Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Eyða þarf óvissunni Um áramót tóku gildi ný lög um lífeyrirssparnað um- fram lögboðinn 10 prósenta lífeyrisspamað af heildar- launum. Leggi launþegi til hliðar viðbótar 2 prósent af launum kemur að auki 0,2 prósenta framlag vinnuveit- anda. Launþegar hafa verið hvattir til þátttöku og líf- eyrissjóðir og íjármálafyrirtæki hafa kynnt hve reglu- legt framlag gefur mönnum mikinn lífeyri til viðbótar við starfslok. Málið er hið þarfasta. Með slíkum viðbótarsparnaði tryggja menn bætta afkomu á ellilífeyrisárum um leið og þjóðhagslegur sparnaður eykst. Það er því full ástæða fyrir fólk að huga að þessum málum og fá ráð- gjöf um sparnaðinn. Þar verður meðal annars að taka tilltit til aldurs og tekna. Fleira verður þó að hafa í huga. Það kom fram í DV í gær að ekki er tryggt að Ábyrgðasjóður launa ábyrgist þennan 2,2 prósenta viðbótarsparnað verði launagreið- andi gjaldþrota og hafi áður tekið af launum en ekki gert skil við vörsluhafa sjóðsins, lífeyrissjóð eða fjár- málafyrirtæki. Sjóðurinn ábyrgist hins vegar ógreidd laun og lögbundið 10 prósenta lífeyrisframlag komi til gjaldþrots launagreiðanda. í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn lífeyris- sjóðs um ábyrgð á viðbótarlífeyristryggingunni, sagði meðal annars að eðli séreignarsparnaðar, samkvæmt lögum, væri slíkt að telja yrði að réttur byggðist ein- ungis á þeim framlögum sem sannarlega væri skilað til viðkomandi séreignarsjóðs, samkvæmt samningi um séreignarsparnað. Verði misbrestur á skilum framlaga til sjóðsins af hálfu launagreiðanda er það rétthafa, samkvæmt samningi, að krefjast úrbóta með þeim leið- um sem tiltækar eru og rétthafi ber kostnað sem af því kann að hljótast. Aðrir eru þeirrar skoðunar að Ábyrgðasjóður launa ábyrgist viðbótarlífeyrisspamaðinn og styðja það þeim rökum að á meðan launagreiðandi hafi ekki staðið skil á framlaginu til vörsluaðila, megi líta á að það sé enn hluti af launum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að rætt hafi verið um Ábyrgðasjóð launa og viðbótarlífeyrissparnaðinn, en staðan sé enn óljós. Þá segir Sesselja Ámadóttir, stjórnarformaður Ábyrgðasjóðs launa, að lögin um sjóðinn taki ekki á þessu atriði með beinum hætti. Hér verður að eyða óvissu. Nauðsynlegt var talið að tryggja laun og 10 prósent lífeyrisrétt launþega, kæmi til gjaldþrots fyrirtækja. Hið sama ætti að gilda um viðbótina. Sparnaðurinn er í þágu einstaklinga jafnt sem hins opinbera og því er óviðunandi að vafatriði um ábyrgð fæli fólk frá því að leggja meira til hliðar til elliáranna. Taka ber undir orð framkvæmdastjóra Landssam- bands lífeyrissjóða, sem segir: „Ef eitthvað er óskýrt í lögunum er ekki um annað að ræða en breyta þeim.“ Hann telur enda að fullur vilji sé til slíks. Fá þarf samræmda niðurstöðu þeirra sem að málinu koma. Það þarf að gerast sem fyrst. Kynning á þessum nýja sparnaði hefur staðið í rúman mánuð og hver og einn þarf að gera upp við sig hvort og með hvaða hætti hann hagar lífeyrisspamaði umfram 10 prósent sparn- aðinn. Lögbundni sparnaðurin er í mörgum tilfellum fráleitt nægur til framfærslu fólks á lífeyrisaldri. Við- bótarsparnaður hvers og eins á að tryggja afkomuna og koma í veg fyrir að fólk neyðist til að leita ásjár ann- arra til að sjá sér farborða eftir að starfsdegi lýkur. Jónas Haraldsson Hillary Clinton. - Koma hennar mun ýta enn frekar undir umræðuna um mikilvægi þess að konur til jafns við karla taki þátt í stjórnun og mótun samfélags okkar, segir Siv m.a. Hillary kemur þingi sem þingmenn allra flokka stóðu að og samþykktu var skipuð nefnd sem á að standa fyrir þverpólitískum að- gerðum, fræðslu og áróðri til að auka hlut kvenna í stjómmálum. Nefndin hefur staðið fyrir auglýsingum sem vakið hafa mikla at- hygli og umræðu. Nú þegar hafa konur og karlar sem tekið hafa þátt í prófkjörum að undanfomu opinberlega lýst því að starf nefnd- arinnar, auglýsingarnar og umræðan í kringum þær hafi aukið fram- gang kvenna almennt við uppröðun á lista. „Eftirtektarvert er hve hlutur landsbyggðarkvenna er rýr á Al• þingi. Þær eru einungis 5 af 32 þingmönnum sex kjördæma. Skýringarnar eru margslungnar. Kosningalöggjöfin felur það í sér að fáir af lista komast inn í hverju kjördæmi, sérstaklega á landsbyggðinni.u Kjallarinn Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, formaður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum Það er sannkall- að gleðiefni fyrir okkur, sem vinn- um að auknum hlut kvenna í stjórnmálum, að Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, skuli koma til íslands í haust á ráðstefnu um konur og lýð- ræði. Koma hennar mun ýta enn frekar undir umræðuna um mikilvægi þess að konur til jafns við karla taki þátt í stjórnun og mótun samfélags okkar. Hlutur kvenna í stjómmálum er enn of rýr á ís- landi. Þróunin er þó hægfara í rétta átt. Fyrir rúmum 80 árum fengu konur á íslandi kosninga- rétt. Árið 1983 vom konur 5% alþingis- manna en í dag eru þær tæpur þriðj- ungur. Við erum eftirbátar Norður- landanna í þessum efnum en þar er hlutur kvenna um og yfir 40% á þjóð- þingum. Hlutfall kvenna á þjóð- þingum Norðurlandanna endur- speglast í ríkisstjómum Norður- landanna. Ef færa ætti hliðstæða stöðu yfir á ríkisstjóm okkar ís- lendinga þá ættu konur í ríkis- stjóminni að vera 3. Aðgerðir til að fjölga konum í kjölfar þingsályktunar á Al- Nefndin hefur einnig haldið opna kynningarfundi um konur og stjómmál í kjördæmunum sem hafa verið líflegir og vel sóttir. Sérstaða landsbyggðarkvenna Eftirtektarvert er hve hlutur landsbyggðarkvenna er rýr á Al- þingi. Þær era einungis 5 af 32 þingmönnum sex kjördæma. Skýr- ingcimar eru margslungnar. Kosn- ingalöggjöfin felur það í sér að fáir af lista komast inn í hverju kjör- dæmi, sérstaklega á landsbyggð- inni. Slík löggjöf tefur framgang kvenna þar sem karlar skipa yfir- leitt efstu sætin. Launamunur kynja hefur einnig þau áhrif að konur em síður fyrir- vinna heimilis en karlar en taka þess i stað meiri ábyrgð á heimil- ishaldi og bamauppeldi. Þær era síður tilbúnar að færa fjölskyld- una til, halda úti tveimur heimil- um, öðru í kjördæminu en hinu í Reykjavík, þar sem þingið er að störfúm á vetuma. Breytingar á kosningalöggjöf, launajafnrétti kynja og betra fæðingarorlof bæði kvenna og ekki síður karla em því lykilatriði varðandi framgang kvenna í stjómmálum. Vígi falla Mikilvægum áfanga var náð í stjórnmálasögunni á dögunum. Ambjörg Sveinsdóttir alþingis- maður náði í prófkjöri 1. sæti sjálfstæðismanna á Austurlandi og er því fyrsta konan sem leiðir lista fyrir Sjáifstæðisflokkinn í al- þingiskosningum. Nokkur vígi eru enn ófallin. Nefna má að í Norður- landi vestra hefur aldrei kona náð kosningu til Alþingis en vera má að það vígi falli í kosningunum í vor. Nefndin sem vinnur nú að því að auka hlut kvenna í stjómmál- um mun starfa í 5 ár og nær því tvennum alþingiskosningum og einum sveitarstjómarkosningum. Það er von min að allir þeir sem áhuga hafa á þvi að auka hlut kvenna í stjórnmálum leggi sitt á vogarskálarnar þannig að lokatak- markið náist, konur og karlar komi jafnt að stjómun íslensk samfélags. Siv Friðleifsdóttir Skoðanir annarra Samkeppnin um loðnuna „Ég tel að mjöl- og lýsismarkaðimir muni reynast erfiðir næstu 2-3 mánuðina, meðan verið er að vinna til baka þá kaupendur sem skipt hafa yfir í aðra hrá- vöru ... Kaupendur loðnu í Japan komu illa út úr síð- ustu vertíð. Meginhluti loðnu frá íslandi var smá loðna sem er dýr í vinnslu hjá kaupendum og seld á lágu verði út úr búð. Afkoma þeirra var þvi slæm. Efnahagsástand í Japan er ekki gott. Samkeppni við okkur íslendinga hefur aukist með loðnu frá Kanada og nú bætist Noregur í hópinn ... Markaður í Japan er fyrir um 30.000 tonn á ári. íslensk loðna er þar í miklum metum og taka kaupendur hana fram yfir þá kanadisku ... Fyrstu kaupendur em komnir til lands- ins og er nú aðeins beðið eftir að vertíðin byrji.“ Kristján Hjaltason í Viðskiptablaðinu 3. febr. Nefndin fari frá „Við val manna í Alþjóða ólympíunefndina er ekki farið að lýðræöislegum reglum. Menn eru tilnefndir en ekki kjörnir. Slíkt val á nefndarmönnum býður hættunni heim og því er ljóst að stokka veröur upp í vali nefndarinnar ... Ljóst er að nefndin er þess ekki umkomin að rannsaka eitt né neitt í þessu sambandi og því tekur Morgimblaðið undir það með hinum fjöl- mörgu gagnrýnendum nefndarinnar, að eina lausnin sé að nefndin fari öll ffá og kosin verði ný nefnd lýð- ræðislegri kosningu, sem aftur kjósi sér forystu. Að- eins með því verður unnt að endurreisa virðingu og heiðarleik Alþjóða ólympíunefhdarinnar." Úr forystugrein Mbl. 3. febr. Tíná týnist og almenningur sperrir eyrun „Almenningur lætur sér fátt um finnast þótt eitt og eitt gamalmenni sé barið til óbóta, einni eða tveimur konum nauðgað eða stráklingur stunginn með hnífi. Fjölmiðlum stendur einnig á sama. Auðvitað segja þeir frá því ef einhver er tekinn af lífi í Austurstræti en yf- irleitt er nú ekki gert meira með það en fréttatilkynn- ingu um pijónakeppni í Dölum. Ef um væri að ræða hund þá gegnir öðru máli. Þá setja fjölmiðlar ekki upp neinn hundshaus og almenningur sperrir eyrun líkt og síðhærður fjárhundur af Terrier-kyni. Þetta er vissu- lega hundleiðinlegt en svona er það nú samt.“ Gísli Einarsson í Skessuhorni 28. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.