld kl. 2. Stein-
grímur Her-
mannsson og Dag-
ur Eggertsson
kynna ævisögu
Steingríms. Silja
Aðalsteinsdóttir
les úr bók sinni
Perlur úr ljóðum,
Sigmundur Ernir
úr Sjaldgæfu fólk,
Jón Múli Guðrún Eva úr Á
ÍÁrnason. meðan hann horf-
ir á þig ertu Mar-
I ía mey, Þorvaldur Þorsteinsson úr
bókinni Blíðfinnur en þú mátt kalla
mig Bóbó og Jón Múli Ámason les
úr Þjóðsögum sínum.
Hinsegin fræði og
kyngervisull
Geir Svansson bókmenntafræð-
ingur verður með fyrirlestur kl. 12 á
morgun í stofu 201 í Odda, sem hef-
ur yfirskriftina Hinsegin fræði og
kyngervisull. Um kenningar Judith
| Buuer.
ITC-deildin Melkorka
Fundur verður í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20.
Fundurinn er öllum opinn.
Samkomur
Ráðhús Reykjavíkur:
Ole Kock og Stórsveitin
I kvöld heldur Stórsveit Reykjavík-
ur tónleika í Ráhúsi Reykjavíkur þar
sem hinn þekkti danski djassmaður
Ole Kock Hansen mun stjóma hljóm-
sveitinni. Ole Kock hefur lengi verið
í hópi virtustu tónlistarmanna í Dan-
mörku. Hann hefur stjómað og útsett
fyrir dönsku útvarpshljómsveitina
með góðum árangri og þá hefur hann
átt langt og gott samstaf með Niels
Henning Orsted Pedersen. Með hon-
um hefur Ole Kock komið til íslands
í þrigang, fyrst 1977, síðan 1985 þar
sem hann meðal annars útsetti ís-
lensk þjóðlög fyrir djasstríó og
Skemmtanir
strengjakvartett sem síðar kom út á
plötu og síðast 1994 þegar þeir félag-
ar ásamt Alex Riel léku á upphafstón-
leikum RúRek-djasshátíðarinnar.
Stórsveit Reykjavíkur mun í kvöld
flytja útsetningar Ole Kock á þjóðlög-
um, eigin verkum og annarra. Það er
óhætt að segja að mikill fengur er
fyrir Stórsveit Reykjavíkur í komu
Ole Kock Hansen til landsins en
hann er einn af fremstu djasshljóm-
sveitarstjórum Evrópu um þessar
mundir.
Þess má geta að Ole Kock Hansen
mun leika á píanó hjá gospelsöngkon-
unni Ettu Cameron í Bústaðakirkju
fóstudags- og laugardagskvöld.
Ole Koch Hansen stjórnar stórsveitinni á æfingu.
Veðrið í dag
Gengur í hvassa
norðanátt
Skammt suðvestur af Reykjanesi
er víðáttumikil 953 mb. iægð sem
þokast norðaustur yfir landið.
í dag verður suðvestan stinnings-
kaldi eða allhvasst og rigning eða
skúrir suðaustan til en léttir til á
Norðausturlandi. Gengur í all-
hvassa eða hvassa norðanátt með
slyddu eða snjókomu norðvestan til
og vaxandi norðvestanátt og slydd-
uél á Suðvesturlandi seint í kvöld.
Hiti víða 3 til 7 stig en heldur kóln-
andi um vestanvert landið.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hæg breytileg átt og skúrir en norð-
vestan stinningskaldi og slydduél í
kvöld. Hiti 1 til 4 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.04
Sólarupprás á morgun: 10.27
Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.44
Árdegisflóð á morgun: 10.05
Veðrið kl. 6
i morgun:
Akureyri alskýjaö 5
Akurnes léttskýjaö 5
Bergstaöir snjókoma 0
Bolungarvík alskýjaö 1
Egilsstaðir 5
Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 1
Keflavíkurflv. skýjaö 4
Raufarhöfn alskýjaó 2
Reykjavík skýjaö 3
Stórhöföi úrkoma í grennd 3
Bergen rigning 6
Kaupmhöfn snjókoma 1
Algarve heiðskírt 8
Amsterdam F.úði/rign. á síö. kls. 0
Barcelona hálfskýjað 6
Dublin skýjaö 4
Halifax heiöskírt 3
Frankfurt þokumóöa -1
Hamborg snjókoma 0
Jan Mayen þokumóöa 3
London súld 6
Lúxemborg þokumóöa -5
Mallorca léttskýjaö 3
Montreal þoka 3
Nuuk alskýjaö -8
París súld 1
Róm þokumóöa 4
Vín þokuruöningur -8
Winnipeg þoka 1
Hálka og
hálkublettir
Hálka og hálkublettir eru víða á landsbyggðinni
og snjóþekja á leiðum sem liggja hátt. Á Vestur-
landi og Vestfjörðum er hálka á fjallvegum og viða
með ströndinni. Á Norðaustur- og Austurlandi er
Færð á vegum
vetrarfæri á fjallvegum og hálka með norðaustur-
ströndinni. Ófært er um Hellisheiði eystri, Lágheiði
og Öxarfjarðarheiði. Unnið er að lagfæringu á leið-
inni Botn-Súðavík og Laugarvatn-Þrastarlundur
4^ Skafrenningur
E3 Steinkast
0 Háika
Cb Ófært
B Vegavinna-aOgát 0 Öxulþungatakmarkanir
m Þungfært (£> Fært fjallabílum
Félag eldri borgara
í Reykjavík
í Ásgarði verður línudans kl.
18.30 og bingó á morgun kl. 19.45. í
Þorraseli verður handavinna og
jólaföndur í umsjón Kristínar
Hjaltadóttur kl. 13.30.
Hafnagönguhópurinn
í kvöld stendur Hafnagönguhóp-
í urinn fyrir gönguferð frá Hafnar-
húsinu kl. 20 vestur með ströndinni
út á Snoppu við Gróttu. Á leiðinni
verður litið inn hjá Landhelgisgæsl-
unni. Allir eru velkomnir.
Rakel Ósk
Litla stúlkan sem er
með bróður sínum á
myndinni hefur fengið
nafnið Rakel Ósk. Hún
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 5. ágúst
Barn dagsins
síðastliðinn kl. 11.26. Viö
fæðingu var hún 3900
grömm og 53 sentímetrar.
Bróðir hennar heitir Am-
ar Þór og var hann átján
mánaða þegar hann fædd-
ist. Foreldrar systkin-
anna eru Margrét Hjálm-
arsdóttir og Ásgeir Ei-
riksson.
(I
*
Truman-“hjónin“. Laura Linney og
Jim Carrey í hlutverkum sfnum.
The Truman Show
Laugarásbíó sýnir úrvalsmynd-
ina The Truman Show, kvikmynd
sem alls staðar hefur vakið mikla
athygli og era margir á því að hún
muni keppa við Saving Private
Ryan um óskarsverðlaunin i apríl
á næsta ári. The Truman Show
fjallar um Truman Burbank, sem
ekki veit af því að hann er
skærasta sjónvarpsstjama nútím-
ans, hann er aðalleikari vin-
sælasta sjónvarpsþáttar í heimi
sem sjónvarpað er tuttugu og fjóra
tíma á sólarhring. Með hlut-
verk Trumans fer
grínistinn Jim Car- /////////,
Kvikmyndir
rey sem sýnir á sér
nýja hlið í krefjandi hlutverki.
Aðrir leikarar eru Ed Harris sem
leikur skapara Trumans og höfund
sjónvarpsþáttanna, Laura Linney
sem leikur eiginkonu Trumans og
Natasha McElhone sem leikur
hina einu sönnu ást í lífi Trumans.
Leikstjóri er Peter Weir, einn virt-
asti leikstjóri nútímans.
Nýjar myndir í kvikmyndahúsum:
Bíóhöllin: A Smile like Yours
Bíóborgin: The Avengers
Háskólabíó:Maurar
Háskólabíó: Út úr sýn
Kringlubíó: Popp í Reykjavfk
Laugarásbfó: Blade
Regnboginn: There's Something
about Mary
Stjörnubfó: Dansaðu við mig
Krossgátan
1 2 3 4 5 6 7
8 9
10 11
12 13 14
15 16 17 18
19 20
21 22
Lárétt: 1 pottur, 6 viðumefni, 8
peninga, 9 kvöl, 10 vísan, 12 saltlög,
14 lærdómstitill, 15 fálm, 17 tré, 19
óhreina, 21 rennsli, 22 einkenni.
Lóðrétt: 1 blaðrar, 2 kvenmanns-
nafn, 3 bogi, 4 haldi, 5 kjánalega, 6
kvaldi, 7 bjálfar, 11 sáðlands, 13
áköfu, 16 grip, 18 svaladrykkur, 20
rykkom.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 pottlok, 7 ófær, 9 efa, 10
strik, 11 sting, 12 teitur, 14 urta, 16
róa, 18 rjá, 19 rein, 21 kappi, 22 ræ.
Lóðrétt: 1 póstur, 2 oft, 3 tæri, 4 lek-
ur, 5 ofar, 6 kaldan, 8 ritar, 13 erja,
15 táp, 17 óir, 20 ei.
Gengið
Almennt gengi LÍ 25. 11. 1998 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 70,190 70,550 69,270
Pund 116,390 116,990 116,010
Kan. dollar 45,280 45,560 44,900
Dönsk kr. 10,8400 10,8980 11,0520
Norsk kr 9,3620 9,4140 9,3900
Sænsk kr. 8,6640 8,7120 8,8310
Fi. mark 13,5520 13,6320 13,8110
Fra. franki 12,2880 12,3580 12,5330
Belg. franki 1,9971 2,0091 2,0372
Sviss. franki 49,9400 50,2200 51,8100
Holl. gyllini 36,5400 36,7600 37,2600
Þýskt mark 41,2100 41,4300 42,0200
ít. lira 0,041610 0,04187 0,042500
Aust sch. 5,8550 5,8910 5,9760
Port. escudo 0,4018 0,4042 0,4100
Spá. peseti 0,4844 0,4874 0,4947
Jap. yen 0,580400 0,58380 0,590400
írskt pund 102,400 103,040 104,610
SDR 97,200000 97,78000 97,510000
ECU 81,1500 81,6300 82,7000
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270