Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1999
Spurningin
Ætlarðu að halda upp
á þrettándann?
Ragnhildur Gísladóttir nemi: Já,
ég fer í matarboð.
Elísabet Ágústsdóttir nemi: Já, ég
borða góðan mat og skýt upp rakett-
um.
Bæring Ólafsson, vinnur hjá
Coca Cola á Indlandi: Nei, ég verð
á Indlandi.
Atli Þór Matthíasson nemi: Ég
veit það ekki.
Egill Fannar Reynisson: Að sjálf-
sögðu - af gömlum heimilisvana.
Klara Jónsdóttir, 12 ára: Já, ör-
ugglega.
Lesendur
Árþúsundamótin
Heimir D. Guðmundsson skrifar:
Nú, þegar áramótin 1998-1999 eru
nýafstaðin, finnst mörgum eðlilegt
að huga að árþúsundamótunum sem
koma bráðlega. Við miðum okkar
tímatal við fæðingu Jesú Krists. Það
er ekkert skrítið því við lifum í
kristnu samfélagi. Þó að aðeins 5%
sæki kirkju reglulega þá er þetta
samt kristið samfélag. Þegar Kristur
á að hafa fæðst byrjaði okkar tíma-
tal. Ekki með árihu 0, heldur árinu
l. Ef við ætlum að halda upp á 2000
ár frá fæðingu Krists væri það eðli-
lega árið 2001, því 1 plús 2000 eru
2001 en ekki 2000. Talnaglöggir
menn hafa notað þessi rök sér til
rökstuðnings í þessum málum.
Ef gerð yrði könnun meðal alþýð-
unnar um þetta mál myndu áreiðan-
lega 9 af hverjum 10 segja að árþús-
undamótin séu áramótin næstu.
Ástæðan er sú að allt breytist árið
2000. Þessi áramót hafa verið mikið
í fréttunum á síðasta ári vegna hins
svokallaða 2000-vanda. Hver hefur
ekki heyrt í fréttaflutningi um
vandamál sem munu skapast þegar
nýtt árþúsund gengur í garð? Þá er
auðvitað verið að tala um vandann
sem kemur upp í tölvum árið 2000.
En þetta er ekki eina vandamálið
sem mun koma upp árið 2000. Þótt
tölvuvandamálið sé vissulega það
vandamál sem mest hefur borið á er
einnig eitt sem er afar áhugavert.
Eitthvað í kringum 10. maí árið 2000
standa allar reikistjörnumar sjö:
Júpiter, Satúrnus, Neptúnus, Úran-
us, Jörðin, Mars og Plútó, auk
tunglsins og sólarinnar, í beinni
línu og mun það valda töluverðum
jarðskjálftum úti um allt sólkerfið,
m. a. á Jörðinni. Hefur verið deilt
um hvort þetta sé heimsendirinn
sem hinn mikli spámaður
Nostradamus hefur spáð. Já, árið
„Svo skulum við bara vona að fjögurra daga vinnuvika, fljúgandi bílar og
mönnuð geimflaug til Mars verði raunin á þessu árþúsundi sem gengur
brátt í garð.“
2000 mun vafalítið vera það ár sem
nýtt tímabil hefst.
Svo skulum við bara vona að fjög-
urra daga vinnuvika, fljúgandi bilar
og mönnuð geimflaug til Mars verði
raunin á þessu árþúsundi sem geng-
ur brátt í garð. Varðandi deilur
manna um hvenær árþúsundamótin
verða veit ég að fyrir minn hlut
ætla ég bara að fagna þeim tvisvar.
Leigubílakvótar
Ríkharður hringdi:
í stjórnarskrá íslands segir eitt-
hvað á þá leið að ekki megi leggja
hömlur á menn að því er varðar at-
vinnu og megi sérhver stunda þá
vinnu sem honum þyki henta. Út af
þessu ákvæði í stjórnarskránni hef-
ur nú umræðan um fiskveiðikvót-
ann spunnist og nýgenginn dómur
Hæstaréttar staðfestir, svo ekki
verður um villst, að allir mega
sækja um fiskkvóta svo fremi þeir
hafi bát til að sækja fiskinn á.
Það sama má eflaust segja um
hvað annað.
Ég tek sem dæmi kvóta til að aka
leigubíl. Hafi maður bílpróf, og að
því viðbættu svokallað meirapróf,
ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu
að aka fólki leiðar sinnar gegn
gjaldi, greiði maður tilskilda skatta
hins opinbera og hafi virðisauka-
skattsnúmer í lagi.
En það er nú öðru nær. Það þarf
að sækja um kvóta í þessum geira.
Og hann fæst ekki vegna yfirgangs
þeirra sem þegar eru í greininni. í
borginni er ekki hægt að fá leigubíl
á álagstímum. Samt má ekki fjölga í
stétt leigubílstjóra. Eða leyfa mönn-
um að gerast leigubílstjórar, t.d. um
helgar!
Þetta er vita vonlaust ástand og
eru hér brotin lög gagnvart per-
sónufrelsi manna eins og víðar í
þessu blessaða þjóðfélagi. - Og samt
vitnum við sífeÚt til stjórnarskrár-
innar!
Mesta eldborg Evrópu
Jóhann Sigurðsson skrifar:
Líklega fengi Reykjavík auðveld-
lega titilinn „mesta eldborg Evr-
ópu“ væri um það kosið hvaða borg
hefði skotið upp flestum flugeldum
á gamlárskvöld. Og miklu betur
væri Reykjavík á vegi stödd í slíkri
keppni en um mestu menningar-
borgina, því hún er eins langt frá
því að komast á blað sem menning-
arborg og frekast getur verið. Með
öllum sínum glæpum, fólskuverk-
um, rusli, sóðaskap og kofaræksn-
um, jafnvel í sjálfri miðborginni.
Gaman er á gamlárskvöld. Góð-
ærið flýgur upp blossandi og svo
niður aftur á útbrunnum prikum.
Það bætir líka og kætir að vita af
[LlilifM þjónusta
allan sólarhringinn
i 39,90 mínútan
. > .
|ið i sima
>0 5000
nfíilli kl. 14 og 16
Gamlárskvöld í Reykjavfk. - Ef að líkum lætur
er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil mengun í
lofti þetta eina kvöld, segir bréfritari m.a.
hundruðum ef ekki þúsundum er-
lendra ferðamanna sem horfa hug-
fangnir á aðfarirnar - og segja að
hvergi annars staðar sé hægt að fá
aðgang að þessari sjón. Nema ef
vera kynni í lok síðari heimsstyrj-
aldar þegar loftárásimar á borgir
Þýskalands stóðu sem
hæst.
Ef 'að líkum lætur er
hvergi á Vesturlöndum
jafn mikil mengun í lofti
þetta eina kvöld. Og svo
eru menn að tala um úða-
brúsa með hárspreyi sem
era auk þess notaðir innan-
húss! Er þetta nú ekki
hræsnin uppmáluð?
Að öllu samanlögðu: eld-
gosum, öskufalli, rakettu-
fári og olíuspúandi fiski-
flota okkar í kringum land-
ið hlýtur ísland að vera eitt
stærsta og mesta mengun-
arland heimsins. Og sleppi
ég þá alveg úðabrúsunum,
sem ég held að spili nú
ekki mikla rullu i mengun
andrúmsloftsins. Það er dá-
lítið skondið að hlusta á
andans menn hér á landi
tala um hættu af mengun
frá stóriðju sem heldur þó
Islandi nokkurn veginn í alfaraleið
alþjóðaviðskipta á meðan íslensk
eldfjöll spúa eitri og eimyrju í loft
upp með vissu millibili og allir sem
vettlingi geta valdið keppast við að
fylla nýársloftið af eldglæringum. -
Er ekki allt í lagi með heilabúið?
DV
Bankalokun í
fjóra daga
Þór hringdi:
Er það ekki dæníálaus ósvífni
að bankakerfið er lokað öllum al-
menningi í 4 daga samfleytt. Ég á
ekkert erindi í hraðbanka eða
aðrar maskínur bankanna, aðeins
að koma af mér fé til geymslu og
hef ekki komið mér upp neinum
sérstökum hólfum eða töskum
samkvæmt kerfi bankanna. Það
stendur bara þannig á að strax í
byrjun árs þarf ég í banka og gera
þar mín viðskipti augliti til
auglitis við gjaldkera og aðra
starfsmenn i mínum banka. Ég
held að hvergi í heiminum sé
slakari bankaþjónusta en á ís-
landi. Ekki síst þegar helgarlok-
anir eru taldar með. Þetta er
ófært ástand.
Döpur stúlka
Kristln Pétursdóttir skrifar:
Ég hlustaði á rabbþátt í Sjón-
varpinu - var víst einskonar
fréttaskýring á vegum sjónvarps-
ins - fyrir jóiin. Rætt var við
nokkra þekkta einstaklinga, þar á
meðal Guðnýju Halldórsdóttur
(frá Laxnesi), kvikmyndafram-
leiðanda með meiru eins og sagt
er. Hún hafði hins vegar allt á
hornum sér, sá ekki annað en
eymdina, þrátt fyrir góðærið (sem
hún líka var ekki hrifin af og tal-
aði um það með nokkurri lítils-
virðingu), og annað í þeim dúr.
Þetta kom manni nokkuð á óvart
þar sem hún hefur sannarlega
ekki oröið útundan í styrk-
veitingu frá hinu opinbera til
vinnslu sinna kvikmynda. Mér
fannst stúlkan því ekki hafa veru-
lega ástæðu til að vera svona döp-
ur eða vanþakklát okkur skatt-
greiðendum sem borgum jú allan
styrkjabrúsann.
Evró, ekki evra
- „please“
Oddur hringdl:
Við mig ræddi útlendingur um
áramótin og er sá orðinn nokkuð
mikill íslendingur í sér en bland-
ar þó enn saman orðum og hug-
tökum þegar mikið liggur við.
Hann er hins vegar mjög
töluglöggur og starfar enda við
tölur og þekkir þar öll hugtök og
merkingar. Hann sagði að sér
blöskraði ætluðum við íslending-
ar að kalla hina nýju mynt, EURO
„evru“. Það væri bæði ljótt og hjá-
kátlegt í framburði. Hann vildi
kalla myntina „evró“ eða bara
,júró“ upp á hreina íslensku, og
tók mörg dæmi mér til hrellingar
en staðfestu um að hann hefði rétt
fyrir sér. Það er hvimleitt að
heyra t.d. talað um 200 evrur í
stað 200 evró (eða júró). En hvað
segir almenningur hér sem á eftir
að búa við EURO gjaldmiðil í
framtíðinni, t.d. í ferðalögum?
Nú er það
lífeyririnn - ekki
hlutabréfin
Sigurður Einarsson hringdi:
Ekki tók betra við í auglýsinga-
flóðinu í sjónvörpunum um og eft-
ir áramótin þegar bamingnum
um hlutabréfin lauk. Kom þá ekki
flóðið um lífeyririnn eins og köld
tuska framan í áhorfendur við
skjáinn? Eins og þetta er nú vita
vonlaust efni og tilgangslaust að
því er snertir okkur íslendinga.
Við erum nefhilega í þeirri ein-
kennilegu stöðu að hafa ekki
mannsæmandi lífeyrisskei’fi og
vinnum verðum að vinna og
streða allt til 70 ára aldurs til að
fá það lífeyrissjóðir kalla „fullan“
lífeyri. Sem er svo auðvitaö ekk-
ert nema prump og skítur á priki
miðað við það sem aðrar þjóöir
telja sæma að greiða sínum eftir-
lífeyrisþegum. - Nema auðvitað
opinberum starfsmönnum og
embættisjöxlum úr stjórnsýsl-
unni. þeir eru á grænni grein.
Burt með hjalið um lifeyri á ís-
landi þar til hann er kominn í
viðunandi horf.