Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 22
4 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 jL>"V 22 (hestafólk Fjölskylda Kolbrúnar og Páturs er sannkölluð hestafjölskylda: Við erum með voðalega dellu „Eftir aó hafa veriö á ferðalagi og kynnst mörgum tegundum hesta faömar maöur ís- lenska hestinn sinn. “ íslenski hesturinn hefur farið víða um heim en hann kom ekki til Flórída fyrr en i haust en Flórída er eitt mesta hestaríki Bandaríkjanna. Það er íjölskylda í Mosfellsdal sem stóð fyrir því en sú fjölskylda ber einnig ábyrgð á flestum islenskum hestum sem fluttir hafa verið út til Ítalíu en sonurinn Hákon hefur dvalist þar langdvölum við að mark- aðssetja islenska hestinn og leið- beina ítölum. Hann hefur meira að segja keppt fyrir hönd Ítalíu á heimsleikum. Þetta er hestafólk og ævintýrafólk sem lætur sér fátt fyr- ir brjósti brenna. DV heimsótti Kolbrúnu Ólafsdótt- ur, dóttur hennar Lindu Rún, son hennar Guðmar Þór og Helgu Sigur- rós Valgeirsdóttur, kærustu hans. Faðirinn, Pétur Jökull Hákonarson, og sonurinn Hákon voru enn í Am- eríku en famir að huga að heim- ferð. í stjörnuhlutverkinu Þau fóra með tíu hross út með skipi til Kanada. Þaðan keyrðu Há- kon og Guðmar 8000 kílómetra leið suður til Flórída með viðkomu á all- mörgum hestabúgörðum. Ferðalag- ið tók þrjár vikur. Þar beið þeirra Florida Horse and Agriculture Festival í Tampa. Þar voru sýnd 60 hestakyn víðs vegar að og var ís- lenski hesturinn mjög vel kynntur og eftirsóttur. Fjölskyldan hefur síðustu þrjú ár tekið þátt í Equitana-sýningunni í Kentucky og nú í sumar hittu þau einn stjóraanda sýningarinnar í Tampa þar. Hún vildi ólm fá þau með íslenska hestinn til Tampa og bauðst til að fella niður kostnað vegna sýningarinnar til að auðvelda þeim þátttökuna. Fjölskyldan ákvað að slá til. „Við eram náttúrlega léttklikkuð að leggja út 1 þetta,“ segir Kolbrún. „Þetta er stórt dæmi og ekki síst fjárhagslega," ítrekar Guðmar. En markaðurinn í Kentucky var ekki mjög góður og þau vildu leita annað. „Við lögðum öll saman og dreifð- um áhættunni og eram farin að sjá það núna að þetta eigi allt að sleppa,“ segir Guðmar. „Munurinn á þessum sýningum er sá að í Tampa kemur meira af hestafólki en minna af almennum borguram. Á Equitana er fólk meira að skoða.“ Stjóraandinn sér eflaust ekki eft- ir þvi að hafa greitt götu þeirra því að íslenski hesturinn vakti gífur- lega athygli og dró að sér fjölmiðla. íslenski hesturinn var líka í stjörnuhlutverki í sýningunni i lokaatriðinu. Þar kom Linda, 10 ára, mikið við sögu. „Hún vakti gífurlega athygli á sýningunni. Við riðum í hóp en stilltum því þannig upp að við skild- um hana eina eftir. Hún reið sóló al- veg eins og prinsessa undir Macarena. Hún hleypti og sýndi góða stjómun. Hún sló alveg í gegn,“ segir Guðmar. Fínt gæludýr Fjöldi dagblaða og sjónvarps- stöðva sóttist eftir viðtali við þau og mikið var fjallað um hestinn. „Það sem þeim þykir forvitnileg- ast er umstangið í kringum hest- inn,“ segir Guðmar. „Hann getur ekki farið heim aftur. Einangran hestsins og það að hann er eina kyn- ið á íslandi flnnst Kananum spenn- andi.“ „Það vilja allir vita hvað sé sér- stakt við þennan hest. „Af hverju kaupum við ekki bara þau kyn sem era fyrir og kosta oft og tíðum miklu minna,“ vorum við spurð. Það kemur þó ekki fyrir að menn fari á bak án þess að koma heillaðir til baka,“ segir Helga. „Fólk flykkist að okkur og dáist að því hvað þessi litli hestur getur,“ segir Kolbrún. „Þeir geta borið Pét- ur sem er stór maður og svo getur Linda auðveldlega stjórnað þeim. Þeir eru allir með fljúgandi tölt og nokkrir með skeið. Fólk stóð á önd- inni.“ „Þó að hann sé lægri er hann miklu sterkbyggðari en flestir stóru hestanna," segir Guðmar. „Hann er með mun sterkari lappir. Það er erfitt að sannfæra fólk um að þessi litli hestur geti borið 150 kílóa mann. Þegar þeir setjast á hestinn segjast þeir ekki finna að þeir séu á litlum hesti. Hann er þykkur, vöðvamikill, með sterkar lappir og viljugur. Þeim finnst ótrúlegt hvað þessi litla skepna getur mikið.“ Útlendingar vilja gjaman kalla ís- lenska hestinn „pony“ eða smáhest. Kolbrún segir þau neita því. Hann sé að mestu leyti yfir þeim mörkum sem dregin eru milli hesta og smá- hesta. „Samkvæmt stöðlum mætti kalla hluta af íslenska hestinum „pony“ en mikið af íslenska hestinum er yfir þeim mörkum. Við segjum fólki líka að þegar það hafi prófað hest- inn vilji það ekki kalla hestinn „pony“. Það era allir sammála því. Þegar talað er um „pony“ sjá marg- ir fyrir sér bamahest eða sláttuvél í garðinum. Við viljum ekki fá þá ímynd,“ segir Guðmar og Helga bætir við: „Þetta er eins og munur- inn á Lödu og Benz.“ „Sumir komu og sögðu að þetta væru fín gæludýr,“ segir Kolbrún. Þeir verða ekki betri „Það sem hefur líka heillað út- lendinga er karakter hestsins, sterk lundin og geðið. Þegar ég kom út var ég kannski hrædd um að þar væru einhver önnur hesta- kyn sem brytu niður trúna á ís- lenska hestinn. En það var ekki. Eftir að hafa verið á ferðalagi og kynnst mörgum tegundum hesta faðmar maður íslenska hestinn sinn,“ segir Helga. „Þegar við komum á bæi hafði fólk útbúið þrjár eða fiórar girð- ingar og sagði okkur að skipta þeim upp eins og við vildum. Við sögðumst ekki þurfa nema eina girðingu. Fólk var mjög hissa á þvl að hægt væri að hafa alla hest- ana í einni girðingu. Það er yfir- leitt ekki hægt með önnur hesta- kyn. Við viljum þakka góða lundina hinni hreinu ræktun. Kynið er ekki blandað og náttúran hefur mótað hestinn í þúsund ár. Ef hesturinn var ekki nógu góður þá fékk hann ekki að lifa. Þetta þykir fólkinu mjög merkilegt," segir Guðmar. Eins og margir islenskir hesta- menn eru þau algjörlega á móti því kynblöndun islenska hestsins og annarra kynja. „Við segjum einfaldlega að við séum á móti því,“ segir Guðmar. „Við segjum fólki að það bæti þennan hest ekkert meira. Þá er hlegið að okkur. En þegar fólk skellir sér á bak þá segir það: „Ég er nú eiginlega sammála því. Þeir geta ekki orðið neitt betri.““ Þau segjast vera ryðja veginn í Flórída og benda á mikla þýðingu hestsins í landkynningu. „Við erum að markaðssetja hest- inn. Það var tekið vel á móti okk- ur á Flórída. Við erum ekki að vinna bara fyrir okkur. Við erum að brjóta múrinn. Sumir hlæja að okkur en aðrir líta upp til okkar. Bændur virða það við okkur sem DV-mynd Pjetur næg aukavinna til að Helga og Guðmar geti framfleytt sér með skóla en þau eru bæði á síðasta ári í Fiölbrautaskólanum í Breið- holti. Þau era þakklát stjóm skól- ans sem hefur tekið vel á málum og gerði þeim kleift að fara í Am- eríkuferðina án þess að þurfa að seinka námi sínu. Guðmar ætlar að vinna við hestana þegar hann hættir í skóla. „Ég hef ekki áhuga á að vera einungis við tamningar og temja fyrir aðra. Ég hef meiri áhuga á að temja fyrir sjálfan mig og flytja út. Þá er samkeppnin orðin svo mikil að það getur borgað sig að fara í nokkurra ára háskólanám og læra markaðsfræði," segir Guð- mar. Hestabransinn er ekki dans á rósum. Þau segja nokkuð vera um að hestamenn með lélega hesta séu að undirbjóða þá sem eru í viðskiptum af heilindum. Þau segja að það sé ekki auðvelt að finna góð hross til útflutnings. Það sé mikil vinna og vanda verði til valsins svo markaðimir haldist opnir. Eins og með aðra vöru þá þarf líka að fylgja eftir til að lenda ekki aftur á byrjunarreit. En þau segja að það sé ekki erfitt að selja vel tamda islenska hesta. Það sé „varningur" sem ekki þurfi að skammast sín fyrir og engu þurfi að ljúga til um gæði þeirra og hæfileika. „Maður er alltaf stoltur af hest- inum,“ segir Guðmar. -sm Guðmar Þór, Kolbrún, Helga og Linda Rún. Við lifum ekki af þessu en höfum verið að flytja svolítið út,“ segir Kolbrún. „Ég fór fyrst á bak þegar ég var 24 ára gömul. Ég var aldrei í sveit og var algjört malarbarn en alltaf laðast að hestum. Pétur var úti á landi að byggja fiárhús og þar voru hestar. Ég heimsótti hann þangað með Hákon ársgamlan. Pétur hafði verið töluvert í hest- um áður og bændumir vora að ota að honum meri. „Eigum við ekki að kaupa hana?“ spurði Pétur og ég svaraði: „Hestur? Endilega." Þannig byrjaði þetta. Árið eftir var önnur meri og þriðja árið var kominn geldingur. Við keyptum fimm hesta hús í Hafnarfirði og fannst það myndi duga okkur til æviloka. Síðan keyptum við helminginn af næsta húsi og stækkuðum upp í níu hesta. Þá fluttum við hingað upp í Mosfellsdal og byggðum tíu hesta hús. Það sprakk um leið og nú er það 26 hesta hús.“ Guðmar hefur alist upp á hest- baki og riðið út óstuddur frá sex ára aldri. Helga byrjaöi í hesta- mennsku þegar hún var 13 ára en hafði kynnst hestamennskunni fyrr. Eftir að þau kynntust hefur hestamennskan aukist jafnt og þétt. „Ég datt endanlega í það þegar ég kom hingað,“ segir hún. Alltaf stoltur Þau hafa ekki nægar tekjur af hestunmn til að geta einvörðungu lifað af þeim. Hestamir eru þó Þau fengu mikla athygli fjölmiðla og þessi mynd af Guðmari birtist í Local & State. við erum að reyna að gera,“ segir Guðmar og Helga bætir við: „Þetta er ekki síður landkynning. Það vaknar alltaf mikill áhugi á land- inu þar sem hesturinn er kynntur. Þeir sem hafa keypt hesta af okk- ur hafa annaðhvort komið hingað eða eru á leiðinni. Ég held að ég geti fullyrt að það er fátt eða ekk- ert sem auglýsir landið betur en íslenski hesturinn.“ Hestur? Endilega „Við erum með voðalega dellu. - hd mdii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.