Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Page 9
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 9 Utlönd Mannréttindayfirlýsingin 50 ára: Félagsmál í brennidepli Félagsleg og efnahagsleg réttindi munu gegna stærra hlutverki en áð- ur í framtíðarstarfmu við að tryggja mannréttindi. Þetta er mat Lotte Leicht, eins af leiðtogum mannrétt- indasamtakanna Human Rights Watch, og Brigitte Ernst hjá Am- nesty International, sem danska blað- ið Politiken ræddi við í tilefni 50 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Lotte Leicht bendir á að beina þurfi enn frekar sjónum að félagsleg- um og efnahagslegum réttindum vegna aukins óróa í tengslum við efnahagskreppuna. „Við höfðum séð aukna tilhneigingu til að finna söku- dólga efnahagskreppunnar meðal sér- trúarhópa, minnihlutahópa og inn- flytjenda," segir Lotte Leicht. Íþví samhengi muni einkafyrirtæki gegna stærra hlutverki í starfinu við að tryggja mannréttindi. Það eigi eink- um við fjölþjóðafyrirtæki með aðal- stöðvar í lýðræðisríkjum. „Fjölþjóðafyrirtækin verða að taka þátt. í Amnesty International höfum við lagt drög að starfseminni fyrir þau,“ segir Brigitte Emst. Hvor tveggja mannréttindasamtök- in óska eftir virkari stefnu Evrópu- sambandsins, ESB, í mannréttinda- málum. Lotte Leicht gagnrýnir ESB- ríkin fyrir að horfast ekki í augu við til dæmis aukna andstöðu við trú minnihlutahópa. Svissneski innanríkisráðherrann Ruth Dreifuss brosti breitt í gær þegar hún hafði verið kjörin forseti Sviss, fyrst kvenna og fyrst gyðinga. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Vönduð og jóla í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraul 54 ©561 4300 j J561 4302 TRYGCINCAMIÐSTÖÐIN HF HLUTHAFAFUNDUR Boðað er til hluthafafundar í Tryggingamiðstöðinni hf. og verður hann haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, fimmtudaginn 17. desember 1998 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Tillaga stjórnar um hlutafjárhækkun. Lögð verður fram tillaga um að hækka hlutafé félagsins um kr. 50.699.042, þannig að hlutafé hækki úr kr. 182.400.000 í allt að kr. 233.099.042. Hlutafjárhækkunina skal alla nýta til skipta á útistandandi hlutafé í Tryggingu hf. að nafnverði kr. 203.599.696, samkvæmt samkomulagi stjórna Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. sem gert var í nóvember 1998. Vikið er frá forkaupsrétti hluthafa til áskriftar að hinum nýju hlutum og hafa eigendur hlutafjár í Tryggingu hf. einir rétt til að skrifa sig fyrir aukningarhlutunum og greiða þá með hlutabréfum í Tryggingu hf. Tillaga stjórnar ásamt greinargerð mun hggja frammi á skrifstofu félagsins Aðalstræti, 6-8, Reykjavík, hluthöfum til sýnis viku fyrir hluthafafundinn. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Færeyjar: Hnakkrifist um sjálfstæðismál Færeyskum lögþingsmönnum hitnaði svo í hamsi við umræður um sjálfstæðismálin á þriðjudag að Marjus Dam, þingmaður Sam- bandsflokksins, reif frumvarp landstjórnarinnar þar um í tætlur í ræðustól. Aðeins 18 af 32 lög- þingsmönnum eru fylgjandi frum- varpi stjómarinnar um að setja á laggimar sérstaka nefnd til að semja nýja stjómarskrá. „Við erum í ríkjasambandi með Danmörku og þar er fyrirtaks stjórnarskrá. Tillagan er því ónauðsynleg," segir Alfred Olsen, þingmaður Sambandsflokksins, í viðtali við danska blaðið Poli- tiken i dag. Sambandsflokkurinn, eins og nafniö gefur til kynna, er fylgjandi áframhaldandi sam- bandi við Danmörku. Afstaða jafnaðarmanna veldur færeysku landstjórninni einnig nokkrum vanda. Jafnaðarmenn sögðu pass í haust, rétt eins og sambandsmenn, þegar stjórnin bað um umboð til að undirbúa viðræðurnar við dönsk stjórn- völd. Og þeir eru við sama hey- garðshomið nú. „Það er engin ástæða til að byrja að undirbúa nýja stjórnar- skrá fyrr en við höfum efhi á sjálf- stæðinu," segir Joannes Eides- gaard, formaður Jafnaðarmanna- flokksins. Hann bendir á að innan landstjórnarinnar séu deildar meiningar um horfumar i efna- hagsmálum viö sjálfstæði. Átt þú von á stum? 115.510 Vandaðir Amerískir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum margar gerðir, mikið úrval áklæða og lita. ,-n S:/t‘.^^^ 79.490 91.410 Full □ueen 107.110 QueenSize.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.