Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir :dv Hollenskar konur neita að fara frá Galttir: Misstu eigin- menn og börn Thule-mál í rétt Eystri-landsréttur í Kaup- mannahöfh tekur skaðabótakröf- ur íbúa 1 Thule á Grænlandi gegn danska ríkinu fyrir á mánudag. Áttatíu fyrrum íbúar í Thule krefjast hundruð milijóna króna í bætur fyrir að vera fluttir nauð- ugir frá heimilum sínum árið 1953 þegar reist var herstöð fyrir bandaríska flugherinn í Thule. Málflutningi lýkur í apríl. Uppboö munu byrja á skrifstofu embætt- isins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriöjudaginn 2. mars 1999, kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Hraunalda 1, Hellu. Þingl. eig. Hermann Ingason. Gerðarbeiðandi er Byggingar- sjóður rfkisins. Strandarhöfuð, V-Landeyjahreppi. Þingl. eig. Albert Jónsson. Gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn á Selfossi. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLA- SÝSLU UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Baldursgata 28, 25% ehl., þingl. eig. Björg Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Sam- einaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 2. mars 1999 kl. 14.00. Miklabraut 46, 50% ehl. í íbúð á 2. hæð m.m., ásamt hlutdeild í sameign og bíl- skúr í matshluta 02, þingl. eig. Hjalti Sig- urjón Hauksson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Kristrún M. Þórðardóttir, Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. mars 1999 kl. 15.00. Rauðalækur 35, 50% ehl. í 5 herb. íbúð á 3. hæð (þakhæð), þingl. eig. Þröstur Sig- urðsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. mars 1999 kl. 15.30._______________ Unnarbraut 12, 50% ehl. í kjallara, Sel- tjamamesi, þingl. eig. Sigurþór Sigur- þórsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, þriðjudaginn 2. mars 1999 kl. 16.00._____________________________ Öldugrandi 3, 3ja herb. íbúð, merkt 0102, þingl. eig. Aðalheiður G. Hauksdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 2. mars 1999 kl. 16.30.___________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Tvær hollenskar konur, sem báðar misstu eiginmenn og tvö böm í snjó- flóðinu í Galtúr í Austurríki, neita að yfirgefa bæinn með þyrlu þar sem eitt barnanna, fimm ára gamalt, er enn ófundið. Mæðumar vilja heldur ekki þiggja boð yfirvalda um að flog- ið verði til Hollands með hina látnu strax. Hollensku fjölskyldurnar ætluðu að halda veislu í húsinu sem þær gistu í og höfðu konumar farið út til að gera innkaup saman. Nokkrum mínútum síðar var gististaðurinn rústir einar og eiginmenn þeirra og börn látin. í gærkvöld höfðu fundist lík 33 fómarlamba snjóflóðanna í Galtúr og Valzur. Björgunarmenn segja að 64 hafi grafíst i snjóinn. Hægt var að bjarga 17 nærri þvi strax. Níu liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Meðal þeirra er Alois sem er fjögurra ára. Björgunarhundur fann Álois er hann hafði legið næstum því tvær klukkustundir undir snjónum. Var drengurinn nær dauða en lífi. ÍLeukerbad í Sviss eyðilögðust í gær sex fjölbýlishús er björgunar- mönnum mistókst að framkalla snjó- flóð. Þrjátíu manns komust heilir á húfi út úr húsinu sem varð verst úti. Bæði í Austurríki og Sviss hafa nú biðraðir í þyrlur tekið við af biðröð- um í skíðalyftur. Ferðamenn eru reiðubúnir að greiða hátt verð til að komast frá hættusvæðunum. Talið er að um 100 þúsund manns séu inn- lyksa í Ölpunum. Sums staðar varð að setja verði við lendingarstaði þyrlnanna til að koma á röð og reglu þar sem slegist var um sætin í þeim. Talsmaður eins þyrlu- fyrirtækisins kvaðst hafa yfir 16 til 18 þyrlum að ráða sem gætu farið 40 ferðir á dag. Hafði fyrirtæki hans flutt 12 þúsund manns frá Grindelwald og Adelboden í Sviss. Sex mínútna ferð kostar um 5 þús- und íslenskar krónur. Verða ferða- menn að taka miða með númerum til að tryggja sér sæti. Þeim sem bera ábyrgð á öryggis- málum gremst þrýstingur frá ferða- þjónustunni. „Mannslífm eru í fyrir- rúmi,“ sagði talsmaður lögreglunnar, Markus Rieder. í gær tókst að bjarga þremur frönskum skíðamönnum sem hafst höfðu við í níu daga í snjóhúsi í þrjú þúsund metra hæð í frönsku Ölpun- um. Tvö ný snjóflóð féllu í frönsku Ölpunum í gær. Einn lést og þrír slösuðust í snjóflóðunum. Ferðamenn frá Galtúr viö komuna til Landeck í gær. Tugir þúsunda ferðamanna eru enn innlyksa á hættusvæöunum í Ölpunum. Símamynd Reuter Sl AN^ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1982- l.fl. 1983- l.fl. 01.03.99-01.03.00 01.03.99-01.03.00 kr. 203.297,40 kr. 118.116,00 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. | Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. febrúar 1999. SEÐLABANKIÍSLANDS Vitni í hættu vegna nafnabirt- ingar í skýrslu Lögreglan i London hefur nú boðið lykilvitnum, sem gáfu upp- lýsingar um meinta morðingja blökkupiltsins Stephens Lawrences, vemd þar sem nöfn þeirra vora óvart birt í opinberri skýrslu sem gagnrýndi störf lög- reglunnar. Jack Straw, innanrík- isráðherra Bretlands, sagði í gær að lögreglan teldi að sum vitn- anna gætu nú verið í hættu. Hundrað eintaka af skýrslunni höfðu verið send út áður en það uppgötvaðist að nöfn og heimilis- föng lykilvitna vora í henni. Grikkir sækja fylgdarkonur Ocalans Þrjár kúrdískar fylgdarkonur Kúrdaleiðtogans Abdullahs Öcal- ans fóra í gær frá Keníu til Aþenu í fylgd griska sendiherrans. Yfir- völd í Keníu höfðu krafðist þess að sendiherrann yrði kallaður heim. Tveir tyrkneskir lögmenn fengu í gær að heimsækja Öcalan á fangaeyjuna í Marmarahafi. Skjálfti í Japan Öflugur jarðskjálfti, sem mæld- ist fimm stig á japanskan kvarða sem mælir hæst sjö stig, skók norðurhluta Japans í morgun. Svo virðist sem litlar skemmdir hafi orðið. Clinton í afmæli Bill Clinton Bandaríkjaforseti hélt I sex daga ferðalag um vest- urríkin í gær. Hann ætlar að ræða pólitík en ekki síður að fagna nitján ára afmæli dóttur- innar Chelsea sem er við nám í Kalifomíu. Forsetafjölskyldan mun ætla að renna sér á skíðum í Utah um helgina. Kveikti í 50 kirkjum Bandarískur karlmaður á fer- tugsaldri hefur viðurkennt að hafa lagt eld að 50 kirkjum í ellefu ríkjum. Maðurinn hafði tvo sér til aðstoðar og voru íkveikjumar hluti djöfladýrkunarathafnar. Búist við ESB-deilum Búist er við að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins muni deila hart á fundi sínum í Bonn í dag. Það era nauðsynlegar umbætur á fjárlögum ESB sem deilt er um. Olivetti hafnað enn ítalska símafyrirtækið Telecom Italia setti sig í gær enn upp á móti því að tölvurisinn Olivetti tæki það yfir. Flugvél út af Að minnsta kosti þrír fórast þegar lítil farþegavél fór út af braut á flugvellinum í Genúa á Ítalíu og út í sjó. Síðasti geirfuglinn? Rándýr rannsókn Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, á hneyklismálum tengdum Bill Clinton Banda- ríkjaforseta verður að öllum líkindum tU þess að embætti þetta verður lagt niður. í öld- ungadeUd Bandaríkjaþings er nú meirihluti fyrir því að leggja emb- ættið niöur. Þvi var komið á lagg- imar fyrir 21 ári, í kjölfar Wa- tergate-hneykslis Nixons forseta. Kapphlaup upp stiga Tveir Ástralir sigruðu i árlegu kapphlaupi upp stiga Empire State byggingarinnar í New York. Paul Crake varð fyrstur í karla- flokki og fór þrepin 1576 á 10 mín- útum og 15 sekúndum. Með blóðugar hendur Sannleiksnefnd í Gvatemala sagði í gær að her landsins bæri ábyrgð á flestum voðaverkunum í borgarastyrjöldinni, einhverri þeirri lengstu og grimmUegustu í Rómönsku Ameriku. Bandarísku leyniþjónustunni CIA var einnig kennt um mannréttindabrot. Heilbrigðiskreppa Ný heimastjóm Jonathans Motzfeldts á Grænlandi stendur frammi fyrir al- varlegri kreppu í heUbrigðis- kerfi landsins. í skýrslu ráðgjaf- arfyrirtækis í Kaupmanna- höfn er heima- stjórnin harð- lega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína á heUbrigðismálunum. Fljúgandi belja Ökumaður í Kaliforníu lét lífiö á miðvikudagskvöld þegar 340 kUóa kvíga kom fljúgandi inn um framrúðuna á bU hans. BUl nokk- ur hafði ekið á skepnuna sem við það hófst á loft og lenti á bU hins ólánsama manns sem kom úr gagnstæðri átt, með fyrrgreindum afleiðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.