Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 11
DV LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 11 „Maður kemst ekki í vinnuna nema með harðfylgi endrum og eins um vetrartímann. Þetta er svæði sem býr við gífurlegan samgönguvanda. Á maður að leggja sig í þann umferðarhnút að óþörfu," spurði hann og það mátti merkja á fasi hans þar sem hann ók sér í herðunum að hann hryllti við tilhugsuninni einni að vera fastur á Gullinbrú um hávetur. DV-mynd Sveinn „Þetta er úrvalsstaður við Breiðuvík. Ég er þegar búinn að kynna mér þetta og það er ljóst að þarna er draumastaðurinn," sagði konan og andvarpaði með þvUík- um sælusvip að það er augljóst að hún hefur gert upp hug sinn um það hvar sæluríki á jörð sé að finna. Maður hennar var ekki jafnánægður að sjá og greinUegt að því fór viðsfjarri að honum þætti umræddur staður við Breiðuvík geta faUið inn í þá mynd að hann höndlaði hamingj- una þar í eitt skipti fyrir öU. Orð- ið Breiðavík sagði honum fátt. í seinni tíð hafði hann ekki komið lengra út á land en í Hafnartjörð á annan veginn og hins vegar að EUiðaám tU að viðra hundinn. Hann endurtók orðið og hjó í þrjá parta: „Breið-a-vík. Þetta kveikir nú á einhverjum perum í huga mér. Er þetta ekki upptökuheimUi fyrir unglinga vestur á fjörðum?" spurði hann konu sína og það mátti merkja á mæli hans og þetta flata nafn gæti ekki boðað gott. „Nei, nei, þetta er eitt nýjasta hverfi borgarinnar. í Grafarvogi, örstutt frá kirkjugarðinum og enn styttra frá Korpúlfsstöðum og golfveUinum," sagði hún. Gripinn á klámmynd Hann hugsaði með sér hvað hann ætti að gera í nágrenni við golfvöU. Maður sem þekkti ekki mun á golfkylfu og kústskafti með hnúði. Enn fremur skildi hann ekki hvers vegna hann, maður á besta aldri, ætti erindi fast upp að kirkjugarðinum. Breiðavík, hann varð fjarlægur til augnanna og minningamar tóku öU völd. Hann var 10 ára gamall vestur á fjörð- um og staðinn að verki við að reykja. Um huga hans enduróm- aði rödd ævareiðrar móður sem vUdi strax stoppa af reykingarn- ar: „Ætli sé ekki best að senda þig á Breiðuvík þar sem vand- ræðaunglingamir era. Þú stefnir bara í átt til glötunar," sagði hún í þeim raddstyrk að áratugum seinna vakti orðið Breiðavík enn skelfingu meö honum. Af og tU á unglingsárunum kom Breiðuvík- urógnin upp á ný. 13 ára var hann Laugardagspistill Reynir Traustason ásamt félögum sínum gripinn baksviðs í FélagsheimUinu á Flat- eyri þar sem þeir horfðu á dönsku bíómyndina Forvitin blá. Myndin var bönnuð innan 16 ára og því ekki annað að gera en skríða inn um glugga og laumast upp á svið- ið. Þannig horfðu fuUorðnir á dönsku klámmyndina utan úr sal á meðan bömin skemmtu sér yfir aUs kyns samfarasenum baksviðs. Þetta var að vísu speglað en gerði þó ekkert tU. Síðan dundi skelf- ingin yfir þegar bíóstjórann grun- aði hvers kyns var og á við- kvæmu augnabliki hóf hann að lyfta upp tjaldinu. Hann var ásamt fleiri klámsjúkum ungling- um rekinn í gegnum salinn i fuU- kominni niðurlægingu og út. For- eldrunum var tilkynnt um þetta brenglaða háttalag. Upphófst þá sami Breiðavíkursöngurinn á ný: „Það væri réttast að senda þig vestur á Breiðuvík," sagði móðir- in og það mátti merkja á andliti hennar hvílík mæða væri að eiga slíkan ungling á kynþroskaaldri. Ótal fleiri tUefni urðu til þess að Breiðavík skaut upp koUinum í umræðunni á æskuheimflinu en aldrei fór hann þangað vestur. Þar sem hann hafði rennt yfir æsku sína í huganum leit hann á konu sína. í áratugi hafði hann ekki heyrt minnst á Breiðuvík og satt best að segja hafði hann gleymt þessari grýlu unglingsár- anna. Ætlaði þessi kona hans, sem hafði lifað með honum súrt og sætt, að gera martröð bemsku- áranna að veruleika og koma hon- um á þann stað sem foreldramir höfðu ekki brjóst í sér tU að senda hann á nema í orði. Hann maldaði því enn í móinn og sagðist jafnvel tUbúinn tU að flytja í þennan Grafarvog en bara ekki í Breiðu- vík. Hvert umslag sem kæmi inn um bréfalúguna myndi minna hann á ógnir æsku hans. Daglega yrði hann að taka sér í munn þetta hroðalega nafnorð. Hann sagði nafnið sitt tU reynslu en gat ekki sagt heimilisfangið og röddin brast. Hann horfði bænaraugum á konu sína og bað hana lengstra orða að leita fyrir sér í Rima- hverfi eða einhvers staðar annars staðar i hverfinu. Brottfluttir sameinast „Það er ábyggUega dásamlegt að búa í Breiðuvík. Þarna er Magga móðursystir, Rut vinkona, Henný, Ama, Matta frænka og aU- ar hinar sem hrakist hafa af landsbyggðinni undanfarin ár. Þarna sameinast þeir brottfluttu," sagði konan og leit rannsakandi á mann sinn sem enn var á valdi æskuminninganna. Hann fann að vígstaðan var honum ekki í hag og ákvað að hafna öUu hverfinu í þeirri veiku von að honum tækist að forða sér frá götunni með upptökuheimilis- nafnið. „Er þetta ekki voðalegur staður, þessi Grafarvogur. Ég man eftir að hafa séð í Mogganum frásagnir af óeirðum unglinga og ég held að sjónvarpsstöðvarnar hafi íjallað um þetta líka á svipuð- um nótum,“ sagði hann. Konan gaf sig ekki og hún sagð- ist þegar hafa undirritað vUjayfir- lýsingu um að festa sér húsnæði við Breiðuvík. Aðeins ætti eftir að fá formlegt samþykki hans. Hvað varðaði umíjöllun um ólæti í Grafarvogi þá væru þau ábyggi- lega eitthvað orðum aukin. Þarna væri blómi íslenskrar þjóðar sam- an kominn og hún hafði það eftir Möggu móðursystur að engir glæpir ættu sér stað í hverfinu. Auðvitað væru þama fjörmiklir unglingar sem gustaði af en ann- að væri orðum aukið. „Ég hef heimUdir fyrir því að Grafarvogur sé eins konar bær í borginni og móraUinn þar sé eins og í kauptúni úti á landi þar sem allir þekkja aUa. Þarna ræður samhugurinn og aUir verða sem einn þegar eitthvað bjátar á,“ bætti hún við. Hún hristi ákaft höfuðið þegar maðurinn spurði hvort ekki væri ágætt að búa í grónu hverfi í austurborginni, tU- tölulega skammt frá vinnustaðn- um. Hann gaf sig ekki og sagði aUa fréttatíma vera fuUa af frá- sögnum af umferðarerfiðleikum um GuUinbrú og svo væri ung- lingavandamálið allsráðandi. „Maður kemst ekki í vinnuna nema með harðfylgi endrum og eins um vetrartímann. Þetta er svæði sem býr við gífurlegan sam- gönguvanda. Á maöur að leggja sig í þann umferðarhnút að óþörfu," spurði hann og það mátti merkja á fasi hans þar sem hann ók sér í herðunum að hann hryUti við tUhugsuninni einni að vera fastur á GuUinbrú um hávetur. Hann fann þó af áralangri reynslu að striðið var tapað fyrirfram og þess vegna óhætt að huga að út- búnaði sem gerði honum kleift að komast tfl byggða. Borgarstjórahverfi Hann fór lauslega yfir það í huganum hvað þyrfti tU að kom- ast klakklaust í miUi Grafarvogs og miðborgarinnar. Loðfóðraður vetrargaUi, keðjur undir bUinn, snjóflóðaýla og álpoki til lífsbjarg- ar í frosti var aUt sem honum taldist vera nauðsynlegt tU að komast af við hinar ýmsu aðstæð- ur. Gott væri að eiga sankti bern- harðshund með koníakstunnu um hálsinn en því mætti væntanlega sleppa og notast við björgunar- sveitarhunda. Konan ákvað að fylgja eftir stórsókn sinni til bættra lifskjara. „Ég las einhvers staðar að borg- arstjórinn var að úthluta ættingj- um sínum heilu raðhúsahverfi skammt frá staðnum okkar. Það er öruggt að Ingibjörg Sólrún tryggir sínum nánustu að þeir komist á miUi heimUis og mið- borgar. Hún þarf sjálf að skreppa í heimsóknir annað veifið tU ætt- ingjanna þannig að það verða samgöngubætur þarna á allra næstu mánuðum," sagöi konan og brosti sínu breiðasta í þeirri fuU- vissu að nú hefði hún spUað út trompásnum og þar með slegið vopnin endanlega úr höndum lak- ari helmingsins. Hann gafst upp og í þjáningu samþykkti hann allar tillögur konunnar sem gert hafði hótanir móður hans að veruleika. Hún skynjaði að honum var brugðið og ákvað að gera sitt tU að bjarga hjónabandinu upp úr þeim öldu- dal sem ósigur eiginmannsins leiddi það ofan í. „Þama er kirkjustarf með mikl- um blóma. Gangi þér illa að kyngja þvi að ég skyldi hafa þig undir þá getum við farið á hjóna- námskeið til séra Vigfúsar Þórs í Grafarvogskirkju. Það er allt þama sem þarf tU að fólki líði vel og ef því líður Ula þá em tU úr- ræði við því,“ sagði hún. Það ríkir kyrrð á svæðinu að undanskildum hamarshöggum og ískri í hjólsög. íbúar þessa nýjasta svæðis borgarinnar sem þenst út með ógnarhraða eru smám saman að fara á stjá. Hjónin eru flutt í Breiðuvík með kirkjugarðinn á aðra hönd en Korpúlfsstaði á hina. Við blasir borgarstjóra- hverfið og hamarshöggin benda tU að ættingjarnir í raðhúsunum séu komnir á kreik. Hjónin í Breiðuvík standa úti á hlaði. Kon- an hlaðin sjálfsöryggi en maður- inn örlítið beygður eftir að hafa verið fluttur hálfgerðum nauð- ungarflutningum. Hann hafði á þeim dögum sem liðnir voru smá- jafnað sig á flutningunum og var tUtölulega sáttur eftir allt saman. Hann leit í áttina að kirkjugarðin- um og sagði síðan upp úr eins manns hljóði: „Ætli sé ekki best að ævisagan mín heiti Frá vöggu til Grafarvogs."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.