Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 T>V Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómariormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Rltstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centmm.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomni og í gagnabönkum án endurgjalds. Sérleyfið sjálft er varidinn Heilbrigðisnefnd Alþingis bætir böl með því að búa til annað meira, ef hún nær samkomulagi um að leggja til við Alþingi, að ráðherra verði heimilað að skattleggja sérleyfishafa erfðafræðilegs gagnabrunns í framtíðinni, ef hagnaður sérleyfishafans reynist verða mikill. Hugmyndin um sjálfdæmi ráðherra er angi af þeirri áráttu Alþingis að koma sér hjá afgreiðslum með því að veita ráðherrum heimildir út og suður. Þetta valdaafsal hefur framleitt séríslenzkt ráðherraveldi, sem hefur hingað til leitt til margvíslegra geðþóttaákvarðana. Auð ávísanablöð af þessu tagi eiga ekki að vera í um- ferð. Það brýtur gegn lýðræði og markaðshagkerfi í senn að framkalla öryggisleysi um framvindu mála. Ef sér- leyfi deCode Genetics á íslandi er gjaldskylt, á að segja þegar í upphafi, hvernig og hvert gjaldið skuli vera. Enginn vafi er á, að sérleyfi hafa verðgildi, að minnsta kosti í augum þeirra, sem um þau sækja. Verðgildið er annars vegar hægt að mæla með ákveðnu hlutfalli af veltu eða skýrt skilgreindum hagnaði og hins vegar með útboði, þar sem umsækjendur verðleggja sérleyfið. Segja má, að heilbrigðisnefnd hafi stigið örstutt skref í átt til skilnings á málinu, þegar hún er farin að ræða gjaldtöku fyrir sérleyfið. Hún er samt enn langt frá þeirri lausn málsins, að ekki verði gefið út sérleyfi, held- ur veitt gjaldskylt frelsi öllum, sem um sækja. Samkeppnisstofnun segir raunar í umsögn sinni um frumvarpið, að sérleyfi á gerð og rekstri gagnabrunnsins brjóti gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Verða lögin væntanlega gerð afturreka eins og önnur sérís- lenzk vitleysa, svo sem ýmsir dómar Hæstaréttar. Eins og mál hafa þróazt er skrítið, að höfundar frum- varpsins, að forstjóra deCode Genetics meðtöldum, skuli ekki hafa dómgreind til að gera sér grein fyrir hættunni frá innlendum og erlendum stofnunum, sem eiga að vaka yfir heiðarlegum samkeppnisháttum. Einn af frumkvöðlum deCode Genetics hefur bent á, að fyrirtækið þurfi alls ekki sérleyfi. Það geti náð mark- miðum sínum eftir sömu leiðum og önnur fyrirtæki. Frumkvöðlar eru vemdaðir af innlendum og alþjóðleg- um reglum um höfunda og uppfinningar. Fyrir mánuði var sagt í leiðara DV, að tími væri kom- inn til, að deiluaðilar slíðruðu sverðin í deilunni um erfðafræðilegan gagnabrunn deCode Genetics, þannig að farið yrði bil beggja í sjónarmiðum um persónuvernd og fallið frá hugmyndinni um ólögmætt sérleyfi. Því miður hafa mál ekki fallið í þennan farveg, þótt opnað hafi verið fyrir gjaldtöku í heilbrigðisnefnd Al- þingis. Forstjóri deCode Genetics hefur enn forsætisráð- herra í taumi og ráðherrann hefur enn hinn þögla meiri- hluta í taumi gegn þorra vísindasamfélagsins. Enn hefur ekkert gerzt, sem bendir til annars en, að lögin um gagnabrunninn verði staðfest í núverandi mynd að mestu leyti og þar með verði opnað fyrir var- anlegar illdeilur og andóf, þar á meðal kærur til erki- biskupa í Bruxelles, Strassbourg og Luxembourg. Ríkissjóður íslands á engan endurkröfurétt á hendur deCode Genetics, ef ráðamenn landsins veita því sjálf- viljugir sérleyfi, sem leiðir til skaðabótakrafna af hálfu annarra aðila, sem telja sig málið varða, og refsiaðgerða af hálfu stofnana, ríkja eða Evrópusambandsins. Flest bendir til, að með illu verði knúið fram gagna- grunnsfrumvarp, sem hefur verið vanhugsað í öllum sín- um útgáfum og hefur lítið skánað í meðförum. Jónas Kristjánsson Einkaleyfi til ofbeldis afturkölluð? Breskur prófessor í alþjóðalög- um sagði nú í vikunni að sú ákvörðun dómara í lávarðadeild breska þingsins að Pinochet hers- höfðingi nyti ekki friðhelgi fyrir útlendri lögsókn væri eitt af því mikilvægasta sem gerst hefði í mannréttindamálum heimsins í áratugi. Sjálfsagt þykir einhverj- um það ofsagt en fáir efast þó um að þessi ákvörðun markar tíma- mót. Fullveldi og ofbeldi Algeng skilgreining á ríkinu er á þá leið að ríkið sé aðili sem hef- ur einkarétt til beitingar ofbeldis á tilteknu landsvæði. Með þessu er ekki átt viö að beiting ofbeldis sé endilega stærsti þátturinn í starfi ríkja, heldur er vísað til þeirrar staðreyndar að í hverju ríki um sig er öllum öðrum en ríkinu bannað að þvinga fram vilja sinn með ofbeldi. Riki sem njóta þessa einkarétt- ar eru sögð fullvalda, en íslendingar fagna einmitt áttatíu ára fuliveldisafmæli eftir helgi. Ákvörðun bresku lávarðanna vegur í reynd að fullveldi ríkja og að einkaleyfum þeirra til beitingar ofbeldis. Fullveldið víkur Fullveldi ríkja er víða álitið nánast helgur dómur. Þetta á ekki einungis við um minni riki og þær þjóð- ir sem mest hafa haft fyrir því að sækja og verja full- veldi sitt. í Bandaríkjunum, til að mynda, er líklega meiri fyrirstaða en víðast hvar í heiminum við fram- sali á hinu minnsta broti af fullveldi ríkisins. Barátta fyrir mannréttindum hlýtur hins vegar að byggjast á þeirri skoðun að fullveldi rikja sé ekki merkilegasta atriðið í skipulagi mannfélagsins, heldur séu lág- marks siðareglur í mannlegum samskiptum æðri full- veldi einstakra ríkja. Hvað Pinochet varðar þá vegur að þessum skilningi sú staðreynd þyngra að hann lét drepa og pynta fólk en sú staðreynd að Chile er full- valda riki sem nú beitir sér gegn fram- sali þessa fyrrum forseta. Hnattvæðing réttvísinnar Ákvörðun bresku lávarðanna kemur í framhaldi af tiltölulega hraðri þróun undanfarinna ára í átt til viðurkenn- ingar á alþjóðlegri lögsögu gagnvart stórfeUdum brotum á mannréttindum. Stríðsglæpadómstólar vegna fjöldamorða á Balkanskaga og í Rú- anda eru skref í þessa átt, hvað sem segja má um árangur þeirra tU þessa. Alþjóðlegur dómstóU sem mun hafa rétt tU þess að kæra og dæma þjóðar- leiðtoga er líka í burðarliðnum, þrátt fyrir andstöðu frá Bandaríkjunum. í alþjóðalögum er að tlnna heimildir fyr- ir því að réttað sé yfir mönnrnn fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu utan viðkomandi lands, en þetta hefur verið nánast dauður bókstafur tU þessa. Glæpir gegn mannkyni? Það er ekki deUt um það í neinni aivöru að Pinochet ber ábyrgð á pyntingum og morðum á þús- undum manna. Það er ekki einu sinni svo að Pinochet hafi reynt í neinni alvöru að hylja ábyrgð sína í þessum efnum. Myrkraverkin voru ekki fram- in af óðum einstaklingum heldur með skipulegum hætti í miðstöðvum ríkis og hers. Menn voru tU að mynda pyntaðir mánuðum saman af ótrúlegri grimmd og hreinni vUlimennsku í kjaUara forseta- haUarinnar í Santiago. Sumir þeirra sem lifðu þetta af - og losna ekki við martraðir sínar - telja þá heppnari sem voru myrtir eftir skammvinnari pynt- ingar af hersveitum forsetans. Þorri fómarlamba Pin- ochets var Chilebúar, þó að menn af margvíslegu þjóðemi væra pyntaðir og drepnir af starfsmönnum hans. Sá skilningur að glæpir Pinochets hafi verið glæpir gegn mannkyninu krefst því þess skilnings að pólitískir glæpir gegn fólki komi öllum mönnum við, þó að í þessu tUviki séu það saksóknarar í einstökum rikjum sem vUja lögsækja Pinochet. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson „Barátta fyrir mannréttindum hlýtur að byggjast á þeirri skoðun að fuliveldi ríkja sé ekki merkilegasta atriðið í skipulagi mannfélagsins heldur séu lág- marks siðareglur í mannlegum samskiptum æðri fullveldi einstakra ríkja.“ Færri teboð fyrir böðla? Pinochet uggði ekki að sér í London, enda ekki aðeins tíður gestur þar í borg heldur maður sem aUtaf átti vist heimboð tU ekki minni manna en Margrét- ar Thatcher. Thatcher og fleiri valdamenn í Bretlandi töldu morð og pyntingar greinilega ekki sérstakan ljóð á ráði Pin- ochets og litu frekar til þess að hann var skoðanabróðir þeirra í efnahagsmálum. Bandaríkja- menn studdu líka Pinochet tU valdaráns á sínum tíma, eins og löngu er orðið opinbert. Þar í landi var honum líka fyrirgefið morð á andstæðingi úti á götu í Washington. Pinochet er auðvit- að ekki eini morðinginn sem nýtur gestrisni valdamanna. Slíkir menn em á ferð og Uugi um heiminn. Böðlar á borð við Pinochet geta hins vegar ekki lengur reitt sig á fuUveldi ríkja sinna, né á vinfengi erlendra stjómmálamanna til þess að ferðast óáreittir um heiminn. Sjáifstæðir dómstólar í lýðræð- isríkjum heimsins ógna nú þessum illmennum. skoðanir annarra Lausn á vandanum Saddam „Loforð bandarískra og breskra stjórnvalda til iraskra stjórnarandstöðuhópa um að hjálpa þeim í pólitískri baráttu þeima, ef þeir á annað borð geta orðið ásáttir um að vinna saman, er auðvitað af- skipti af innanrikismálum annars lands. Slíkt hefur þó gerst áður. Þegar jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum vom við völd sendu þeir tU dæmis aðstoð í formi peninga og annars tU Baska sem börðust gegn Franco hershöfðingja og til Afríska þjóðarráösins i Suður-Afríku. Skref Bandaríkja- manna og Breta er ánægjulegt þar sem það bendir í það minnsta til að leitað sé langtímalausna á vanda- málinu Saddam Hussein." Úr forystugrein Politiken 24. nóvember. Vandamál í miöjuríkinu „Norska miðjustjórnin situr áfram. KjeU Magne Bondevik forsætisráðherra tókst á elleftu stundu að ná samkomulagi við flokkana til hægri, Framfara- flokkinn og HægriOokkinn, um íjárlagafrumvarpið. En minnihlutastjómin er vængstýfö. Eftir að hafa gefið eftir nokkrum sinnum er lítiö eftir af upprana- lega fjármálafrumvarpinu. Greiðslum fyrir umönn- um harna heima var bjargað en stjómin neyddist tU aö faUa frá skattahækkunum og verður í staðinn að skera niður. Sænskir miðjumenn, sem hafa mælt með svipaðri stjórnarmyndun og í Noregi, ættu að draga ályktanir af erfiðleikum Bondeviks." Úr forystugrein Dagens Nyheter 27. nóvember. Ábyrgð pyntingameistara „Ein af rökunum fyrir því að láta Pmochet og hans lika fara frjálsa ferða sinna hafa verið að ekki sé hægt að dæma tU refsingar eftir á. í sumar var ákveðið að stofna alþjóðlegan dómstól á vegum SÞ. Hvort hann verður að veruleika eftir frnim ár verð- ur ekki rætt hér. Þá vita aUir frá fyrstu stundu að einn góðan veöurdag geti þeir verið látnir svara tU saka fyrir ákærur um pyntingar og mannshvörf. Ákvörðun bresku lávarðanna er spor í rétta átt.“ Úr forystugrein Hufvudstadsbladet 27. nóvem-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.