Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 13
Fyrir tveim árum kom Anna Halldórsdóttir með ferska strauma inn i íslenska dægurlaga- heiminn. Fyrsta platan hennar sem hét „Villtir morgnar" gerði lukku, seldist vel og Anna var kosin „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaununum. Hún spil- aði á undan Sting í Höllinni en svo var eins og jörðin hefði gleypt hana. En bjartasta vonin fór ekki langt og nú er hún komin aftur með nýja plötu; „Undravefinn". „Ég ákvað að slappa af og vinna,“ segir Anna, „var ekkert að flýta mér að gera aðra plötu. í byrjun árs fór ég svo að vinna í lögunum sem tilheyra þessum nýja diski.“ Hverjar eru helstu breytingarn- ar á tónlistinni? „Á Villtum morgnum gerðist allt ákaflega hratt. Ég samdi titil- lagið og sendi til útgefenda. Út úr því kom útgáfusamningur. Strax og ég hafði klárað skólann fór ég í stúdíó og gerði plötu. Undravef- inn vann ég meira í ró og næði og ég held að þetta sé miklu heil- steyptari plata. Ég vann hana með Birgi Baldurssyni og Orra Harðar og þetta var mikið sam- vinnuverkefni. Þó er þetta auðvit- að mín plata. Ég keypti mér græju, sem var eiginlega eins og lítil hljómsveit. Ég gat gert allt sem ég vildi. Biggi hafði svo frjálsar hendur með allt slagverk. Tónlistin sjálf? Ja, mér fmnst meiri heimstónlistarfílingur á þessari plötu.“ Hvaöa heims þá helst? „Ja, það er góð spuming. Þetta er dálítið „primitíft" og textalegar pælingar eru öðruvísi. Ég reyndi að búa til eina veröld." Já, þetta er hálfgeró „konsept“ plata. Hver er grunnhugmyndin aó Undravefnum? „Maður er að spá og spekúlera, eins og allir aðrir, í lífinu, tilver- unni og dauðanum. Ég vildi búa til heim og ég sé tónlistina sem einn vef - hvernig hlutimir tengj- ast. Allt fólkið sem maður hittir á lífsleiðinni; það er að gefa þér eitt- hvað og þú gefur því eitthvað til baka og þetta er einhvem veginn bara lífið og tilveran. Einn vefur. “Maður er ekki allur þar sem maður er séður. Hver og einn hefur 2-3 hliðar og þetta er ein hliðin á mér. En svo er ég dagfarsprúð og glöð manneskja og það er líka mikil gleði og kátína á þessari plötu. En tregi í bland.” Ekkert svo djúpt, sko. Er þetta þá plata um óreiðu- lögmáliö? „Til dæmis. Já, það er þokka- leg óreiða í gangi. En svo finnst mér draumar mjög spennandi. Mér dreymdi t.d. hörmulega í nótt. Vaknaði og pæld'íðí hvem anskotann mig hefði verið að dreyma - það er ekkert sem meikar alveg fullkomlega sens í draumunum. Ég var að setja vatn inn í einhverja þvottavél og svo endaði það á því að ég var að drekkja einhverjum manni á báti. Ég notaði drauma dálítið á plötunni. Á vissan hátt er þessi plata hálfgert smásagnasafn þó ég sé ekki að gefa mig út fyrir að vera skáld. Þetta eru ákveðnar sögur." Geturöu lýst tónlistinni þinni meö nokkrum lýsingaroröum, fólki til hœgöarauka? „Þetta er frekar afslöppuð plata, lágstemd. En það er líka ævintýrastemning og kraftur.-' Þarf fólk aö setja sig í einhverj- ar stellingar þegar það hlustar á Undravefinn - hita sér te, til dæmis? „Það er ekkert verra. Ég held það sé gott að gefa henni tíma, hlusta á hana alla, en fólk þarf ekkert að hafa voðalega mikið fyrir því.“ Hvaö viltu aö fólk fái út úr plötunni? „Ég vona bara að platan vekji einhver hughrif, opni einhverjar gáttir. Ég er búin að heyra að fólki finnst platan þyngri en Villtir morgnar, en ég sé þetta allt öðmvísi, mér finnst þetta ekkert þung plata.“ Þarf kannski aó hlusta á hana tíu sinnum til að gáttirnar opn- ist? „Ég vona að það gerist nú fyrr — best væri ef það gerðist við fyrstu hlustun. Nei nei, þetta er ekkert svo djúpt, sko.“ Er platan lík þér; „melló“ og erfitt aö komast inn í hana? „Vá, þetta var dónaleg spurn- ing, ha ha. Maður er ekki allur þar sem maður er séður. Hver og einn hefur 2-3 hliðar og þetta er ein hliðin á mér. En svo er ég dagfarsprúð og glöð manneskja og það er líka mikil gleði og kátína á þessari plötu. En tregi í bland.“ Næsta tækifæri til að sjá og heyra Önnu á tónleikum gefst þann 12. des þegar hún spilar í Bíóhöllinni á Akranesi ásamt hljómsveitunum Fitl og Umm- hmm. -glh plötudómur Súkkat - Ull: ★★★★ Flóandi hamingga 8€KKAT Arum saman hafa þeir Gunnar og Hafþór skemmt okkur með gít- arleik og söng. Nú hleypur aldeilis á snærið fyrir aðdáendur lags- mannanna því þriðja platan, Ull, er bæði þeirra skemmtilegasta og fjöl- breyttasta plata til þessa. Súkkat hefur tekið þann ferska pól í hæð- ina að fá hóp aukahljóðfæraleikara í lið með sér og því kemur platan sífellt á óvart; blokkflauta hér, sax- ófónn hér, barnakór og Botnleðja og ýmislegt annað gómsætt álegg dreiflst markvisst um lögin sextán. Sem fyrr eru það þó einfaldar og lúmskar melódiur og bráð- skemmtilegir textar sem Hafþór syngur á sinn sérstaka hátt sem er undirstaðan, rúgbrauðið sem áleggið liggur á. Súkkat-filingurinn er góður og vinalegur, dúettnum er lagið að kveikja með hlustandanum sýnir af íslensku vori uppi í sveit, dír- rendíið og lækjarniðurinn eru kornin í rúgbrauðinu. Alíslenskari sveit er vandfundin, Súkkat minn- ir á kappa fyrri alda sem söngluðu upp á kassa fyrir snarli; Haffl skrollari og Gunnar fimhönd eru Gvendar dúllarar vorra tíma. Ég ætla ekki að tala mikið um allan skarann sem leggur hönd á plóg plötunnar, nema segja það að allir standa sig vel. Þetta er mesta hópverkefni Súkkats til þessa, eins og velheppnað partí í Þingholtun- um. Nauðsyn er þó að minnast á hlut Megasar sem leggur til tvö lög, „Fjalladúfuna hressu", sem er ægi- skemmtilegt og „Vont bara fyrst“, þar sem hlustandi getur fengið svar við spurningunni; syngur Haf- þór eins og Megas? Þeir syngja lag- ið í sitthvorum hátalaranum og svarið er; Nei, ekki baun. „Laflr það litla“ (Orghesta-lag) og „Fram- tíðardraumar" (af „Áfram stelp- ur!“) eru lopapeysusmellir fortíðar sem Súkkat endurholgar frísklega. Elvis gengur aftur í „Suspicion", sem fær Súkkat-yflrhalningu og jafnvel það áhættusama sport gengur fullkomlega upp. Platan er stútfull af hressilegri skemmtun en sum lög rísa enn hærra en önnur. Nú þegar er þjóðin að kveikja á of- urpoppsmellnum „Draumur um straum", hvers melódíska galdra- grip jafnast á við „Popplag í G- Súkkat minnir á kappa fyrri alda sem söngluðu upp á kassa fyrir snarli; Haffi skrollari og Gunnar fim- hönd eru Gvendar dúllarar vorra tíma. dúr“, en flóandi hamingju má einnig fá beint í æð frá „Sódawathnesystrum", „Dans- hljómsveit" og „Fótglímufélaginu". Jólagjöf hins hugsandi hlust- anda í ár hlýtur að vera þessi bráð- skemmtilega plata og til að kóróna hamingjuna er umslagið frábær- lega flott, svo vel heppnað að það má sleppa því að pakka plötunni inn í jólapappír. Húrra fyrir Súkkat! Gunnar Hjálmarsson Símvaklnn CDD-Z5 fotfA u Síðumúla 37 108 Reykjavik S. 588-2800 Fax 568-4774 ð«ymir 150 (imanámer Þar af 50 námer mcð nafni Vaihnappur Blikfcljós Qeymir útfarandi númcr 3 mismunandi hijóðmerki Tímamaclir öll samtöl slenskar leiðbeininsar slenskar merkingar 11. desember 1998 f ÓkllS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.