Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 17
16
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
17
íþróttir
*9- ENGUND
Enskir fjölmiölar hafa undanfama
daga verið að velta því fyrir sér hvort
Lazio á Ítalíu hafi raunverulegan
áhuga á að kaupa Michael Owen frá
Liverpool. Þessu hafa forráðamenn
Liverpool alfarið neitað og segja að
Owen hafi fullvissað þá um að ekkert
slíkt væri í farvatninu.
í itölskum fjölmiölum
hefur verið greint frá
samkomulagi Owens og
Lazio þess efnis að Lazio
hafl fýrst rétt á því aö
ræöa við Owen ákveði
hann að yfirgefa Liver-
pool. Owen hefur harð-
neitað því að slikt sam-
komulag sé til staðar.
Silvio Maric, Króatinn sem New-
castle keypti á dögunum, hefur Ioks-
ins fengið atvinnuleyfi eftir nokkurt
þóf. Það sem helst stóð I veginum var
hve fáa landsleiki Maric hefur leikið
fyrir landslið Króatiu.
Maric þessi hefur vakið mikla at-
hygli í enskum fjölmiðlum og þá
einkum og sér í lagi fyrir ákveðnar
lýsingar hans á ensku kvenfólki sem
hann telur sérlega ófrítt. Maric er
orðinn löglegur með Newcastle og
reiknað er með aö hann leiki sinn
fyrsta leik á sunnudag er Newcastle
leikur gegn Englands- og bikarmeist-
urum Arsenal.
Jóhann B. Guömundsson skoraði
fyrir varalið Watford i 2-0 sigri á Ful-
ham i fyrrakvöld.
Lárus O. Sigurösson
var settur í varalið
Stoke ásamt 8 öðrum
fastamönnum þegar
það gerði 0-0 jafhtefli
viö Liverpool í
fyrrakvöld. Brian Little,
stjóri Stoke, er orðinn
þreyttur á slöku gengi
aö undaniomu og greip
því til þessa ráðs.
Stóm liðin á Spáni og á Ítalíu eru
byijuð að bera viumar í Nicolas
Anelka, framherjann frábæra hjá
Arsenal. Vitað er að Börsungar hafa
haft augastað á Anelka og nú er
Juventus komið í slaginn og fregnir
herma að liðið sé reiðubúið aö borga
2,2 milljarða fyrir kapann.
Jaap Stam verður ekki með
Man.Utd þegar liöiö mætir
Southampton á morgun. Stam
meiddist í leiknum gegn Coventry en
góðar líkur em á að Hollendingurinn
sterki verði klár í slaginn á
miðvikudag þegar United mætir
Inter. -SK/VS/GH
í kvöld
1. deild karla i körfuknattleik:
Breiöablik-ÍS................20.00
Þór Þorl.-Fylkir.............20.00
2. deild karla i handknattleik:
Ögri-Hörður..................20.00
Þór Ak.-Fjölnir .............20.00
NBA-DEILDIN
Úrslitin í nótt:
Washington-Sacramento . 105-115
Howard 17, Jackson 17 - Divac 22,
Webber 17, Williams 17, Williamson
16.
Cleveland-Indiana ........74-81
Kemp 16, Potapenko 13, Newman 12 -
Smits 20, Jackson 15, Miiler 12.
NY Knicks-Minnesota . . . 115-113
Houston 26, Johnson 22, Ewing 20 -
Gamett 25, Smith 22.
Dallas-Denver ............90-81
Trent 18.
Houston-Atlanta............87-93
Olajuwon 16, Pippen 15, Dickerson 14,
Mobley 13 - Long 20, Corbin 17,
Blaylock 16.
Chicago-76ers..............80-98
Kukoc 16, Barry 13, Bryant 12 -
Iverson 33, Ratliff 12, Snow 12.
Vancouver-Phoenix ........86-94
Rahim 22 - McCloud 16, Chapman 16.
LA Clippers-LA Lakers . . 100-115
Taylor 20, Murray 12, Olowokandi 12,
Rogers 12 - O’Neal 19, Jones 17, Fox
16. -SK
Kvennaliðunum
fjölgar um eitt
Fjórtán lið taka þátt í 1. deildar
keppni kvenna í knattspyrnu í sum-
ar, einu fleiri en á síðasta ári.
Sameiginlegt lið Reynis, Keflavík-
ur og Víðis, sem nefnist RKV, bæt-
ist við og þá kemur Sindri frá
Homafírði inn í deildina á ný eftir
árs hlé. Leiknir á Fáskrúðsfirði
sendir hins vegar ekki lið að þessu
sinni.
Þá sendir Dalvík sjálfstætt lið í ár
en í fyrra vora Leiftur og Dalvík
með sameiginlegt lið. Lið Akureyr-
inga leikur undir nafninu Þór/KA í
stað ÍBA áður, og fyrir austan er
Höttur kominn með Hugin í sam-
starf með sér.
Liöin leika í þremur riðlum sem
era þannig skipaðir:
A-riðill: Fylkir (Reykjavík), RKV
(Suðumes), FH (Hafnarfjörður),
Grótta (Selfoss), Fjölnir (Reykjavík),
Selfoss.
B-riðill: Tindastóll (Sauðárkrók-
ur), Hvöt (Blönduós), Dalvík,
Þór/KA (Akureyri).
C-riðill: KVA (Eskifjörður/Reyð-
arfjörður), Huginn/Höttur (Seyðis-
fjörður/Egilsstaðir), Sindri (Horna-
fjörður), Einherji (Vopnafjörður).
Leikin er þreföld umferð í A-riðli
en fjórföld í hinum tveimur. Tvö lið
fara í úrslit úr A-riðli en eitt úr
hvoram hinna. Sigurliðið í úrslita-
keppninni fer upp í úrvalsdeild og
lið númer tvö mætir næstneðsta liði
úrvalsdeildar í aukaleikjum um
sæti þar. -VS
Varnarleikur Brynju
gerði útslagið
- þegar Minden vann SV Berlín í bikarnum
Minden, lið Brynju Steinsen, komst í fyrra-
kvöld í 8 liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í
handknattleik með góðum sigri á SV Berlin,
32-28.
„Ég byrjaði ekki inni á, enda hef ég ekki
æft með liðinu í heila viku vegna leikjanna
gegn Króatíu um siðustu helgi. En við erum
famennar, höfðum t.d. aðeins tvo varamenn
svo ég lék í vöminni nær allan tímann.
Miðjumaðurinn okkar, sem er tékknesk
landsliðskona með um 150 landsleiki, hefur
verið meiddur og ég hef spilað á miðjunni í
vöminni. Ég hef ekki viljað spila inni á miðj-
unni í sóknarleiknum því Þjóöverjarnir vilja ekki spila frjálsan bolta,
vilja bara keyra kerfin strax, en ég vil láta boltann fljóta," sagði Brynja
Steinsen, í samtali við DV í gær.
„Það er búið að draga í 8 liða úrslitin sem verða leikin í lok apríl. Við
spilum á móti liði úr B-deildinni, svo við ættum að komast áfram. Úr-
slitakeppni bikarsins er mjög skrýtin, undanúrslitin era leikin á laugar-
degi og úrslitaleikurinn fer síðan fram daginn eftir, á sunnudeginum,"
sagði Brynja, sem skoraði eitt mark í leiknum.
í þýska blaðinu Mindener Tageblatt er sagt að vendipunktur leiksins
hafi verið sterkur vamarleikur Brynju þegar hún var sett gegn kín-
verska markahrellinum Chao Zhai, í stöðunni 15-17. Við það riðlaðist
leikur Berínarliðsins en Minden gekk á lagið, skoraði 6 mörk í röð og
lagði granninn að góðum sigri. -ih
Knattspyrnuhús í undirbúningi:
Sex félög í samvinnu
Sex félög á höfuðborgarsvæðinu
stofna á morgun með sér félag um
byggingu knattspymuhúss í fullri
stærð. Þetta eru Kópavogsfélögin
HK og Breiðablik, Stjaman úr
Garðabæ, UMF Bessastaðahrepps
og Hafnarfjarðarfélögin FH og
Haukar.
Félagið mun, samkvæmt heimild-
um DV, heita Knatthús ehf. og fyrst
í stað verður aðeins um að ræða
könnun á því hvort raunhæft sé að
þessi félög og þeirra sveitarfélög
geti staðið saman að byggingu slíks
Kvennakarfa:
Spennandi
í Grindavík
Þrjár efstu stúlkurnar í stigakeppninni. Frá vinstri: Zsuzsa Szabo, Ungverjalandi, sem
fékk 1,4 milljónir, heimsmethafinn Nicole Humbert frá Þýskalandi sem fékk 700 þúsund
og Vala Flosadóttir sem f ekk 350 þúsund krónur. Pressbild
1. DEILD KVENNA
12 12 0 0 894-529 24
ÍS 12 9 0 3 717-582 18
Keílavík 12 7 0 5 654-661 14
Grindavík 12 3 0 9 605-706 6
Njarövik 11 3 0 8 537-770 6
ÍR 11 1 0 10 558-717 2
Toppslagur er á dagskrá á mánu-
dagskvöldið en þá sækja deildameist-
arar KR-inga Stúdínur heim i Kenn-
araháskólann og hefst leikurinn
klukkan 20.
húss.
Fyrsta knattspymuhúsið á ís-
landi verður reist í Reykjanesbæ á
þessu ári og á að vera tilbúið til
notkunar í ársbyrjun 2000.
-VS
DV, Grindavík:
Grindavík sigraði ÍR, 79-70, í 1. deild kvenna
í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöld eftir að
staðan í háifleik var 33-37 fyrir ÍR. Leikurinn
var fjöragur, nokkuð kaflaskiptur og baráttan
allsráðandi aflan tímann.
ÍR-stúlkur skoruðu síðustu 14 stigin i fyrri
hálfleik og fyrstu tvær körfumar í siðari hálf-
leik. Þá tóku stúlkumar í Grindavík kipp og
komust yflr, 45-43. Eftir það var leikurinn í
jámum, heimaliðið leiddi þó ávallt og vann að
lokum góðan sigur. Bandaríski leikmaðurinn
E. C. Hill í liði Grindavikur lék sinn fyrsta leik
og átti mjög góðan leik. Hún skoraði 23 stig ,
Rósa Ragnarsdóttir skoraði 17 stig og Sandra
Guðlaugsdóttir 15. Hjá ÍR skoraði Gréta Grét-
arsdóttir 26 stig, Hfldur Sigurðaradóttir 20 stig
og Þórunn Bjamadóttir 13 stig.
Stórsigur Keflvíkinga
í Keflavík sigraðu heimastúlkur nágranna
sína í Njarðvík, 95-50, eftir að staðan í hálfleik
var, 49-19, fyrir Keflavík.
Hjá Keflvíkingum vora þær Marin Karlsdótt-
ir og Kristín Blöndal stigahæstar með 16 stig.
Hjá Njarðvikingum var Pálína Gunnarsdóttir
stigahæst með 14 stig og Amdís Sigurðardóttir
skoraði 10 stig. -bb/JKS
Þórey Edda Elísdóttir heldur áfram
að gera góða hluti f stangar-
stökkinu. I gær stökk hún 4,31
metra og varð í 3. sæti á mótinu í
Globen í Stokkhólmi.
Fram hefur rætt
við Þorberg
- um aö taka viö þjálfun liðsins af Guömundi Guðmundssyni
Þó nokkrar
þreifingar eiga
sér stað á þjálf-
aramarkaðnum
í 1. deild karla í
handknattleik
fyrir næsta
tímabfl.
Vitað er að þrjú
félög, Fram, FH,
og ÍR, eru að
leita fyrir sér að þjálfara en núver-
andi þjálfarar þessara félaga munu
hætta eftir tímabflið. Þá þykir víst
að Jón Kristjánsson verði ekki þjálf-
ari Vals á næstu leiktíð.
Samkvæmt heimfldum DV er
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
ÍBV, efstur á óskalista Framara um
að taka við starfi Guðmundar Guð-
mundssonar og hafa forráðamenn
Safamýrarliðsins þegar rætt við
Þorberg og gerðu það reyndar áður
en Guðmundur Guðmundsson gekk
frá sínum málum við þýska liðið
Dormagen. Samningur Þorbergs við
ÍBV rennur út eftir tímabilið í vor.
FH með Viggó og Júlíus í
sigtinu
FH-ingar hcifa rætt við tvo menn
vegna þjálfarastöðunnar hjá félag-
inu en Kristján Arason hefur ákveð-
ið að taka sér hvíld frá þjálfun. Það
era þeir Viggó Sigurðsson og Júlíus
Jónasson. Viggó var nýlega sagt
upp störfum hjá Wuppertal og í
samtali við DV taldi hann 50% líkur
á að hann kæmi heim í vor. Fleiri
félög á íslandi hafa rætt við Viggó.
Júlíus Jónasson er á heimleið í vor
frá Sviss. Hann segir að vel komi til
greina að taka að sér þjálfun og DV
hefur heimildir fyrir því að nokkur
félög fyrir utan FH hafi einnig rætt
við hann.
Forráðamaður ÍR-inga sagði í
samtali við DV í gær að þeir væra
að skoða sín mál og að Kristján
Halldórsson, þjálfari lR, sem tekur
við norska kvennaliðinu Stabæk í
sumar, yrði þeim innan handar við
að útvega góðan þjálfara.
-GH
Stigamót innanhúss í Stokkhólmi í gærkvöld:
Þórey Edda á palii
- nýtt heimsmet í stönginni og Vala 350 þúsund krónum ríkari
Tvö heimsmet vora sett á alþjóð-
legu frjálsíþróttamóti innanhúss í
Globen-höflinni í Stokkhólmi i gær-
kvöld. Þýska stúlkan Nicole Hum-
bert sigraði í stangarstökkinu, fór
yfir 4,56 og setti nýtt heimsmet.
Ástralska stúlkan Emma George átti
fyrra metið, 4,55 metra sem hún setti
í Adelaide í Astralíu í mars í fyrra.
Besti árangur Humbert fyrir mótið i
gærkvöld var 4,46 metrar svo að
bæting hennar var umtalsverð.
Þórey Edda stöðugt að bæta
árangur sinn
Vala Flosadóttir og Þórey Edda
Elísdóttir vora meðal keppenda og
hafnaði Þórey í þriðja sæti með
stökk upp á 4,31 metra sem er henn-
ar besti árangur og Vala lenti í
fjórða sæti með stökk 4,26 metra
stökk. Ungverska stúlkan Zsuzsa
Szabo lenti í öðru sæti, fór yfir 4,46
metra.
Þórey Edda sigraði á móti í Aþ-
enu í fyrrakvöld með því fara yfir
4,30 metra. Hún hélt síðan frá
Aþenu klukkan hálffimm í gær-
morgun áleiðis til Stokkhólms. Hún
lét ekki ferðaþreytuna aftra sér,
bætti sinn persónulegan árangur
um einn sentímetra og varð i þriðja
sæti eins og áður sagði.
Balakhonova verður eitt-
hvað frá keppni
Mótið i gærkvöld var lokamót
fjögurra stigamóta innahúss á síð-
ustu vikum. Vala keppti á öllum
mótunum en Þórey Edda fékk
óvænt boð í fyrradag í forföflum
Anzelu Balakhonovu en hún meidd-
ist illa í vikunni þegar hún lenti
utan í dýnu og skaddaðist á baki á
móti í Frakklandi.
Þegar samanlagður árangur
stangcirstökkvarana var reiknaður
eftir mótin fjögur kom í ljós að
Zsuzsa Szabo hafði sigrað með 26,5
stig. Hún hlaut að launum 1,4 millj-
ónir króna. í öðru sæti varð Nicole
Humbert með 17 stig og vann sér
inn 700 þúsund krónur. Vala Flosa-
dóttir varð þriðja í stigakeppninni
með 12 stig samtals og varð fyrir
vikið 350 þúsund krónum ríkari.
Vala mun ekki keppa á fleiri mót-
um fyrir heimsmeistaramótiö inn-
anhúss sem hefst í Japan í næstu
viku. Þórey Edda mun hins vegar
keppa á móti í Sindelfmgen í Þýska-
landi á sunnudaginn kemur áður
hún heldur á HM í Japan.
Mutola bætti eigið heimsmet
Síöara heimsmetið í Globen-höll-
inni í gærkvöld setti Mari Mutola
frá Mósambík í 1000 metra hlaupi,
hljóp vegalengdina á 2:30,96 mínút-
ur en hún átti einnig fyrra metið
sem var 2:31,23 mínútur.
-JKS
Heimsbikarkeppnin í handknattleik:
Svíar tefla fram gömlu refunum
Óraunhæfar yfirlýsingar
íslendingar voru teknir í bakaríið
í landsleik sínum gegn Bosníu í Evr-
ópukeppninni í körfuknattleik eins
og vænta mátti.
Engum heilvita manni datt í hug
fyrirfram að íslendingar ættu
minnstu möguleika gegn hinu ósigr-
aða liði Bosníu nema örfáum að-
standendum liðsins sem virðast ekki
þora að viöurkenna stöðu landsliðs
okkar um þessar mundir.
Fram á síðustu stundu komu
menn fram í viðtölum og töluðu um
að á mjög góðum degi ætti íslenska
liðið möguleika á sigri.
Hverjum er greiði gerður með
slíku tcdi. Gera menn sér ekki grein
fyrir því aö til þess að ná árangri i
Evrópukeppni landsliða í körfu-
knattleik þarf landslið að geta teflt
fram hávöxnu liði, líkamlega sterku
og sérlega hávöxnum miðherjum?
Engu skilar að ætla sér að tefla fram
tveggja metra mönnum í miðherja-
stöðuna. Þeir era hreinlega afgreidd-
ir, eins og kom svo berlega í ljós í
Laugardalshöllinni.
Og það skilar heldur engum ár-
angri að ætla sér að vinna hvern
landsleikinn á fætur öðram á þriggja
stiga körfum. Það hefur aldrei dugað
til sigurs eitt og sér og mun aldrei
duga. íslenska liðið skoraði sex
þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik
gegn Bosníu. Hverju skilaði það?
Liðið skoraði 25 stig í hálfleiknum og
var tuttugu stigum undir í leikhléi.
Körfuknattleikur á íslandi hefur
að mínu mati verið í afturför undan-
farin ár. Áhuginn hefur um
leið farið minnkandi á
úrvalsdeildinni hér
heima.
Það dugar ekki i
dag að gefa að-
göngumiða á lands-
leik gegn einu besta
landsliði Evrópu.
Áhuginn er svo lítifl
að fólk situr heima
og telur tíma sínum
betur varið viö aðra
hluti.
Landsliðið í körfuknattleik er
án sigurs i sinum riðli í Evrópu-
keppninni. Það eitt og sér er eðlilegt.
Við eigum ekki landslið í dag sem
nær að standast þeim bestu
snúning. Heimaleikur-
inn gegn Króatíu var
þó spor í rétta átt en
Króatar höfðu þó öll
tök i þeim leik
þrátt fýrir að leika
á hálfri ferð.
íslenskur körfu-
knattleikur var
skotinn niður á jörð-
ina með úrslitunum
gegn Bosníu. Sóknarleik-
ur okkar manna var hreint
ömurlegur og menn verða að við-
urkenna það. Yfirlýsingar aðstand-
enda og leikmanna landsliðsins
marga daga fyrir leikinn vora ekki
til fyrirmyndar. íþróttamenn, hvaða
íþrótt sem þeir stunda, verða að
vanda orð sín og skynja sína stöðu á
hverjum tíma.
Blekkingar í von um að fólk fjöl-
menni á leiki koma í bakið á mönn-
um síðar meir. Hver mun til dæmis
taka mark yfirlýsingum og viðtölum
við þessa sömu menn fyrir næsta
landsleik? Vonandi verða menn var-
kárari í yfirlýsingum sínum í fram-
tíðinni.
Stærð og styrkleiki liðs Bosníu
var til fyrirmyndar. Liöið spilaði frá-
bæran vel skipulagðan körfuknatt-
leik. Vamarleikur okkar manna var
þolanlegur en besta sóknarmann
Bosníu vantaði í lið þeirra. Okkur
vantaði Teit. Við voram hins vegar
teknir í bakaríið af alvöralandsliði.
Með öllum ráðum þarf að auka
hæðina í íslenskum körfuknattleik
ef menn vilja á annað borð eignast
alvöra landslið. Ekki gengur að tefla
fram miðherjum og framherjum í
bakvarðastærð annara þjóða. Þá
kom það berlega í ljós í leiknum
gegn Bosníu að líkamlegur styrkur
íslensku leikmannanna var lítill
miðað við styrk andstæðinganna. Sú
staðreynd hlýtur að vera þjálfuram
hér heima mikiö umhugsunarefni.
-SK
Svíar tefla fram mörgum gömlum
hetjum í heimsbikarkeppninni í
handknattleiks sem fram fer í Sví-
þjóð 15.-20. mars. Á mótinu taka
þátt þær þjóðir sem urðu í átta efstu
sætunum á HM í Kumamoto svo ís-
lendingar eru meðal þátttökuþjóða
og fyrsti leikur þeirra er einmitt
gegn Svíum.
Bengt Johansson, landsliðsþjálfari
Svía, valdi landsliðshóp sinn í gær og
þar er að finna mörg kunnugleg nöfh.
Þar má nefna Staffan Olsson,
Thomas Svensson, Ola Lindgren,
Magnus Wislander, Pierre Thors-
son, Thomas Sivertson og Magnus
Anderson. Með þessum kempum
eru innan um nýir og óreyndir leik-
menn sem fá eldskírn sina á mót-
inu. -GH
, Námskeið verður haldið á Grunnstigi ISI dagana 5.-7. mars nk.
í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum
barna og unglinga í íþróttum. Það tjallar um þroskaferli barna og unglinga,
undirstöðuatriði kennslufræði og næringarfræði, íþróttameiðsli og fleira.
Einnig verður skipulag og framkvæmd íþróttaskóla fyrir
yngstu börnin kynnt.
Námskeiðið hefst kl. 16.15 föstudaginn 5. mars og lýkur kl. 15.30
sunnudaginn 7. mars. Námskeiðsgjald er kr. 8.000 og greiðist á staðnum;
innifalið er allt námsefni og veitingar í hádegi laugardag og sunnudag.
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu S ,
sími 581 3377, fax 588 8848, netfang isi@toto.is
íþrótta- og Ólympíusamband íslands
íþróttir
Meistaramót íslands í fjölþrautum
innanhúss fer fram um næstu helgi í
umsjá frjálsíþróttadeildar Breiða- ,
bliks. Mótið hefst í Baldurshaga í
Laugardag kl. 13, bæði laugardag og
sunnudag. Á laugardag heldur það
áfram í Smáranum kl. 16 og á sunnu-
dag kl. 14.30. Sextán keppa i sjöþraut
karla og 14 í sexþraut kvenna. Jón
Arnar Magnásson verður á meðal
þátttakenda, ásamt félögum sínum í
tugþrautarlandsliði Islands, en þetta
er lokaæfing hans fyrir HM innan-
húss í Japan.
Allt besta borðtennisfólk landsins
tekur þátt í stigamóti í borðtennis í
TBR-húsinu á sunnudaginn. Keppt er
i öllum aldursflokkum karla og
kvenna og hefjast úrslit kl. 14.
i
Siöbúiö Þorramót í fim-
leikum verður haldið í
Laugardalshöil sunnu-
daginn 28. febrúar og
hefst kl. 13.00. Keppt er í
frjálsum æfmgurn en að
þessu sinni taka aðeins
stúlkur þátt í mótinu.
Keppendur verða frá Ár-
manni, Björk, Gerplu,
Gróttu, KR og Ketlavík. Á þessu móti
geta keppendur náð lágmörkum til
þátttöku á íslandsmóti.
Unglingamót KR í sundi fer fram
um helgina í Sundhöll Reykjavikur.
Mótið er eitt hið fjölmennasta frá
upphafi með þátttöku 450 sundmanna
úr 19 sundfélögum af öllu landinu, á
aldrinum 9 til 16 ára. Keppni hefst i
fyrramáliö kl. 9.30 í yngstu ald-
ursstlokkum fram til kl. 13.30. í fram- “
haldi af mótssetningu kl. 15.15. hefst
kepnni eldri sundmanna og lýkur kl.
17.30. Á sunnudag er keppt á sama
tima og lýkur mótinu kl. 17.40.
Sveinn Brynjólfsson frá Dalvík
bætti sig verulega á al-
þjóðlegu FlS-móti í stór-
svigi sem fram fór i Soll-
efteá í Sviþjóð á þriðju-
daginn. Sveinn hafnaði i
11 sæti, einni og hálfri
sekúndu á eftir sigurveg-
aranum, Lars Lewen frá
Svíþjóð. Sveinn fékk fyr-
ir þennan árangur 32,18
FlS-punkta en á best
48,20 svo þama er um umtalsverða
bætingu aö ræða.
Jóhann F. Haraldsson úr KR og
Kristinn Magnússon frá Akureyri
kepptu i risasvigi í Vangsla í Noregi
um síðustu helgi og bættu sig báðir
umtalsvert. Jóhann er með 94,26 FIS-
punkta á heimslistanum i risasvigi
en um helgina gerði hann 45 og 39
punkta sem færir hann niður í um 48
punkta sem er bæting um 46 punkta.
Kristinn á 105,73 FlS-punkta á heims-
listanum í risasvigi en um helgina
gerði hann 60 og 45 punkta sem færir
hann niöur i um 59 punkta sem er
bæting um 46 punkta.
Finnar tryggðu sér i gær sigur i nor-
rænni tvíkeppni liða á heimsmeist-
aramótinu i norrænum greinum í
Austurríki. Norðmenn urðu í öðra
sæti og Rússar i þriöja. Sigursveit
Finna skipuðu Jari Mantila, Tapio
Nurmela, Samppa Lajunen og
Hannu Manninen. í tvíkeppni er
keppt í skíöastökki og skíðagöngu.
Rússar sigruðu í gær í 4x5 km skiða-
göngu kvenna á sama
móti. ítölsku konuraar
urðu i öðru sæti og þær
þýsku þriöju. Sigursveit
Rússa skipuðu Olga
Danilova, Larissa
Lazutina, Anfisa
Reztsova og Nina
Gavriljuk.
Emma George, heimsmethafi í stang-
arstökki kvenna frá Ástralíu, meidd-
ist á öxl og hætti keppni á móti i Mel-
boume í dag. Hún sagðist ekki hafa .
tekið áhættu á að halda áfram því
hún væri lengi búin aö stefna á HM í
Japan sem fram fer í næsta mánuði.
Fabien Barthez, markvörður Món-
akó og heimsmeistara Frakklands,
gæti veriö á leiðinni til AC Milan á
Italiu. Ef af þessu verður er talið lík-
legt að Mónakó muni reyna að fá Pet-
er Schmeichel, markvörö Manchest-
er United, til liðs viö sig.
Aöaifundur knattspyrnudeildar
Fram verður haldinn í félagsheimil-
inu í Safamýrinni klukkan 20.30 í
kvöld.
Fjórir leikir voru i frönsku A-deild- í
inni í knattspymu í gær. Úrslitin:
Montpellier-Monaco 2-3, Nantes-Bor-
deaux 0-0, Marseille-Strasbourg, 1-0,
Paris SG-Lyon, 1-1.
ÍS sigraöi Víking, 3-1, í 1. deild
kvenna í blaki í gærkvöld. -VS/GH