Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 20
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 DV 20 fréttaljós ★ ★ Fullur fjandskapur ríkir milli fylk- inga sem hugðust efna til stjómmála- flokks, Frjálslynda flokksins. Sá flokk- ur átti að taka á siðrænum vanda í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar og ætlaði að skila þjóðinni til baka auð- lindum hafsins sem sægreifamir njóta í dag. Ljóst er að ísfirðingamir Sverrir Hermannsson og Bárður G. Halldórsson eiga ekki skap saman. Efnafræði þeirra virðist álika og olía og vatn, þeir samlagast engan veginn. Það tók þá nokkrar vikur að komast að raun um að hvorugur þoldi hinn. Framtíð Fijálslynda flokksins er því í hættu. Einhuga hefði flokkurinn ef- laust orðið einhvers konar bam í brók, helsta baráttumál flokksins höfðar til almennings, en ósættiö áður en flokkurinn varð til verður vatn á myllu sægreifa þessarar þjóðar. Það er stæll á Sverrí konungi Sverrir Hermannsson er kóngur að eðlisfari, stórlyndur kóngur. Um sumt er hann fom í skapi og slær um sig með málfari gullaldarinnar. Það er stæll á Sverri, hann kann að tala þannig að eftir verður tekið og hann heillar fólk í kringum sig með stráks- legri framkomu. En Sverrir á erfitt með að vinna undir öðrum. Á heima- síðu hans má lesa hvar hann sendir formönnum Sjálfstæðisflokksins kald- ar kveðjur, kallar Þorstein Pálsson „muddumanninn", sem hann hafi ekki haft skapsmuni til að leika skjöldum við. Hann segir um Þor- stein: ..enda er maðurinn gaeddur þeim hæflleikum að tala af óhrein- skilni um málefnin og með þau undir borðinu flest, ef við verður komið“. Hann segist hafa tekið þátt i að „bola Þorsteini ffá“, en því miður, Davíð kom of seint, ffjálshyggjan var alls- ráðandi i flokkn- um, sem Sverri minnir að áður hafi verið „flokk- ur almannatrygg- inga, samhjálpar og skjól lítilmagn- ans“, hvorki meira né minna. Á fundinum meö blaðamönn- mn í fyrradag fór Sverrir á kostum. Hann talaði enn og aftur iila um fólk. Núna var það fólk sem var samherjar hans fyrir aðeins rúmri viku síðan. Sverrir hefúr ítrekað sagt að hann vilji ekki leðjuslag. Það hefur hinn hópurinn líka sagt. En báðir eru aurugir upp fyrir haus. Sverrir taldi fljótlega að í peim hópi sem hann segist hafa verið kall- aður til, Samtökum um þjóðareign, sætu ýmsir menn sem sleiktu sár sin og vildu komast að kjötkötlunum með sínum liðstyrk. Hann segir frá þvi úr þessu stutta samstarfi að Bárður hafi ekki getað þolað Valdimar Jóhannes- son sem var þó upphafsmaður að Samtökunum um þjóðareign. Hraðferð á hjartadeild Fæðingarhríðir nýs stjórnmála- flokks, sem Sverrir stofnaði við nefið á andstæðingum sinum að morgni fimmtudagsins, voru stuttar. Það var undir sumarlokin, laugardaginn 5. september, sem Sverrir, Bárður og Jón Sigurðsson komu saman á skrif- stofum Samtakanna um þjóðareign og ákváðu að stofna stjómmálasamtök undir nafhinu Frjálslyndi lýðræðis- Sverrir og Bárður meðan allt lék í lyndl, að minnsta kosti á yfirborðinu. Innlent fréttaljós flokkurinn. Síðar var „lýðræðis" sett innan sviga. Á fundinum voru lögð fram drög að lögum flokksins og þau samþykkt samhljóða. Ákveðið var að boða til formlegs stofhfundar flokks- ins síðar. í fjölmiðlum var talað um að flokkurinn fengið nafnið Lýðræðis- flokkurinn og yrði stofnaður á afmæli rússnesku byltingarinnar, þann 7. nóvember. Áformað var að Sverrir færi um land allt í septemberlok ásamt ýmsum væntanlegum framámönnum flokks- ins, en það varð ekki. Um þetta leyti óskaði líflæknir Sverris eftir því að hann léti setja grind í eina hjartaæð. Sverrir var í viðtölum i DV um þetta leyti, brandhress, eins og hann orðaði það, eftir aðgerð sem fór fram án svæfmgar. Sverrir beið stutt eftir að- r gerð, fjóra daga, en margir hjartasjúk- lingar bíða marga mánuði með lifið í lúkimum. Sverrir var skotfljótur að jafna sig eins og títt er um marga hjartasjúklinga í dag og kvartaði undan að þurfa að bíða eftir aðgerðinni. Og víst er að Sverrir er í miklu stuði þessa dagana. Það var hugur í mönnum í haust. Þingseta virtist freista margra. Ýmsir voru nefndir til sögunnar sem fylgis- menn hins nýja Lýðræðisflokks, þóit alla staðfestingu vantaði. Meðal þeirra sem stóðu í gættinni og kíktu inn voru framsóknarmaðurinn Guð- mundur G. Þórarinsson, kratinn og skipstjórinn Grétar Mar Jónsson í Sandgerði, Pétur Bjamason á ísafirði og Guðjón Amar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimannsam- bandsins. Rætt var um að Matthías Bjamason skipaði heiðurssæti á list- anum á Vestfjörðum. Fleiri vom nefndir til sögunnar sem væntanlegir frambjóðendm- og í kjölfarið þing- menn Lýðræðisflokksins, til dæmis Sigbjörn Gunnarsson, einn hinna landlausu krata, fyrrverandi þing- maður, og Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði. í haust talaði Sverrir Her- mannsson kinnroðalaust um mikið mannval í kringum flokksstofnunina. Honum hefur greinilega snúist hugur um marga þeirra. „Eg held ég gefi ekkert út á það,“ sagði Grétar Mar skipstjóri i gær, staddur á formannaráðstefnu FFSÍ austur á Homafirði. Hann sagðist vera að átta sig á landslaginu, vissi ekki hvað, yrði ofan á. Grétar er í stjóm Samtakanna um þjóðareign en líka orðaður við vinstri samfylking- una. Án efa em margir ofangreindra manna tvístígandi i afstöðunni eftir nýjustu tíðindi og Sigbjöm hefur þeg- ar geflð kost á sér meðal samfylking- armanna á Norðurlandi eystra. Vandamálin með nafngiftina Vandamál kom upp strax í haust vegna nafngiftarinnar Lýðræðisflokk- urinn. Ámi Bjöm Guðjónsson, for- sprakki kristilegs framboðs, hafði nefnilega látið skrá nafnið hjá Hagstof- unni í júní og er eigandi þess nafns. stjómmálastarfsemi. Þrír menn und- irrita og staðfesta að standa að félag- inu, Sverrir, Bárður og Jón. Ábyrgð- armaður er Sverrir Hermannsson, Einimel 9. Efst á blaðið hefur verið skrifuð kennitalan 480998-2359. Sú kennitala er skráð á Sverri sem for- Sverrir Hermannsson kynnir sig fyr- ir blaðamönnum á fimmtudag þegar flokkurinn var aðeins fárra klukku- tíma gamall. DV-mynd E.ÓI. Sverrir, Bárður og Jón Sigurðsson drifu sig þá niður á Hagstofu íslands og fylltu út umsóknareyðublað um kennitölu fyrir félag. Þar var skrifað efst með blokkskrift: FRJÁLSLYNDI LÝÐRÆÐISFLOKKURINN, en við nánari skoðun hefur sá sem hélt á penna ákveðið á strika yfir LÝÐRÆÐ- IS og eftir stendur Frjálslyndi flokkur- inn. Sími hans er hjá Samtökum um þjóðareign og tilgangur félagsins Gunnþórunn Jónsdóttir, enn einn ísfirðingurinn i stjórnmálum. DV-mynd GVA ráðamann flokksins. Hann er þar með eigandi nafiisins - og kannski flokks- ins. Kænn maður Sverrir! Hann er með skráningunni orðinn „eigandi" flokks, enda er flokkurinn í upphafi lítið annað en nafnið. Sverrir greiddi fyrir 5 þúsund krónur, enda segir hann að félagarnir í Samtökum um þjóðareign hafl ekki átt það fé, og ger- ir góðlátlegt grín að peningaleysi þeirra. í fleiri málum hefur Sverrir sýnt að hann er gamall refur. Til dæmis þegar hann fékk i hendur fé- lagaskrá Samtakanna með samþykki Bárðar. Líka þegar salurinn í Borgar- túni var pantaður, þá var það á nafhi Sverris. Hvaða flokk eru menn að stofna? Á skrifstofú Samtaka um þjóðar- eign er unnið hörðum höndum. Fram eftir vikunni var verið að undirbúa stofnun Fijálslynda flokksins og for- manns- og stjómarkosningu. Af því verður ekki. Auglýstur stoftifundur nýs flokks Bárðar og félaga verður í dag i félagsheimili Seltjamarness. Sá flokkur nefndist Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn og á eflaust yfir höfði sér stefnur og málaferli tveggja annarra skráðra flokka. Daginn sem Sverrir greindi frá „in- stant“ flokksstofnun prýddi þrenning úr Samtaka-arminum forsíðu DV. Þar var Gunnþórunn Jónsdóttir frá ísa- firði kannski helsta aðdráttaraflið. Hún er ekkja Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, dóttir listamannsins Jóns frá Hvanná, komin frá heimili þar sem stjómmál bar gjarnan á góma. Gunn- þórunn var varaformannsefni Bárðar í Fijálslynda flokknum á miðvikudag- inn. Á flmmtudag var ljóst að Frjáls- lyndi flokkurinn er ekki þeirra flokk- ur. Flokksstoftiun var undirbúin i snarhasti og kynnt á blaðamanna- fúndi í gær. „Ég tel stefnumálin mjög mikilvæg og vil því taka þátt í starflnu," sagði Gunnþórunn í samtali við DV í fyrra- dag. Hún sagðist tilbúin að setjast á þing ef til þess kæmi. Hún er amma í fjórgang, ánægð og lifsglöð kona sem hefur góðan tíma. Og hún hefur skoð- anir og liggur ekki á þeim. Að sjálfsögðu vora menn fljótir að reikna út að Gunnþórunn vildi hefna harma á Sverri Hermannssyni lands- bankastjóra sem var manni hennar óþægur ljár í þúfu forðum, meðan 01- ískaupin gerðust á eyrinni. „Ég tók þessa ákvörðun á eigin forsendum. Minningin um Óla er í mínu hjarta, stór og góð minning. Ég bjóst við að einhverjir túlkuðu það á einhvem hátt þegar ég birtist í þessu starfl," sagði Gunnþórunn, æskuvinkona og jafnaldri Bárðar G. Halldórssonar, ís- firðingar bæði tvö, eins og Sverrir Hermannsson reyndar einnig. Hún segist ekki eiga neinna harma að heftia gagnvart Sverri. Tveir stjómmálaflokkar bætast nú við fánu íslenskra stjómmála. Á sama tima eru þrír flokkar að reyna að verða að einum. Báðir nýju flokkanir hafa sama meginmálið á dagskrá auk fjölmargra annarra stefnumála sem era eins og samin upp úr stefhuskrám hinna flokkanna. Hver framtíð þess- ara tveggja flokka er veit enginn. Greina má valdagræðgi, hroka og slóttugheit á báða bóga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.