Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 25 I>V Fréttir Hraunkarl í Hallmundarhrauni er ein skýrasta mannsmynd sem vitað er um í íslensku landslagi. Karlinn er merktur og blasir við þegar ekið er áleiðis að Surtshelli. Ferðamenn sem hafa átt leið um hraunið, veiðimenn og jafnvel vermenn að norðan á sínum tíma hafa gjarnan numið staðar hjá karlinum, tekið ofan fyrir honum eða skálað við hann. Það fór vel á með hraunkarlin- um og blaðamanni þegar DV skoðaði hann í vikunni. DV-mynd GVA Þyrlupallur í Grundarfirði: Myndi auka öryggi íbúa og sjófar- enda á svæðinu DV, Vesturlandi: Almannavarnanefnd Grundar- fjaröar hefur farið fram á þaö viö fjárlaganefnd Alþingis að við gerð fjárlaga fyrir árið 1999 verði veitt Qármagni til byggingar þyrlupalls í Grundarfirði. Pallurinn mun kosta 3 milljónir. Sjálfir ætla Grundfirð- ingar að leggja eina milljón króna fram í formi sjálfboðavinnu. Ef af þessu verður mun þyrlupall- urinn verða á sjávarkambi norðan við Sæból í Grundarfirði. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa bent á að á þessum stað gæti orðið einn besti lendingarstaður á landinu fyrir margra hluta sakir m.a. að aðflug af sjó væri mögulegt án hættu af raf- magnslínum og háhýsum. Auk þess er staðurinn hentugur veðurfars- lega séð. Varla er hægt að segja að flugvöll- ur sé í Grundarfirði nema að nafn- inu til. Um er að ræða malarvöll um 12 km frá þéttbýlinu sem oft er lok- aður yfir veturinn. Góöur lending- éu’staður fyrir þyrlur í Grundarfirði myndi auka öryggi íbúa á öllu Snæ- fellsnesi og raunar víðar, svo og sjó- farendum sjálfum. Þyrlupallur í Grundarfirði myndi þjóna hlutverki millilendingarstaðar fyrir þyrlur. Þegar snjóflóð féllu á Flateyri í október 1995 var að beiðni Lands- stjómar Björgunarsveitanna sett upp móttökustöð í Grundarfirði fyr- ir björgunarliö víðs vegar af suð- vesturlandi, sem stefnt var til Grundarfjarðar og flutt þaðan til Flateyrar. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunn- ar lentu á umræddum stað í Grund- arfirði, sem var valinn til lendingar í samráði við flugmenn Landhelgis- gæslunnar. -DVÓ Borgarbyggö: Skatttekjur hækka um 4-5% á milli ára DV, Vesturlandi: Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 1999 var nýlega samþykkt á fundi bæjcirstjórnar. „Skatttekjur Borgarbyggðar eru 437 milljónir króna. Hækkun er á bilinu 4-5% miðað við Borgarbyggð eftir sam- einingu sveitarfélaga í fyrrasumar,“ segir Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri. „Rekstur málaflokka er um 370 m. kr. auk fjármagnskostnaðar og er um 89% af skatttekjum. Þetta hlut- fall er of hátt og verður að ná að lækka það. Það lá hins vegar fyrir að þetta ár yrði nokkuð hátt að af- lokinni sameiningu en það tekur nokkurn tíma að koma hagræðing- araðgerðum áfram.“ Óli Jón segir að helstu útgjalda- liðir séu fræðslumál með tæplega 200 m. kr. og 50% af rekstrarútgjöld- um, félagsmál með 52 m. kr. nettó eða 13% og síðan koma æskulýðs- og íþróttamál og yflrstjórn með rösklega 30 m. kr. hvor málaflokk- ur. Eignfærð fjárfesting er um 8,5 m. kr. og vegur þar þyngst undirbún- ingur að einsetningu grunnskólans. Gjaldfærð fjárfesting er um 48 m. kr. og er stærsta verkefnið samteng- ing útrása en hafnar eru fram- kvæmdir við að koma skolpi frá Borgarvogi og verður varið 20 m. ki'. til þess verkefnis á árinu. „Aðrar verulegar framkvæmdir eru gatna- og gangstéttagerð og úti- lýsing í dreifbýli en það er framhald af átaki Borgar- og Álftaneshrepps fyrir sameiningu. í ár verður Norð- 4 urárdalur og Varmaland tekið. Lag- færingar hafa verið í gangi með veg að Einkunnum sem er útivistar- svæði rétt fyrir ofan Borgarnes. Áætlað er að taka lán að upphæð 25 m. kr. og greiða lán að upphæð 31 m. kr. þannig að skuldir verði svo- lítið lækkaðar," sagði Óli Jón við DV. -DVÓ Fækkun nemenda á framhaldsskólastigi DV, Vesturlandi: Hagstofa íslands hefur tekið sam- an yfirlit yfir fjölda nemenda í fram- haldsskólum og háskólum á Islandi haustið 1998. Upplýsingum var safn- að beint frá skólunum og miðast við nemendafjölda um miðjan október 1998. Alls voru 885 nemendur í skólun- um þremur á Vesturlandi sem bjóða nám á framhaldsskólastigi og há- skólastigi. I Fjölbrautaskóla Vestur- lands voru 698 nemendur, í Sam- vinnuháskólanum á Bifröst voru þeir 117 og í Bændaskólanum á DV, Suðurnesjum Heildarskatttekjur bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á árinu 1999 eru áætlaðar 1.711 milljónir króna. Rekstrarkostnaður er áætlaður Hvanneyri 70. Heildarfjöldi nem- enda á öllu landinu á framhalds- skólastigi og háskólastigi var 28.915 og hafði fjölgað um 0,8% frá árinu áður. Nemendum á framhaldsskóla- stigi hefur fækkað um 0,4% en fjölg- að á háskólastigi um 3.6% á milli ára. Það vekur athygli hversu mikið hlutur fjamáms hefur aukist frá ár- inu 1997 eða 15,2%. Alls tilkynntu flórir skólar um 703 nemendur í fiarnámi en 2,4% nemenda stunda nú nám í fiarnámi. Tveir skólar á Vestm'landi hófu um áramót fiar- námskennslu, þ.e Samvinnuháskól- 1.338 milljónir króna, eða 78,2% af áætluðum tekjum. Af rekstrargjöld- um er gert ráö fyrir að laun og launatengd gjöld verði um 996 millj- ónir eða þrjár af hverjum fiórum krónum. -AG inn á Bifröst og Bændaskólinn á Hvanneyri. -DVÓ Magnús Ingólfsson á stjornmal.is Þrjár krónur af hverjum fjórum: I laun og launa- tengd gjöld Steinaríkið slær í gegn DV, Akranesi: í júlí á síöasta ári opnaði Steinaríki íslands og Hvalfiarðar- gangasafnið á Akranesi. Á safn- inu gefur að líta muni sem tengj- ast framkvæmdum við Hvalfiarð- argöng og eitt mesta og fallegasta safh fágætra steina á íslandi. Bæði eru steinar til sýnis og sölu og auk þess hægt að fá keypt í safninu hin ýmsu kort af stöðum á landinu og lopapeysur. i safninu er þægilegt að setjast niður eftir aö hafa skoðað alla þessa fágætu steina og sögu Hvalfiarðarganga og fá sér drykki í Maríukaffi þar sem hægt er að fá kalda og heita drykki. Frá opnun Steinaríkisins hafa 4100 manns komið í safnið. Tals- vert af gestunum kemur að sunn- an í gegnum göngin. Mest hefúr komið af nemendum og kennur- um grunnskóla, m.a. af Suðvest- urlandi og Suðurlandi Einnig hafa Kynnisferðir í Reykjavik sett á áætlun sína fastar tvær ferðir í viku allt árið ef næg þátttaka fæst. -DVÓ Fyrir bílinn ■ heimilið ■ garðínn Sápuáfylling 6 mism. sprautuaðgerðir 20 cm lenging, stillanleg. ryðgar Gikkur hitaeinangrað handfang Þú getur þvegið allt í kringum þig á fljótan og auðveldan hátt. • Þú fyllir sáputankinn, tengir slönguna, svo þværð þú gluggana (jafnvel á 3ju hæð), þakið, þakrennuna, gangstéttina, hílinn og hvað sem er. • 6 mismunandi sprautu stillingar. • 12 mánaða verksmiðjábygð. Falleg g og verðio er ótrúlegt. gjafapakkning og ' Hraðtengi fyrir venjulega garðslöngu ff/ót Kr. 2.800 Dalbrekku 22, sími. 544 5770, fax 544-5991 Heildsala- smásala X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.