Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Side 61
I>"V LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Irskir dansar og tónlist í kvöld verður síðari sýningin á írskum dönsum og tónlist á Inferno (Annna Lú), Kringlunni 4. Það er dansflokkurinn FoxDance sem sér um skemmtunina og er leikstjóri sýningarinnar Belinda Murphy, sem unnið hefur með hinum fræga Riverdance-flokki. Að lokinni sýn- ingu leika Papar fyrir dansi. Með hálendinu gegn náttúruspjöllum Að tilhlutan náttúruvemdarsam- taka, útivistarfélaga og fjölmargra einstaklinga er boðað til almenns fundar um vemdun náttúru miðhá- lendisins í Háskólabíói í dag kl. 14.00. Þeir sem fram koma eru: Kvennakór Reykjavíkur, Voces Thules, dansarar úr íslenska dans- flokknum, Súkkat, Anna Kristin Amgrímsdóttir leikkona, Trúðarn- ir Barbara og Úlfar, Dansdúóið Lip- urtré og Rússíbanar og barnakór. Þeir sem munu flytja ávörp eru: Guðmundur Páll Ólafsson, Bjarn- heiður Hallsdóttir, dr. Guðmundur Sigvaldason, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, dr. Árný Erla Svein- bjömsdóttir jarðeðlisfræðingur og Birgir Sigurðsson rithöfundur. Málþing um Jón Ólafsson Góðvinir Grunnavíkur-Jóns efna til málþings um Jón Ólafsson úr Grunnavík og verk hans í dag kl. 14.00 í fundarsal Þjóðarbókhlöðunn- ar á 2. hæð. Félag um vemdun hálendis Austurlands Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 29. nóvember kl. 14.00 í kennsluhúsnæði Menntaskólans á Egilsstöðum. Vika tileinkuð Halldóri Laxness verður haldin í kaffihúsinu 1 tún- inu heima, Þverholti 2, Kjarna, Mosfellsbæ, vikuna 28. nóv. til 5. des. í dag kl 16 verður lesið úr ævi- söguhlutanum í túninu heima. Bjarki Bjarnason segir frá ævi skáldsins og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur. Samkomur Fjölskyldudagar í Háskólabíói Á morgun verður boðið í bíó og bókakynningu í Háskólabiói. Sýn- ingar á vinsælum barnamyndum hefjast á hálftíma fresti kl. 13 til 17 og lesið verður úr nýjum barnabók- um fyrir hverja sýningu. Sunnudagssamkoma í Haukshúsum Á morgun kl. 20.30 verður efnt til samkomu í Haukshúsum. Einar Már Guðmundsson mun lesa valda kafla úr bókum sinum. Inn á milli verða stutt tónlistaratriði eftir Tryggva Baldvinsson. Félagið Ísland-Palestína gengst fyrir opnum fundi í tilefni hálfrar aldar andspyrnu gegn hemámi í Lækjarbrekku á morgun kl. 15. Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur og Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segja frá nýafstaðinni ferð sinni til Tel Aviv, Jerúsalen og Vesturbakkans. Vináttufálag íslands og Kúbu Kynningarfundur verður í dag kl. 14 að afloknum aðalfundi félags- ins. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöf- undur segir frá Kúbuheimsókn. Félag eldri borgar í Reykjavík Fundur verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, í dag kl. 13.30. Gestur: Geir H. Hararde fjármálaráðherra. Allhvasst og él Um 700 km suðvestur af Reykja- nesi er víðáttumikil 953 mb lægð sem þokast norðaustur. Veðrið í dag í dag er gert ráð fyrir norðan- stinningskalda eða allhvössum vindi með éljum vestanlands en suð- austankalda eða stinningskalda og skúraveðri um austanvert landið. Næstu daga verður umhleypinga- samt, með vætu og hita rétt ofan við frostmark sunnanlands en vægu frosti og éljum norðanlands. Sólarlag í Reykjavík: 15.55 Sólarupprás á morgun: 10.39 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.32 Árdegisflóð á morgun: 02.13 Veðriðkl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvik Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Kaupmhöfn Algarve Amsterdam Barcelona Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Nuuk París Róm Vín Winnipeg rigning 5 rigning 6 rigning 4 5 rigning 5 skúr á síö. kls. 8 rigning 4 skúr 7 þokumóöa 8 skýjað 5 þokumóða 1 léttskýjað 18 skúr 8 skýjað 13 skýjaó 13 skýjað 7 slydda 3 þokumóða 1 alskýjaó -3 alskýjaó 9 skýjaö 4 skýjað 16 3 -10 skýjað 10 þokumóða 9 þokumóða 2 heióskírt 2 Hallgrímskirkja: Með gleðiraust og helgum hljóm Með gleðiraust og helgum hljóm er yfirskrift jólatónleika Kvenna- Ikórs Reykljavikur í Hallgríms- kirkju á morgun, fyrsta sunnudag | í aðventu, kl. 17 og þriðjudag kl. Tónleikar 20. Dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt undir stjóm Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Einsöngvari meö kómum verður Björk Jónsdóttir. Þórhildur Björnsdóttir leikur á orgel. Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur syngur einnig á tón- leikunum. Upplesari er Amar Jónsson. Gítar Islancio í Múlanum Islancio, sem er nýstofnað gítar- tríó, verður með tónleika í djass- klúbbnum Múlanum á Sóloni ís- landusi annað kvöld. Tríóið, sem skipað er Bimi Thoroddsen, gítar, Gunnari Þórðarsyni, gítar, og Jóni Rafnssyni, bassa, flytur fjölbreytta tónlist, meðal annars eftir Django Reinhardt, Chick Corea, Duke Ell- ington, Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. Tónleikamir hefjast kl. 21. Harmónikur í Ráðhúsinu Félagar í Harmónikufélagi Reykjavikur leika létta tónlist úr ýmsum áttum í Ráðhúsi Reykja- vikur við Vonarstræti á morgun kl. 15. Kvennakór Reykjavíkur syngur í Hallgrímskirkju á morgun. Myndgátan Stökkfótur Myndgátan hér aö ofan lýsir Orðtaki. dagsönn 73 ; i * *_______ Sóldögg leikur meðal annars lög af nýrri plötu. Sóldögg á Broadway Hljómsveitin Sóldögg er á fullu þessa dagana að fylgja eftir nýj- ustu geislaplötu sinni, sem heitir Sóldögg, og er lagið Villtur á hraðri leið upp vinsældalista. í kvöld leikur hljómsveitin á stórdansleik á Broadway á eftir jólahlaðborði og Abbasýningu og er með því að hita upp fyrir ára- mótin því hljómsveitin leikur á Broadway á gamlárskvöld. Strax eftir helgi fer hljómsveitin til Danmerkur þar sem hún leikur á 1. desemher-fögnuði hjá náms- mönnum í Kaupmannahöfn en hann er haldinn 5. desember. Skemmtanir Péturpöbb Nýir eigendur hafa tekið við veitingastaðnum sem áður hét Feiti dvergurinn og er við Gullin- brú í Grafarvogi. Heitir staðurinn nú Péturspöbb og í kvöld mun hljómsveitin Tvennir timar leika. Nýlistasafnið: Síðasta sýningar- helgi ársins Á morgun lýkur sýningum í Nýlistasafninu. Þóroddur Bjama- son sýnir Þing fljótandi umræðu í Forsalnum. Á sýningunni fjallar Þóroddur um umræðu almennt og hugmyndina um hvemig umræða verður til í þjóðfélaginu, í mis- stórum hópum manna, og fylgir þeim síðan þangað sem þeir fara. Þetta er fyrsta einkasýning hans. Lilja Björk Egilsdóttir sýnir í Gryfjunni. Þessi sýning er þriðja sýningin af fjórum, sem huglægt tengjast hver annarri. Sýninga- röðin ber yfirskriftina The reality of time and place is relative - So enjoy the moment. Sýningar Aðalsteinn Stefánsson sýnir í Bjarta sal og heitir sýning háns: Mínir dýrmætu vökvar. Með verkinu veltir Aðalsteinn fyrir sér spurningum um líkams- vökvana og tengsl þeirra við ým- isleg hugðarefni okkar. Hjörtur Hjartarson sýnir ljós- myndir í Súmsalnum. Sýninguna kallar hann Dagskrá - kyrralíf úr sjónvarpi. í verkum sínum tekst hann á við það sem er á mörkum listar og hversdagsleikans. Pétur Guðmundsson er gestur safnsins í Svarta sal. Pétur er bú- settur á ísafirði og verkið, sem hann nefnir „Tengsl eru hugverk11 og er frá árinu 1998, hefur verið Nýlistascifhinu með jöfnu milli- bili. Gengið Almennt gengi LÍ 27. 11. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenni Dollar 70,480 70,840 69,270 Pund 116,880 117,480 116,010 Kan. dollar 45,920 46,200 44,900 Dönsk kr. 10,8800 10,9380 11,0520 Norsk kr 9,3990 9,4510 9,3900 Sænsk kr. 8,6440 8,6920 8,8310 Fi. mark 13,6020 13,6820 13,8110 Fra. franki 12,3370 12,4070 12,5330 Belg. franki 2,0050 2,0170 2,0372 Sviss. franki 50,1200 50,4000 51,8100 Holl. gyllini 36,6800 36,9000 37,2600 Þýskt mark 41,3700 41,5900 42,0200 ít. lira 0,041770 0,04203 0,042500 Aust. sch. 5,8780 5,9140 5,9760 Port. escudo 0,4032 0,4058 0,4100 Spá. peseti 0,4864 0,4894 0,4947 Jap. yen 0,573800 0,57720 0,590400 írskt pund 102,820 103,460 104,610 SDR 97,350000 97,93000 97,510000 ECU 81,3500 81,8300 82,7000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.