Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Síða 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Lf2
c/3 O
i-
LO
112
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Könnun Gallups:
Mikið sam-
bandsleysi
innan Lands-
símans
Mikiö sambandsleysi ríkir á milli
yfirmanna og undirmanna og á milli
deilda hjá Landssímanum. Þetta kem-
ur fram í nýlegri könnun sem Gallup
vann fyrir Landssímann.
Könnunin tekur til fjölmargra þátta
innan fyrirtækisins. Alls starfa um
1200 manns hjá Landssímanum. í
könnuninni kemur einnig fram að
talsverður rígur og slæmur vinnu-
mórall ríki á milli deilda fyrirtækis-
ins en mórail sé hins vegar ágætur
innan deilda. í könnuninni var spurt
m.a. um kynferðislega áreitni og ein-
elti innan fyrirtækisins. í niðurstöð-
um kemur fram að mjög lítið er um
■*'"* slíkt en það er þó til innan fyrirtækis-
ins.
Niðurstöður voru kynntar starfs-
mönnum á fundi í gær. Þar kemur
fram að margt þurfi að laga innan fyr-
irtækisins og stefnt sé að því að gera
það sem fyrst. Einnig kom fram í nið-
urstöðum að margt sé mjög jákvætt í
starfseminni hjá svo stórum vinnu-
stað. -SÁ/aþ
Togarinn Sunna SU:
* Helmingur
áhafnar hættir
„Við erum nýkomnir úr einhverj-
um besta túr sem við höfum gert frá
upphafi þannig að við skiljum þetta
ekki,“ sagði einn úr áhöfn frystitogar-
ans Sunnu SU frá Siglufirði sem sagði
upp störfum í gær í kjölfar þess að
skipstjóra og stýrimönnum var sagt
upp störfum og nýr skipstjóri ráðinn.
Alls sögðu fjórir menn upp vegna upp-
sagna yfirmannanna þannig að um
helmingur áhafnarinnar hættir. Skip-
ið var að koma af Flæmska hattinum
með metafla. Nýi skipstjórinn var
með skipið fyrir nokkrum árum og
það mun að hluta vera óánægja með
-^tendurkomu hans sem ræður uppsögn-
um sjómannanna.
“Við neyðum engan til að vinna hjá
okkur. Það er okkar mál hvort við
segjum upp mönnum, við erum fyrst
og fremst að reka fyrirtæki," sagði
Ólafur Marteinsson, framkvæmda-
stjóri Þormóðs Ramma/Sæbergs hf.,
útgerðar Sunnu. -rt
Bílvelta
Bílvelta varð í Ártúnsbrekku um
klukkan háifníu í morgun. Tvennt var
í bílnum og er talið að meiðsl fólksins
hafi ekki verið alvarieg. Fólkið kvart-
aði þó undan eymslum i baki. Bíllinn
Vvar mjög illa farinn. Talsverð hálka
'var í höfuðborginni í morgun. -RR
Þaö var handagangur í öskjunni á leikskólanum Alfabergi í Hafnarfirði í gær. Börnin þar voru önnum kafin við að pakka inn ieikföngum í skrautlegan
jólapappír. Jólapakkarnir eiga að fara til fátækra barna í útlöndum. DV-mynd gva
Hugsanleg sameining fréttastofa Útvarps og Sjónvarps:
Sjónvarpið verði
deild innan Útvarps
- segir Kári Jónasson, fréttastjóri Útvarpsins
Á fréttastofu Útvarpsins bíða menn þess í of-
væni að framtíðarskipulag verði ákveðið.
Sjónvarpsmenn eru velkomnir sem deild inn-
an útvarpsins, segir Kári Jónasson frétta-
stjóri. DV-mynd Pjetur
„Ég hef hugsað þessi mál í mörg ár.
Það er mikið að gerast í þessu svo sem
í Noregi þar sem nýbúið er að sam-
eina fréttastofur. Þá eru Danirnir að
fara í þetta líka. Það urðu mikil átök
í Noregi og ég veit ekkert hvað menn
ætlast fyrir hér. Mér finnst vel koma
til greina að fréttastofa Sjónvarpsins
verði hluti af fréttastofu Útvarpsins.
Við erum með miklu meiri dagskrá og
fleira fólk,“ segir Kári Jónasson,
fréttastjóri Útvarpsins, um þær hug-
myndir sem uppi eru varðandi sam-
einingu eða nána samvinnu frétta-
stofa Útvarps og Sjónvarps. Eins og
DV greindi frá í gær eru hugmyndir
uppi um að fréttastofurnar renni sam-
an undir yfirstjórn eins fréttastjóra
sem síðan hafi undir sér tvo frétta-
stjóra, annan fyrir sjónvarp en hinn
fyrir útvarp.
Kári segir ýmislegt styðja það að
sjónvarpið renni einfaldlega inn í
fréttastofu Útvarpsins sem deild.
„Þeir eru miklu fleiri sem hlusta á
útvarpsfréttir en þeir sem horfa á
fréttir í Sjónvarpi. Þessu er því allt
öðruvísi farið hér en hjá nágranna-
löndunum," segir Kári og vísar til
þess að um og yfir 30 prósent þjóðar-
innar hlusti á hádegisfréttir.
Bogi Ágústsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs og þróunarsviðs Sjón-
varpsins og verðandi fréttastjóri Sjón-
varps, er formaður nefndar þeirrar
sem skipuð hefur verið til að
gera tiÚögur um framtíðar-
skipulag fréttastofa Útvarps
og Sjónvarps. Hann segir
nefndina koma saman nk.
fóstudag til að gera tímaáætl-
un en síðar hefjist formlegt
starf hennar. Hann segist ekk-
ert geta sagt um hugmyndir
þær sem uppi eru um samein-
ingu fyrr en nefndin hafi rætt
þau mál. Hann segir ýmis rök
vera til þess að samnýta rekst-
ur beggja fréttastofanna. Þar
nefndi hann sérstaklega
svæðisútvarpsstöðvarnar sem frétta-
stofa Útvarps hefur alfarið notað í
sína þágu en ástæða sé til að Sjón-
varpið fái einnig aðgang að.
„Ég get ekki séð fyrir mér í augna-
blikinu að þarna verði algjörlega ein
ritstjórn. Mér finnst þó ólíklegt að
fréttastofa Sjónvarps yrði seld undir
fréttastofu Útvarps eða öfugt. Ef um
fullkomna sameiningu yrði að ræða
Veðrið á morgun:
Bjart fyrir
sunnan og
vestan
Á morgun verður vestan- og
norðvestangola eða kaldi og él
norðaustanlands en sums staðar
stinningskaldi á annesjum. Hæg
breytileg átt og víöa nokkuð
bjart veður sunnan- og vestan til.
Hiti verður um eða rétt yfir
frostmarki en viða vægt frost
norðaustan til.
Veðrið í dag er á bls. 53.
Kári Jónasson. Bogi Ágústsson.
þá yrði það væntanlega í þá áttina að
þetta yrði sjáifstætt batterí og enginn
yrði undir öðrum,“ segir Bogi.
Hann segir óvíst að nefndin muni
skila einni tillögu til framkvæmda-
stjóra Sjónvarps og Útvarps og allt
eins líklegt sé að um verði að ræða
2-3 tillögur sem hægt verði að velja á
milli. Bogi vildi ekki ræða þann
orðróm að einn yfirfréttastjóri verði
settur yfir báðar fréttastofur. Hann
sagði að nefndin yrði að fá svigrúm til
að ræða öll þessi mál. -rt
Ó S A
R U R
SYLVANIA
fOSLEROMr
ffátmdur
ánægjumuxi'-