Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Síða 46
58 Flugfélögin græða Bandarísk flugfélög ættu ekki að vera á vonarvöl því nýjustu spár segja að hagnaður þeirra nái sögu- legu hámarki þegar þetta ár verður gert upp. Aldrei íyrr hefur sætanýt- ing flugvéla verið jafngóð, er 70,9%, var 70,5% í fyrra og ef farið er ára- tug aftur í tímann þá var nýtingin n e m a 62,5% að jafhaði. Farþegaflutningar bandarískra flugfélaga hafa að líkindum ekki verið meiri síðan í seinni heimsstyrjöldinni ef allt er talið. Bfúin klifin Ekki er víst aö margir Islending- ar leggi almennt leið sína til Sydn- ey í Ástralíu. Hafi menn hug á því og séu áhugamenn um íjaliaklifur ættu þeir ekki að láta hjá líða að klífa Hafnarbrúna svoköfluðu í borginni. Nýverið var gefið form- legt leyfi fyrir klifri á brúnni sem er á við 50 hæða hús. Þetta ku borg- arbúum þykja hin mesta karl- mennskuraun og reiða menn fús- lega fram rúmar þrjú þúsund krón- ur bara til að fá að prófa. Stærðin skiptir öllu Nýjasta aðdráttarafl túrista í New York er að finna í höggmynda- garði Sameinuðu þjóðanna. Þar er á ferð risastytta af afrískum fll sem ríkisstjómir Keníu, Namibíu og Nepals gáfu garðinum í samein- ingu. Það er þó ekki mikilfengleiki og listrænt yflrbragð þessa tígulega dýrs heldur þykja karlmennskutól hans allrar athygli verð. Þau em enda rúmur hálfur metri að lengd. Starfsmönnum garðsins er að sögn lítt skemmt og hafði einn þeirra á orði að mannfólkinu væri greini- lega ekki við bjargandi. Sprengja í farangrínum þegar skyndileg breyting verður á loftþrýstingi. Naglalökk og þá sér- staklega lakkeyðir þykja þó enn verri. Lakkeyðirinn á það til að springa og getur hæglega valdið eldsvoða. Þá þykir afar óskynsam- legt að vera með sjálfblekunga i vasanum því skyndfleg hækkun loftþrýstings í farþegarými getur valdið leka í pennanum og það vita allir hversu erfitt er að ná bleki úr fótmn. Flugfarþegar, sem er annt um farangur sinn, ættu að varast að ferðast með sjampó og hárúða. Slíkir hlutir eiga það til að springa LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Snjóleysi hér á landi undanfarin ár hefur áhrif: Skíðaferðir í stöðugri sókn - flestir fara til Austurríkis og Italíu ** Mannlífið er víða skemmtilegt í skíðabæjunum. svæði ættu frekar að hugsa um Zell am See. Þar er hægt að stunda gönguskíði, skauta, tennis og fleiri íþróttir. Bær- inn er stór og hefur upp á meira að bjóða en til dæmis Saalbach," segir Andri Már Ingólfsson. Tískubærínn Madonna Drottning Alpanna eða Madonna di Campiglio í ítölsku ölpunum er áfangastaður Samvinnuferða-Land- sýnar í vetur. Bærinn er í 1514 metra hæð og ná skíðalyftumar upp í 2500 metra hæð. Að sögn Þorsteins Guð- jónssonar, markaðsstjóra SL, er smám saman að fyllast í skiðaferðim- Ferðir fyrír ungt fólk Hjá Ferðaskriftstofú stúdenta verða skíðaferðir fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára á vegum breskrar ferða- skrifstofú, Contiki Adventures, sem sérhæfir sig í pakkaferðum. Lagt er upp í ferðimar frá London og farið með rútu til Hopfgarten í Austmríki. í Hopfgarten er að fmna alla almenna þjónustu fyrir skíðamenn en auk þess er hægt að fara í fallhlífarstökk, sleða- ferð um skóginn, dagsferð til Inns- bruck og margt margt fleira. Það er Ijóst að mikil gróska verður í skíðaferðum vetrarins og fjölbreytn- in meiri en áður. Fólk hugar greini- lega fyrr að vetrarfríum og bókanir em komnar á fullt á öllum ferðaskrif- stofunum. -aþ Á flestum betri skíðasvæðum Evrópu getur fólk notið leið- sagnar skíðakennara. DV-mynd GVA Skíðaferðir til meginlands Evrópu hafa skipað sér fastan sess í ferðahátt- um íslendinga. Snjórinn hefur oft ver- ið ótryggur hér á landi og erfitt að henda reiður á hvenær skíðatímabilið hefst hér. Mörgum finnst líka fátt jafn- ast á við að slaka á við bestu möguleg- ar aðstæður á skíðasvæðum Evrópu. Svo virðist sem skíðaferðir séu í stöðugri sókn og fleiri muni leggja land undir fót í vetur en fyrri ár. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og DV kannaði framboð á skíðaferðum nokkurra ferðaskrifstofa í vetur. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að skíðaferðum og þar em flestar ferðir í boði. Eins og fyrri ár em áfangastaðfrnir Austurríki, Ítalía og Bandaríkin. „Það er orðið fullt í þær skíðaferðir sem við skipulögðum fyrir veturinn. Ítalía hefúr forskot hjá okkur hvað vinsældir snertir en Austurríki held- ur einnig sínu. Mér finnst áber- a n d i h v e r s u margir em að fara i sína aðra eða jafnvel þriðju ferð og það er e n g i n spurning að orðspor til dæmis í t ö 1 s k u skíðasvæð- anna er mjög gott,“ segir Lilja Jóns- dóttir hjá Úrvali-Útsýn. Skíðaferðir Úrvals-Útsýnar heíjast í byrjun janúar og standa til 6. mars. Flogið verður á laugardögum til Munchen og þaðan fara hóparnir hver í sína áttina með rútum. Þar sem allt er orðið yfirfullt segir Lilja ferða- skrifstofuna vera að skipuleggja auka- ferðir til Val Gardena á ítaliu. Þá verður flogið í gegnum Amsterdam til Mílanó og þaðan verður fólki ekið á skíðasvæðin. Flestir kjósa vikuferðir þótt möguleiki sé á lengri ferðum. Að sögn Lilju er verðlag bæði á ferðun- um sjálfum og á skíðasvæðunum mjög svipað því sem tíðkaðist í fyrra. Toppurínn á tilverunni Þá era Bandarikin eftir en undan- farin ár hefúr Úrval-Útsýn boðið ferð- ir til Aspen sem að margra mati er mekka skíðamanna. Fyrstu ferðimar verða í janúar og verður sá háttur hafður á að skíðafólk flýgur til Minn- eapolis. Þannig gefst aukið svigrúm með dagsetningar en venjan verður að fólk heldur beint til Aspen en þang- að er tveggja og hálfs tíma flug. Lilja segir langt komið með að fylla þá gist- ingu sem ferðaskrifstofan hefúr yfir að ráða. „Ég segi sjálf að það eiga all- ir skíðaáhugamenn að byrja á að heimsækja Austurríki og Ítalíu. En þegar fólk er búið að fara nokkrum sinnum þá er upplagt að fara til Aspen. Það er vissulega dýrara að fara til Aspen en svæðið er náttúrlega hreint stórkostlegt. Þau gerast ekki mikið betri í veröldinni,“ segir Lilja Jónsdóttir hjá Úrvali-Útsýn. Skíðaferðir í fyrsta sinn Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur nú bæst í hóp þeirra sem bjóða skíða- ferðir. í boði verða þrír áfangastaðir í Austurríki, Saalbach Hinterglemm, Zell am See og St. Anton. Að sögn Andra Más Ingólfssonar hjá Heims- ferðum verður flogið beint til Munchen á laugardögum frá 30. janú- ar til 13. mars á næsta ári. „í Munchen taka fararstjórar á móti fólkinu. Okkar aðalstaðir era Saal- bach Hinterglemm og Zell am See. Við verðum einnig með ferðir til St. Ant- on í Týról. Bókanir era komnar á fúll- an skrið og fólk er greinilega að taka við sér,“ segir Andri Már. Mikill hefúr þegar snjóað á skíða- svæðunum þremur og þegar búið að opna lyftur. „Fyrir þá sem vilja fjöl- ar en sú fyrsta verður farin 31. janúar. Farþeg- ar fljúga til Munchen og fara þaðan í rútu til skíðasvæðisins. „Madonna er mikill tiskubær um þessar mundir og þangað flykkjast til dæmis marg- ar stórstjömur. Skíða- brekkurnar eru mjög fjölbreyttar og allflestar lyftumar era nýjar. Bær- inn er vel staðsettur þannig að stutt er í lyft- umar. Það er nóg að gera í Madonna, mikið af góðum veitingahúsum og umhverfið í alla staði mjög liflegt," segir Þor- steinn. Þótt mest áhersla sé lögð á ferðir til Madonnu þá geta skíða- menn einnig nýtt sér flugið til Munchen og síðan farið til annarra staða með aðstoð SL. breytt úrval af brekk- um þá er Saalbach- svæðið mjög gott og trúlega eitt besta svæði Austurríkis. Þar er að ftnna feikn- arlega skemmtilega stemningu. Þeir sem vilja meira úrval veit- ingastaða og stærra Skíði og borgarferð í einum pakka Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefúr undanfarin ár selt skíðaferðir í sam- starfl við hollensku ferðaskrifstofúna Arkereisen. Farþegar fljúga til Amster- dam og halda þaðan til þeirra skíða- svæða sem þeir kjósa. Að sögn Kristín- ar Bjargar Ámadóttur sölustjóra era möguleikamir óteljandi í 300 síðna bæklingi Arkereisen. „Við eram eina ferðaskrifstofan hér sem býður ferðir til Sviss en auk þess eru Austurríki og Ítalía vinsælustu löndin hjá okkur. Margir af okkar farþegum kjósa flug og bíl og jafnvel stutta dvöl í Amster- dam á annarri hvorri leiðinni. Arkereisen er stór ferðaskrifstofa og það gerir okkur oftast kleift að sinna séróskum okkar farþega, hvort sem valið stendur um skíðasvæði eða hót- el,“ segir Kristín Björg. Skíðaferðir hafa færst mjög í vöxt meðal íslenskra ferðamanna og má jafnvel reikna með metaðsókn í vetur. Jólastemning í Glasgow | Nú stendur yfir mikil árleg jólahátíð, kennd við kóka-kóla í’ drykkinn, í Glasgow. Hátíðin, ; sem nú er haldin í fimmta sinn, hófst þann 15. nóvember og lýk- ur á aðfangadag jóla. Með stærri viðburðum hátíðarinnar er skrúðganga sem verður farin 6. Sdesember frá Blythswood-torgi til Georgs-torgs. Flugeldasýning verður í lok göngunnar og 700 manna kór syngur jólalög. Þann 13. og 21. desember verður einnig mikið um dýrðir á Enoch- torgi en þar munu koma fram gospel-kór, sekkjapípuband og lúðrasveit. Þess má einnig geta að sunnudaginn 13. desember ríkir sú hefð að verslunarfólk klæðist búningum í anda Viktor- íutímabilsins. fcHMIIIIHHHHilll 1 II liIII I llill III ll'lllilill Myndlist í Washington og New York: Langar biðraðir við sýningarsali Verkið „Blue Poles“, sem Jackson Pollock málaði árið 1952, var flutt frá Ástralíu til New York á dögunum vegna sýningarinnar í Nýlistasafninu. Símamynd Reuter Það kom sýningarhöldurum í National Gallery of Art í Was- hington mjög á óvart þegar langar biðraðir tóku að myndast á sýningu á verkum Van Gogh. Reiknað hafði verið með góðri aðsókn en ekki þús- undum manna sem láta sig hafa það að standa úti og bíða tímunum sam- an eftir að komast inn. Alls eru 72 myndir til sýnis og er þetta stærsta yfirlitssýning á verk- um málarans í aldarfjórðung. „Það er saga Van Gogh sem heillar gesti umfram annað. Fólki finnst dapur- leiki listamannsins rómantískur í dag og einnig sú staðreynd að myndir hans seljast á milljónir en honum sjálfum tókst aðeins að selja eina mynd í lifanda lífi,“ segir Phil- ip Conishee, forstöðumaður lista- safnsins i Washington. Önnur ekki síður merkileg sýn- ing var opnuð þann 1. nóvemher sl. í Nýlistasafni New York borgar. Þar era til sýnis verk eins merkasta myndlistarmanns sem Bandaríkin hafa alið á þessari öld. Þar era á ferð frumkvöðull abstrakt-ex- pressiónismans í Bandarikjunum, Jackson Pollock, sem lést árið 1956. Sýningin telst til merkisviðburða í heimi myndlistar enda ekki verið haldin yfirlitssýning á verkum mál- arans í þrjá áratugi. Jackson Poll- ock gat sér einkum frægð fyrir ein- staka tækni sína sem fólst í því að ráðast í myndgerðina án undirbún- ings og leika af fingrum ffam. Sýningin á verkum Poflocks þyk- ir með stærri viðburðum í listalífi New York borgar á þessu misseri og er reiknað með þúsundum gesta. Lokadagur sýningarinnar er áætl- aður 2. febrúar á næsta ári. CNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.