Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 26
- '26 Grelðslnskilmálar við allra haefl. f \ Sknldabrcf til ggL, < & / allt að 36 mán. Alma hornsófi Verö: 148.000 stgr. HðfSotöni 12 *1ÖS RevkjeH k • Sími S52-620Q & SS2-5/S? • fax: 5S242ÖS SÁ STCRI ! Aðeins 3.990 miðar og allir miðar fá viimmg Aðalvinningur: Glæsilegt tvílyft sumarhús í náttúruperlu að eigin vali. Húsinu fylgir um 1 hektara lóð i Grímsnesi - eða veljiðsjálf staðinn. 3990 aukavinningar Allir miðar fá vinning Samtals verðmæti kr. 7 milljónir Aðeins 3990 miðar - Verðkr. 3.990 - Magnafsláttur eykur möguleikana: 3 miðir= 10.000 - 5 miðar=16.000 - 10 miðar=30.000 - 20 miðar=50.000 Miðapantanir í síma 557 1000 Fax: 557 1047 - Tölvupóstur: santa@peace.is Húsið er til sýnis í Jólabæ v/Fjörukrána, Hafnarflrg FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 Hljómplötur_____________________pv Ýmsir flytjendur - Vilhjálmur Vilhjálmsson. Söknuður: Áferðarfallegar minningar Plötur sem tileinkaðar eru sér- stökum höfundi og/eða flytjanda, svonefndar „Tribute" plötur, eru fá- séðar hér á landi. í fljótu bragði kemur aðeins upp í hugann plata ýmissa listamanna sem hljóðrituðu lög Megasar með góðum árangri fyr- ir nokkrum misserum. Tileinkun- arplötur þessar hafa verið eins kon- ar tískubylgja erlendis að undan- fórnu og tæpast nema von að hér- lendir tónlistarmenn glími við formið. Það er við hæfi að helga plötu Vil- hjálmi heitnum Vilhjálmssyni á tuttugu ára dánarafmæli hans. En listamönnunum sem taka þátt í gerð hennar er sjálfsagt vandi á höndum því það þarf djörfung til að taka til flutnings lög sem hann gerði vinsæl á sinn látlausa og eðlilega máta. Skynsamlegast hlýtur því að vera að finna þeim ann- að form en hið þekkta og það tekst ágætlega í nokkrum lögum plötunn- ar Söknuður. Titillagið fær til dæm- is svolitla skvettu af keltneskum blæ sem hæfir því prýðilega. Björg- vin Halldórsson fer náttúrlega létt með að túlka lagið sem ég hygg að sé gömlum aðdáendum og vinum Vilhjálms heitins hið kærasta af öll- um þeim aragrúa af dægurlögum sem hann skildi eftir sig. Ef eitthvert lag á söngferli Vil- hjálms Vilhjálmssonar var stílbrot - í jákvæðri merkingu þess orðs - var það Hrafninn eftir Gunnar Þórðar- son og Kristján frá Djúpalæk. Bubbi Morthens og Eyþór Gunnarsson stokka það upp og afsýra það ef svo má segja. Útkoma þess er vel viðun- andi þótt tryllingurinn sem ein- kenndi það sé horfinn. Þá kemur á óvart að lagið Ljúfa lif sem systkin- in KK og Ellen Kristjánsdóttir flytja hafi verið valið. Lagið held ég að ég geti fullyrt að sé alls óþekkt, svo- kallaður „sleeper" sem hefur fallið í skugga annarra og mun þekktari laga. Það sem helst vantar á plötuna Söknuð er að ung- ir listamenn spreyti sig á lögum Vil- hjálms. Hljómsveitin Sóldögg kann að eiga að vera fulltrúi þeirra en út- gáfa hennar á laginu Bíddu pabbi er ósköp ljúf. Óhætt hefði verið að rokka lagið töluvert meira án þess að það skaðaði. Sama er að segja um ýmis önnur lög sem Vilhjálmur Vil- hjálmsson flutti. Ég gæti til dæmis vel ímyndað mér að vælandi gítarar og kröftugur söngur hæfðu vel lag- inu SOS ást í neyð. Það bíður því væntanlega betri tima að ungum tónlistaráhugamönnum verði kynnt tónlist Vilhjálms heitins með út- setningum sem hæfa smekk þeirra. Hljómplötur Ásgeir Tómasson dítiffiJ m Asta í Eskimo Models Stuðmön

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.