Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 14
Það hefur alltaf þótt ágætt að lyfta sér upp á tyllidögum og njóta guðaveiga í hópi góðs fólks. Hallgrímur Helgason fór á fyllerí um helgina og lærði þá göfugu drykkjuíþrótt að skjalla mann og annan. Ef það er eitthvað. Ef það er eitthvað sem hryggir þig og depr- ar. Ef þú ert eitthvað leiður og súr. Þá er aðeins eitt sem er best. Að verða fullur. Að fara á bar- inn og verða fullur. Það er gaman að drekka áfengi. Áfengi hressir og kætir. Áfengi er allra breina bót, eins og Sverrir Stormsker á örugglega eftir að segja. Eða útafhverju verðum við full? Af því að við erum tóm. Og af- hverju erum við tóm? Af því við erum ekki full. Eftir þrjá stóra bjóra og jafn marga snafsa opnast manni undralandið þar sem allt er ÆÐISLEGT og maður sér allt und- ir fullu tungli, maður veitir öllu og öllum fulla athygli. Og það sem best er: Allir mæta manni fullir skilnings. Allt er fullkomið. Hvers vegna fara íslendingar á fyllerí? Til að heyra það sem þá langar til að heyra. Til að heyra það um helgina það sem þeir eru búnir að bíða eftir að fá að heyra alla vikuna: Hvað þeir séu nú ÆÐ- ISLEGIR. Maður á aldrei að treysta öðr- um íslendingi nema maður hafi hitt hann fullan. Annars veit mað- ur ekki alveg fyrir víst að honum finnist maður vera FRÁBÆR. íslendingar eru nefnilega orðnir jákvæðir. Þeir eru hættir að vera neikvæðir á fylleríum. í gamla daga var enginn maður með mönnum nema hann gæti sallað niður heilu partíin með tungimni einni: Sjá, hvar hann mætti þung- lyndur og þjáður til augna, hauga- drukkinn, og hlammaði sér í hæg- indastól og byrjaöi að salla niður liðið í sófanum, fyrst þann sem næstur honum var og svo koll af kolli, þar til hann var kominn hringinn, að sjálfum sér aftur: „Þú getur ekki tutlu! Ekki tutlu!! Af- hverju ertu að reyna þetta? Þessi bók þín var algjört prump!“ (í gamla daga voru menn rökfastir og studdu mál sitt ítarlegum út- listunum.) En nú er öldin næstum því önn- ur. Einhvers staðar á leiðinni úr Stúdentakjallaranum á Kaffibar- inn urðu menn hressir og jákvæð- ir. Sallið varð spjall varð skjall. Menn fara ekki á barinn til að spjalla, heldur til að skjalla. Maður gengur inn á barinn og fyrsti maðurinn sem mætir þér byrjar: „Nei blessaður! Gaman að sjá þig! Djöfull er nú gaman að þvi sem þú ert að gera. Þú ert nú al- veg FRÁBÆR!" Samkvæmt reglum skjallsins átt þú hér að svara: „FRÁBÆRT að þú skulir segja það.“ Þar með er skjall-leikurinn kominn í gang, hann segir: „Til dæmis þetta þarna sem ég sá um daginn maður, það var nú alveg FRÁBÆRT hjá þér!“ „Já, fannst þér það? Mér finnst það FRÁBÆRT hjá þér að þú skul- ir fila það. En það er náttúrlega ósköp skiljanlegt, af því að þú ert nú svo FRÁBÆR sjálfur, þá hlýtur þú nú að fila það sem er FRÁ- BÆRT.“ „Já, þú segir það. En ég held samt að maður þurfi nú ekkert að vera FRÁBÆR til aö fíla það sem er FRÁBÆRT. Málið er bara aö þú ert alveg FRÁBÆR." „Svona svona, þú ert nú alveg ágætur sjálfur ...“ Úbs. Hér fær undirritaður dæmda villu á sig í skjall-leiknum. Hann notaði orðin „alveg ágætur" Ég hef enga hugmynd um hvað hann á við með því en leita samt eftir ein- hverju sæmilega hald- bæru til þess að skjalla, Það eina sem óg kem auga á er hálfklárað bjór- glas á næsta borði, að vísu FRÁBÆRT á sinn hátt en bjórinn í því virkar samt dálítið flatur og óniðurrennanlegur. í stað „alveg FRÁBÆR“ og er vís- að á barinn, í einn stóran bjór. Drekka meira. Betur má ef duga skal. Skjall, skjall, skjall, meira skjall... Ég skjönglast að barnum þar sem ég rekst á kunnugleitt andlit. Þetta er náunginn sem er með „Leikþáttinn" á nýju sjónvarps- stöðinni Skjár 1, en ég var einmitt í honurn um daginn að tala um bókina mina. Hann segir: „Nei, blessaöur. Heyrðu djöfúll varstu góður í þættinum hjá mér um dag- inn. Var ég búinn að segja þér það? Þú varst alveg FRÁBÆR.“ „Já, fannst þér það? (kannski full hógvært hjá mér, en hér fæ ég bjórinn og tek sopa og held svo áfram:) FRÁBÆRT að heyra það maður. Annars er það nú ekki að undra! Þetta er svo FRÁBÆR þátt- ur hjá þér. Það var líka FRÁ- BÆRT að fá að koma í svona FRÁ- BÆRAN þátt. Þú ert nú líka alveg FRÁBÆR." „Já finnst þér það? FRÁBÆRT að heyra það.“ „Já. FRÁBÆRT." „Já. Við erum helviti góðir. Við ættum að reyna að vinna meira sarnan." „Góðir? Við erum FRÁBÆRIR." Nú er þetta farið að verða virki- lega ÆÐISLEGT. Nú er maður orðinn svo fullur að maður gæti skjallað alla á barnum i rot. FRÁ- BÆRT. Úti á gólfinu rekst ég á skeggjaðan og kófdrukkinn kvik- myndaleikstjóra (Theodór Máni Sigurðsson) og segi óvart: „Nei! FRÁBÆRT..." en veit ekki cílveg hvað ég á nákvæmlega við með því. Kannski er ég bara að tala um skeggið á honum. Að minnsta kosti er hann hæstánægður og svarar: „Já, alveg FRÁBÆRT." Ég hef enga hugmynd rnn hvað hann á við með því en leita samt eftir einhverju sæmilega hald- bæru til þess aö skjalla. Það eina sem ég kem auga á er hálfklárað bjórglas á næsta borði, að vísu FRÁBÆRT á sinn hátt en bjórinn í því virkar samt dálítið flatur og óniðurrennanlegur. Sem betur fer liðast langdrukkin leikkona (Sól- veig Kristjáns) upp að okkur og ég gríp hana fegins hendi og segi við hana: „Nei, Solla!“ og við leikstjór- ann „þetta er FRÁBÆR leikkona." „Já Solla" svarar hann, „hún var FRÁBÆR í stuttmyndinni minni.“ „Já, þetta var líka FRÁBÆR mynd hjá þér“ segir hún þá. „Já, þetta var líka svo FRÁBÆR hugmynd sem ég fékk þegar ég sá þessa FRÁBÆRU mynd hjá hon- um“ segir hann og á við mig. „Já, það var FRÁBÆRT að þú skyldir koma á sýninguna“ segi ég. „Já, þetta var líka bara svo FRÁBÆR sýning" segir hann. „Myndin var líka FRÁBÆR" segir leikkonan. „Þú meinar?....“ segi ég og er næstum því dottinn aftur fyrir mig. „Kvikmyndin, hún var FRÁ- BÆR“ segir hún. „Já, þú varst FRÁBÆR í henni“ segi ég. „Já, handritið var líka FRÁ- BÆRT“ segir hún. „Já, hver skrifaði það?“ segi ég. „Gústi. Gústi skrifaði handrit- ið“ segir leikstjórinn, „hann er al- veg FRÁBÆR." „Já Gústi. Gústi Bergs. FRÁ- BÆR náungi" segi ég, „eruð þið ekki saman?“ „Nei, við vorum saman, já ég er sammála, hann er alveg FRÁ- BÆR, en ég er núna með honum“ segir leikkonan og beinir augun- um aö kvikmyndaleikstjóranum „hann er líka FRÁBÆR." „Já er það? Þið eruð FRÁBÆR saman!“ segi ég og býst til að skála við þau skötuhjúin en leikstjórinn skeggjaði á skyndilega eitthvað vantalað við frúna: “Hvað mein aru með að Gústi hafi verið FRÁ- BÆR?“ „Bara, við áttum FRÁBÆRAN tíma saman, ég meina, finnst þér Gústi ekki FRÁBÆR náungi?“ segir hún. „Jú jú, hann er FRÁBÆR hann... Gústi sko...en ég meina, hvernig er hann FRÁBÆR?...í rúminu þá?“ Leikkonu vefst tunga um tönn, þannig að ég reyni að koma til hjálpar og segi í glaðhlakkalegu skjalli, ægilega hress: „Hvers kon- ar spurning er þetta maður! Að spyrja Sollu svona, hana sem er FRÁBÆRUST í rúminu sjálf!" Hér kemur annað úbs kvölds- ins. Nú hefur undirritaður þanið skjall að efri mörkum, er orðinn of drukkinn. Stuttur kvikmyndaleik- stjóri lítur mig i homeygðu wide- angle-zooming-in-on-close-up-pani: „Hvað var þetta?“ segir hann við mig og svo við Sollu sina: „voruð þið...?“ Áður en hún getur sagt nei reyni ég að redda þessu enn betur: „Já nei nei, Teddi minn, ég bara sé það á henni, ég meina Solla er FRÁBÆR, FRÁBÆR leikkona, FRÁBÆRLEGA sæt, örugglega FRÁBÆR í rúminu, allavega virk- aði þannig í myndinni þinni, hún var FRÁBÆR í myndinni þinni Þrátt fyrir skjall á skjall ofan er þetta FRÁBÆRA móment orðið afar vandræðalegt. Eftir smáþögn sem þrungin er hávaðanum inni á barnum hiksta ég og segi: „Hvemig héma ... Var ... var þetta stuttmynd hjá þér?“ „Já“ segir hann stuttaralega. „Já, en hún var samt FRÁBÆR. Hún var FRÁBÆR ... þó að þetta hafi verið ... stutt ... ég meina ... stuttmynd." Þrátt fyrir að vera orðinn ansi þvogleygður sé ég að brúnin lyftist aðeins á kvikmyndaleikstjóran- um, mn leið og ljósin kvikna og það renmu upp fyrir mér það ljós sem segir mér að ég hafi aldrei séð þessa margumtöluðu stuttmynd. En hvað, skjallið blifur. Það er eina leiðin til að lifa i þessum bæ. Þessum FRÁBÆRA bæ. Reykjavík er FRÁ BÆR. Skjallið er eina leið- in til að komast vel FRÁ þessum BÆ. Daginn eftir vaknar maður með svokallaðar FRÁBÆRUR. Það er ein tegund af fráhvarfseinkennum sem samkvæmt orðabókinni er komið úr gömlu bændamáli: Ær sem bera svo langt af bæ að þær trúa því að þær séu komnar með sína eigin jörð; byrjaðar að búa sjálfar. - Hallgrímur Helgason f Ó k U S 11. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.