Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 28
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 JCÞ"V yiðtal Ingvar Helgason hf Soevarhöflh 2 /32 Reykjavíkpósth. 12260 s(mi 525 8000 myndsendir 587 9577 POLRRIS Ski-t/OO, D/MXtt YAMAHA ARCTIC CAT Móðurkossar eru bestir allra kossa. Hér grípur Áslaug, móðir Andrésar, strákinn sinn og knúsar hann á þessari stóru stundu. Að sjálfsögðu var kærasta Andrésar, Berglind Magnúsdóttir, stolt af fegurðarkónginum sínum þetta kvöld. hringt í mig og ég beðinn að koma í viðtal vegna vals á keppendum þá skoraðist ég ekki undan,“ segir Andrés og bætir því við að hann geti vel hugsað sér að starfa við fyrirsætustörf í framtíðinni. Hann segist líka hafa tekið þátt til þess að hafa gaman af og lífga upp á til- veruna og það hafi vitaskuld tekist með ágætum. Vinirnir hættir að grínast En hvernig líst kærustu og vin- um á að hann sé að brölta þetta framan í öðru fólki á boxernum einum saman? „Kærustunni flnnst þetta alveg jafn gaman og mér, þar sem hún hefur starfað við keppn- ina og hefur líka áhuga á bransan- um. Vinirnir gerðu grín að þessu þar til ég útskýrði fyrir þeim hvað væri gaman að standa í þessu og hvað væri skemmtilegur andi í hópnum. Þá fóru þeir að tala um keppnina af meiri alvöru,“ segir Andrés. Andrés segir að auðvitað hafi verið erfitt að koma fram svo fá- klæddur og vita að fólk mældi hann út og fylgdist með hverju hans fótmáli. „En við fengum heilmikla þjálf- un fyrir keppniskvöldið sjálft og höfðum vanist sviðinu og tilhugs- uninni um að í salnum sæti fjöldi fólks að horfa á okkur. Keppnin var því ekki síst lærdómsrík og góð fyrir sjálfstraustið.“ Andrés stundar nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og starfar jafnframt í snyrtivörufyrir- tæki foreldra sinna. Hann segist ætla að slappa vel af fram yfir ára- mót, en þá tekur við undirbúning- ur fyrir keppnina Manhunt - Male of the Year, sem fram fer á Filipps- eyjum næsta vor. Að sjálfsögðu fylgja honum góðar óskir okkar allra. -þhs Herra Island, Andrés Þór Björnsson: Hefur mikinn áhuga á fyrirsætustörfum Herra island, Andrés Þór Björnsson, segist vera kominn í óskastöðu, þar sem aðaláhugamái hans eru líkamsrækt og fyrirsætustörf. DV-myndir Hilmar Þór „Þetta var mjög skemmtileg lífs- reynsla og mér líður ólýsanlega vel í dag,“ sagði nýkjörinn herra ísland, Andrés Þór Bjömsson, þeg- ar helgarblað DV náði tali af hon- um í gærmorgun. Aðspurður hafði hann ekki gert ráð fyrir því að vinna keppnina, þó hann hefði að sjálfsögðu vonað það besta. „Kvöldið var mjög vel heppnað í alla staði, „ segir Andrés, „Að lok- inni keppni hittumst við strákarn- ir og spjölluðum saman í rólegheit- um áður en við fórum heim að sofa. Djammið létum við vera, en við stefnum á að hittast aftur í dag og bæta úr því. Stefnan er sett á sumarbústað fyrir austan fjall og þar mun verða slett almennilega úr klaufunum." En hvernig datt Andrési í hug að taka þátt I keppninni? „Mig hafði alltaf langað að taka þátt í svona keppni, þar sem ég hef mikinn áhuga á fyrirsætustörfum, en aldrei lagt í það. Svo þegar var VETRARLIF í húsi Ingvars Helgasonar Sævarhöfða 2, Reykjavík laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. nóv. 1998 Opið frá kl. 10 - 18 laugardag 12 - 18 sunnudag. Allt það nýjasta á vélsleðamarkaðínum ásamt ýmsum aukabúnaði. 99 VÉLSLEÐA OG ÚTÍLÍFSSÝNIIMG AÐGANGUR ÓKEYPIS! V Reykjavík Sýning á vélsleðum, varahlutum, ýmsum aukabúnaði, öryggisbúnaði, leiðsögutækjum, fatnaði í miklu úrvali og mörgu fleiru tengdu vélsleðamennsku og almennri útivist. Kl. 14.00 og 16.00 báða dagana verða haldin stutt erindi um ferðamennsku. Meðal fyrlrlesara er Ari Trausti. Þyrlusveit Landhelgisgæslunar sýnir björgun úr þyrlu á Geirsnefi laugardaginn kl. 15.00 Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð verður haldin í sal Ferðafélags ísland í Mörkinni 6, 28. nóv. 1998 Húsið opnar með fordrykk kl. 19.30 Borðhald hefst kl. 20:30 Hinir einu sönnu Milljónarmæringar leika fyrir dansi ásamt Bogomil Font og Stefáni Hilmarssyni. Miðaverð kr. 3.500,- Miðapantanir í síma 893 8083

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.