Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Síða 22
22
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999
Blcmd í poka
Einn frœgasti kylfmgur heims,
Gary Player frá Suður-Afríku,
hefur ákveðið að taka þátt í Brit-
ish Open stórmótinu þar til árið
2001. Player, sem er einn fjög-
urra kylfinga sem unnið hefur
sigur á öllum stórmótunum fjór-
um, ætlaði aö hætta eftir mótið
2000 en reglum mótsins var
breytt þannig að hinn 63 ára
gamli snillingur getur einnig
keppt árið 2001.
UEFA, knattspymusamband
Evrópu, mun taka til athugunar
á næstu vikum að fjölga dómur-
um í knattspymunni úr einum í
tvo. Dómarar víða í Evrópu hafa
legið undir mikilli gagnrýni und-
anfarin ár enda erfítt fyrir einn
dómara að fylgjast með öllu þvi
sem gerist á leikvellinum þrátt
fyrir að hafa tvo aðstoðardóm-
ara. Mýmörg dæmi sanna að að-
stoðardómarar (línuverðir)
veigra sér við að taka þátt í dóm-
gæslunni inni á vellinum hverju
sem um er að kenna.
Föstudaginn 5. febrúar mun
knattspyrnudeild Keflavíkur
blóta í KK-sal að Vesturbraut 17.
Miðasala er á skrifstofu Knatt-
spyrnudeildarinnar alla virka
daga kl. 10-17 eða hægt að
hringja og panta í síma 421 5388.
-SK
Golf:
59 höggá
18 holum
Bandaríski kylfingurinn Dav-
id. Duval náði hreint ótrúlegum
lokahring á Bob Hope Classic
golfmótinu á dögunum.
Duval, sem farið hefur af stað
á bandaríska túrnum með mikl-
um látum og unnið fyrstu tvö
mótin, sló frábærlega með jám-
unum og negldi hvem boltann af
öðrum upp að stöng. Þegar ein
hola var eftir var hann á aðeins
57 höggum. Síðustu holuna lék
hann á „eagle“, tveimur högg-
um, og kom því inn á 59 höggum.
Aðeins tveimur kylfingum
hefur tekist að leika 18 holur á
59 höggum í móti á bandaríska
túmum. A1 Geiberger árið 1977
og Chip Beck árið 1991. -SK
Belgía-knattspyrna:
Þórður skoraði
D/ Canio og Marc Vivien Fo til West Ham
Enska Lundúnafélagið West Ham United gekk í gær frá kaupum á tveimur leikmönnum, sóknarmanninum Paolo
Di Canio frá Sheffield Wednesday og varnarmanninum Marc Vivien Fo frá franska liðinu Lens.
Di Canio er skæður sóknarmaður og kom til Wednesday frá Celtic fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann var frægur
fyrir að hrinda dómaranum í leik gegn Arsenal snemma á þessu tímabili og fékk fyrir vikið 11 leikja bann sem rann
úr gildi á annan dag jóla. Di Canio skilaði sér aldrei til baka hjá Wednesday og var því 2 milljóna punda kauptilboði
frá West Ham tekið fegins hendi. Di Canio er ætlað að fylla það skarð sem John Hartson skildi eftir sig en hann
fór til Wimbledon á dögunum. West Ham borgaði 4 milljónir punda fyrir Marc Vivien sem átt hefur fast sæti í
landsliði Kamerún sl. ár. Hann þykir traustur varnarmaður og hafa nokkur lið sýnt honum áhuga lengi. Hann lék
ekki með Kamerúnum á HM í Frakklandi sökum meiðsla. Þeir félagarnir sjást hér eftir undirritun samninganna á
Upton Park síðdegis í gær. -JKS/Símamynd Reuter
Pjetur dæmir á HM í Nígeríu
Pjetur Sigurðsson knattspymu-
dómari hefur verið valinn til að
dæma í úrslitakeppni HM í knatt-
spymu skipað leikmönnum 20 ára
og yngri sem fram fer í Nígeríu
dagana 3.-21. aprll í vor. Pétur
verður aðstoðardómari á mótinu
en á því keppa 24 bestu knatt-
spymuþjóðir heims i þessum ald-
ursflokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem ís-
lenskur dómari fær verkefni í úr-
slitakeppni heimsmeistaramóts og
því er þetta mikil viðurkenning á
störf Pjeturs á alþjóða vettvangi.
Það er meira á döfinni á Pjetri.
Hann verður aðstoðardómari á vin-
áttulandsleik írlands og Paragvæ
sem fram fer á Landstone leik-
vanginum í Dublin þann 10. febrú-
ar.
Gylfi Orrason verður dómari en
honum til aðstoðar verða Pjetur og
Einar Guðmundsson. Kristinn Jak-
obsson verður svo fjórði dómarinn.
-GH
Pjetur Sigurðsson til Nígeríu.
Þorrablót
pr6ttur 50 ára 19ga
Þorrablót Knattspyrnufélagsins Þróttar
verður haldið
laugardaginn 30. janúar 1998
í sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 8.
Húsið opnað kl. 19.00.
Miðapantanir í síma
581 2817-862 5144-897 8252.
Nefndin
íþróttir
Seles var of sterk fýrir Graf
Monica Seles reyndist of sterk
fyrir Steffi Graf í 8-manna úrslitum
á ástralska meistaramótinu í tennis
i Melboume. Lokatölur urðu 7-5 og
6-1. Seles mætir Marinu Hingis í
undanúrslitunum en hún komst
þangað með þvi að vinna frönsku
stúlkuna Mary Pearce, 6-3 og 6-4.
Hin viðureignin í undanúrslitum
kvenna verður á milli Lindsay Da-
venport og Amelie Mauresmo. Seles
þykir sigurstrangleg en hún hefúr
unnið þetta mót fjórum sinnum.
Hjá körlunum mætast í undanúr-
slitum Yevgeny Kafelnikov og
Tommy Haas og Thomas Enqvist
gegn Nicolas Lapentti. Kefelnikov
sigraði Todd Martin í 8-manna úr-
slitum og Tommy Haas lagði
Vincent Spadea.
-JKS
Þjóðverjlnn Tommy Haas mætir
Yevgeny Kafelnikov í undanúrslit-
um.
Bland í
Skíðasambandió tilkynnti í gær þá
fimm einstaklinga sem keppa á
heimsmeistaramótinu í alpagreinum
í Colarado í Bandarikjunum. Mótið
stendur yflr frá 1.-15. febrúar. Þeir
sem valdir voru eru Kristinn
Björnsson, Leiftri, Ólafsfirði, Arnór
Gunnarsson, Isafiröi, Sigriður Þor-
láksdóttir, ísafirði, Teódóra
Mathiesen, KR, og Brynja Þor-
steinsdóttir frá Akureyri.
Cedric Ceballos gerði í gær eins árs
samning við Dallas Mavericks en
hann spilaði 47 leiki með Phoenix
Suns á síðasta tímabili.
Bakvörðurinn hjá Liverpool og irski
landsliðsmaðurinn Jason McAteer
gekk i gær í raðir Blackburn Rovers
sem greiddi 450 miUjónir króna fyrir
leikmanninn. Ailt útlit er fyrir að
Tim Sherwood sé á forum frá Black-
bum en Tottenham hefur lengi haft
augastað á leikmanninum.
Hugo Porfirio hefur verið lánaður
frá Benfica til Nottingham Forest til
vorsins. Ef Porfirio stendur undir
væntingum er hugsanlegt að Forest
kaupi hann. Porfirio lék um hríð með
West fyrir rúmum tveimur árum.
Hinn brasiliski Juninho kom í gær
til Birmingham þar sem hann mun
setjast niður með forsvarsmönnum
Aston Villa. Juninho, sem fór til At-
letico Madrid trá Middlesbro fyrir
einu og hálfu ári, er metinn á 10
milljónir punda. Atletico hefur gefið
Juninho leyfi til að fara en talið er
líklegt að Middlesbro vilji einnig
ræða við hann. Fréttir frá Englandi
herma að félagið eigi fyrsta forkaups-
rétt á Junhino.
Glasgow Rangers sigraði Dundee,
0-4, í skosku úrvalsdeildinni í gær-
kvöld. Rangers er í efsta sæti með 47
stig, Kilmamock 40 stig og Celtic 34
stig í þriðja sæti og einn leik til góða.
Július Jónasson og félagar í sviss-
neska liðinu St. Otmar sigmðu
Wacker Thun,
30-27, f úrslita-
keppninni um sviss-
neska meistaratitil-
inn í gærkvöld. Þá
tapaði Grasshopp-
ers fyrir Winter-
thur, 21-32. í keppn-
inni er Winterthur
efst með 10 stig, St. Otmar hefur 8 stig
og Suhr 4 stig.
Tveir leikir voru f þýska handbolt-
anum í gærkvöld. Lemgo sigraði
Gummersbach, 25-21, og Grosswald-
stadt sigraði Minden, 23-19.
í itölsku bikarkeppninni vom tveir
leikir í 8-liða úrslitum og var um að
ræða síðari leiki liðanna. Inter sigr-
aði Lazio, 5-2, og vann Inter saman-
lagt, 6-4. Þá vann Parma lið Udinese,
4-0, og samanlagt, 6-3.
Tottenham og Wimbledon geröu
markalaust jafntefli í imdanúrslitum
enska deildabikarsins í gærkvöldi.
Síðari viðreign liðanna verður 16.
febrúar.
-JKS
Þórður Guðjónsson skoraði eitt
mark Genk og lagði upp annað þeg-
ar liðið sigraði Standard, 2-4, í gær-
'• kvöld. Jóhannes Guðjónsson var á
i varamannabekknum.
‘ Genk er i efsta sæti með 44 stig og
f Club Brúgge hefur 43 stig. Þessi lið
hafa afgerandi forystu á næstu lið.
-JKS/KB
Á íkvöld
t Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
ÍA-Haukar...............20.00
a Skallagrímur-Tindastóll.20.00
\ Grindavík-KR ..........20.00
Njarövík-Snæfell..............20.00
Valur-Keflavík................20.00
Skíðagönguátakið gengur vel og heldur áfram:
Austuiiand tekið með trompi
Þegar þrjár vikur eru liðnar frá
því farið var af stað með göngu-
skíðaátak Skíðasambands íslands
hafa yfir 1000 manns mætt í kennsl-
una á Norðurlandi sem sambandið
er mjög ánægt með.
Skíðahelgin á Akureyri gekk
mjög vel og þar mættu yfir 200
manns í ágætisveðri í tvo daga. Á
fimmtudag verður kennt á Skaga-
strönd klukkan 17.00, síðan á Sauð-
árkróki á laugardag klukkan 13.00
og við Mývatn á sunnudaginn
klukkan 14.00.
Dagana 1.-13. febrúar verður
átakið á ferð á Austurlandi og er
það í fyrsta skipti sem það fer svo
víða um Austurland.
Það hefur lengi verið á dagskrá
hjá aðstandendum átaksins að
heimsækja Austfirðinga en í fyrra
kom snjóleysið í veg fyrir það. Er
það von Skíðasambandsins að þátt-
taka verði góð á Austfjörðum þessa
daga og unnt verði að gera þetta að
árvissum viðburði.
Dagskráin fyrir Austfirði hljómar
þannig:
1. febrúar, Vopnaflörður ...20.00
2. febrúar, Egilsstaðir ....20.00
3. febrúar, Borgarfjörður eystri.
4. febrúar, Seyðisfjörður ..20.00
6. febrúar, skíðadagur í Stafdal.
7. febrúar, skíðadagur á Egilsstöðum.
8. febrúar, Norðfjörður ......20.00
9. febrúar, Eskifjörður og
Reyðarfjörður ................20.00
10. febrúar, Fáskrúðsfjörður . . 20.00
11. febrúar, Stöðvarfjörður og
Breiðdalsvfk .................20.00
13. febrúar, skiðadagur 1
Oddsskarði ...................13.00
Auglýsingaveggspjöldum verður
dreift á alla kennslustaði þar sem
fram kemur hvenær kennt verður á
viðkomandi stað.
t