Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 17
myndlist + Opnanir: Gallerí Geyslr, Hlnu Húslnu viö Ingóifstorg. Tinna Ævarsdóttlr opnar sýningu sína kl. 16 á morgun. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 8-23, föd. 8-19 og helgar 13-18 og stendur til 27. des. Perlan. Rebekka Gunnarsdóttlr sýnir gler- og myndlist, Slgríöur og Freyja Þorgelrsdætur sýna leirmuni og brúöur. Sýndir verða listmun- ir sem eigendur Galleris 3 framleiða, svo sem leir, glermunir, myndlist og postullnsbrúöur I búningum frá ólíkum árhundruðum. Sýningin stendur til 21. desember. Galleri Borg. Rut Skúladóttlr klæöskeri opn- aöi sýningu sína í gær og stendur til 14. des- ember. Sýndar verða erótískar myndir og klæðnaður. Llstmunahús Ófelgs. Á morgun kl. 16 opnar Þórður Hall sýningu á málverkum í sýningarsal hússins á annarri hæð. Sýningin verður opin á verslunartíma og stendur til 24. desember. Hafnarborg. Bresk-bandariski listmálarinn Lev Andre Vykopal mun opna vinnustofu sína fyr- ir almenningi á morgun kl. 16. Geröarsafn, Kópavogi. Sýning í Geröarsafni í Kópavogi til heiöurs Sæmundl Valdlmarssynl áttræðum. Þetta er yfirlitssýning listamanns- ins. Uennlngarmlöstööln, Geröubergl. I dag kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Ástu Er- llngsdóttur. Kaffistofa Llstasafns Kópavogs. Settar hafa verið upp útsaumaðar frummyndir úr bókinni Jólasvelnarnlr þrettán - Jólasvelnavisur eftir Eslu E. Guöjónsson - ásamt íslensku vísun- um úr bókinni. Sýningin verður opin til og með sunnudaginum, en safnið er lokað á mánu- dögum. Síðustu forvöð: Gallerílö „Nema hvaö“, Skólavörðustíg 22c. Guörún Margrét Jóhannesdóttlr verður meö sýningu á verkum sínum. Sýningin er opin frá kl. 14-18 og lýkur núna á sunnudaginn. Stöölakot við Bókhlööustíg. Magnús Þor- grímsson leirlistarmaöur er með sýningu á eld- og reykbrenndum leirkerum. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Leikur viði eld". Sýningin er opin daglega frá 14-18 og lýkur á sunnudag- inn. Austurgata 17, Hafnarfiröi. Gestur Þorgríms- son, Slgrún Guöjónsdóttlr (Rúna) og Guöný Magnúsdóttlr stilla saman verkum sínum á vinnustofunni. Opin til sunnudags frá 14-17. Aðrar sýningar: Gallerí Hornlö, Hafnarstræti 15. Stelnn Slg- uröarson meö sýningu á myndum unnum með akrýl á striga. Sýningin stendur til 30. desem- ber og verður opin alla daga kl. 11-24, nema lokað á jóladag. Sérinngangur verður aöeins opinn kl. 14-18. Norræna húslö. Sýningar I sýningarsölum og anddyri helgaðar verkum finnska arkitektsins Alvars Aaltos. Sýningin er þriskipt. I sýningar- sölum verða til sýnis frumteikningar, líkan og Ijósmyndir frá bókasafninu í Viborg. í anddyri verða tii sýnis Ijósmyndir um finnska bygging- arlist með verkum Alvars Aaltos og annarra finnskra arkitekta. Álafossbúöln, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Inga Elín er meö sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 6. janúar og er opin virka daga kl. 10-18 og Id. 10-14. Gallerí Llstakot. Samsýningin „Horft tll hlm- Ins". Opið I samræmi viö opnunartíma versl- ana við Laugaveg fram að jólum. Hallgrímsklrkja, Skólavörðuholti. Sýningar 6 myndllstarmanna. Llstasafn ASÍ. Eftirfarandi sýningar eru I lista- safninu á morgun. I Ásmundarsal er Anna Þóra Karlsdóttlr með sýningu á flókateppi úr ull. í Gryfju er Sigríður Ágústsdóttlr með handmótaða, reykbrennda leirvasa. Krlstinn Pétursson sýnir ætingar I Arinstofu. Llstasafn íslands. Sýningin 80/90 Speglar samtímans Museet for samtidskunst I Ósló. Sýningin stendur til 30. janúar. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Slgurjóns Ólafssonar. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 23. des- ember. KJarvalsstaöir. Þrjár sýningar eru f gangi. „Framsýning: Fdroysk nútlðarlist" I austursal. Nýja kynslóöln I norrænum arkltektúr I vest- ursal. Myndlist og tónlist: Halldór Ásgelrsson og Snorrl Slgfús Birglsson I miösal. Sýning- arnar standa til 20. desember og er opið alla daga frá kl. 10-18. Á sunnudögum kl. 16 er leiðsögn um sýningarnar. Hafnarborg. Sýning á verkum Sigurjóns Ólafs- sonar. Mennlngarstööln Geröuberg. Yfirlitssýning á verkum Hannesar Lárussonar. Frá '78 til loka nlunda áratugarins. Sýningin stendur til 31. desember. Herrafataverslunln GK. Þorstelnn Joö sýnir I sjónvarpstæki fjórar vldeósögur, I svarthvltu og fullum litum. Sögurnar eru frá síöustu Lúsíukvöld Þrátt fyrir aö íslendingar hafi étið upp alla jólasiði sem að þeim hafa verið réttir þá neita þeir enn sem fyrr að gleypa við hinni sænsku Lúsíu. Einhverjir Svía- vinir (þó ekki sænska mafian sem Indriði G. er með á heilanum) hafa þrátt fyrir takmarkaðar und- irtektir staðið fyrir Lúsíukvöld- um í Norræna húsinu árum sam- an og fengið að launum innskot í fréttatimum sjónvarpsstöðvanna. En unglingsstúlkur með kerti á hausnum eru of geggjuð hugmynd til að íslendingar ánetjist. Það er náttúrlega bundin þversögn í jólunum eins og öllu öðru. Jólin eru hátíð hefðanna þar sem fólk reynir að halda í hátíðleik og eftirvæntingu bernskunnar með því að endurtaka sífellt jólin eins og þau voru. En jólin eru líka stærsta hátíð ársins, þau eru andhverfa hversdagsleikans - þá á allt að vera með öðrum blæ, hátíðlegra, glæstra en fyrst og fremst stærra, meira, betra, flottara, yfirgengilegra en fólk má lifa við dagsdaglega. Neyslusjúkur nútímamaðurinn getur því ekki gert hvort tveggja - viðhaldið einfaldleika jólanna sem hann ólst upp við en ætlað jafnframt að jarða hversdaginn með yfirkeyrðri neyslu. En þetta er séður andskoti - hann býr sér einfaldlega til nýjar jólahefðir og telur sér trú um að ef hann hlaði í kringum sig aðfluttum, nýuppfundnum og nýlærðum siðum lifi hann loks jólin sem hann sækist eftir. Hér á opnunni má sjá hvernig ýmsir slíkir siðir hafa lifað af undanfarin jól, hverjir hafa risið og fallið, hverjir eru á niðurleið og hverjir stefna upp og hverjir virðast ætla að verða nýklassík. Heítir jólasiðir og aðrir á leið Rjúpan Rjúpnaát um jól var staðbund- inn siður langt fram eftir þessari öld en er nú óðum að leggja land- ið undir sig (og útrýma rjúpunni). Kári Stefánsson myndi ef til vill vilja skýra þetta með þvi að rjúpugenið væri sterkara en til dæmis hamborgarhryggsgenið, þannig að þegar fólk með þessi tvö mismunandi gen paraði sig þá yfirgnæfði rjúpugenið hamborgar- hryggsgenið. En svo er ekki. í fyrsta lagi lítur rjúpusiðurinn út fyrir að vera eldri hefð, uppruna- legri og hreinni en hamborgar- út í kuldann Jólakötturinn Hann er atvinnulaus. Það fer enginn í jólaköttinn lengur. Það fá allir eitthvað. Við skulum bara viðurkenna það. Það er búið að svipta okkur hinni hreinu fátækt og algera bjargarleysi. Það fá hins vegar fæstir allt sem þeir vilja - en það er ekki fátækt, alveg sama hvað við reynum að telja okkur trú um það. Ef einhver lenti í jóla- kettinum gæti sá hinn sami feng- ið tekið við sig viðtal á Stöð 2 á jóladag og bölvað ríkisstjóminni, kvótakerfinu og hverjum sem hann vill um kenna og fengið opn- aðan fyrir sig söfnunarreikning hjá Spron. Það myndi rigna yfir hann hangiketi, laufabrauði, malti og appelsíni, jólagjöfum, jólafotum og hugheilum jóla- og áramótakveðjum. Það er sárvant- ar nefnilega allslaust fólk á ís- landi, sérstaklega um jólin þegar það er hvað hollast fyrir sálina að æfa gjafmildi og rausnarskap. En það er ekki aðeins velmegunin sem hefur gert út af við jólakött- inn, breytt tiska í barnauppeldi gerir atvinnuhorfur hans æði svartar. Foreldri sem hótaði barni sínu með jólakettinum yrði svipt forræði á staðnum. Það fór því með jólaköttinn eins og byltingar- mennina, hann fór sjálfur í jóla- köttinn. hryggurinn sem lyktar af danskri tísku. í öðm lagi hafa menn verið reknir unnvörpum frá skrifborð- um sínum af heilsupredikurum á undanfornum árum og upp á heið- ar að hreyfa sig. Og hvað er þá betra en að breyta erindislausu labbi í einhverja gagnlega iðju og skjóta sér rjúpu úr því maður er hvort eð er í nágrenninu. í þriðja lagi hafa rannsóknir sýnt að börn- um fæddum upp úr miðjum sept- ember er hættara við sykursýki en öðrum börnum. Það geri salti- péturinn. Þeir sem éta því saltað- an og reyktan hamborgarhrygg á aðfangadag og saltað og reykt hangikjöt á jóladag eru því að stofna í voða heilsu barnanna sem þeir geta í jólafríinu. Messur Einu sinni voru jólin lítið ann- að en messa og dálítið af góðum mat. Síðan urðu þau mikið af góð- um mat, hellingur af gjöfum, skrauti og Guð má vita hverju ekki - nema þá einna sist mess- um. Á meðan biskupinn sem þjóð- in elskaði var í sjónvarpinu lét fólk sig þó hafa það að hlusta á hann klukkan tíu á aðfangadags- kvöld. En fyrir um fimm árum eða svo fór fólk að þyrpast í kirkj- ur á jólunum - líklega í leit að einhverjum friði og hátíðleika innan um alla neysluna. Nú er svo komið að fólk þarf að mæta tímalega ef það ætlar að krækja sér í sæti. Englahár Var það bannað? Eða var ein- faldlega grafið undan þvi með áróöri, forvörnum og fyrirbyggj- andi aðgerðum? Það er að minnsta kosti horfið. Þetta aumk- unarverða snjólíki úr næloni (eða einhverju enn hroðalegra efni) teiknar því ekki lengur geisla- bauga kringum jólaljósin á trénu. Og það er bölvuð synd. Jólahlaðborð Byrjaði sem hógvær danskur julefrukost á einhverju veitinga- húsinu fyrir áratug eða svo en sprakk síðan út í drekkhlaðin borð á hverju einu og einasta veit- ingahúsi bæjarins. Vítamín- sprauta fyrir veitingabransann. Áætla má að í Reykjavík einni mæti um 100.000 gestir í jólahlað- borð og borgi fyrir það um 5.000 krónur með víni og öðrum veig- um. Veltan er því nálægt 500.000.000 krónum (fimm hund- ruð milljónir). Ef ekki væri fyrir jólahlaðborðin þyrftu veitinga- menn miklu oftar að skipta um kennitölu. Ástæðan fyrir þessum vinsældum er tvíþætt. Annars vegar bera jólin með sér nánast óuppfyllanlega eftirspurn eftir einhverju sem lítur út fyrir að vera hefð eða gamall siður. Hins vegar hefur jólahaldið smátt og smátt verið að leggja undir sig desember allan. Jólin sjálf eru þá hátíð barnanna en aðdragandi þeirra ber með sér alls kyns til- efni fyrir fullorðna fólkið til að lyfta sér upp. Eftir að þjóðin dró úr áfengisneyslu og fylliríi um jól- in og Þorláksmessufylliríið minnkaði því vinsælli varð jólaglöggin og jólahlaðborðið. Ein- hvers staðar hlaut gröfturinn að koma út. Islensku jólasveinarnir Þótt allir íslendingar gangi með sektarkennd yfir að hafa tekið Coca-Cola-jólasveininn fram yfir þá Stekkjarstaur og Stúf þá nægir hún ekki til þess að þeir fái sig til að hafa íslensku jólasveinana með á jólunum. Til þess eru þeir of ólekkerir, rytjulegir og sveitó. Innan um jólarósirnar, jóla-sjö- stikumar og aðventukransinn eru þeir einfaldlega út úr kú - eins og fyllibyttur í kirkjukór. Þjóðem- issinnuðustu allaballar úr vestur- bænum láta sér nægja að draga barnabörnin á Þjóðminjasafnið einu sinni fyrir jól að skoða sveinkana fetta sig og bretta svo þau týni sér ekki algjörlega í am- erískum imperíalisma. Gerður í Flónni reyndi að flytja þá út til Hollands en þar var heldur lítil eftirspurn eftir þeim. Síðasta von íslensku jólasveinanna er sam- keppni sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir um hönnun á opin- beru júníformi fyrir þá, líklega í von um að hann muni slá jafn- rækilega í gegn og nýuppfundinn þjóðbúningur á karlmenn. Utikerti Útikertin eru áhrifaríkasta inn- grip Þjóðkirkjunnar í líf lands- manna undanfarna áratugi (að málum Ólafs Skúlasonar sleppt- um). Það var Pétur Sigurgeirsson biskup sem lagði það til ein jólin Sígræna Jólaglöggin sló í gegn um svip- að leyti og bjórlikið og náði í raim aldrei að verða finna fyrirbrigði en það. Hún blómstraði best á vinnustaðafylliríum. Og eftir því sem dregið hefur úr þeim hefur vegur þess dvínað. Nú eru það helst rúmlega miðaldra konur sem skjóta sér í jólaglögg og pip- arköku inn á Lækjarbrekku að ræða jólaundirbúninginn og skiptast á uppskriftum. Þetta gyðingatákn er orðið svo ómissandi þáttur jólanna að þeir sem búa í húsi með átján gluggum þurfa að eiga átján sjöstikur. Það er hreinasta klikkun að höggva niður heilu skógana til að dröslast með grenitré inn í stofu þar sem það stendur í tvær vikur og fýkur svo um hverfið fram til p á s k a . Gervijólatré eru miklu betri kostur og það má m.a.s. kaupa greni-ilm í úðabrúsa svo allt sé nú sem eðli- legast. Skát- arnir selja „sígræna jólatréð“ og segja að það sé í stöðugri upp- sveiflu. Það segir sig líka sjálft að það er miklu meira vit í því. Jólaglöggin messufylliríið Þorláksmessufylliríið er ekki svipur frá sjón. Það eru aðeins fá ár síðan það var ball í hverju húsi þetta kvöld og það var aðeins hending ef menn komu heim með réttan poka með réttum gjöfum. Minnkandi þol samfélagsins gagn- vart áfengi hefur fært boðlegan fylliriistima frá jólunum og að há- degi á Þorláksmessu - að sköt- unni. Jólakortin að landsmenn létu loga kerti á úti- tröppunum hjá sér á jólanótt til að senda nágrönnum sínum friðar- kveðju. Og þjóðin hlýddi. Og nú er ekki lengur hægt að halda jól án þessara kerta. Það væri svipað og að segja nágrönnunum að fara í rass og rófu á sjálfa jólanótt. Sígildir siðir Jólaböllin Jólabaksturinn Skata Enn einn staðbundinn siðurinn sem hefur lagt landið undir sig. Síðustu forvöð til að skemmta sér að íslenskum sið áður en haldið er inn í hátíð ljóss og friðar, hátíð barnanna og fjölskyldunnar. Há- karl og brennivín í forrétt, úldin skata, bjór og brennivín í aðalrétt, kaffi og koníak á eftir. Þorláks- messuskatan og jólahlaðborðið eru smátt og smátt að leggja þorr- ann í eyði. Þegar hann kemur verður hann nánast eins og end- urtekið efni - eitthvað sem gæti verið á dagskrá hjá Sýn. tlabóka- og plötuflóðið Jólakveðjur í útvarpi Jólabarnaefni Jóiasveinar Jolamalt og appelsín Jólahangikjötið Jólaarenið Uti- skreytingar Nú dugar ekki að setja eina ser- íu á svalimar heldur þarf hvert tré og hver runni að fá sína seríu, jólasveinar og hreindýr, snjókall- ar og englar að vera upplýstir í garðinum. Þessi tíska kom í hitti- fyrra og er að leggja undir sig landið. Fyrir örfáum árum var lit- ið á svona tilbúnað sem úrkynjim- areinkenni á bandarísku þjóðinni. Nú er þetta tákn um hið sanna jólaskap. myndlist árum, tvær frá Reykjavlk, ein frá San Francisco og ein frá Armenlu. Sýningin stendur næstu þrjár vikur I GK viö Laugaveg, og hún er opin svo lengi sem herra- fatakaupmaáurinn Gunnar Hllmarsson og starfsfólk hans er viö afgreiöslu. Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar. Sýning á verkum norska listamanns- ins Terje Risberg. Brelðholtslaug. Tveir starfsmenn Breiðholts- laugar, þau Berlt Ryland og Gisll Hafstelnn Elnarsson, standa fyrir sameiginlegri sýningu I salarkynnum laugarinnar. Opið á afgreiöslu- tíma laugarinnar, virka daga frá kl. 6.50-22 og um helgar frá kl. 8-20. Sýningin stendur til 31. desember. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti. Nú stend- ur yfir sýning á nýjum verkum Haralds Jóns- sonar. Yfirskrift sýningarinnar er SVIMI. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Anna Slgríður Sigurjónsdóttlr myndhöggvari. Sýn- ingin er opin alla daga nema þd. frá 12-18. Llsthúsið, Laugardal. íslensk náttúra. íslenskt landslag eftir SJöfn Har. Opið virka daga kl. 12- 18. Ld. kl. 11-14. Árþúsundasafnlö, I risi Fálkahússins, Hafnar- stræti 1. Sýning Greipar Ægls er opin frá 17-22 alla virka daga og um helgar frá 13- 19. Landspítalinn, K-bygging - anddyri spitalans. Sýndur er efniviður og aðföng úr ýmsum átt- um, en stofn myndefnis eru glæsilegar teikn- ingar Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Þá eru þarna til sýnis nokkrir gripir frá fyrstu árum spítalans og fleiri fallegir munir. Sýningin er opin gestum og gangandi til kl. 17 alla daga. Utan höfuðborgar- svæðisins: Ljósmyndakompan I Listagilinu, Akureyri. Sýn- ing á verkum Taly og Russ Johnson. Galleri Svartfugl I Listagili á Akureyri. Jónas Viðar myndlistarmaöur er meö sýningu. Sýn- ingin er opin á sama tlma og galleríið og frá 14- 18 um helgar. meira ál Nýjar sendingar af fallegum kjólum, kápum og töff drögtum. Jólagjöfina handa henni færðu hja okkur Nýtt kortatímabil OBSESSION Laugavegur 103 S 552 3140 Rétt Hjá Hlemmi. f Ó k U S 11. desember 1998 11. desember 1998 17 i t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.