Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Page 35
47 + 33"^/ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Mðtal Ík máli. Það má kannski segja að helsti vandi lögreglunnar núna sé sú óeining sem hefur orðið. Vandi lögreglunnar er kannski líka fullmikil íhaldssemi. Sömu- leiðis höfum við átt við ákveð- inn stjórnunarvanda að etja en við vonumst til að með nýju skipuriti verði hægt að sigrast á þeim vandamálum.“ ólíkum lega vel Breytingar valda óróa og hræðslu Mjög hefur verið deilt um nýtt skipurit lögreglunnar í Reykjavík. Hvað finnst þér um það? „Svona hlutir eru auðvitað alltaf umdeilanlegir og kannski ekki nema eðlilegt að breytingar sem þessar valdi óróa og jafnvel hræðslu hjá sumum. Lögreglan er þjónustustofnun og til fyrir borgarana. Hennar hlutverk er fyrst og fremst að aðstoða, leið- beina og hjálpa auk þess að halda uppi lögum og reglum. Þess vegna er mikilvægt að lög- reglan taki mið af samfélags- gerðinni á hverjum tíma. Þar af leiðandi þarf lögreglan að vera í stöðugri endurskoðun. Stað- reyndin er sú að tími var til kominn að taka uppbyggingu embættisins til endurskoðunar. Til þess að hægt væri að gera það með faglegum hætti var leit- að til ráðgjafarstofu eins og tíðkast hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum og hún fengin til að aðstoða við að breyta strúkt- úrnum og útbúa nýtt skipurit og nýjar verklýsingar. Ég held að deilurnar um skipurit lögreglunnar séu að stórum hluta byggðar á ólíkum skilningi manna, einhliða frétta- flutningi eða því að menn hafi ekki kynnt sér nægilega vel hvað er raunverulega verið að gera. Hvað varðar hinn al- menna lögreglumann eru breyt- ingarnar sáralitlar og nánast engar. Þær lúta fyrst og fremst að heildaryflrstjóm embættisins og rekstrarlegum þáttum. Þær eiga að gera fjármálastjórnina skilvirkari og öruggari og stýr- inguna markvissari. Þær eiga að dreifa valdi og ábyrgð og færa í ríkari mæli valdið og ábyrgðina frá yfirstjórn til milli- stjómenda þannig að þeir verði virkari og starfskraftar þeirra nýtist betur en áður var. Það er umhugsunaratriði af hverju forsvarsmenn lögreglu- manna hafa beitt sér af svo miklu afli gegn þessu skipuriti ásamt því að hafa bein áhrif á verkaskiptingu lögreglustjóra og varalögreglustjóra sem full eining ríkir um. Það er auð- vitað eðlilegt að þeim séu kynnt þessi atriði og að þeim sé gefinn kostur á að tjá sig um þau. Ég held að þeirra þáttur í þessu hafl að ein- hverju leyti markast af því að þeir lögðu annan skilning í málið.“ lögreglulögum því að þar er það beint tekið fram. Hins vegar er það nauðsynlegt fyrir æðsta stjórnanda í stórri stofnun að hafa svigrúm til að móta stefnu og hafa yfirsýn. Til þess þarf hann að vera laus við hið dag- lega kvabb sem varalögreglustjóra var og er ætlað að sinna. Þrátt fyrir þessar röngu áherslur sem komið hafa fram í fréttum er í öllum höfuð- atriðum byggt á tillögum VSÓ og þar hefur engin breyting orðið á. Það hefur að sjálfsögðu verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem kom- ið hafa fram hjá lögreglumönnum og lögreglustjóra. Það eru gerðar ákveðnar breytingar þó þannig að einungis er bætt inn í starfslýsingu lögreglustjóra því sem aUan tímann lá ljóst fyrir samkvæmt lögreglulög- um. Það hefur ekki orðið nein höf- uðbreyting.“ Af hverju hefur fréttaflutningur orðið ein- hliða? „Mér sýnist að standa frammi fyrir þessum flokka- dráttum sem eru búnir til upp úr engu. Þessir flokkadrættir eru ekki til staðar og eiga ekki að vera það. Þrátt fyrir allan þann kraft sem sett- ur var í að reyna að bæta ímynd lög- reglunnar tel ég að lögreglan hafi beðið álitshnekki við það að þvæla þessu út í fjölmiðlaumræðu sem þróast hefur á kolrangan hátt. Það er lögreglunni ekki til framdráttar og ekki til að auka tiltrú almenn- ings á lögregluna sem var eitt af meginmarkmiðum með allri þessari vinnu í sumar eftir það sem á und- an var gengið.“ Þegar hvarf fíkniefna úr vörslu lögreglunnar kom aftur til umræðu í haust túlkuðu margir það svo að um væri að ræða skipulagða árás á Böðvar Bragason sem þá var að koma úr veikindaleyfi. Er i gangi samsæri gegn Böðvari? „Ég hef ekki orðið var við það. Ég hef auðvitað ekki haft öðru hlut- verki að gegna en að sinna starfi lögreglustjóra í fjarveru Böðvars Bragasonar. Hvarf fikniefnanna er staðreynd og seinnipart sumars bár- ust skriflegar upplýsingar um að fikniefni hefðu horfið og að ein- hverjir kynnu að vita um það. Mín skylda í því tilfelli var að senda upp- lýsingarnar áfram til ríkislögreglu- stjóra sem er yfirmaður allra lög- reglustjóra á landinu. Þar fór málið í rannsókn sem engin niðurstaða varð í frekar en fyrri rannsóknum." Hvað finnst þér um þessi erfiðu mál sem snúa að hvarfi fikniefna og einnig að Franklín Steiner? „Nú er þeim málum þannig hátt- að að þau eru öll til komin fyr- ir mína tíð. Ég hef í sjálfu sér lítið sem ekkert sett mig inn í þessi mál. Ég viðurkenni að ég hef ekki vilj- að for- lög- mdli þm og skýr- ingin sé einna helst sú að fjölmiðlar hafa um of einblínt á sjónarmið svarsmanna reglufélagsins sem hafa annan skiln- ing á málinu. Það er kannski skýringin á þessum furðulega fréttaflutningi. Lög- reglustjórinn hefur ekki tjáð sig opinber- lega um þetta og ekki heldur varalögreglu stjóri.“ Engin valdabarátta Er valdabarátta á Böðvars Bragasonar? „Nei, það er engin valdabarátta okkar á milli. í sumar vann ég eftir bestu samvisku og sannfæringu með það að markmiði að gera það sem ég gat til þess að auka öryggi borgaranna, bæta ímynd lög reglunnar og undirstrika þau sjónarmið að lögreglan sé þjónustustofnun. Þess vegna er skrýtið að setja mig nákvæmlega inn í málið. Ég lít á þetta sem fortíðarmál en mitt hlutverk i lögreglunni hefur verið að horfa til framtíðar og reyna að bæta úr og byggja upp þannig að lögreglan skipi á ný þann sess sem hún þarf að hafa hjá þeim sem búa í - Reykjavík. Þannig að fólk geti treyst lögreglunni og áð hún sé til staðar þegar hennar er þörf og að öryggi borgaranna sé tryggt með sem best- um hætti.“ „Ég er ekki að leita mér að vinnu" Hefurðu í hyggju að hætta störf- um sem varalögreglustj óri? „Ég hef engin áform um það. Ef ég fæ atvinnutilboð sem mér finnst meira spennandi mun ég íhuga það ' vandlega en ég hef engin áform um það. Ég er ekki að leita mér að vinnu.“ Hvernig starf kæmi til greina ef þú myndir skipta vun vettvang? „Ég veit það ekki. Ég á frekast von á því að það yrði á sviði stjórn- unar en ég hef ekki hugleitt það.“ Því var hvíslað að þú hefðir alvar- lega íhugað að snúa þér að dómara- störfum. Er eitthvað til í því? „Það var umræða um það. Það var laus tímabundin dómarastaða um daginn og ekki óeðlilegt að um- ræða hafi orðið um það. Mér finnst það starf sem ég gegni nú samt meira spennandi í augnablikinu og því varð ekkert úr að ég kannaöi * dómarastöðuna nánar.“ Ætlarðu að verða lögreglustjóri i Reykjavík? „Ég hef engin áform um það. Eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er eða eins og einhver sagði, fyrr en allt í einu. Ég reikna með því að það geti verið áhugavert starf en ég er varalögreglustjóri núna og þvi starfi ætla ég að sinna og ég hef engin áform um að verða lögreglustjóri í Reykjavík." Langar þig til þess? „Það er eins og með alla sem hafa ~ metnað. Stýrimaður á góðu skipi hefur auðvitað metnað til þess að verða skipstjóri. En ég hef engin áform um það. Það er skipaður lög- reglustjóri í Reykjavík þannig að þetta mál er ekki til umhugsunar í augnablikinu." -sm Það má kannski segja að helsti vandi lögregl- unnar núna sé sú óeining sem hefur orðið. Vandi lögreglunnar er kannski Ifka fullmikil íhaldssemi. Sömuleiðis höfum við átt við ákveðinn stjórnunarvanda að etja en við vonumst til að með nýju skipu- riti verði hægt að sigrast á þeim vandamálum.“ DV-myndir Hilmar Þór Er varalögreglustjóri valdameiri en lögreglustjórinn sjálfur? „Það var allan tímann röng fram- setning. Lögreglulögin hafa verið í gildi um nokkurra ára skeið og eru í gildi. Þau marka þessu skýran og ótvíræðan farveg: Lögreglustjóri er æðstur manna innan stofnunarinn- ar og sá sem ber endanlega ábyrgð á allri framkvæmd; hann er sá sem ber ábyrgð á daglegri framkvæmd og allri. starfsemi lögreglunnar. Það liggur fyrir og hefur alltaf legið fyr- ir. Enda segir i erindisbréfi að hann fari með daglega stjórn samkvæmt im starfið og persónuna: kipstjóri Einhliða fréttaflutningur »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.