Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Side 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
Vitni í e-töflumálinu:
Spánarmað-
urinn yfirheyrð-
ur fram á nótt
r
Fíkniefnalögreglan tók á móti
ungum manni í Leifsstöð í gær sem
hefur verið vitni í sakamálinu þar
sem Bretinn Kio Alexanders Briggs
er ákærður fyrir innflutning á rúm-
um 2 þúsund e-töflum. Þetta er mað-
urinn sem hefur búið á Spáni og
haldið því fram fyrir dómi og síðan
í DV að hann „hafi samið við fikni-
efnalögregluna" áður en Bretinn
kom til landsins frá Alicante í sept-
ember. Maðurinn hafði réttarstöðu
grunaðs manns í haust en hefur síð-
an verið vitni. Engin fíkniefni fund-
ust á honum í gær.
Talsmaður fíkniefnalögreglunnar
vildi ekkert segja um framburð
_ mannsins við yfirheyrslur sem
stóðu fram á nótt. Því liggur ekki
fyrir hvort maðurinn staðfesti nú
hjá lögreglu það sem hann hafði
upplýst fyrir dómi um samninga við
lögregluna - né heldur hvort hann
hélt við það sem hann sagði í blað-
inu að Bretinn hefði átt hluta af e-
töflunum og að hann sjálfur hefði
samið við fíkniefnalögregluna um
að fá að flytja inn efni á öðrum vett-
vangi. -Ótt
^ Oz fær liðsstyrk
Tölvufyrirtækið Oz tilkynnti í
gær að Ed Tuck tæki sæti í stjóm
fyrirtækisins. Hann situr um þessar
mundir í stjóm nokkurra fyrir-
tækja, auk þess að hafa einkaleyfi á
tækni af ýmsu tagi. Þar á meðal er
tækni fyrir örbylgju, gervitungl og
þráðlaus fjarskipti.
Tuck hefur sérhæft sig í að fjár-
magna og stýra fyrirtækjum á upp-
hafsámm þeirra. Meðal hátæknifyr-
irtækja sem hann hefur haft hönd í
bagga með að koma á fót era Ma-
gellan og Teledesic. Skúli Mogen-
sen, framkvæmdastjóri Oz, sagði
við erlenda fjölmiðla í gær að besta
leiðin fyrir fyrirtækið til að halda
velli í alþjóðasamkeppni væri að fá
— til liðs við sig hæfileikaríka og
reynda menn eins og Ed Tuck.
-KJA
Ölvunarakstur í
sýningarsal
Brotist var inn í sýningarsal bíla-
umboðsins Ingvars Helgasonar hf. á
fjórða timanum í nótt. Þar hafði
drengur á sautjánda aldursári tekið
bíl ófrjálsri hendi og ekið honum á
þrjá aðra sem skemmdust mismikið.
Öryggisvörður fyrirtækisins kallaði
til lögreglu sem handtók piltinn og
færði hann á lögreglustöðina í Reykja-
vík þar sem hann var i nótt. Drengur-
rjt.inn er granaður um að hafa verið
undir áhrifum áfengis og er ökurétt-
indalaus. -hb
Kjötkveðjuhátíð var haldin í gærkvöldi í safnaðarheimili Landakotskirkju þar sem þessi mynd var tekin. Hátíðin var fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem börn
og fullorðnir gerðu sér dagamun og keppt var m.a. í skyráti. Samkvæmt kaþólskum sið er sprengidagurinn síðasti dagurinn fyrir lönguföstu og í dag er síð-
an öskudagurinn sem er dagur sorgar samkvæmt kaþólskri hefð og fyrsti dagurinn í sjö vikna föstunni sem nær hápunktinum á föstudaginn langa.
DV-mynd Pjetur
Útgerö og tryggingafélag Æsu hafna bótakröfum:
Lýsa ábyrgð á skip-
stjórann sem fórst
- málið þingfest fyrir Héraösdómi Vestfjarða í morgun
Mál á hendur útgerð og tryggingafé-
lagi kúfiskbátins Æsu var tekið fyrir
hjá Héraðsdómi Vestíjarða í morgun.
Lögmaður Kolbrúnar Sverrisdóttur,
ekkju skipstjórans á Æsu, lagði fram
stefnu á hendur útgerð og tryggingafé-
lagi Æsu. Þar er krafist bóta fyrir
hönd hennar og barna hennar og
Harðar heitins Bjarnasonar skipstjóra
sem fórst með skipinu þann 25. júlí
1996. Alls er krafist um 8,5 milljóna
króna auk vaxta. Bæði Vestfirskur
skelfiskur hf. og tryggingafélagið,
Samábyrgð á íslands á fiskiskipum
hafa hafnað öllum bótakröfum og vísa
m.a. til ábyrgðar skipstjórans sem var
við stjóm skipsins í umræddri veiði-
ferð.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-
réttarlögmaður sækir málið, sem fékk
gjafsókn úr hendi dómsmálaráðherra,
fyrir hönd Kolbrúnar og þriggja bama
hennar.
Æsa frá Flateyri.
í stefnunni er tíundað að bátnum
hafi verið breytt án tilskilinna leyfa
þar með talið stýri, gálga, plóg og
tleiru. Þá hafi olíuleysi bagað skipið
sem fyrir hafi verið afar óstöðugt og
hafi ekki verið stöðugleiksprófað eftir
breytingar sem gerðar vora á þvi frá
því það var athent nýtt. I stefnunni
segir að vélstjóri skipsins hafi verið
ungur og óreyndur og þess virðist
ekki hafa verið gætt að nægilegt vatn
og olía hafi verið í tönkum skipsins til
að tryggja stöðugleika þess. Aftari ol-
íutankar hafi verið tómir og þeir
fremri hálftómir auk þess sem vél-
stjórinn hafi ekki hirt um að dæla sjó
í stafnhylki skipsins til að tryggja
stöðugleikann. Loks hafi neysluvatns-
geymir verið hálftómur. I þessu sam-
hengi er vitnað til þess að vegna fjár-
hagserfiðleika útgerðarinnar hafi olía
verið skömmtuð á skipið og ekki fyllt
á tankana.
Stefnandi lítur svo á að að sönnun-
arbyrði sé útgerðarinnar vegna þeirra
atriða sem voru í ólagi. Bent er á að
stefndi hafi ekki hirt um að láta taka
skipið upp eftir slysið en með því
hefði mátt útiloka ákveðna möguleika
sem orsök skipskaðans. Stefnda beri
því að sýna fram á að skipið hefði
sokkið þrátt fyrir að upptalin atriði
hefðu verið í lagi.
Búist er við að dómur gangi í mál-
inu í sumar.
y atney rarmálið:
Áhöfn og út-
gerðarmaður
I yfirheyrslu
Ríkislögreglustjóri hefur sent Svav-
ari R. Guðnasyni, útgerðarmanni á
Patreksfirði, og áhöfn Vatneyrarinnar
boð um að mæta í yfirheyrslu hjá
efnahagsbrotadeild embættisins í dag.
Áður hafði verið gert ráð fyrir því að
fulltrúar ríkislögreglu færu vestur.
Áhöfn Vatneyrarinnar ásamt Svav-
ari R. Guðnasyni útgerðarmanni var
væntanleg til Reykjavíkur í morgun.
Sjá nánar á bls. 2. -EIR/-aþ
ísland verði vetn-
issamfélag
í morgun var undirritaöur sam-
starfssamnigur milli nýstofnaðs ís-
lensks fyrirtækis, Vistorku hf., og
þriggja erlendra stórfyrirtækja, Daim-
ler Chrysler AG, Shell Intemational
B.V. og Norsk Hydro ASA.
Aðilamir fjórir hafa stofnað með
sér hlutafélag tO að kanna möguleika
á að auka notkun vetnis og eldsneytis,
sem unnið er úr vetni, á kostnað inn-
flutts fljótandi jarðefnaeldsneytis.
Með samstarflnu er stefnt að því að á
íslandi verði til fyrsta „vetnissamfé-
lag“ heims. -SJ
Veðrið á morgun:
Úrkoma um
allt land
Á morgun verður suðaustan- og
austankaldi eða stinningskaldi
með slyddu eða rigningu, en á
Vestfjörðum og síðar einnig á
Norðurlandi gengur í hvassa
norðaustanátt og jafnvel storm
með kólnandi veðri. Snjókoma
verður um mestallt norðan- og
norðvestanvert landið þegar líður
á daginn.
Veðrið í dag er á bls. 61.
Njr, stærri og kraftmeíri
MaruLep]41
Ingvar
Helgason hf.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i