Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 18
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 I 'jlJ' 18 ** heygarðshornið *+ i Eru þeir á kaupi hjá LÍÚ, Bárður og Sverrir og Jón og hvað þeir heita, mennimir sem hafa nú klofið óstofn- aðan Frjálslynda flokkinn? Það mætti halda það. Og tekur því að slást svo hatrammlega um nákvæm- lega þessa nafngift? íslendingar hafa aldrei verið sérlega snoknir fyrir tali um frjálslyndi. Síðast þegar þetta nafn var notaö á flokk minnir mig að það hafi verið Bjami Guðnason prófessor að kljúfa sig út úr Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna - til þess væntanlega að sameina vinstri menn að klassískum hætti. Bjarni hafði því miður ekki erindi sem erflði þá, sem er mikill skaði því hann sýndi á dögunum með snjaliri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann kvað eftirminnilega niður Svíahatur þar á ritstjóm, hversu mikill fengur hefði verið að því ef hann hefði látið meira að sér kveða í opinberri umræðu á undanfórnum árum - og enn eru til gamlir nem- endur Bjarna sem geta þegar vel liggur á þeim farið með langa kafla úr frægri þingræðu hans um mann- inn í Selárdal að kljúfa rekavið. Eru þeir á kaupi hjá LÍÚ? Það hvarflar óneitanlega að manni. Að vísu er óþarfi að gera veður yfir því þótt eitthvert fólk langi að láta að sér kveða í stjórnmálum; það er gott að til skuli vera fólk með hugsjónir og þrá til að beita sér fyrir þær hug- sjónir; við eigum að fagna því að enn eigi eyjan hvíta fólk sem þor- ir að hella sér út í pólitík þrátt fyrir allan þann svívirðingaaust- ur sem bíður þeirra sem eitthvað erindi eiga. Og þegar hugað er sérstaklega að því fólki sem nú er að fjarlægjast gerði ekkert annað en allir hinir, og honum var kennt. Komið hefur síðar í ljós að Jóhannes Nordal og Tómas Árnason ásamt öðram seldu Seðla- bankanum veiðileyfi þegar þeir voru þar við völd. Það var þaggað niður. í Búnaðarbankanum reyndist vera svipað uppi á teningnum - og var þaggað niður - og þar eru menn um þessar mundir að fremja lögbrot með því að fela bók sem sýnir hvaða þotumenn fengu að flatmaga ókeypis í íbúð sem bankinn þóttist þurfa að eiga í Lundúnum, enda vandskýrt hvaða erindi Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugsson áttu þangað í erindum Búnaðarbankans. Sverrir var ekki verstur, er niðurstaða máls- ins; honum var offrað. En þó að Sverri Hermannssyni hafi verið fórnað verður hann ekki sjálfkrafa að Jesú Kristi. Það er meira að segja alllangur vegur frá því, jafnvel þótt meistarinn úr Ögri tali í meitluðum orðs- kviðum og myrkum dæmisögum. Það sýnir því nokkuð sérkennilegt póli- tískt þefskyn hjá Bárði og félög- um að Sjálfstæðisflokkinn og dreymir um frama utan hans þá hvarfla óneitan- lega að manni margtuggin ummæli Marðar Valgarðssonar þegar sendi- boði kom að segja honum frá váleg- um mannvígum: Þar eigast þeir ein- ir við sem ég hirði aldrei hverjir drepast. Þó era takmörk fyrir því hversu umburðarlyndur maður getur verið. Bárður Halldórsson hefur í þessu máli öllu sýnt pólitíska hæfileika sem ekki er annað hægt en að kalla sérstæða. Hann gekk á fund Sverris Hermannssonar og bað um liðsinni þessa manns sem hrökklaðist frá æðstu metorðum í Landsbanka ís- lands vegna þess að hann virtist til- valinn blóraböggull fyrir óráðsíu, sukk, græðgi, hroka, sjálftöku á munaðarlífi og taumlausa veiðidellu íslenskrar yfirstéttar en alveg sér- staklega íslenskra bankastjóra frá elstu tíð. Eftir á að hyggja var þetta feikn- arlega ósann- gjarnt. Sverr- ir leita uppi Sverri af öllum mönnum í sumar til að leiða baráttuna gegn spillingu yfirstéttarinnar. Og ef trúa má Bárði nú þá er einna helst að skilja að skyndilega hafi runnið upp fyrir honum í byrjun Ýlis - eftir allt sem á undan er gengið - að Sverrir Hermannsson hafi á undanfórnum mánuðum verið umdeildur maður. Á honum er að skilja að hann hafi áttað sig á því einmitt nú þegar almennt er farið að líta á Sverri sem fórnarlamb aðstæðna og sam- úð hefur heldur aukist með þess- um litríka og skemmtilega stjórnmálamanni. Bárður Halldórs- son er með öðrum orðum að reyna að láta líta svo út sem hann mislesi ævinlega allar að- stæður. ****** Þar eigast þeir einir við ... mætti segja. Og yppa öxlum. Þó er rauna- legt að horfa upp á þennan aulagang allan fyrir þá sök að þetta fólk sem þama er að kljást hefur slegið eign sinni á tiltekið málefni, sem er bar- áttan gegn þeirri stórkostlegustu eignatilfærslu íslandssögunnar sem hefur verið að gerast fyrir augum okkar undanfarin ár, og felst í gjafa- kvóta til handa mönnum sem af rússneskum þegnskap greiða ekki einu sinni skatta, og hefur þær af- leiðingar að byggðin er að deyja alls staðar með ströndum landsins. Kverúlöntunum í þessum samtök- um hefur tekist að gera þessa bar- áttu að sérvisku. Með framgöngu sinni hefur þeim tekist að ýta þess- ari baráttu yfir á jaðar skynsamlegr- ar umræðu i samfélaginu. Á hálfu ári hefur þeim tekist að eyði- leggja allt það góða starf sem Morgunblaðið hefur unnið með vitlegum ritstjómar- greinum sínum, og þar á undan dr. Gylfi Þ. Gíslason sem manna best hef- ur rakið máls- efni, og hóf raunar umræð- una. Ömurlegt er að horfa á skynugan mann eins og Jón Sig- urðsson vera að hnotabítast við Valdimar Jó- hannesson um það hvor hafi lagt meira til málsins, hvor eigi málið. Það gerir hvorugur. Og því er von að manni sé spum: eru þessir menn á kaupi hjá LÍÚ? Voru þeir ráðnir af Auglýsingastofu Gunnars Steins Pálssonar, þeirri sömu og gerði gys að umræðunni með auglýsingunni um að við ættum kvótann? Eða hvernig má það vera að þessi della öll kemur einmitt í kjölfar hinnar öflugu auglýsingaher- ferðar kvótakónganna? dagur í lífí Flokksþingsdagur í lífi Ólafs Arnar Haraldssonar alþingismanns: Sérðu til lands? „Jæja, hvemig haflð þið sofið á málinu í nótt? Náum við að finna sameiginlega niðurstöðu varðandi Fljótsdalsvirkjun?" voru fyrstu orð Jóns Kristjánssonar, alþingis- manns og formanns í vinnunefnd flokksþings framsóknarmanna, þegar fundur hófst um umhverfis- málaályktunina klukkan níu á laugardagsmorgni. Við sátum í fundarherbergi á Hótel Sögu. Ég horfði yfir fundarborðið á félaga mina. Við sögðum fátt í bili enda ekki alveg á sömu skoöun um hvort og hvemig ætti að álykta um umhverfismat á Fljótsdals- virkjun. Við höfðum verið settir i sérstaklega skipaða undimefnd til þess að leita sameiginlegra lausna á málinu. Allir vildu iiá að leysa málið á farsælan hátt en það var viðkvæmt og miklir hagsmunir í húfi. Ég leit á Jón við borðsend- ann og dáðist að festu hans og lagni við að leiða erfið mál til lykta enda er hann ekki formaður fjárlaganefndar fyrir ekki neitt. Sá ekki til lands „Ég sé ekki til lands í þessu,“ kvað ég upp úr á endanum eftir að við höfðum setið og snúið málinu á alla enda og kanta, togað það og teygt. „Eigum við ekki að hvíla okkur á þessu þar til seinna í dag?“ sagði Jón. „Ég kalla saman alla nefndina og við skulum klára önnur atriði í ályktuninni." Sam- þykkt, og nú hélt nefndarstarfið áfram af fullum krafti fram að há- degi. Við ræddum ekki aðeins um- hverfismál heldur einnig stjórn- málaályktun, utanríkismál, við- skiptamál og fleiri mál sem öll gengu greiölega. Eftir því sem ályktanirnar unnust voru þær sendar í stjómstöð flokksþingsins þar sem harðsnúið starfslið skrif- aði þær upp með áorðnum breyt- ingum. Það var skemmtilegur og hressilegur vinnuandi meðal manna og gaman að taka þátt í starfinu með þessu félagslynda fólki sem kom alls staðar að af landinu hvert með sína reynslu og sjónarmið. Alltaf gátum við náð niðurstöðu. Tvísýnar kosningar fram undan I hádeginu héldum við fulltrúar Reykjavíkur á flokksþinginu sam- eiginlegan fund uppi í Grilli og ræddum ýmis þingmál en fyrst og fremst kosningar til miðstjómar sem síðan urðu eftir hádegið. Kjósa skyldi 25 miðstjómarfull- trúa og þar af skyldu a.m.k. 7 vera úr röðum ungra framsóknar- manna til þess að tryggja hlut þeirra ungu. Að kosningum loknum hélt nefndarstarfið áfram og ég náði að hlýða stuttlega á umræður og spjalla við ýmsa þingfulltrúa. Glöggt mátti greina spenninginn sem var í loftinu vegna kosninga um varaformannssætið sem yrðu daginn eftir en þar tækjust á Finn- ur Ingólfsson og Siv Friðleifsdótt- ir. Á þessari stundu gat enginn sagt fyrir um úrslitin með vissu. En nú boöaði Jón Kristjánsson aft- ur til fundar um tillögu mína um umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun. En það fór sem fyrr að hvorki gekk né rak. Ákveðið var að fresta málinu til næsta dags. Fjör og Fouré Klukkan var að ganga sex síð- degis þegar ég hentist af Hótel Sögu og heim til mín, fékk mér mjög snöggt bað og dreif mig í sparifótin því að nú var kvöldfagn- aður flokksþingsins fram undan. Við Sigrún, kona mín, stefndum út úr húsinu en héldum áður hefð- bundna uppeldisræðu yfir 15 ára syni okkar, Hauki Steini, sem ætl- aði að vera heima með félögum sínum, horfa á myndband, borða pitsu og popp. - Ja, ungdómurinn nú til dags. - „Já, gleymið þið svo ekki að slökkva á bakaraofninum eftir pitsubaksturinn og gangið frá öllu í eldhúsinu, við komum ekki seint heim“ hljómuöu kveðjuorð okkar foreldranna. „Já, já, já ...“ svaraði unglingurinn. Við ókum upp í Grafarvog í boð hjá hjónun- um Finni Ingólfssyni og Kristínu Vigfúsdóttur en þar söfnuðust flestir Reykjavíkurfulltrúamir saman áður en við héldum öll á Hótel Sögu þar sem vegleg veisla og skemmtun beið allra þingfull- trúa. Þama var borðað, sungið og dansað fram eftir nóttu. Þetta var feikna fiör en samt var ég feginn að komast heim og ganga inn í kyrrð heimilisins blandaða popplyktinni frá mynd- bandspartíi strákanna um kvöldið. Haukur var enn á fótum. „Sæl ver- ið þið,“ heilsaði hann okkur. „Var garnan?" - Ég settist inn í stofu, kveikti á kertum og setti á klass- íska tónlist eftir Fouré. Ég var lú- inn en mér leið vel. Ég leit yfir daginn og fann hvað það er ánægjulegt að vera í pólitík með fólki sem bæði kann að vinna og skemmta sér vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.