Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Útgeröarfélagið Njöröur inn í Breiðdalsvíkurdæmið: Viðræður við „stærri aðila“ og loforð um byggðakvóta Þreifingar eru í gangi milli sveit- arstjórnarmanna Breiðdalsvíkur og „stærri aðila“, um samstarf vegna Útgerðarfélags Breiðdalsvík- ur. Þá telja forráðamenn sveitarfé- lagsins sig hafa fengið loforð um byggðakvóta. Samningar hafa tek- ist við útgerðarfélagiö Njörð í Kópavogi, eins og fram hefur kom- ið. Með þessum aðgerðum telja for- ráðamenn sveitarfélagsins rekstur útgerðarfélagsins nú tryggðan, a.m.k. meðan samningurinn við Njörð varir, en hann er gerður til tveggja og hálfs árs. Eins og fram hefur komið í DV stefndi sveitarstjórn Breiðdalsvík- ur að því að safna hlutafjárloforð- um sem næmu 50 milljónum króna að lágmarki til að tryggja rekstur útgerðarfélagsins. Að sögn Rúnars Björgvinssonar sveitarstjóra hafa nú safnast um 30 milljónir króna. Samningurinn við útgerðarfélagið Njörð kveður á um að skip þess landi 1400 tonnum af þorski og ýsu árlega á Breiðdalsvík. Þá kaupir Njörður togarann Mánatind, en honum fylgja 600 þorskígildistonn. Sveitarfélagið hefur kauprétt að togaranum og aflaheimildum hans að samningstímanum liðnum. Sveitarfélagið mun nú einbeita sér að kaupum á hraðfrystihúsinu og öðrum eignum Búlandstinds í landi. Hlutafjársöfnun stendur enn, að sögn Rúnars, og verður áfram stefnt að 50 milljóna mark- inu. Varðandi byggðakvótann sagði hann að ekki hefði verið gefin út ákveðin tala til Breiðdalsvíkur enn, en gefin hafi verið út vOyrði fyrir slíkum kvóta á staðinn. „Þetta lítur ágætlega út í dag,“ sagði Rúnar, sem staðfesti að „þreifingar" væru í gangi við „stærri aðila." Engin niðurstaða lægi fyrir í þehn þreifingum enn sem komið væri. -JSS - „sjálfsafgreiðsla“ á yfirvinnu afnumin. Fá ekkert fyrir dugnað við að sekta Þrennt slasaðist Þrennt slasaðist við árekstur tveggja bíla á Kringlumýrarbraut um kl. 17:30 i gærdag. Miklar umferðartafir urðu vegna árekstrarins. Talið er að ökumaður jeppabifreiðar, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut, hafi misst stjórn á henni þannig að hún lenti á öfugum vegarhelmingi og á sendibifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður þeirrar bifreiðar slasaðist nokkuð og þurfti að nota klippur til að ná honum út úr bifreiðinni. Umferðartafir urðu vegna árekstrar- Ins en lögregla þurfti að loka öðrum vegarhelmingnum til þess að hjálparstarf gengi sem greiðast. Umferð var beint á vegarhelminginn sjávarmegin og gekk greiðlega. Enginn þeirra slösuðu er talinn hafa hlotið alvarleg meiðsl. DV-mynd S Lögreglan i Reykjavík fór um 8% fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Löggæslan fær 1,5 milljarða króna af fjárlögum til rekstursins, en það fé nægði ekki. Framúrkeyrsla lög- reglu er upp á um 120 milljónir króna. Yfirmenn lögreglu og dóms- málaráðuneytis hafa áhyggjur af þessari þróun mála. Gripið hefur verið til spamaðar og aðhaldsað- gerða innan lögreglunnar og allra leiða leitað til að mæta hallarekstr- inum. „í sjálfu sér var ekkert að gerast annað en upptaka á nýju vaktkerfí sem gerð var samkvæmt kröfum EES-sáttmálans. Við nákvæma út- tekt á rekstri og fjárhagsstöðu emb- ættisins kemur í ljós að reikningur- inn sem gengið hefur verið út frá hjá Ríkisendurskoðun og í ráðu- neytum er ekki réttur. Staðan gegn- um árin hefur verið miklu verri en menn hafa haldið. Dæmið hefur ekki verið gert upp til enda fyrr en núna um síöustu áramót,“ sagði Ge- org Kr. Lámsson varalögreglustjóri. Georg segir að í raun sé verið að kljást við vandræði sem eiga rót að rekja til 1997 þegar stór hluti RLR færðist til embættis Lögreglustjór- ans í Reykjavík. „Kostnaður sem þessu fylgdi var vanáætlaður gróflega. Það var þá strax að embættið fór nánast á hliðina peningalega séð. Svo vora gerðar miklar ráðstafanir hér í sumar til að endurreisa, þá héldu margir að við værum að nálgast núllið. Það reyndist ekki vera, for- sendurnar vora rangar,“ sagði Ge- org. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á embættinu í maí í fyrra. Þá vant- aði 115 milljónir í reksturinn og þær fengust úr ríkissjóði. Þá hafði ekki verið tekið tillit til laima- hækkana og ógreiddra reikninga frá árinu áður og fleiri atriða. „Við reynum af fremsta megni að skerða löggæsluna sem allra minnst en reynum að spara á öUu öðru fyrst,“ sagði Georg. Hann seg- ir að framúraksturinn á síðasta ári þýði að lögreglan sé að mörgu leyti mjög vel búin tækjum. Því sé lög- regluliðið að mörgu leyti vel í stakk búið tU að takast á við niður- hefur verið,“ sagði Georg Kr. Lár- usson. „Það verður ekki eins sjáif- virk útkeyrsla á yfirvinnu eins og kann að hafa verið tU þessa. Okk- ur finnst hún hafa verið of mikU. Við viljum nýta þessa yfirvinnu betur með hliðsjón af verkþungan- um. Þetta má ekki verða eins kon- ar kvótakerfí, sem hengt er á per- sónu, heldur á verkefni." Sektargreiðslur vora stórauknar í fyrra undir sfjóm Georgs sem lögreglustjóra í veikindafríi Böðv- ars Bragasonar. Innheimtan jókst úr 30-40% í 93-94%. Nokkur hundruð miUjónir komu með þessu móti, en það fé rennur beina leið í ríkissjóð. Georg segir að Lög- reglan í Reykjavík fái ekkert fýrir að sýna dugnað við innheimtur og séu tvö sjónarmið uppi í því efni. Hann segir að þama megi í raun ekki vera bein tenging á miUi, að það sé einhver hvati varðandi laun að lögreglan sekti sem mest. Hins vegar sé spurning hvort embættið ætti að fá eitthvert hlutfaU af þess- um sjóði til baka tU rekstursins. -JBP Meira fé Umsvif utanríkisþjónustunnar hafa aukist mjög á kjörtímabil- inu. Helmings- aukning hefur orðið á fjárveit- ingum tU sendi- ráða og fasta- nefnda íslands. Þetta kemur fram í árs- skýrslu HaU- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. Hákarl vinsæll Nærri 76% íslendinga borða þorramat og 17,4% þykir hákarl- inn bestur í þorratroginu. Þetta era meðal annars niðurstöður úr skoðanakönnun sem Pricewater- house Coopers ehf. gerði á dögun- um og Morgunblaðið segir frá. Farsímabann í bið Stjómarframvarp tU laga um bann við notkun handfarsíma í akstri verður ekki lagt fram á Al- þingi að þessu sinni. Nefnd sem var dómsmálaráðuneyti til að- stoðar við gerð framvarpsins hafði skUað því af sér og m.a. hafði ráðherra kynnt það í ríkis- stjóm. Mikið framboö Árið 1997 gátu íslendingar sem vUdu hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp valið milU 29 stöðva, eða nær 10 sinnum fleiri en 1984 þegar valið stóð á miUi aðeins 3ja stöðva; tveggja útvarpsstöðva og einnar sjónvarpsstöðvar sem sendi út rúma fjóra tíma á dag, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Beint fiug til Madrídar Samvinnuferðir-Landsýn hefur gert samning við spænska ferða- skrifstofu um beint flug miUi ís- lands og Madrídar. Flugið hefst 13. júlí og verður flogið vikulega fram í október. Þetta er í fyrsta skipti sem flogið er beint milli Madrídar og íslands. íslandsUug mun sjá um flugið. Morgunblaðið sagði frá. Friðargæslusveit af stað Sendinefnd íbúa í MosfeUsbæ gekk á fund Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðis- ráðherra í gær og afhenti henni undirskriftir ríf- lega 2000 Mos- feUinga þar sem skorað er á hana að koma á friði á heUsugæslustöð bæjarins. Heilbrigðisráðherra sagðist vera búin að senda friðar- gæslusveit á staðinn. Komnir fram Þjóðverjamir tveir, sem lögðu af stað frá Hrauneyjarhálendinu 13. febrúar, komu niður í skála við LaugafeU um kl. 19 í gær- kvöld. Flugbjörgunarsveitarmenn frá Reykjavík hittu þá en þeir vora þama á ferö á leið að Mý- vatni. Morgunblaðið sagði frá. Síðasta lóðin Bæjarstjóm Seltjamamess hef- ur úthlutað síðustu atvinnulóðinni í bænum tU verslunarkeðjunnar 10-11. Lóðin er við Austurströnd, skammt frá bensínstöð sem þar er. Morgunblaðið sagði frá. Bærileg virkni Bólusetning gegn inUúensu hefur miUi 70 og 80% virkni og því verða margir veikir þrátt fyrir bólusetn- ingar, að sögn Haraldar Briem sótt- vamalæknis við Morgunblaðið. Georg fagnar Georg Kr. Lárusson, varalög- reglustjóri í Reykjavík, fagnar úr- skurði Hæsta- réttar í áfengis- auglýsingamál- inu í Morgun- blaðinu og segir að þeir sem hafi auglýst áfengi síðustu mánuð- ina megi búast við að þurfa að svara tU saka fyr- ir það. -SÁ Georg Kr. Lárusson varalögreglu- stjóri - reksturinn er í vanda. skurð. „Það sem við þurfum að gera er að endurhanna starfsemina meira og minna. Við þurfum að finna út hvar verkefnin eru, þannig að vinnumagnið verði nýtt þar sem verkþörfin er í meira mæli en gert Lögreglan í Reykjavík í íjárhagsvanda og rekstur á uppskuröarboröinu: 120 milljónir fram úr á síðasta ári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.