Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
7
Fréttir
Fleira en fiskur lúti lögmálum kvótakerfis:
Kvóta á ferðamenn
við Gullfossi og Geysi
- segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræöi við Háskóla íslands
DV, Akureyri:
Ragnar Ámason, prófessor í hag-
fræði við Háskóla íslands, ræðir um
kvótakerfið í sjávarútvegi í viðtali
við Útveginn, fréttabréf LÍÚ sem
kemur út á næstu dögum. í fram-
haldi af því segist Ragnar sjá fyrir
sér að á öðrum
sviðum auð-
lindanýtingar
muni svipaðar
reglur gilda í
framtíðinni og
hann tekur
ferðamennsk-
una sem dæmi
og segir að það
verði æ ljósara
að með hags-
muni heildar-
innar í huga
þurfl að takmarka aðgang ferða-
manna og þar með fyrirtækja í
ferðaiðnaði að ferðamannastöðum.
„Það mætti t.d. hugsa sér að tak-
marka aðgang ferðamanna að Gull-
fossi og Geysi og fyrirtæki í ferða-
iðnaði hefðu síðan ákveðinn kvóta
ferðamanna að þessum stöðum á
ári. Þessir kvótar gætu auðveldlega
verið framseljanlegir. Kvótar að
þessu tagi hafa verið teknir upp er-
lendis. Þetta er gert vegna þess að
annars þvælast menn hver fyrir
öðrum og staðimir drabbast niður“
segir Ragnar.
Hann segir síðar að það gæti orðið
ansi langt þar til fyrirtæki fengju
ráðstöfunarrétt yfir stöðum eins og
Gullfissi. „Ég tel hins vegar að slikt
fyrirkomulag gæti verið hagkvæmast
fyrir þjóðina, þ.e. að einn aðili hefði
það að hlutverki að varðveita Gull-
foss og nytjar hans fyrir land og þjóð.
Það gæti t.d. verið almenningshluta-
félag og jafnvel í eigu alirar þjóðar-
innar. Það má sjá fyrir sér hlutafélag-
ið Gullfoss hf. sem hefði þetta hlut-
verk og gengi þess væri metið eins og
gengi annarra hlutafélaga á mæli-
kvarða þess arðs sem það gæti greitt
hluthöfum sínum.
Þetta fyrirtæki myndi sjá sér hag
í því að vemda Gullfoss og um-
hverfi hans og koma upp aðstöðu
fyrir ferðamenn. Það gæti síðan
samið við fyrirtæki í ferðaiðnaði
um aðgang að fossinum og umhverfi
hans. Ég held að allir kostir einka-
rekstursins myndu koma þarna
fram til fullnustu og niðurstaðan
gæti orðið mjög hagkvæm. Þetta
fyrirtæki myndi ekki sjá sér hag i
því að ganga of hart að náttúm
Gulifoss, því það myndi bitna á
hagnaði framtíðarinnar. Þetta gæti
alveg gerst, spurningin er fyrst og
fremst hvort einkarekstur eöa opin-
ber rekstur er hagkvæmari. Það er
ekkert sem bendir til þess að einka-
rekstur yrði andstæður þjóðarhags-
munum á þessum sviðum frekar en
öðmm. Þvert á móti bendir flest til
þess að einkareksturinn yrði hag-
kvæmari, ódýrari og arðbærari en
opinber rekstur sem hefði sama
markmið“ segir prófessorinn. -gk
Aukabúnaður á myn
Álfelgur og þokuljós.
<mqqm
w Iímeð s i
inn
uppáhaldslit á Renault Clio
Helstu öryggisþættir:
• ABS bremsukerfi
« Loftpúóar
e Fjarstýró hljómtæki úr stýri
• Samfellanlegt stýri
• Nýtegund öryggishöfuópúða
• Styrktarbitar í huróum
Verðfrá 1.188.000 kr.
Ármúli 13
Sfmi söludeild 5751210
Skipdborð 5751200
RENAULT