Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Síða 62
74 *rr tyndbönd ~ i > MYNDBMDA GAGNRYNI m Breast Men Silíkon bjargar heiminum ★★ Læknaneminn Kevin Saunders (David Schwimmer) er ansi hæfileikaríkur, en fær lítt að njóta sín undir stjórn „fegrunarlæknisins" Williams Larsons (Chris Cooper). Hann nær þó athygli hans er hann þróar nýja brjóst- stækkunarleið. Þeir ákveða að snúa bökum saman og greiða úr brjóstavandamálum kvenna. Sjálfar sýna þær aftur á móti lítinn áhuga auk þess sem þeir gera sig að athlægi innan læknastéttarinnar. Það kemur þó að því að þeir hafa betur og sigra heiminn, en samfara því fer vinátta þeirra í hundana. Saunders spjarar sig lítt á eigin fót- um framan af, en á því verður stór breyting þegar klámstjörnur leita til hans í von um L. David Schwimmer gengur í þessari bandarísku sjónvarpsmynd lengra en aðrir „vinir“ hafa gert hingað til handan vinahópsins. Hann leikur siðspillta persónu umkringda klámstjömum og eiturlyfjum. Ég efast þó um að myndin geri mikið fyrir leikaraferil hans, og eru gervi hans (sem eiga eflaust að tákna siðferðislega hnignun hans) vægast sagt afkáraleg. Hann og Cooper eru þó ágætir saman og býr myndin yfir já- kvæðum punktum þótt hún rísi nú vart yfir meðailag. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Lawrence O'Neill. Aðalhlutverk: David Schwimmer og Chris Cooper. Bandaríkin, 1997. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan 16. -bæn The Maker Bræðrabönd ★ Josh hefur alist upp hjá fósturforeldrum frá því að foreldrar hans létust þegar hann var tveggja ára gamall. Hann er eldklár og stendur sig fyrirhafnarlaust vel í skóla, en er svolítið að fikta í dópi og minniháttar lögbrotum. Á átján ára afmælisdegi hans kemur eldri bróðir hans, Walter, óvænt í heimsókn eftir að hafa ekki sést i fjöldamörg ár. Walter hefúr fetað glæpa- brautina og hann fer að sýna Josh þennan heim og taka hann með sér í verkefhin. Titill myndarinnar vísar í kenningar Walter um nauðsyn þess að taka stjómina við allar aðstæður í stað þess að fylgja með straumnum. Það er engu líkara en að aðstandendur myndarinnar haidi að þeir hafi einhvem alvömþrunginn boðskap fram að færa og myndin líður fyrir það hversu alvarlega hún tekur sjálfa sig. Atburða- rásin verður æ bjánalegri og er komin út í hreint bull undir lokin. Hins vegar má hafa gaman af ágætum stílbrögðum leikstjórans á stundum, og leikaramir standa sig vel þótt þeir séu reyndar flestir í föstum stereótýpum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Tim Hunter. Aðalhlutverk: Jonathan Rhys-Meyers og Matthew Modine. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Sweeney Todd Rakari mundar hnífinn ★★Á í Lundúnum undir lok átjándu aldar stund- ar rakarinn Sweeney Todd djöfullega iðju í sam- starfi með bökugerðarkonunni frú Lovett. Rík- mannlega búnir viðskiptavinir hans eiga það til að hverfa sporlaust og enda í bökunum hennar frú Lovett. Þau hafa komist upp með þetta inn nokkurt skeið, en það hitnar í kolunum þegar ameriskur herramaður kemur í leit að demöntum, sem eru læstir inni í peningaskáp eins af fómarlömbum rakarans, sem hefur eina lykilinn að skápnum. Við sögu koma einnig tveir sakleysingjar, ung þjónustustúlka sem tengist fortíð rakarans, og mállaus vikapiltur hans, sem verður vitni að ýmsu mis- jöfnu, en getur ekki sagt frá. Þetta er skemmtilega ófyrirleitin mynd, sem rambar á barmi svartrar kómediu og hryllings. Nýjabmmið tinist þó af henni þegar líða tekur á myndina og hún verður svolítið leiðigjöm. Ben Kingsley fer fyrir flokki ágæfra leikara og er yndislega kvikindislegur í hlutverki rakarans. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joanna Lumley og Campbell Scott. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Láttúðarfulla Lola Á gægjum ★★ Sagan gerist í sveitaþorpi þar sem líf íbú- anna snýst að miklu leyti um aðalpersónuna, Lolu. Karlamir horfa á eftir henni léttklæddri meðan konumar hneykslast á framferði hennar. Vart getur hún þó talist lauslynd, þvi sjálfúr kærastinn vill ekkert aðhafast fyrr en að loknu brúðkaupi. Lola er þó ekkert á því að bíða svo lengi og ef kærastinn slær ekki til er aldrei að vita nema hún leiti á önnur mið. Það virðist sem Evrópubúar eigi auðveldara með að búa til léttbláar kvikmyndir en Bcmdaríkjamenn, sem jafnan skeyta nokkmm „erótískum" atriðum við hefðbundnar b-spennuformúlur. Leikstjórinn Tinto Brass er ekkert að fela eða afsaka umfjöllunarefni sitt, heldur tekur það fóstum tökum og útfærir á ýmsa vegu. Ekki er þó um neina „menningarlega" erótík að ræða, heldur hálfkómíska bersögli sem gefur myndinni einnig nokkurt skemmtanagildi. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Tinto Brass. Aðalhlutverk: Anne Ammirati, Patrick Mower, Mario Parodi, Antonio Salines, Laura Trotter og Carlo Reali. Lengd: 90-mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Clint Eastwood: Hinn þogli einfari Leikarinn Clint Eastwood f In the Line of Fire. Clint Eastwood fæddist árið 1930 í San Francisco og þvældist um með föður sínum á milli bensín- stöðva á kreppuárunum. Sjálfur vann hann m.a. á bensínstöðvum og sem skógarhöggsmaður áður en hann gegndi herþjónustu í fjögur ár, 1950-1954. Eftir herþjónustuna settist hann að í Hoflywood og hóf leikferil sinn. Fyrsta hlutverk hans var í B- myndinni Tarantula þar sem hann kom fram í lokaatriðinu sem flug- maður vélarinnar sem varpar napalmsprengjum á risaköngu- lóna. Framan af lék hann aðeins smáhlutverk í ódýrum myndum en vakti síðan athygli í hlutverki Rowdy Yates í kúrekasjónvarps- seríunni Rawhide. Hann skaust siðan upp á stjömuhimininn sökum óvæntra vinsælda ítölsku spaghettivestr- anna þriggja, Fistful of Dollars, For a Few Dollars More og The Good, the Bad and the Ugly, þar sem hann lék undir stjóm Sergio Leone. Þessir ofbeldisfuflu og stílisemðu vestrar urðu gríðarlega vinsælir um allan heim og breyttu Clint Eastwood úr miðlungs sjón- varpsstjörnu í stórstjörnu í kvik- myndabransanum. Þeir lögðu að auki grunninn að ímynd hans sem hinn þögli einfari en hann hefur, með nokkram undantekningum, haldið sig við svipuð hlutverk síð- an. Dirty Harry Eftir spaghettivestrana hélt hann aftur heim til Bandaríkjanna og hélt áfram að leika hörkutól, m.a. í myndum Don Siegel. Hann lék eitt frægasta hlutverk sitt, ill- skeyttu lögguna Dirty Harry, í samnefndri mynd 1971. Myndin, sem kom í kjöflarið á blómaskeiði hippatímabilsins, var afar umdeild og var gagnrýnd fyrir hrottalegt of- beidi. Sumir vildu jafnvel meina að hún endurspeglaði fasísk við- horf, og víst er að lífsviðhorf sögu- hetjunnar vora í algjörri andstöðu við ríkjandi hugarfar blómabylt- ingarinnar. Með henni var hlut- verk þögla einfarans sem lætur verkin tala fullkomnað hjá Clint Eastwood, en hann hélt áfram að Leikarinn og leikstjórinn Ciint Eastwood ásamt Meryl Streep í Brýrnar f Madisonsýslu. Klassísk myndbönd I The Thing (from Another World) *** Skrímsli utan úr geimnum ® Tuttugu þúsund tonna stálflikki hrapar til jarðar á norðurpólnum, og er bandarísk herflugvél send ásamt áhöfn til aðstoðar vísinda- mönnum er stunda þar rannsóknir. Fi'emstur í flokki hermannanna er kafteinninn Patrick Hendry (Kenn- eth Tobey) en áhugasamastur er þó blaðamaðurinn Ned „Scotty" Scott (Douglas Spencer) er fær að fljóta með í þessa miklu svaðllfór. Á móti þeim tekur ritarinn „Nikki“ Nichol- son (Margaret Sheridan) sem Pat- rick þekkir frá fyrri tið og fara straumar á milli þeirra út myndina. Hún vísar komumönnum til vís- indamannsins Arthurs Carringtons (Robert Corntwaite) sem vill æstur halda á vit hins óþekkta málmflikk- is. Kemur í ljós að um er að ræða geimskip sem hefur brætt ísinn við lendingu en síðan frosið yfir aftur. BandcU'íski herinn beitir miklum sprengjukúnstum til að komast í gegnum ísinn að skipinu, en þær mistakast svo svakalega að það springur í frumeindir sínar. (Snilld- arlausn sem hefur án efa sparað mikinn hönnunar- og framleiðslu- kostnað). Sem betur fer finnst þó frosin geimvera en þegar hún byij- ar að þiðna mega viðstaddir fara að vara sig! Það er hinn víðfrægi Howard Hawks sem er maðurinn á bak við þennan sígilda vísindaskáldskap. Og þótt hann sé einungis skráður framleiðandi telja nú flestir að hann hafi að mestu haldið um leikstjóm- artaumana. Hann réð lítt þekkta leikara sem þó höfðu mikla reynslu af útvarpsvinnu, og lagði fjármagn- ið fremur í sköpun sem raunveru- legasts umhverfis og voru t.d. öll tæki og tól er fram koma i mynd- inni „alvöru“. En þótt það tækist þannig að skapa raunsæislega um- gjörð innan dyra voru ytri aðstæður öllu varasamari því fimbulkuldi norðurpólsins nálgaðist stundum fjöratíu gráða hita og gerði heim- skautaklæddum leikurum lífið leitt. Áhrif myndarinnar má óneitan- lega greina víða í vísindaskáldskap samtímans, t.d. í Alien-seríunni. Að- alpersónurnar eru innilokaðar í af- mörkuðu rými (oft án sambands við umheiminn) og geimvera arkar um ganga þess í leit að fórnarlömbum. Brjálaðir vísindamenn og yfirvöld vilja halda því lifandi en aðalper- sónumar átta sig á hvaða ógnvæn- legu afleiöingar slíkt gæti haft í fór með sér. Þá endurgerði John Carpenter myndina árið 1982 með Kurt Russell í aðalhlutverki. Leikstjóri: Christian Nyby. Aðal- hlutverk: Kenneth Tobey, Marga- ret Sheridan, Robert Cornthwaite og Douglas Spencer. Bandarísk, 1951. Lengd: 83 mín. Svarthvít. Björn Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.