Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
Fréttir
Einn játar en tveir neita i 4ra kilóa hassmáli - Danmörk - Færeyjar - ísland:
„Gildruduft í holu“
með gervihassi
- á bak viö Skalla viö Laugalæk - fíkniefnalögreglan upplýsir nýja tálbeituaöferð
Viöskiptin í fíkniefhaherminum
gerast æ flóknari, vinnubrögð lög-
reglu tæknilegri og innbyrðis harka
seljenda minnkar hvergi. Þetta kom
á daginn í réttarhaldi í gær vegna
þriggja manna sem eru ákærðir fyr-
ir að hafa staðið að innflutningi á
3,8 kílóum af hassi. Þegar menn
vitja fikniefnapakka „í holu“, eins
og það heitir á fikniefnamáli, mega
þeir vara sig því nú setur fikniefna-
lögreglan ósýnilegt duft á pakkana
áöur en hún fer í felur og bíður þess
að einhver - hinn grunaði eigandi
efnanna - bíti á agnið. Að handtöku
lokinni er farið með menn í flúor-
ljós þar sem efnið kemur í ljós.
Fyrsta mál af þessu tagi átti sér
stað á bak við Skallasjoppuna að
Laugalæk á síðasta ári þegar „burð-
ardýr" 3,8 kílóa af hassi sem ákvað
að hjálpa lögreglunni við að finna
eigendur efnanna geröist tálbeita og
gerviefnum i pakka með „gildru-
dufti“ var komið fýrir á væntanleg-
um afhendingarstað.
í réttarhaldinu í gær fóru dómari,
verjendur, einn af ákærðu, ritari og
blaðamaður DV inn í ljóslaust her-
bergi þar sem fulltrúi tæknideildar
lögreglunnar sýndi hvemig efhin
komu fram á honum sjálfum með
því að lýsa hendur sínar upp með
flúorljósi.
Hálfrar milljónar burðardýrs-
ferð
í upphafi síðasta árs var einn af
þremenningunum handtekinn á
Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa
komið frá Danmörku um Færeyjar
með 3,8 kíló af hassi. Hann er sá
eini í málinu sem viðurkennir það
sem honum er gefið að sök.
Hann sagði fyrir dóminum i gær
að hann hefði gjaman keypt hass af
öðmm meðákærðu áöur en sá bað
hann um að fara fyrir sig til Dan-
merkur til að ná í pakka fyrir sig.
Hann ætti að fá hálfa milljón króna
fyrir vikið. „Ég hugsaði málið. Svo
ákvað ég að fara,“ sagði maðurinn
og bar að kærasta hans hefði reynt
að koma í veg fyrir áform hans. Eft-
ir það sagði hann að þriðji maður-
inn hefði afhent sér peninga fyrir
efnunum í myndbandsspóluhulstri
á bílastæði fyrir utan hús unnust-
unnar. Framburður kærastunnar
þótti renna stoðum undir frásögn
hans um sekt hinna tveggja í gær.
Hræddur við Hells Angels
Maðurinn fór svo til Danmerkur.
Þar tók maður á móti honum sem
afhenti honum síðan efnin - maður
sem hann sagöi að talaði hreim-
lausa íslensku en reiprennandi
dönsku - hann þekkti hann ekki og
vildi ekki greina frá hver væri af
ótta m.a. við Hells Angels og
Banditos.
„En hvað gerðist svo þegar lög-
reglan handtók þig?“ spurði Guðjón
Marteinsson héraðsdómari.
Sakbomingurinn sagðist fyrst
hafa reynt að segja lögreglunni sögu
sem sá sem sendi hann hafði lagt
fyrir hann að gera. „Þegar ég sá að
það virkaði ekki ákvað ég að segja
bara sannleikann," sagði maðurinn.
Aðspurður kvaðst hann líka ætla að
hjálpa lögreglunni að leggja gildra
fýrir eigendur efnisins. Leiða þá að
holunni eins og það er kallað í fikni-
efnaheiminum.
'Á.v;
Eftir þetta kom lögreglan fyrir
pakka með gerviefnum í á bak við
Skalla við Laugalæk. Á pakkann
var sett ósýnilegt duft sem smitast
yfir á hendur manna við snertingu.
Maðurinn var síðan látinn hringja í
þann sem hafði afhent honum pen-
ingana í myndbandshulstrinu. Þeir
hittust í sjoppunni Skalla þar sem
burðardýrið kvaðst hafa greint
manninum frá því hvar efnin væra
- við raslagám á bak við húsið. Níu
lögreglumenn höfðu komið sér fyrir
á svæðinu - þó hvergi í beinni sjón-
línu aö pakkanum. Þess vegna var
duftið sett á hann.
Að nokkurri stund liðinni kom
lögreglan og handtók báða mennina
sem era taldir upphafsmenn að ferð
burðardýrsins. Þeir menn hafa frá
upphafi neitað öllum sakargiftum.
„Við snerum meira að segja baki
í gáminn," sögðu mennimir í gær.
Hefndir, ofbeldi og hótanir
„Ég var barinn tvisvar," sagði
„burðardýrið" aðspurt um hvort
það hefði orðið fyrir aðkasti af hálfu
hinna mannanna eftir að málið
komst upp - þeir hefðu hótað sér í
því skyni að hann breytti framburði
hjá lögreglu, ella yrði kærastunni
nauðgað og fjölskyldan barin. Mað-
urinn sagði síðan m.a. að þegar
hann reyndi að hætta að reykja
hass hefði hcmn fengið ofsakvíöaein-
kenni og hjairtsláttarköst: „ég hélt
ég væri að deyja," sagði hann.
Maðurinn hélt þvi fram að lög-
reglan hefði sagt við sig að samstarf
hans myndi milda dóminn þó ekk-
ert væri ábyrgst í þeim efnum.
Hinir tveir harðneita
Hinir tveir mennimir sem eru
ákærðir svöruðu öllum spuming-
um á þá leið í kjölfar hins að þeir
ættu enga sök á því sem þeir eru
ákærðir fyrir. Þeir hefðu gjaman
keypt efiii af burðardýrsmannin-
um - ekki hann af þeim. Varðandi
það hvers vegna þeir fóra á bak
við Skalla sögðust þeir hafa verið
að vitja eins gramms af hassi sem
hinn hefði selt þeim. Aðspurðir um
hvort það væri ekki heldur óvenju-
legt að vera látinn fara „í holu“ á
bak við hús til að ná í gramm
sögðu þeir að slíkt væri ekkert
óeðlilegt.
„Pakkinn var ekkert af þeirri
stærðargráðu sem við vorum að
leita eftir," sagði annar mannanna.
Ljóst er talið að mennimir tóku
hann ekki upp - vegna þess að ekk-
ert „ósýnilegt" duft fannst á hönd-
um þeirra við handtöku. Hins veg-
ar fannst efni á andliti þeirra.
Fíkniefnalögreglumenn sögðust
telja að það gæti verið vegna þess
að þeir hefðu beygt sig niður og
verið að þefa af ætluðum hass-
pakka. Síðan varð mikil rekistefna
í réttarsalnum um það hvemig
verið gæti að duftið hefði bara ver-
ið í andliti mannanna.
Þeir lýstu ákaft yfir sakleysi
sinu - þeir hefðu ekkert um þenn-
an pakka vitað. Hinn hefði verið
að „setja þá upp“. Aðspurðir um
hvers vegna hann ætti að „setja þá
upp“ sagði annar þeirra „hann fær
öragglega mildari dóm“.
Skýrsla utanríkisráöherra á Alþingi:
Sess íslands tryggður
- sagöi Halldór Ásgrímsson á Alþingi
Halldór Ásgrímsson lagði fram
skýrslu sína um utanríkismál á Al-
þingi í gær. Hann fylgdi henni úr
hlaði og sagði m.a. aö friði og öryggi
í Evrópu hafi stafað hætta af ófriðn-
um í fyrrverandi Júgóslaviu og kom
inn á mikilvægi þess að íslendingar
taki þátt í starfi alþjóðasamtaka og
svæðasamtaka til að tryggja frið, ör-
yggi og lýðræði í álfunni og styðja
jafnframt friðarviðleitni um allan
heim. í ljósi þessa hafi ríkisstjómin
tekið þá tímamótaákvörðun að ísland
sæktist í fyrsta sinn eftir sæti i ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna og
leggi þannig sinn skerf af mörkum til
friðarstarfs þessara samtaka nær
allra þjóða heims.
Utanrikisráðherra sagði
að þátttaka íslands í starfi
Atlantshafsbandalagsins
hefði verið styrkt og í
næstu viku yrði opnuð á ný
skrifstofa fastanefndar ís-
lands hjá Öryggis- og sam-
vinnustoftiun Evrópu í Vín-
arborg. Fram undan væri
einnig mikilvæg for-
mennska íslands í Evrópu-
ráðinu og formennska í
norrænu samstarfi á þessu
ári.
Halldór Ásgrímsson
sagði að eitt mikilvægasta markmið
íslenskrar utanríkisstefnu væri að
tryggja sess og hagsmuni íslcmds i
hinni hnattrænu þróun sem
nú á sér stað á sviði öryggis-
mála, viðskiptalífs og efna-
hags-, félags- og þróunar-
mála. Að þessu hafi veriö
unnið markvisst síðastliðin
fjögur ár. Öflug þátttaka í
hinu hnattræna starfi Sam-
einuðu þjóðanna hafi verið
einn veigamesti þátturinn í
þessu starfi.
Um langan aldur hafi ís-
lendingar greitt framlög til
friðargæslu Sameinuðu þjóð-
anna á óróasvæðum víða um
heim, en nú taki íslendingar virkan
þátt i friðargæsluverkefhinu í fyrr-
verandi Júgóslavíu, þar sem þrír is-
lenskir lögregluþjónar starfa að
staðaldri í hinum alþjóðlegu lög-
reglusveitum.
Halldór sagði að á kjörtímabilinu
hefði veriö markvisst unnið að
styrkingu utanríkisþjónustunnar.
Með öflugri utanríkisþjónustu
öðlist ísland skýra rödd á alþjóða-
vettvangi sem sé forsenda þess að
hægt sé að standa vörð um og reka
íslenska hagsmuni í samfélagi þjóð-
anna. Víst væri að efnahagsleg og
pólitísk samtvinnun ríkja heims
héldi áfram í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Því yrði að skilgreina hvar og
hvernig ísland bæri niður með frek-
ari eflingu utanríkisþjónustunnar.
Undan því yrði ekki vikist. -SÁ
Halldór Ás-
grímsson utan-
ríkisráðherra.
Stuttar fréttir i>v
Mannréttindabrot
Héraðsdómur Suðurlands hefur
komist að þeirri niðurstöðu að brot-
ið hafi verið gegn Mannréttinda-
sáttmála Evrópu þegar fangi var
beittur ranglátri meðferð af fangels-
isyfirvöldum á Litla-Hrauni.
Margar umsóknir
Gunnar S. Björnsson, stjórnarfor-
maður íbúða-
lánasjóðs, segir
við Dag að um-
sóknir um hús-
bréfalán hafi
aldrei verið
fleiri. Af-
greiösluvanda
sjóðsins sé að
hluta að rekja til þess.
Ljóðasamkeppni nyrðra
Fimmta ljóðasamkeppni dag-
blaðsins Dcigs og Menningarsam-
taka Norðlendinga er hafin.
Keppnin nær til alls landsins og
er öllum opin. Hún er haldin ann-
að hvert áir - hitt árið fer fram
smásagnasamkeppni í samvinnu
sömu aðila.
Ólögmæt uppsógn
Hæstiréttur hefur staðfest niður-
stöðu héraðsdóms í máli fyrrver-
andi forstööumanns vinnustofu
svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Suðurlandi og dæmt honum bætur
fyrir ólögmæta uppsögn upp á 1,6
milljónir króna.
Ingólfur dæmdur
Ingólfur Margeirsson, rithöfund-
ur og útgefandi, var í gær dæmdur
í Hæstarétti fýrir
að birta frásögn
Esra Péturssonar
læknis af einka-
málefnum fyrr-
um sjúklinga
hans í bókinni
Sálumessa synd-
ara. Rétturinn
staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
en lækkar sektina um 100 þúsund
krónur. Ingólfi er gert að greiða 350
þúsund krónur í sekt og komi 50
daga fangavist í stað sektar sé hún
ekki greidd innan fjögurra vikna.
Áfengisauglýsing
Hæstiréttur hefur ógilt dóm
héraðsdóms í áfengisauglýsinga-
málinu og gert Jóni Snorra
Snorrasyni, framkvæmdatjóra Öl-
gerðarinnar Egils Skallagrims-
sonar, að greiða 1,5 milljónir
króna í sekt auk málskostnaðar.
Aöstoð skattlögð
Frá og með 1. mars nk. verður
innheimt staðgreiðsla opinberra
gjalda af fjárhagsaðstoð Félagsþjón-
ustunnar í Reykjavík í samræmi
við reglugerðarákvæði þar um.
Landvarnir
Þriggja manna starfshópur ut-
anríkisþjónustunnar leggur m.a.
til að kannaðar verði leiðir til
þess að íslendingar sinni meira
einir eða í samstarfi við önnur
riki vörnum landsins, m.a. á
sviði löggæslu, hryðjuverka-
varna, almannavama, björgunar-
starfa og æfinga og eftirlits á haf-
inu kringum landið. Morgun-
blaðiö segir frá.
Heimsmet
Flestar Apple-tölvur vora seld-
ar hlutfallslega á íslandi i fyrra,
fleiri en nokkurs staðar annars
staðar í heiminum. Söluaukning
á þessari tölvutegund var 214%
miðað við árið á undan. TölvuVís-
ir sagði frá.
Sporgöngumenn
Jóhannes Jónsson í Bónusi ótt-
ast ekki samkeppnina frá hinni
nýju lyfsölu-
keðju, Hagræði
hf. Hans fyrir-
tæki hafi rekið
lyfjabúðakeðju
í tæp tvö ár og
segir Jóhannes
vera um að
ræða sporgöngu
stofiienda nýju lyfsölukeðjunnar.
Vefur Viðskiptablaðsins sagði frá.
-SÁ