Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Qupperneq 34
Js^ 'Sf LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 JLj"V , -0ðtal „Eg held að deilurnar um skipurit lögreglunnar séu að stórum hluta byggðar á skilningi manna, einhliða fréttaflutningi eða því að menn hafi ekki kynnt sér nægil hvað er raunverulega verið að gera.“ „Lögreglan hefur aldrei verið neitt brenn- andi áhugamál en hins vegar hefur starf mitt alltaf mótað persónu mína og ég hef gefið mikiö af mér í það og átt erfitt með að að- greina persónuna og starfið. Það er kannski minn galli. “ Georg Kr. Lárusson hefur verið áberandi í umræðunni síðustu mán- uðina eða allt frá því hann tók við embætti varalögreglustjóra í Reykja- vík. Það varði raunar ekki lengi vegna þess að nokkrum dögum eftir skipun hans í stöðu varalögreglu- stjóra var hann settur lögreglustjóri í hálfs árs veikindaleyfi Böðvars Braga- sonar. Umræðan um nýtt skipurit lög- reglunnar í Reykjavík hefur einnig virst snúast um persónu Georgs. Þvermóðskan og námið Georg er Vestfirðingur og er alinn upp prestssonur að Holti í Önundar- firði. Hann fór til Reykjavíkur í menntaskóla og þaðan lá leiðin vest- ur á Mela í lögfræði. „Ég endaði í lagadeild svona meira fyrir tilviljun. Mig langaði að prófa og svo settist i mig einhver þver- móðska og ég ákvað að klára námið. Það varð ekki aftur snúið eftir það.“ Að lögfræðinni lokinni tóku við ýmis störf við dómstóla. Hann var sýslumaður í Dalasýslu í rúmt ár, bæjarfógeti í Kópavogi um stuttan tíma og árið 1992 lá leiðin til Vest- mannaeyja þar sem hann gegndi stöðu sýslumanns í sex ár eða allt þar til varalögreglustjórastaðan í Reykjavík tók við síðastliðið vor. Togaði lögfræðin alltaf í? „Lögfræðin er mjög heillandi. Lengst af hef ég unnið við dómsstörf sem er mjög spennandi og skemmti- legt. Það verður þó að viðurkennast að í sýslumennskunni og lögreglu- stjórninni er margbreytileikinn meiri og einhvem veginn fannst mér það henta mér betur en að starfa sem dómari. Þar getur maður kannski haft meiri áhrif til góðs fyrir samfé- lagið. í Vestmannaeyjum var starfið miklu fjölþættara en lögreglustjóm í Reykjavík. Sýslumannsstarflð er mjög fjölþætt og spennandi á margan hátt. Lög- reglustjóm er hluti af sýslumanns- starfinu en alls ekki stærsti hlutinn. Þar kviknaði áhuginn á löggæslu og því mikilvæga hlutverki sem lögregl- an á að gegna í okkar þjóðfélagi og getur gegnt ef vel er á haldið.“ Gallar smábæjarsamfélagsins í Reykjavík Hvaða tími hefur haft mest áhrif á þig? „Það er kannski fullsnemmt að segja en sýslumennskan í Vest- mannaeyjum hafði auðvitað mikil áhrif á mig en bakgrunnurinn sem ég hef sem starfsmaður dómstóla mótar alla framgöngu mína í starfi. Svo getur vel verið að þetta síðast- liðna sumar hafi haft einna mest áhrif á mig. Að minnsta kosti finnst mér það í augnablikinu. En allt er þetta afstætt og þarf að gerast upp þegar lengra líður frá.“ Hefur lögreglustjóratiðin verið skemmtilegasti tíminn? „Nei, ég myndi nú ekki segja það en hann var mjög athyglisverður, krefjandi og erfíður. Ætli skemmti- legasti tíminn hafi ekki verið í Vest- mannaeyjum." Georg segist ekki geta borið sýslumannsstarfið í Vestmannaeyj- um og lögreglustjórastarfið saman. „Starfið i Reykjavík er mun ein- hæfara og mjög frábrugðið. í Vest- mannaeyjum stýrði ég 30 manna starfsliði en í Reykjavík er ég hjá stofnun sem hýsir 400 manns. Allt umhverfi er frábrugðið. Ég hélt að gallar smábæjarsamfé- lagsins hlytu að vera meira áber- andi í Vestmannaeyjum en þeir eru kannski meira áberandi í þessu starfi í Reykjavík." Meiri festa Áherslur í starfi lögreglunnar virtust breytast nokkuð þegar Ge- org tók við. „Það sem ég ákvað að gera þegar ég hóf störf var að fá menn eftir fremsta megni til að vinna með mér að því að gera áherslubreytingar með það að markmiði að lögreglan yrði skilvirkari, starfssamari og sýnilegri. Tilgangurinn er að auka öryggi borgaranna, stemma stigu við afbrotum og það má segja að það hafi verið gert á breiðum grund- velli. Við ákváðum að taka umferð- armál sérstaklega til skoðunar og beittum okkur virkilega í því og teljum okkur hafa náð árangri þar með hertu umferðareftirliti sem skilar auknu umferðaröryggi. Við skoðuðum líka helstu sjónar- mið sem hafa verið uppi í heimin- um hvað varðar tilhögun löggæslu. Niðurstaðan úr þeirri rannsókn var sú að til að stemma stigu við afbrot- um þyrftum við að einbeita okkur meira að smábrotum og ungum af- brotamönnum ásamt skilvirkari innheimtu sekta og fullnustu dóma. Við tókum þá stefnu að sýna meiri festu hvað varðar öll brot, stór og smá. Þetta hefur á ensku verið nefnt „Broken Window Theory" og hefur gefist mjög vel í Bandaríkjunum, Ástralíu og viðar og er því ekki ný uppfmning heldur frekar breyttar áherslur í starfi lögreglunnar hér. Svo er spuming hvert framhaldið verður. Við höfum tekið fyrirtækið til gagngerrar skoðunar innan frá og eyddum miklum tíma i stefnumót- unarvinnu þar sem við settum okk- ur markmið og reyndum að skil- greina þau. Þeirri vinnu er alls ekki lokið og ég vonast til að framhald verði á henni. Markmið þeirrar vinnu var að átta sig á því hvar við stæðum og hvert við stefndum með hagsmuni borgaranna að leiðarljósi; þannig að lögreglan væri virk þjón- ustustofnun sem svaraði kröfum nútíma samfélags. Samfélagið er alls ekki það sama og fyrir tíu árum eða jafnvel fimm.“ Klaufaleg mistök Það varð uppi fótur og fit þegar ljósmyndari DV myndaði einkennis- búna lögreglumenn við að bera eig- ur Georgs inn í íbúð hans í vinnu- tíma sínum. „Þetta kom upp á fyrstu dögum mínum sem lögreglustjóri í Reykja- vík. Þegar þetta átti sér stað höfðu mál þróast þannig að ég var allt í einu orðinn lögreglustjóri í Reykja- vík sem var alls ekki ætlunin. Ég ætlaði að vera í sumarfríi í maí og júní og nota tímann til að ganga frá í Vestmannaeyjum og koma mér fyrir hér. Svo var ég allt í einu orð- inn lögreglustjóri og gat ekki sinnt því sem ég ætlaði að gera. Út úr þessum vandræðum mínum má segja að þetta klúðursmál komi upp en starfsfélagar mínir hlupu undir bagga með mér í matartíma sínum. Þetta voru að sjálfsögðu mistök sem ég hafði ekki fullkomna stjórn á en ber fulla ábyrgð á. Þetta voru klaufaleg mistök." Lögreglan íhaldssöm Er ekki óvenjulegt að maður sem kemur inn í starf um sex mánaða tímabil fari strax af stað með fram- tíðarstefnumótun? „Það kann vel að vera. Ég fer þarna inn með það að markmiði að gera mitt allra besta og vinna eftir minni bestu sannfæringu. Annað gat ég ekki gert og get ekki gert. Það kann að vera að einhverjum hafi þótt þetta of mikill dirfska en svona er þetta. Ég fékk allflesta starfs- menn til að vinna með mér og ég held að við höfum náð nokkrum ár- angri. Hins vegar má segja að þessi vinna sé í dag rétt aðeins á frum- stigi og spumingin er hvort þessu verður fram haldið. Ég hef mikinn hug á og tel nauðsynlegt að svo verði. Til þess að þetta næði fram gerð- um við miklar breytingar á innan- hússmálum. Við tókum upp nýtt vaktkerfi og það átti að skila mönn- um þægilegri vinnutíma og gera það að verkum að nýting á starfs- krafti yrði betri. Okkur tókst með góðum stuðningi fjármála- og dóms- málaráðherra að afla fjár til að rétta fjárhag embættisins við en þar var við mikinn uppsafnaðan vanda að etja. Við réðumst í gagngerar um- bætur á húsnæðinu sem má segja að hafi verið óbreytt frá því lögregl- an fLutti inn. Þeim breytingum lýk- ur snemma á næsta ári. Við tókum í notkun hraðamynda- vélar og nú síðast eftirlitsmyndavél- ar, stórefldum hverfalöggæslu til að efla tengsl lögreglu og borgara, gjör- breyttum innheimtu sekta og sett- um meira að segja á fót hundasveit til almennrar löggæslu og allt þetta átti að stuðla að því að bæta ásýnd lögreglunnar og starfsumhverfi þannig að löggæsla yrði virkari en ella og gæti þjónað borgurunum bet- ur og tryggt öryggi þeirra." Hefur tekist að bæta ásýnd lög- reglunnar? „Þetta er ekki langur tími en þetta fór vel af stað. Það kann því miður að vera að sú umræða sem nú er í gangi hafi haft einhver áhrif í þá átt að bakslag hafi komið í þessa vinnu. Hins vegar vona ég að framhald verði á þessari vinnu og að eining skapist um að gera annars ágætt lögreglulið betra. Það er nú einu sinni svo að það eru ekki ein- ungis hagsmunir þeirra sem hér búa að hafa gott lögreglulið heldur hljóta það að vera hagsmunir allra sem við löggæslu vinna. Starfið er stór þáttur í lífi manna og til að geta verið sáttir og ánægðir verða menn að geta full- nægt metnaði sínum í starfi og unn- ið við góðar aðstæður.“ Hver er helsti vandi lögreglunnar? „Það er erfitt að segja það i stuttu Georg Kr. Lárusson varalögreglustjóri hefur verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði. Helgarblað DV ræðir við hann i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.