Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999
13
DV
Kærustupar á
hvíta tjaldinu líka
Kærustuparið Helena Bonham
Carter og Kenneth Branagh
verða einnig elskendur i
kvikmynd. Helana leikur
mállausa konu í hjólastól sem
ætlar alls ekki að deyja sem
hrein mey. Kenneth leikur
aðstoðarmann hennar sem þykist
vera getulaus. Hann reynir að
finna aðra menn handa henni en
að lokum er það þó hann sjálfur
sem fellur fyrir konunni i
hjólastólnum. Helena og Kenneth
hafa áður leikið par í kvikmynd,
Frankenstein og brúði hans.
Margt um
manninn á
jólunum
Will Smith og eiginkona hans,
Jada Pinkett Smith, héldu í
fyrsta sinn jól hátíðleg saman á
dögunum. Þetta voru einnig
fyrstu jól litla barnsins þeirra.
Fjölskyldum hjónakomanna
beggja var boðið til mikillar
veislu og skemmtu yfir hundrað
manns sér saman. Það var að
vonum glatt á hjalla og spjallað
um heima og geima. Og allir
dáðust auðvitað að litla barninu.
Hóta að hætta
við næstu mynd
Robins Williams
Kvikmyndaframleiðandinn
Disney hótar að hætta við næstu
mynd Robins Williams,
Bicentennial Man, þar sem
kostnaður er kominn tugum
milljóna króna fram úr áætlun.
Robin á einnig við annan vanda
að glíma. Listmálari nokkur
krefst nærri sjötiu milljóna
króna í bætur þar sem nokkrar
landslagsmynda hans hafa verið
notaðar í leyfisleysi i myndinni
What Dreams May Come.
_____________________________________________Sviðsljós
Ástin lætur ekki að sér hæða:
Andrés prins hættur
með kærustu númer 7
Andrés prins á Englandi er konu-
laus eina ferðina enn. Sambandi
hans og suður-afrisku fegurðardís-
arinnar og fyrirsætunnar fyrrver-
andi, Heather Mann, er lokið. Þau
eru samt góðir vinir, eins og þar
segir. Heather er sjöunda kærastan
sem Andrés hefur misst frá því
hann skildi við hina rauðhærðu
Fergie árið 1992.
Hvort prinsinn sjálfur hefúr af
þessu einhverjar áhyggjur skal
ósagt látið. Hitt er þó vist, að sögn
breska blaðsins Sunday Mirror, að
háttsettir menn innan hirðarinnar í
London hafa þungar áhyggjur af
gangi mála. Þeir óttast jafnvel að
prinsinn muni ekki finna ástina á
nýjan leik, að minnsta kosti ekki á
meðan hann og eiginkonan fyrrver-
Andrési prins helst illa á kærustum.
andi búa undir sama þaki.
Filippusi drottningarmanni mun
þykja ráðslagið allt hið fáránleg-
asta.
Það var í október síðastliðnum
sem fjölmiðlar fóru fyrst að greina
frá sambandi þeirra Andrésar og
Heather. Skömmu áður hafði enn
ein kærastan, milljónaerfinginn
Aurelia Cecil, látið hann róa.
Fergie, sem ku hafa verið afbrýði-
söm út í Aureliu, mun hafa kynnt
Andrés fyrir Heather.
Andrés og Heather voru búin að
vera saman í fjóra mánuði þegar
fyrst var sagt frá sambandinu opin-
berlega. Skömmu síðar lést móðir
hennar heima í Suður-Afríku. Heat-
her fór suður þangað og sneri ekki
til Englands fyrr en mörgum vikum
síðar. Þá var eins og allur neisti
væri horfinn úr sambandinu.
Heather gegnir ábyrgðarstarfi hjá
uppboösfyrirtækinu Christie’s og
býr í rándýrri íbúð í auðmanna-
hverfinu Mayfair. Hún vill lítið
segja um skilnaðinn við prinsinn.
„Ég vil ekkert um það segja nema
hvað við þekkjumst og erum góðir
vinir,“ var hið eina sem Heather
fékkst til að segja.
Ráðgjafar Elísabetar drottningar
segja að hún hafi verið hrifnari af
Aureliu en Heather og talið hana
betri kvenkost.
„Hún hefði orðið stórkostleg eig-
inkona," segir einn ráðgjafa drottn-
ingar. Og skiptir þá engu máli þótt
Aurelia sé fráskilin. En Andrés lét
hana renna sér úr greipum.
Hönnuðir baðfatafyrirtækisins Gottex leituðu greinilega í smiðju til Egypta þegar þeir bjuggu til þessi forkunnarfögru
baðföt. Að baki sundfatadrottningunni má sjá aðra í kjól með faraóamynstri.
Leyndarmál
Costners 18 ára
Kvikmyndaleikarinn Kevin
Costner á í leynilegu ástarsam-
bandi við 18 ára fyrirsætu ef
marka má frásagnir breskra
blaða. Costner og fyrirsætan,
Satya Arteau, voru nýlega saman
á hóteli á Miami Beach i Flórída
þegar kvikmyndaleikarinn hvíldi
sig frá tökum myndarinnar For
the Love of the Game. Bresk blöð
segja að Costner, sem er 43 ára,
hafi bókað hótelherbergið undh-
folsku nafni.
Banderas
bjargaði lífi
bróður síns
Þegar Javier Banderas, bróðir
hjartaknúsarans Antonios Band-
eras, fékk krabbamein sá Anton-
io til þess að bróðirinn fengi
bestu hugsanlegu læknishjálp.
„Hann hefur bjargað lífi
mínu,“ segir bróðir kvikmynda-
leikarans. „Því mun ég aldrei
gleyrna."
Fjögur ár eru nú liðin síðan
Javier fékk heilaæxli. Banderas
hikaði ekki við að veita íjárhags-
aðstoð og það skipti hann engu
hvað læknismeðferðin kostaði.