Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 62 tlk Daglegt líf í Rússlandi: Sjálfsbjargarviðleitnin alls staðar sýnileg Ekki líður sá dagur að við íslendingar fáum ekki einhverjar fréttir af Rúss- um og fallandi gengi þeirra. En hvernig er lífið austur þar í raun og veru? Helga Dís Sigurðardóttir dvaldi nokkrar vikur hjá rússneskri fjölskyldu í Moskvu nú í haust og hér segir hún frá nokkru af því sem athygli hennar vakti í rússnesku þjóðlífi þennan tíma. Á meðan vestrænir fjölmiðlar fjalía um fallandi gengi og óvissu í stjórnmálum og sýndar eru myndir af grátandi babúskum með tómar pyngjur er rússneskur almenningur önnum kafinn við að reyna að láta enda ná saman og komast sem best af í hinu daglega lífi. Þrátt fyrir þokkalegt ástand og aukið frelsi undanfarinn áratug eru tómar búð- arhillur og biðraðir framan við gjaldeyrissölustaði engin nýlunda í Rússlandi. En þó svo að almenningur sé ýmsu vanur og einbeiti sér að þvi að spjara sig, fer þvi fjarri að fólk taki öllu sem á gengur þegjandi og hljóðalaust. Á haustdögum hafa mótmælaaðgerðir af ýmsu tagi auk- ist stig af stigi og fyrstu vikuna í október voru mótmælagöngur og útifundir hvern dag. Skólafólk safnaðist til dæmis saman til að mótmæla lágum styrk, ellilífeyrisþegar komu saman til að sýna óánægju sína með lágan ellilíf- eyri og þann 7. október efndu verka- lýðsfélögin til allsherjarmótmæla gegn rikisstjórninni en þó einkum og sér í lagi Jeltsín, sem orðinn er fram úr hófi óvinsæll. Meira en hundraö þúsund manns mættu til útifundar verkalýðsfélaganna í Moskvu en sams konar fundir voru haldnir í öllum stærri borgum Rúss- lands. 70 ára heilaþvottur Almenn þátttaka sýnir að rúss- neskir borgarar eru langt frá því að vera sáttir við ástandið eins og það er orðið, en ekki eru allir sammála um hvernig vandinn skuli leystur. Á mótmælafundi verkalýðsfélag- anna hópaðist fólk saman undir flöggum anarkista (stjórnleysis- sinna), monarkista (konungssinna), nasista og fleiri öfgahópa. Allra mest bar þó á kommúnistunum, sem veifuðu sínum rauðu fánum og flíkuðu gamalkunnum myndum af félögunum Lenín og Stalín. Það kann að virðast einkennilegt að svo margir þegnar þjóðar sem var svo undirokuð sem raun ber vitni á valdatíma kommúnista skuli nú sameinast undir merkjum kommún- ista, en 70 ára skipulegur heila- þvottur hefur haft sín áhrif og margir þeir sem ólust upp við stjórn kommúnista kenna nú frjálsræðinu um alla óreiðuna og vilja snúa aftur til fyrri hátta. Á sama tíma er Mikhail Gorbat- sjov, maðurinn sem leysti landið undan oki kommúnista, ekki mikið vinsælli en Jeltsín í heimahögum, þrátt fyrir vinsældir á Vesturlönd- um. Hann skýtur þó upp kollinum öðru hverju og þá helst til að gagn- rýna ríkisstjórnina. Framtakssamar húsmæður Rússar eru allra þjóða vanastir að grípa til eigin úrræða til að komast af. Sem dæmi má taka að stór hluti hinnar rússnesku milli- stéttar fæðir sig og sína af upp- skerunni úr sumarhúsunum sín- um, eða „datjunum”, eins og þau eru kölluð. Undir lok valdatima kommúnista voru þessi sumarhús, sem upphaflega voru reyndar flest heilsárs íbúðarhús, svo ódýr að þeir sem höfðu einhver ráð yfir- höfuð gátu varla annað en keypt sér datju. Stór hluti borgarbúa notar því hvert tækifæri sem gefst til að skreppa í sumarhúsið og rækta alls kyns grænmeti, sem er kærkomin búbót. Kannanir á síð- asta ári leiddu i ljós að 56% Rússa rækta allar sínar kartöflur sjálfir! Umhyggja þín skilar sér Veittu barninu þínu það besta sem völ er á allt frá ykkar fyrstu kynnum. Járn er fyrir blóðið og Fólínsýra er fóstrinu nauðsynleg til eðlilegs þroska. Multi Vit inniheldur öll helstu vítamín og steinefni. Umhyggja pín skilar sér til barnsins www.heilsa.is eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi & Skipagötu, Akureyri Rauður fáni blaktir á ný framan við kirkju heilags Basils. Jeltsín er ekki á toppi vinsældalistans og þessi kona sýndi óánægju sfna með útkrotaðri mynd af forsetanum. Þar fyrir utan hefur aukist mjög undanfarin ár að framtakssamar húsmæður stilli sér upp hér og þar í alfaraleið til að selja ýmislegt grænmeti, svo sem graslauk, radísur og jafnvel sumarblóm beint úr sumarhúsinu, svona rétt til að drýgja tekjurnar. Uppskeran úr sumarhúsunum kemur sér sér- staklega vel núna, þegar verð á matvöru hækkar og vöruval minnkar til muna. Ný og glæsileg hestamiðBtöð Alhliða þjónusta viðhesta og hestamenn í boði eru: Rúmgóðar stíur ásamt heyi og hirðingu. Hrossunum hleypt út. Öll aðstaða mjög góð. Önnur þjónusta: Hestaleiga Járningaþjónusta Kerruleiga / sala Bobcat þjónusta (Verslun með hestavörur. Opnuð 15. des) H R I í M F A X H E S T A M I Ð S T Ö HEIMSENDA 3 • VIÐ KJÓAVELLI SÍMI: 587 6708 • FAX: 587 6708 GSM: 896 6707 og 896 5247 PO.BOX 9276 • 129 REYKJAVÍK hrimfaxi@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.