Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 15
FOSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1999 15 Fréttir af morð- um og kúgun Menntamálaráðherra flækti saman á Netinu Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra í Reykja- vík, og Pol Pot, sem stóð fyrir gífurlegum manndrápum í Kambó- díu fyrir aldarfjórö- ungi. Þarf víst ekki að hafa mörg orð um það hve fáránlegar slíkar tengingar eru. Hverjum líkist Pol Pot? En með því að Pol Pot var nú nefndur má vel spyrja: Við hvem er hægt að líkja slíkum manni, sem stóð fyrir því að um 2 miljónir manna, fjórðungur af hans þjóð, var drepinn eða lét lífið í þræl- dómi og sulti eftir að sveitir hans ráku alla borgarbúa út í sveit að rækta hrísgrjón með frumstæðum aðferðum? Sumir nefna Stalín - en hann var ekki eins stórtækur í morðum (miðað við fólksfjölda) og hann trúði svo sannarlega á upp- byggingu horga, iðnvæðingu og tæknibyltingu. Pol Pot virðist hins vegar hafa trúað á afturhvarf til einfaldra lífs- hátta og talið að í nútímatækni og lífi í borgum væri flest skaðlegt og framandlegt alþýðu. í því efni rek- umst við á undarlegan skyldleika í hugmyndum við ágæta menn eins og Tolstoj og Gandhi. En sá sam- anburður segir okkur ekki annað en að óskmyndir af samfélagi eru ekki illar í sjálfu sér. Öflu skiptir hvort menn ætla að beita ofbeldi og grimmd til að knýja þær fram - eins og Pol Pot - eða hatast við vald-“beitingu eins og rússneska skáldið og þjóðhetjan indverska, sem vitaskuld bera ekki minnstu sögu- lega ábyrgð á þeim hörmungum sem gengu yfir khmera í Kambódíu. Vinur vestur- velda. En ef menn vilja finna stórtæka morðingja frá seinni árum er ekki lengra að fara en tfl Indónesíu. 1975, sama ár og Pol Pot komst til valda, réðst her Indónesíu inn í Austur-Tímor sem hafði verið portúgölsk nýlenda. Súharto Indónesíuforseti lagði þetta litla land undir sig með því- líkri grimmd að nú er talið að húið sé að drepa þriðja hvert mannsbam af þeim 800 þúsundum sem þar áttu heima. Svo ef menn eru gefnir fyrir að reikna glæpi í prósent- um þá er Súharto að sínu leyti enn stórtækari í þjóð- armorði en sjálf- ur Pol Pot. En nú verður mikill mannanna munur. Flestir hafa margfor- dæmt Pol Pot og hans lið. (Að vísu héldu Bandaríkjamenn lengi hlífi- skildi yfir honum eftir að óvinir þeirra, Víetnamar, höfðu aðstóðað andstæðinga hans við að steypa honum af stóli - þeir sáu, ásamt Kínverjum, til þess til dæmis að Pol Pot héldi sæti Kambódíu hjá Sam- einuðu þjóðunum og víðar). Hins vegar hafa flestir hlíft Súharto og hans herstjórum við ámæli. Bandaríkjamenn og Bretar seldu Indónesum umyrðalaust öll þau vopn sem þeir þurftu til að bæla niður mótspymu á Tímor. Talsmenn þessara vestrænu stór- velda gerðu sem minnst úr morð- um Indónesa - t.d. hélt utanríkis- ráðherra Breta, David Owen, því fram, að tölur um þau væru stórýktar og hefðu í mesta lagi 10 þúsundir beðið bana. Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „En ef menn vilja fmna stórtæka moröingja frá seinni árum er ekki lengra að fara en til Indónesíu. 1975, sama ár og Pol Pot komst til valda, réðst her Indónesíu inn í Austur-Tímor sem hafði verið portúgölsk nýlenda. “ Kirkjugarður með fjöldagröfum á Austur-Tímor - þriðja hvert mannsbarn var drepið. Ástæðan fyrir þessari linkind er einfóld: Súharto var talinn góður bandamaður gegn kommúnisma, hann var og í þann veginn að gera Indónesíu að gósenlandi fyrir miklar og arðbærar vestrænar fjárfestingar. Ástralíumenn gengu svo langt til að hafa hann góðan (til að fá hagstæða samninga um olíu) að þeir neituðu að veita nokkrum þeim hæli sem pólitísk- um flóttmönnum sem flúðu grimmdina á Tímor. Norðurlanda- menn stóðu sig sæmilega í því að minna á málstað Tímormanna, en fáir hlustuðu á það tal. Það var ekki fyrr en Súharto hafði hrært svo rækilega í efnahagskerfi Indónesa með græðgi og spillingu að fjárfestingamar voru í hættu að vesturveldin létu hann róa. Og fóru jafhvel að viðurkenna að ekki væri allt í lagi með framferði Indónesa á Tímor - og víðar. Það eru viðskiptahagsmunir helstu stórvelda sem ráða því á hverjum tima hvemig er sagt frá morðum og kúgun, hvort þagað er um stórglæpi og hver er borinn saman við hvem. Svo einfalt er það. Ámi Bergmann Bankarán ríkisstjórnarinnar Það hryggði mitt hjarta þegar minn gamli vin, Hjálmar Ámason fyrrverandi þingmaður bráðum, sá sig knúinn til að verja banka- rán ríkisstjómarinnar á síðasta ári. Siðleysið og skrípaleikurinn í kringum svokallaða einkavæð- ingu bankanna og nokkmra ríkis- fyrirtækja hefur verið með slíkum endemum að öllum almenningi blöskrar. Hvað er það annað en rán þegar vörsluaðilar almannafjár eða al- manna verðmæti? Hvað yrði gert við stjómendur almenningshluta- félags sem gæfu eignir félagsins eða seldu þær langt undir mark- aðsverði? í fyrsta lagi yrði þeim sparkað út í hafsauga hið snarasta og gott ef ekki læstir bak við lás og slá eins og hveijir aðrir gripdeild- armenn. Forsmáður hagur hins almenna borgara Almenningur í landinu á ríkis- fyrirtækin allur jafnt. Hjálmar rómaði hringa- vitleysuna í kringum Búnað- arbankann í kjaflaragrein hér í blaðinu. Hann minntist ekki á sölu hlutabréfa í Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins og fleiri fyrirtækja rikis- ins. Á þeim hlutabréfaviðskiptum græddu einstcika fjölskyldur hálfa til eina milljón króna með að kaupa og selja svo aftur. Skyldi það hafa verið almenningur sem keypti þessi hlutabréf langt undir markaðs- verði? Nei, það var tfl að gera fámennur hóp- ur verðbréfaspekúlanta og auðvitað einhverra sem vildu fjárfesta. Ekki lái ég þeim að grípa gæsina meðan hún gafst. Það voru selj- endumir sem bragðust umbjóðendum sínum. Ríkisstjómin rændi sína eigin þegna, for- smáði hag hins al- menna borgara í þágu fárra útvaldra. Ríkið og almenningur deili arðinum Ef stjórnendur þessa lands, Dav- íð, Halldór og co., vilja láta al- menning njóta afraksturs eigna sinna beint þá er eina sanngjama leiðin að færa hveijum og einum borgara þessa lands jafiian hlut í fyrirtækinu. Þannig mætti hugsa sér að ríkis- fyrirtæki, fyrirtæki almennings, verði færð eigendum sín- um beint að hluta til, hvort heldur væri um að ræða 10%, 30% eða 50%. Síðan gæti ríkið hirt sinn skerf með sölu á afgangnum og þá á opnum til- boðsmarkaði. Þannig yrðu hags- munir eigenda þessara ríkisfyrir- tækja best tryggðir og mönnum ekki mismunaö eftir því hvort þeir era virkir á verðbréfamark- aðnum eða hvort þeir láta sér nægja að afla sér viðurværis með eigin vinnuframlagi. Tryggvi Harðarson „Ef stjórnendur þessa lands, Dav- íð, Halldór og co., vilja láta ab menning njóta afraksturs eigna sinna beint þá er eina sanngjarna leiðin að færa hverjum og einum borgara þessa lands jafnan hlut í fyrirtækinu. “ mannaeigna gefa eða selja langt undir markaðsverði annarra Kjallarinn Tryggvi Harðarson járnabindingamaður Með og á móti 50 störf Plastos flutt frá Garðabæ til Akureyrar MJÖg gott mál Þessi flutningur framleiðslu- deildar fyrirtækisins Plastos hingað til Ak- ureyrar er auðvitað mjög gott mál og ég fagna því mjög að menn sjá tækifæri i því að byggja upp fyrirtæki hér í bænum og trúa á ágæti staðarins. Vonandi verður þetta styrkja þann grunn sem Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri. til að við byggjum tilveru okkar á, Það er sem betur fer alltaf eitthvað jákvætt að gerast í þessum málum þótt ekki sé það allt jafnstórt í sniðum og þetta einstaka tilvik. Það liggur fyrir vilji fyrirtækja til að fjárfesta hér í bænum sem er auðviutað hið besta mál og má benda á umræðuna um nýja verslunar- miðstöð í því sambandi. Það er auðvitáð gott mál þegar eitt- hvað er í pípunum eins og hér er og ég fagna því heilshugar. Slæmt að missa störf „Ég er ekki alveg viss um að hér sé um að ræða störf sem öll eru í Garða- bæ en það era um tvö ár síð- an Plastos- verksmiðjan var tekin í notkun á nýj- um stað í Garðabæ og flutti þaðan frá Reykja- vík. Það er alltaf slæmt að missa atvinnurekstur og störf úr sveitarfélaginu en ég á ekki von á því aö húsiö fari þannig að í það komi annar at- vnuiurekstur í staðinn. Við get- um hins vegar lítið stjórnað því hvar fyrirtæki ákveða að hafa starfsemi sína. Ég þekki það ekki hve mörg störf eru i boði í Garðabæ sjálf- um en þar búa margir sem vinna í öðram bæjarfélögum. Eitt stærsta fyrirtæki okkar er Vifilsstaðaspítali og þar starfa mjög margir. í könnun sem gerð var kom í ljós að Garða- bær er engan veginn svefnhær því að þar starfa ótrúlega margir. Það er alltaf slæmt að missa störf og starfsemi út úr bæjarfélaginu en við höfum þó ekki haft neinar tekjur af þess- ari starfsemi frekar en annarri. Atvinnustarfsemi greiðir af- skaplega lítið til sveitarfélag- anna, það eru fyrst og fremst starfsmennirnir sem greiða út- svar til bæjarfélagsins ef þeir era búsettir í því. -gk Einar Sveinbjörns- son, bæjarstjórnar- maður í Garöabæ. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.