Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Qupperneq 6
m a t u r
AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333.
„Erfitt er aö spá fyrirfram I matreiðsluna, sem
er upp og ofan. Ostgrilluð guesadilla var vel
bökuð og hörð." Opið í hádeginu virka daga
11.30-14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30,
fös-sun 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á
virkum dögum en tii 3 um helgar.
ARGENTÍNA ★★ Barónsstíg lla, s. 551
9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað.“
Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499.
CARPE DIEM Rauöarárstig 18, s. 552 4555.
CREOLE MEX ★★★★ Laugavegur 178, s.
553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs,
tveir eigendur, annar í eldhúsi og hinn í sal, og
fókusinn á matreiðsluhefðum skilgreinds
svæðis, í þessu tilviki suðurstrandar Banda-
rikjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexíkó.“
Op/ð 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en
18-23 um helgar.
EINAR BEN Veltusundl 1. 5115 090. „Leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Býður yfir-
leitt ekki upp á vondan mat og verður því seint
jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet
Hollywood.” Opið 18-22.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568
9888.
HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37,
s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti berí mat-
argerðarlist af öðrum veitingastofum landsins.
Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerirjafnvel baunir að Ijúfmeti." Opið
12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og
18-22 föstu- og laugardaga.
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552
5224. „Stundum góður matur og stundum ekki,
jafnvel í einni og sömu máltíö." Opið 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu-
og laugardaga.
IÐNÓ ★★★ Vonarstræti 3, s. 562 9700.
„Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóð-
ir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur
var að neinu leyti misheppn-
aður, en fáir minnisstæðir."
Opið frá 12-14.30 og
18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11,
s. 552 4630.
KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Margt er það, sem dregur, matreiösla,
verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera
Kínahúsið að einni af helztu matarvinjum mið-
bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00
virka daga, 16-23 iaugardaga og 17-22 á
sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562
2258
LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegl 1, s.
553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti
sem dregur til stn hverfisbúa, sem nenna ekki
að elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og
ferðamenn utan af landi og frá útlöndum." Opið
11-22 og 11-21 um helgar.
LÆKJARBREKKA ★ Bankastræti 2, s. 551
4430.
MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s.
893 4523 „Notaleg og næstum rómantísk
veitingastofa með góðri þjónustu og frambæri-
legum Ítalíumat fýrir lægsta verö, sem þekkist
hér á landi.“ Opið virka daga 11.30-14.00 og
18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar.
MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552
2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í
profiteroles og créme brulée.” Opið 18-22.30.
PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561
3131. „Ljúfir hrisgrjónaréttir og óteljandi til-
brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp-
áþrengandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23 virka
daga og 11.30-24 um heigar. Barinn er opinn til
1 virka daga og til 3 um helgar.
LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstræti 9, s.
5618555. „Sjálfstraust hússins ergott og næg
innistæða fyrir því.“ Oplð 12.00-14.30 og
18.00-22.30 virka daga og um helgar frá
18.00-23.30.
RAUÐARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111
„Rex kom mér á óvart með góðri, fjöibreyttri og
oftast vandaðri matreiöslu, meö áherzlu á ein-
föld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og
hæfilega eldaða fiskrétti." Opið 11.30-22.30.
SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fin, vönduð og létt, en
dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm."
Opið frá kl. 18 alla daga.
TILVERAN ★★★★★ Linnetsstíg 1, s. 565
5250. „Það eru einmitt svona staöir, sem við
þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta
smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu
þrep almennilegs mataræðis." Opið 12-22
sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og
iaugardag.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundi 3, s.
551 8666. „Nú virðist Tjörnin endanlega hafa
gefið forystuna eftir og raunar annað sætið líka,
gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar
stundum." Op/'ð 12-23.
ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14,
s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís-
lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins
númer eitt.“ Op/'ð 12-14.30 og 18-20 virka
daga og 18-22 um heigar en til 23 föstu- og
laugardag.
[meira á.]
www.visir.is
í tæpa tvo áratugi hefur þjóðin valið sér veitingastaði eftir handleiðslu sama mannsins.
En eftir hverju er farið þegar stöðum eru gefnar einkunnir. Jónas Kristjánsson kynnir:
Ný stjörnuflokkun
♦ Naustið
Undir
fölsku flaggi
Á matseðlinum segir, að Jónat-
an Livingston Mávur hafi „fengið
viðurkenningu sem einn af tíu
beztu veitingastöðum í Evrópu
með áherzlu á fiskrétti og villi-
bráð.“ Það er stórt orð Hákot og
stækkar, þegar menn treysta sér
til að vitna í það sjálfir.
í fyrsta lagi er Jónatan ekki
fiskréttastaður, ekki einu sinni
einn af tíu beztu á íslandi, hvað
þá i Evrópu allri. Hann hefur ekki
einu sinni á boðstólum ferskan
fisk dagsins, sem fæst þó á öðru
hverju veitingahúsi borgarinnar,
án þess að menn berji sér á brjóst.
í öðru lagi eru framboð og gæði
villibráðar ósköp svipuð því, sem
fæst á öðru hverju veitingahúsi
borgarinnar á vertíðinni. Með
sjálfshóli vekur staðurinn vænt-
ingar, sem hann stendur ekki
undir.
Sem dæmi um matreiðsluna má
nefna langhala, fyrst pönnusteikt-
an og síðan ofnsteiktan innan í
brenndum kartöfluþráðum, orð-
inn þurr af meðferðinni, borinn
fram í sesamkryddaðri ostasósu
Veitingarýnendur þurfa að end-
urnýja sig eins og veitingahús
þurfa að gera. Við verðum sífellt
að vera með tilraunir, þótt sumar
misheppnist. Þannig fleytum við
okkur smám saman fram eftir
leið.
Ég er búinn að taka margar
rispur á veitingahúsum síðan ég
hóf veitingarýni fyrir tæplega
nítján árum. Hver syrpan hefur
verið með sínum hætti, misjafn-
lega vel heppnuðum eins og geng-
ur.
Stundum hefur einhvers konar
einkunnagjöf fylgt greinaflokkun-
um, einkum fyrir gæði annars
vegar og verð hins vegar. Einnig
hefur komið fyrir, að ég hafi reynt
að flokka gæðin í þrennt, mat-
reiðslu, umbúnað og umönnun.
Að þessu sinni hef ég reynt að
tolla i tízku annars konar rýni og
nota einfalda stjörnugjöf, sem ætl-
að er að sameina einkunn fyrir
verð og gæði. Mér hefur réttilega
verið álasað fyrir að skýra ekki,
hvað ég eigi við með nýju útgáf-
unni.
Stjörnugjöfinni er ætlað að
sýna, hversu miklum árangri
veitingahúsið nær í gæðum
miðað við þær forsendur,
sem það gefur sér í
verði. Grafið hér á
síðunni skýrir
þetta. Á lárétta ásnum er verðið í
krónum og á lóðrétta ásnum eru
gæðin metin afstætt samkvæmt
huglægu, en öguðu mati, byggðu á
langri reynslu.
Veitingahús fá því fleiri stjörn-
ur, sem þau eru ofar og lengra til
vinstri á grafinu, sem skipt er í
nokkur stjömu-skábönd. í hæsta
stjörnuflokki em gerólíkir staðir
eins og Listasafnið og Laugaás.
Þau ná sama árangri hvort á sin-
um forsendum, annað einkum á
gæðum og hitt einkum á
verði. Þrír Frakkar ná sama
árangri með því að fara
bil beggja.
Þessar stjörnur
eiga ekkert skylt
við stjörnurnar í
Michelin. Ekk-
ert íslenzkt
veitinga-
hús nær
slík- jm|i
u m
Tilveran
•Laugaás
1000
2000
hæðum, að hægt se Listasafniö (Holt)
að tala um stjom- ' ’
ur af tagi
• Grillið
Jónas
Kristjánsson
é [% '
-V v;
'
• Primavera
dTjörnin
H 3 Frakkar
fjRex giðnó
> Skólabrú
^ Játvarður
Creole ^Pasta
' Basta
' Mex
• Amigos
Madfnna óðinsvé
• • Argentína
Mirabelle
• Jónatan
• Kínahúsið
> Kínamúrinn
• Hard Rock
• Ítalía <
• Smiðjan
Lækjarbrekka
• Carpe Ðiem
• • Rauðará
Einar Ben
• Thailand
• Bing Dao
3000
E R Ð
4000
Fið arinn
Opera
5000
Jónatan:
og með kryddvættum grænmetis-
þráðum, sem virðast stöðluð
mötuneytisfæða með flestum aðal-
réttum staðarins.
Sítrónuleginn langhali var bor-
inn fram i leginum, með símylju-
komum á diskbarmi, staðlaðri
einkennisskreytingu flestra rétta
staðarins. Pönnusteiktir sniglar
voru í þurrara lagi, í hring utan
um gljáðan perlulauk, sveppi og
beikon á stökkri köku í miðju,
bomir fram með rauðvínssósu.
Betri var hvítlauksristaður
smokkfiskur í bleksósu og sinn-
epi, meyr og fínn, raðað í geisla út
frá miðju rófu- og gulrótarþráða.
Bezt var steinseljusalat með góðri
blöndu af símyljukomum, tómöt-
um, lauk og myntu í miðju, salat-
blöðum utar, vætt með
sítrónusafa og olífuoliu.
Gæsabringa var sjálf hæfilega
elduð, en lýtt með fylgihlutum,
sem fólust í staðlaðri kartöflu-
böku staðarins og mildri hveit-
isósu uppbakaðri, sem kölluð var
villibráðarsósa. Nautalund var
góð, en lýtt af stöðluðu kartöflu-
Húsakynni eru notaleg og þægileg, en ekki fínleg. Heitir litir í
tjöldum og vafningsplöntur á málmgrindarturnum vega á
móti kuldalegum örljósum og groddalegum málverkum.
bökunni og uppbakaðri hveit-
isósu með skán.
Ferskir ávextir suðrænir vom
bornir fram á glæsilegan hátt sem
fylling í melónu, með hindberjum
og blæjuberjum á diskbarmi,
vættir með kirsuberjalíkjör og
appelsínulíkjör í senn.
Hversdagslegri var þurr
súkkulaðikaka með hindberjum
og blæjuberjum, mangó, ís og
rjóma. Gott bananabragð var að
lagskiptri súkkulaði- og banana-
tertu, sem sögð var með enskri
vanillusósu, en var með stöðluðu
mangó, ís og rjóma.
Þótt eldhúsið spari sér vinnu
með stöðluðum endurtekningum,
er verðið fremur hátt, 4.200 krón-
ur á mann fyrir þríréttað með
kaffi. Þjónusta er fagleg og góð.
Húsakynni eru notaleg og þægi-
leg, en ekki fínleg. Heitir litir í
tjöldum og vafningsplöntur á
málmgrindarturnum vega á móti
kuldalegum örljósum og grodda-
legum málverkum.
Margt er gott um Jónatan að
segja, svo sem tauservéttur og
tannstöngla, volgar bollur og
væna tónlist, en sem fiskrétta- og
villibráðarstaður siglir hann und-
ir fölsku flaggi.
Jónas Kristjánsson
f Ó k U S 11. desember 1998