Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
Bjórauglýsingabannið:
Löggan að
vígbúast
Lögreglan bíður nú ákvörðunar frá
saksóknara lögreglustjóraembættisins
hvemig skuli framfylgja niður-
stöðum nýfallins dóms Hæstaréttar
um bann við áfengisauglýsingum.
„Það kemur ekki annað til en að
þessu verði fylgt eftir, það er alveg
ljóst,“ sagði Geir Jón Þórisson aðstoð-
aryflrlögregluþjónn við DV í morgun.
Ágreiningur um hvort leyfilegt sé
að auglýsa bjór hér á landi eða ekki
hefur nú verið útkljáður með dómi
Hæstaréttar sem kveðinn var upp í
gær. Niðurstaðan er sú að bann við
áfengisauglýsingum brjóti ekki í bága
við stjórnarskrá. „Við látum það ekki
lengur líðast að menn séu að brjóta af
sér með þessum hætti," sagði Geir
Jón sem bætti því við að lögreglan
myndi sjá um að auglýsingaskilti
wðu fjarlægð ef þörf gerðist.
'-'^Amar Haukur Ottesen, markaðs-
stjóri Egils Skallagrímssonar ehf.,
sagði við DV í morgun að fyrirtækið
myndi stöðva allar sínar bjórauglýs-
ingar. „Við hættum þessu í bili en telj-
um bannið vera gróílega mismunun
hvað varðar innlenda framleiðendur
og hina sem eru að flytja inn bjór. Það
verður sjálfsagt farið út í að reyna að
fá þessum lögum breytt, hvort sem við
gerum það eða aðrir.“ -JSS
Lögregla yfirheyrir starfsstúlkuna Hún gat gefið greinargóða lýsingu á ræningjanum sem varð til þess að hann var
handtekinn í nótt. Þetta rán eins og flest önnur, sem framin hafa verið upp á síðkastið, upplýstist.
DV-mynd HH
Leitarhundar voru notaðir til að
rekja slóð mannsins.
Enn eitt vopnaö rán:
Ræninginn
náðist
Enn eitt vopnað rán í söluturni var
framið í Reykjavík í gærkvöld. Það
var um kl. 20:30 að karlmaður um tví-
tugt réðst inn í sölutum á Hagamel 67
og krafðist þess að starfsstúlka versl-
unarinnar afhenti honum peningana í
búðarkassa verslunarinnar. Hann
ógnaði starfsstúlkunni með eggvopni.
Ræninginn hafði um 40.000 krónur
upp úr krafsinu og um 13 vindlinga-
lengjur. Starfsstúlkan í versluninni
gat geflð greinargóða lýsingu á ræn-
ingjanum og leitaði lögregla hans í
nótt, m.a. með aðstoð leitarhunda.
Ræninginn náðist svo eftir nokkra
leit. Flest rán sem framin hafa verið
upp á síðkastið eru upplýst. -hb
_ Helgarblað DV:
í fremstu röö
Menningarverðlaun DV voru veitt í
21. skipti á fimmtudag. í Helgarblaði
DV er rætt við verðlaunahafana um
listina og líflð.
í blaðinu verða nöfn þingmann-
anna þýdd á skemmtilegan og jafn-
framt fræðandi hátt. Rætt verður við
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor nýs
Listaháskóla, um þann nýja vettvang
lista sem þar skapast.
Fyrir 40 árum var togarinn Þorkell
Máni og áhöfn hans talin af en þrátt
fyrir miklar hremmingar komst skip-
ið til hafnar og nú, 40 árum síðar, hitt-
' '3st eftirlifandi skipverjar.
Sjálfstæðismenn hættir við Mitsubishi-ferð borgarstjóra:
Aumlegt yfirklór
- segir Guðlaugur Þór Þórðarson um yfirlýstan tilgang ferðarinnar
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
Reykjavíkur hafa hætt við að taka
þátt í boðsferð Mitsubishi Heavy
Industries til Tokyo. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri sagði í sam-
tali við DV á miðvikudag að ferðin
væri heimsókn til Tokyoborgar og líta
ætti við hjá Mitsubishi í leiðinni.
Samkvæmt dagskránni sem DV hefur
undir höndum er dagskráin prentuð á
bréfsefni Heklu hf, umboðsaðila
Mitsubishi og er nánast eingöngu
heimsókn til verksmiðja
og bækistöðva fyrirtæk-
isins. Dvalið verður í
Japan í tæpa átta daga,
en aðeins að þriðjudags-
morgni 2. mars gefst full-
trúum Reykjavíkurborg-
ar kostur á að hitta full-
trúa Tokyoborgar og fara
með þeim í skoðunarferð.
Ekki er tekið fram hvort
þessir fulltrúar Tokyo
séu kjörnir fulltrúar eða
venjulegir starfsmenn.
Guðlaugur Þór Jóna Gróa Sig-
Þórðarson. urðardóttir.
Aðeins er minnst á
„representatives of
Tokyo City.“
“Þegar við sam-
þykktum að fulltrúi
okkar í stjóm veitu-
stofnunar tæki þátt
í þessari ferð að ósk
borgarstjóra var
talað um það að
fara ætti í heim-
sókn til borgar-
stjómar Tokyo og
líta ætti við hjá
Mitsubishi, svo ég
noti eigin orð Ingi-
bjargar Sólrúnar
Gísladóttur í DV,“
sagði Jóna Gróa
Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks í
samtali við DV i
morgun. Hún
benti á að fram
hefði komið hjá
Alfreð Þorsteinssyni að höfuðtilgang-
urinn væri sá að kynnast Tokyo sem
menningarborg og ekki síður nýrri
tækni við að leggja ljósleiðara í hol-
ræsi.
“Þegar við fengum dagskrána í
hendur á miðvikudagskvöld kom í
ljós að um er að ræða fyrst og fremst
heimsókn til Mitsubishi og borgar-
sljóri og fylgdarlið hans verða að öllu
leyti í umsjá Mitsubishi allan tímann.
Það var því mat okkar að okkur væri
það ekki sæmandi að taka þátt í
þessu,“ sagði Jóna Gróa Sigurðardótt-
ir.
Guðlaugur Þór Þórðarson borgar-
fulltrúi tekur í sama streng og Jóna
Gróa. Hann segir ómögulegt að lesa
það út úr dagskránni að um sé að
ræða menningarferð eða opinbera
heimsókn til Tokyoborgar og ljósleið-
araskoðun. Það sé því vandséð hvaða
erindi kjörnir borgarfulltrúar eigi
þarna út. Þá sé erfltt að sjá siðferði-
lega réttlætingu þessarar farar á veg-
um Mitsubishi, eins viðskiptaaðila
borgarinnar.
Þá sé það harla sérkennileg eftirá-
skýring og aumlegt yfirklór að til-
gangur ferðarinnar sé að skoða ljós-
leiðara í skolplögnum. Það hefur í
fyrsta lagi aldrei verið rætt í stjóm
Orkuveitunnar. Ef það væri tilgangur
ferðarinnar þá væri dagskráin með
öðrum hætti og fráleitt að senda
kjörna fulltrúa út, heldur einungis
tæknimenn. ÖU slik rök eru úr lausu
lofti gripin og vandræðalegar eftirá-
skýringar og yfirklór -SÁ
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Veðrið á morgun:
Léttir til
víðast hvar
Á morgun verður austankaldi
og él, einkum suðaustan- og aust-
anlands og einnig norðan til á
Vestfjörðum. Léttir heldur til 1
öðrum landshlutum. Frost verður
á bilinu 0 til 8 stig.
Veðrið í dag er á bls. 29.
Ný, öflugri
og öruggari
SUBARU
IMPREZA
Ingvar
Helgason hf.
Scevarhöfba 2
Stmi 525 8000
www.ih.is