Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Blaðsíða 11
JL>V FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 enmng Þegar Sigríður Albertsdóttir afhenti Sigfúsi bílinn játaði hann að hann hefði ekki bílpróf! Byggingarlist - Gísli Sæmundsson og Ragnaf Ólafsson: Áhersla á nálægð hraunsins „Að búa til nýjar strendur, að setja ramma um túlkun lista, að túlka afstöðu til lands og staðar voru efni þeirra verka sem tilnefnd voru til verðlauna í byggingarlist í ár,“ sagði dr. Maggi Jónsson arkitekt fyrir hönd dómnefndar sinnar. Og dómnefndin ákvað einróma að veita verðlaunin höfundum síðastnefnda verksins, arkitektunum Gísla Sæmundssyni og Ragnari Ólafssyni fyrir Þjónustuhús Hitaveitu Suður- nesja við Svartsengi. „Húsið er á hrauninu austan orkuversins og er aðkoma að því augljós og aðlaðandi. Heildar- skipulag hússins sem lína milli ósnortins hrauns og orkuversins er skýrt og rökrétt, innra fyrirkomulag gott og samspil meginrýma þess gefur húsinu heillegt yfirbragð. Höfundar leggja megináherslu á nálægð hraunsins. Stórir gler- fletir í veggjum aðalrýma hússins vita að stór- brotnum formum hraunbreiðunnar. Efnisnotk- un er skýr og hógvær. Hraunhúðun bogaveggja er skemmtileg notkun á efni staðarins og tengir húsið landinu." Dómnefnd taldi húsið athyglisvert fyrsta stóra verkefni ungra höfunda og því væri menn- ingarverðlaunum DV í byggingarlist vel varið til þeirra. Með dr. Magga í nefndinni sátu Guðmundur Jónsson og Júlíana Gottskálksdóttir. Bókmenntir - Sigfús Bjartmarsson: Fjallað um frumeðlið sjálft „Vargatal Sigfúsar Bjartmarssonar er öðruvísi bók en menn eiga að venjast en um leið kunnug- legri en flestar aðrar bækur,“ sagði Sigríður Al- bertsdóttir, gagnrýnandi DV og formaður dóm- nefndar um bókmenntir. „Einn gagnrýnandi komst svo að orði að hún væri merkilegt framlag til að samþætta þjóðleg fræði og skáldskap og það er að vissu leyti rétt en hún er miklu meira en það. Hér er í raun verið að fjalla um frumeðlið sjálft, þetta grimma, svarta, óþjála afl sem sið- menningin hefur hamast við að útrýma alla tíð með litlum árangri. Þetta afl er Sigfúsi Bjart- marssyni hugleikið eins og allir sem fylgst hafa með ferli hans vita. Strax í fyrstu ljóðabók hans, Út um lensportið, verður vart þessarar togsteitu yfirborðs og undirstrauma og síðan hafa þau átök magnast með hverju nýju verki. í Vargatali krist- allast þau í samskiptum varganna í náttúrunni við vaxandi náttúruleysi umhverfisins og úrgang siðmenningarinnar. Annað sem einkennt hefur skáldskap Sigfúsar frá upphafi er markviss og meitluð meðferð tungumálsins, orðkynngi og mögnuð myndsköp- un. Þetta er allt til staðar í Vargatali auk þess sem frásagnargáfa hans fær að njóta sín betur hér en nokkru sinni fyrr.“ Með Sigríði sátu í nefndinni Friðrika Benónýs og Andri Snær Magnason. „Ég sé að þetta er tveggja sæta bíll. Þið getið farið saman í frí,“ sagði dr. Maggi Jónsson þegar hann afhenti Gísla og Ragnari verðlaunagripinn. Kvikmyndalist - Ágúst Guðmundsson: Kröftugt myndmál Tónlist - Sinfóníuhljómsveit íslands: Silkipoki verður ekki til úr svínseyra Thules flutti Þorlákstíðir í heild sinni í fyrsta sinn eftir siðaskipti og Sinfóníuhljómsveit ís- lands blómstraði sem aldrei fyrr á tónleikmn auk þess sem Naxos-útgáfan gaf út með henni fyrsta geisladiskinn í fyrirhugaðri heildarútgáfu á hljómsveitarverkum Sibeliusar sem hefur hlotið afbragðsdóma hér heima og erlendis. Það var einmitt Sinfóníuhljómsveit íslands sem hlaut Menningarverðlaun DV í tónlist að þessu sinni. Meðal ástæðna fyrir frábær- um árangri hljómsveitarinnar nefndi Jónas vinnu þeirra Petri Sakari og Osmo Vánska og mikið framboð af ungu og hæfú tónlistarfólki, sem hefur gengið til liðs við hljómsveit- ina og ljáð henni krafta sína. „Kannski er það þetta síðar- nefnda sem fyrst og fremst ger- ir hljómsveitina að því sem hún er í dag, þvi sama hversu hljómsveitarstjórinn er góður getur hann aldrei búið til silki- poka úr svínseyra. Þess vegna er það hljómsveitin sjálf en ekki hljómsveitarstjórinn sem hlýtur verðlaunin að þessu sinni.“ Jónas Sen afhendir framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar ís- Með Jónasi sátu í nefndinni lands, Þresti Ólafssyni, verðlaunagripinn. Runólfur Þórðarson og Halldór Haraldsson. „Ég byrjaði að fara á sinfóníutónleika fyrir rúmum tuttugu árum,“ sagði Jónas Sen, gagn- rýnandi DV og formaður tónlistamefndar," og man vel eftir því hvernig hljómsveitin var þá. Sjálfsagt hefur sumum ekki fúndist hún merki- legri en hvert annað bUskúrsband. Munurinn á hljómsveitinni í dag og fyrir tuttugu árum er því kraftaverki líkastur.“ Árið 1998 var viðburðaríkt, stórvirki á borð við Matteusarpassíu Bachs vom sett upp, Voces „Það er ekki nema fyrir hörðustu menn að standa í kvikmyndagerð á íslandi og einn þeirra sem hefur haft seiglu og dug tU að standa í þessu aUan þennan tíma er Ágúst Guðmundsson sem fær Menningarverðlaun DV í kvikmyndalist fyrir árið 1998,“ sagði HUmar Karlsson, gagnrýnandi DV, sem sat ásamt Baldri Hjaltasyni og Ingu Björk Sól- nes í kvikmyndanefnd. Ágúst er einn af fmmherjunum sem blés lífi í ís- lenska kvikmyndagerð á vordögum hennar en fyrsta mynd hans í fúllri lengd, Land og synir, var einmitt frumsýnd 1980. Ágúst fylgdi henni eftir með Útlaganum árið eftir, svo kom Með allt á hreinu, árið 1982 sem enn þann dag í dag er vinsælasta íslenska kvikmyndin sem gerð hefur verið og hefur elst ótrúlega vel. Loks kom svo GúUsandur árið 1984. „Síðan höfum við þurft að bíða í fjórtán ár,“ sagði HUmar, „en ég veit að hefðu aðstæður og tækifæri skapast hefði Ágúst fyrir löngu verið bú- inn að senda frá sér kvikmynd. Dansinn er sterk og ánægjuleg innkoma Ágústs á ný i íslenska kvik- myndagerð, kröftug í myndmáli og allri umgjörð og næm á mannlegar tilfinningar. Framboð var talsvert af kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og stuttmyndum á síðasta ári en þegar upp var stað- ið var það samdóma álit kvikmyndanefndarinnar að Dansinn væri mesta afrekið.“ Hilmar Karlsson afhendir Ágústi Guðmundssyni sportbílinn. Guðmundur Arnason, faðir Sigurðar, var rétti maðurinn til að taka við verðlaunagrip hans úr hendi Áslaugar Thorlacius. Myndlist - Sigurður Guðmundsson: Sjarmi er orðið „Starfið í myndlistarnefndinni gekk vel,“ sagði Áslaug Thorlacius, formaður hennar. „Varla er hægt að tala um ágreining við tilnefningarnar. Og þegar kom að því að velja verðlaunahafann var nefndin hjartanlega sammála um að Sigurður Guð- mundsson ætti þann heiður fyllilega skilinn." Sigurður gat ekki setið veisluna og kæst með öðrum verðlaunahöfum vegna þess að hann sat þá í flugvél á leið frá Kína til Hollands. í sinn stað sendi hann fóður sinn, Guðmund Árnason, og þótti Áslaugu það vel við hæfi. „Verðlaunaverk Sigurð- ar, sýningin og gjömingurinn í fyrrasumar, sner- ust að nokkru leyti um rætur og það að vera hlekkur í keðju kynslóðanna. í gjörningnum varð honum tíðrætt um hlutverk sitt sem faðir og afi.“ Meðal verkanna á sýningunni i íngólfsstræti 8 voru líka nokkur sem tengdust öfum hans. Verk Sigurðar eru frásagnarkennd án þess að framvinda eða söguþráður skipti máli. Hvert um sig er stemning eða ævintýri. Þau einkennast um- fram allt af góðlátlegum húmor og einlægri hlýju - kannski er sjarmi rétta orðið,“ sagði Áslaug. „Húmorinn er hvorki háð né hallærisbrandari og hlýjan hvorki væmin né tilgerðarleg." Með Áslaugu í nefndinni voru Aðalsteinn Ing- ólfsson og Elísa Björg Þorsteinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.