Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
Hófleg hreyfing og rétt mataræði eru að sjálfsögðu lykillinn að hraustum líkama.
Neytendur
Konur á miðjum aldri:
Breytt um lífsstíl
Ert þú ein af þeim sem lítur í
spegil og undrast um hvað varð af
þínu granna mitti eða af hverju þú
getur ekki hneppt uppáhalds buxun-
um þínum sem þú hefur átt í mörg
ár?
Sjálfsagt geta margar konur svar-
að þessum spumingum játandi.
Sumar konur eiga í aukinni baráttu
við aukakílóin þegar þær nálgast
fimmtugsaldurinn - jafnvel þótt lifs-
hættir þeirra hafi ekki breyst. Þá er
ráð margra að fara í megrun, en
ekki er víst að jafn auðvelt reynist
að ná aukakílóunum af eins og tíu
árum áður.
Ýmsar ástæður liggja þar að baki
og margar tengjast þær yfírvofandi
tíðahvörfum á einn eða annan hátt.
Þar má m.a. nefna að þegar konan
eldist og estrogenframleiðsla líkam-
ans minnkar, dregur úr magni boð-
efninsins serótóníns í líkamanum.
Serótónín er stundum kallað nátt-
úrulegt dóp líkamans, því það eykur
andlega vellíðan. Til að bæta sér
upp minnkandi magn serótónins í
líkamanum krefst líkaminn meira
magns sykurs og sterkju, sem að
sjálfsögðu er ekki gott fyrir línum-
ar.
Auk þess má nefna að hitaein-
ingaþörf kvenna minnkar á fimm-
tugsaldrinum og efnaskiptin hægj-
ast, en þá getur verið erfitt að venja
sig á að borða minna en gert hefur
verið mörg undanfarin ár.
Regluleg hreyfing
Þrátt fyrir að líkaminn beiti sín-
um ráðum til að halda í aukakílóin
TRIUMPH-ADLER
FX621Í FAXTÆKI
Þýskar gæðakröfur - ítölsk hönnun
Tölvutengjanlegt faxtæki fyrir venju-
legan pappir með bleksprautuprentun
HELSTU EIGINLEIKAR:
• Nýtískulegt útlit
• Prentari, PC/Fax, skanni,
Ijósriti og faxtæki
• 84 númera minni fyrir
síma - faxnúmer,
• 10 blöð í matara,
70 blöð i blaðabakka
• 10 sek. sendingarhraði, prentar 2 blöð á mínútu
• Tafin sending úr matara, minni tekur á móti
sendingu. Tvöfaldur aðgangur o.fl.
Verð kr. 37.900 með vsk
J. flSTVHLDSSON HF.
SMpHoW 33,105 ReykjavlK. sh! 533 3535
er baráttan síður en svo töpuð. Eins
og allir vita er regluleg hreyfing
afar mikilvæg. Þetta á ekki síst við
um konur sem nálgast breytinga-
skeiðið, því meðalkonan missir
vöðvamassa og bætir á sig um hálfu
til einu kílói af fitu á ári frá um 35
ára aldri þar til breytingarskeiðinu
er lokið. Konur á þessum aldri sem
hreyfa sig reglulega geta hins vegar
spornað við þessarri þróun og hald-
ið líkamanum hraustari en ella og í
betra ásigkomulagi.
Ef þú hefur ekki hreyft þig reglu-
lega í langan tíma er ráðlegt að
byija t.d. á um 15 mínútna göngutúr
eða skokki og auka svo tímEmn
smám saman. Vertu þolinmóð þótt
kilóin fjúki ekki strax af. Þau sitja
fastar en þau gerðu fyrir tíu eða
tuttugu árum og því getur þú þurft
að æfa oftar og lengur en áður. Gott
er að æfa um fjórum sinnum í viku
og blanda saman alls kyns líkams-
rækt, s.s. sundi og leikfimi, til að fá
sem mesta fjölbreytni út úr æfíng-
unum.
Engin megrun
Ekki fara í megrun þvi það er
kjörin leið til að fitna! Ef þú sveltir
þig og færð ekki nægilegt magn
hitaeininga tekur líkaminn til sinna
ráða og reynir að geyma þann mat
sem þú borðar sem fitu, í stað þess
að brenna honum eðlilega. Reyndu
frekar að fylgjast vel með því hvað
þú borðar með því að halda matar-
dagbók og skrá niður allt sem þú
borðar.
í stað þess að fá þér strax aftur á
diskinn skaltu siðan standa upp frá
borðinu eftir mat og gefa líkaman-
um færi á að meðtaka þau skilaboð
að þú sért södd. Ef þig langar í ein-
hverja óhollustu reynist stundum
gott að bursta einfaldlega tennurnar
og fá ferskt bragð í munninn.
Það er einnig afar mikilvægt að
verða aldrei svo svöng á milli mála
að þú borðar nánast allt sem hendi
er næst þegar kemur að matmáls-
tíma. Skynsamlegra er að borða eitt-
hvert hollt snakk, s.s. ávexti, morg-
unkom, popp o.fl. á milli mála, til
að koma í veg fyrir að þú borðir yfir
þig á matmálstímum.
Vertu hins vegar vel vakandi fyr-
ir því að þú fáir nóg af prótíni og
kalki, sem er mjög mikilvægt fyrir
konur á þessum aldri. Þá er ráðlegt
að borða m.a. rautt kjöt, egg,
kjúklinga og baunir og drekka
a.m.k. tvö mjólkur- eða undanrenn-
uglös á dag.
En þrátt fyrir að það sé mikil-
vægt að fylgjast með mataræðinu er
engin ástæða til að lifa algjöru
meinlætalífi. Ef þig langar alveg
óheyrilega mikið í súkkulaði er allt
í lagi að láta það eftir sér - en bara
öðru hvoru - ekki á hverjum degi!
Vatn er gott
Drekktu mikið af vatni yfir dag-
inn og hafðu vatnsflöskuna alltaf
við höndina. Margir mgla nefnilega
hungri saman við þorsta og því gæt-
ir þú einfaldlega verið þyrst þegar
þú telur þig vera svanga. Vatnið er
líka gott fyrir húðina og hreinsandi
fyrir líkamann. Auk þess er gott að
fá sér vatnsglas þegar svengdin seg-
ir til sín, því vatnið platar magann
og eyðir hungurtilfmningunni tíma-
bundið.
Að lokum er mikilvægt að láta
ekki álag hversdagsins skemma fyr-
ir sér. Álag og streita geta nefnilega
aukið matarlyst þína og þörfma fyr-
ir einhverja óhollustu. Þá er einnig
líklegra að þú freistist til að kaupa
einhvem óhollan skyndibita og þér
finnist þú ekki hafa tíma til að elda.
Því er mikilvægt að finna leið til að
losna úr amstri hversdagsins öðm
hvora - t.d. með því að fara í nudd
eða hugleiöslu eða einfaldlega lesa
góða bók. Þar með ertu á góðri leið
til bættrar líkamlegrar og andlegrar
heilsu og hvað er betra en heilbrigð
sál í hraustum líkama?
-GLM
Spaghettí Amatriciana
Þessi gimilegi spaghettiréttur
er einfaldur en matarmikill og
hentar því vel bæði í hádegis- og
kvöldverð.
Uppskrift
l laukur
6 sneiðar beikon
450 g vel þroskaðir tómatar
1 rauður chilipipar
11/2 msk. ólífuolía
350 g spaghettí
Aðferð
1) Laukurinn skorinn í þunnar
sneiðar. Paran skorin af beikon-
sneiðunum og þær skornar í mjó-
ar ræmur.
2) Tómötunum er stungið fyrst í
sjóðandi vatn í 6-9 sekúndur og
svo í kalt vatn þar sem þeir eru
látnir kólna. Þá er auövelt að af-
Chilipipar gefur þessum rétti kraft-
mikið bragð.
hýða þá.
3) Þegar tómatamir hafa verið af-
hýddir era þeir skomir í tvennt
og kjamhreinsaðir. Síðan er
tómatkjötið stappað lítillega með
gaflli.
4) Chilipiparinn er nú skorinn í
tvennt eftir endilöngu. Kjamamir
fjarlægðir og piparinn skorinn í
langar ræmur og síðan í litla bita.
5) Olían hituð í grannum potti og
laukurinn og beikonið steikt í um
5 mínútur, eða þar til laukurinn
er orðinn glær. Feitin fjarlægð og
lauk, beikoni, tómötum og chfli
blandað saman og látið krauma í
opnum pottinum í um 5 mínútur.
Hrært í öðra hvora.
6) Meðan þetta sýður er spaghettí-
ið sett í sjóðandi vatn með salti og
olíuskvettu. Hæfilegur suðutími
er um 10-12 mínútur. Því er síðan
hellt í sigti og skolað í heitu,
rennandi vatni áður en látið er
renna vel af því. Spaghettíinu er
síðan hellt í skál og sósunni hellt
yfir. Sumum finnst gott aö strá
nýrifnum Parmesanosti yflr.
(Litlu matreiðslubækumar).
Enn í prófkjörsham
Kristján Pálsson, þingmaður af
Suðumesjum, hefur greinilega ekki
lengi litið á heimasíðuna sína á Net-
inu því að þar var hann enn í gær að
hvetja fólk til þess að
kjósa sig i prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjör-
dæmi og segist ætla
á næstunni að opna
kosningaskrifstof-
ur vegna próf-
kjörsins í Reykja-
nesbæ að Hafnar-
götu 37 A, sími
421 7202, og í Kópavogi að Hamra-
borg 5, sími 564 3492. Allir séu hjart-
anlega velkomnir.
Byrjaður að vinna
Svavar Gestsson er strax byrjaður í
nýja starfmu sem Davíð Oddsson út-
vegaði honum í utanríkisþjónustunni.
Á vefsíðu sinni tekur Svavar undir
með velgjörðarmanni
sínum með að eitt-
hvað verði nú að
gera á íslandi í til-
efni landafunda,
m.a. það að ljúka
því að byggja bæ í
sinni gömlu heima-
byggð í Dölunum
að Eiríksstöðum í
Haukadal - hús
sem líkist íbúðarhúsi Eiríks
rauða og frú Þjóðhildar áður en Eirík-
ur bóndi flúði land og fann Grænland.
Þá vill gamli Æskulýðsfylkingarmað-
urinn og trúleysinginn að byggð verði
kirkja í líkingu við Þjóðhildarkirkju
sem er fyrsta kirkja kristin í Vestur-
heimi. Þá mærir Svavar Halldór Ás-
grímsson og ekki siður Árna John-
sen fyrir dugnað við að reisa fom-
mannabyggð í Brattahlíð á Grænlandi
fyrir m.a. miiljónatugi frá íslandi.
Állt minnir þetta á danska orðtakið
um að þegar Kölski tekur að gamlast
gerist hann heilagm-.
Þverpólitískur
Meirihlutinn í bæjarstjóm Siglu-
fjarðar er ekki alltaf sammála ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar og hefur I
tvígang mótmælt opinberlega
ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar. í síðara
skipti sendi bæjar-
ráð frá sér tilkynn-
ingu þar sem sú
ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að
setja niður menn-
ingarmlðstöðvar á
landsbyggðinni
var sögð allt annað
en það sem landsbyggðin þyrfti á að
halda. Það er auðvitað ekkert sjálf-
gefið að sveitarstjómir úti á landi
séu alltaf sammála ákvörðunum rík-
isstjómarinnar en á Siglufirði háttar
þannig til að Haukur Ómarsson
sjálfstæðismaður stýrir bæjarráði,
Skarphéðinn Guðmundsson fram-
sóknarmaður er forseti bæjarstjórn-
ar og sömu flokkar og sitja í ríkis-
stjórn mynda bæjarstjómarmeiri-
hlutann á Siglufirði
Fóstbræður
Þeir Guðni Ágústsson Suður-
landsjarl og EgiU Jónsson Selja-
vallabóndi hafa svarist í fóstbræðra-
lag um það að flytja sjálfa bændafor-
ystuna út á lands-
byggðina, enda efa-
laust vel viðeigandi.
Þeir hafa fundið
rétta staðinn fyrir
forystuna sem nú
situr í Bændahöll-
inni á mölinni
suður i Reykja-
vik. Staðurinn er
að Skógum undir Eyjafjöllum.
Þar era góð húsakynni gamla Hér-
aðsskólans nánast tóm, ásamt fjölda
kennarahúsa og -íbúða fyrir starfs-
liðið. Eitthvað er Ámi Johnsen
sagður hafa tekiö þessa hugmynd
upp en fóstbræðmnir reyna að halda
honum sem lengst í burtu til að
hann græði ekki atkvæði í Suður-
landskjördæmi út á stoinar fjaðrir...
Umsjón Stefán Ásgrímsson
Netfang: sandkom @ff. is