Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Fréttir Hellukaup borgarinnar: Útboð á að vera meginregla - segir Eyþór Arnalds borgarfulltrúi „Gagnrýni sú sem birtist í frétt DV beinist að stjómarháttum borg- armeirihlutans og skorti á útboð- um, en ekki að B.M. Vallá. Það er því óþarfí fyrir Víglund að vera með ólund vegna þessa. Einkaréttur til hellugerðar hljómar sérkennilega í mín eyru. Eðlilegast er að bjóða út sem mest og er áhyggjuefni ef á því er misbrestur. Vel má vera að B.M. Vallá bjóði best, en þá hafa þeir líka ekkert að óttast í opnu útboði. Það ætti þvert á móti að vera þeim fagn- aðarefni," segir Eyþór Amalds borgarfulltrúi. Víglundur Þorsteins- son, framkvæmdastjóri BM Vallar, gagnrýndi Eyþór í gær og sagði hann hafa farið með rangt mál vegna hellukaupa borgarinnar. Hann sagði Eyþór annaðhvort óupp- Eyþór Arnalds borgarfulltrúi. lýstan eða hafa vísvitandi hallað réttu máli. Eyþór segir það rétt að borgin hafi keypt hellur og rör fyrir um 400 milljónir á því tímabili sem um er að ræða. „Tölumar tala sínu máli og breytir skoðun manna engu hér um. Þetta kemur fram í bréfaskrift- um opinberra aðila,“ segir Eyþór. Kaup á rörum hafi að hluta til ver- ið boðin út þegar stór rör hafa ver- ið keypt í miklu magni. í sömu gögnum kemur síðan einnig fram að kaup á hellum hafa ekki verið boðin út undanfarin ár og að hellu- kaup borgarinnar ein og sér hafi numið yflr 150 milljónum á síðustu 5 ámm. Staðreyndirnar tali þar sínu máli og eru ljósar hverju því barni sem kann að lesa. Hvað varðar samninga borgar- innar segir Eyþór aö þeir geti ekki og megi ekki binda hana í það óend- anlega. Hið eðlilega sé að bjóða út sem mest i opinberri umsýslu. Reykjavíkurborg geti boðið út hellu- kaup, annaðhvort sem hluta af stærra verki eða hellukaup til ein- stakra framkvæmda ein og sér. í út- boðsskilmálum megi tilgreina þær kröfur sem gerðar era til eiginleika hellnanna. Með útboði sé tryggt að Reykjavíkurborg geti valið besta kostinn og að allir helluseljendur hafi jöfn tækifæri til viðskipta. Hitt sé svo rétt að í frétt DV á mánudag sé einnig fjallað um rörakaup án út- boðs sem vissulega heyri undir Pípugerðina og séu B.M. Vallá óviö- komandi. -SÁ Atvinnulíf blómstrar á Höfn DV, Höfn: Mikil gróska hefur hlaupið í at- vinnulífið á Hornafirði á þessu ný- byrjaða ári og miklar byggingafram- kvæmdir eru fram undan á Höfn, ým- ist hafnar eða að hefjast. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefur fengið lóð í miðbænum fyrir 200 fermetra vöru- hús sem á að vera tilbúið í vor og byrjað er á 600 fermetra trésmíðaverk- stæði. Bygging 1365 fermetra loðnu- bræðslu í Óslandi gengur vel og er allt útlit fyrir að hún verði tilbúin 1. júní. Unnið er að umfangsmiklum breyt- ingum á mjólkurstöðvarhúsi Kask þar sem ensím-bragðefnavinnslan verður og einnig er verið að breyta fisk- vinnsluhúsi í framköllunarþjónustu og ljósmyndastofu. Búið er að úthluta Nýherjabúðum og Framhaldsskóla Austur-Skaftafells- sýslu lóð á miðbæjarsvæðinu fyrir um 3000 fermetra byggingu. Byggingarfélagið Top ehf. vinnur að undirbúningi stórbyggingar í mið- bænum þar sem verða verslanir, arki- tekta- og verkfræðistofa, endurskoð- unar- og bókhaldsstofa og fleiri þjón- ustufyrirtæki. Óhætt er að segja að at- vinnulíf og mannlíf blómstri vel á Homafirði og fólk er bjartsýnt á fram- tíðina. Júlia Imsland Ingibjörg í Tokyo Jæja, þá era þau Ingibjörg Sólrún og Alfreð komin til Tokyo. Sigfús í Heklu, sem er með í för án þess að hafa nokkuð með þessa ferð að gera, hefur kynnt þau fyrir fulltrúum Mitsubishi, enda þótt þeir hjá Mitsu- bishi hafi ekkert með þessa ferð að gera. Þetta er búið að vera ansi skemmtilegt það sem af er hjá þeim Ingibjörgu og Alfreð. Mitsubishi tók á móti þeim og ók þeim á hótelið og bauð til matar og Sigfús í Heklu fékk að vera með þótt hann hefði hvorki boðið né verið boðinn. Svo fengu þau dagskrána afhenta hjá gestamót- tökustjóra Mitsubishi, því Mitsubis- hi þykir vænt um gesti frá íslandi og gerir vel við fólk sem kemur í heim- sókn. Snemma I morgun fóru þau Ingi- björg og Alfreð að skoða túrbínum- ar sem Mistusbishi er að framleiða og Reykjavíkurborg er búin að ákveða að kaupa til viöbótar við hin- ar túrbínumar sem búið er að kaupa en þar sem þetta er ekki viðskiptaferð og ekki mútuferð og Sigfús í Heklu er þama eins og hver annar túristi og sérlegur áhugamaður um ferðalög Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og Alfreðs Þorsteinssonar, hefur Sigfús slegist í för með þeim skötuhjúum og er þeim til upplyftingar þegar á þarf að halda. Alfreð hefur sömuleiðis notað tækifærið og kynnt sér menninguna í Tokyo, en Alfreð er, eins og allir vita, mikill áhugamaöur um japanska menningu og alla aðra menningu ef því er að skipta, þegar hann hefúr ákveðiö að bjóða sér til Japans á vegum borgarinnar. Enda er þetta menningarferð fyrir utan auðvit- að aðaltilgang ferðarinnar að skoða holræsin í Tokyo. Holræsin verða skoðuð á morgun og er mikil eftirvænting ríkjandi hjá þeim Ingibjörgu og Alfreð hvort ljós- leiðaramir í Japan passa í holræsin vegna þess aö ef þeir passa ætla þau Ingibjörg og Alfreö að leggja ljósleiö- ara í holræsin í Reykjavík og þess vegna er svo spennandi að vita hvort Ijósleiðararnir liggja ekki öragglega í holræsunum í Tokyo. Ekki er þó enn þá ákveðiö hvort Sigfús í Heklu fer með þeim borgar- fulltrúunum niður í holræsin því Sigfús er finn með sig og er bara túristi í þessari ferð og hefur ekkert með holræsin aö gera. Að minnsta kosti ekki á meðan Mitsubishi fram- leiðir ekki holræsi. En Sigfús mun sjá til þess að Ingi- björg og Alfreð komist í bað á eftir og svo mun Mitsubishi bjóða þeim í mat um kvöldið og það verður nóg að gera hjá Mitsubishi að skipu- leggja dagskrána, sem þeim er aö öðra leyti óvið- komandi. Nú er Jóna Gróa illa fjarri góðu gamni þegar hún missir af sightseeing ferðinni í holræsin, allt út af því að hún hélt að þetta yrði ekkert gaman. Sú var vitlaus. Dagfari Stuttar fréttir r»v Áburðarveiksmiðjan seld Ríkisstjómin ákvað á ftmdi sín- um í morgun að taka tilboði Har- alds Haraldssonar í Áburðarverk- smiðjuna í Gufu- nesi. Samningm’ um söluna var undirritaður í landbúnaðarráðu- neytinu í hádeginu í gær. Ólöglegt lóðagjald Bæjarstjóm Hafnarftarðar hefur ákveðið að hætta við að leggja á svo- kallað upptökugjald vegna nýrra lóða í Áslandi. Gjaldið hefúr verið lagt á lóðir til þess að mæta kostnaði við kaup eða eignamám bæjarins á nýju byggingarlandi. Dagur sagði frá. Ófærð og hálka Steingrímsftarðarheiði var ófær í gærmorgun, skafrenningur var á Öxna- dalsheiði, þæfmgsfærð á Mývatnsöræf- um og til Borgarfjarðar eystri. Að ööru leyti er góð vetrarfærð á öllum aðalveg- um landsins en talsverð hálka víðast hvar. Vísir is. sagði frá. Þakklátur Ellert Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), þakkar Ellert B. Schram, forseta íþrótta- og ólympíusambands ís- lands (ÍSÍ), tillögur um uppstokkun í ólympíuhreyftngunni í bréfi í gær. Morgunblaðið sagði frá. Jórvík flýgur vestra Reglulegt áætlunarflug hófst í fyrradag milli Patreksfjarðar og ísa- fjaröar á vegum flugfélagsins Jór- víkur. Flugið er rekið með styrk frá samgönguráðuneytinu, að sögn Jóns Grétars Sigurðssonar framkvæmda- stjóra, í Morgunblaðinu. Ósannindi Anna Kristine Magnúsdóttir út- varpskona skrifar i Morgunblaðið og Dag i gær um starfslok sín hjá RÚV. Hún sakar Markús Öm Ant- onsson um óheil- indi og að hafa reynt aö sverta starfs- heiður sinn með rangtúlkunum. Býr til kvótakerfi Ragnar Ámason, prófessor í hag- fræði við Háskóla íslands, er á leið til Argentínu til að aðstoða heima- menn við að koma upp kvótakerfi í fiskveiðum. Morgunblaðið sagði frá. Leifur á Netinu Tölvufyrirtækið OZ hefur fengið 14,5 milljóna króna styrk frá Landa- fundanefnd til að framleiða fræðslu- og skemmtiefhi um Leif heppna, ís- land og fúnd Ameríku árið 1000. Efti- inu verður dreift á Netinu og á margmiðlunardiski. Gjaldskrá kærð Stjómendur Máls og menningar ætla að leita allra leiða til að fá nýrri gjaldskrá fyrir útgáfú og birtingu gagna frá Landmælingum íslands hnekkt en þeir telja að gjaldskráin eigi sér ekki lagastoð. Með gjald- skránni er Landmælingum nánast veittur einkaréttur á útliti íslands. Morgunblaðið sagði frá. Lægri vextir Lífeyrissjóður starfsmanna rikis- ins og Lífeyrissjóður hjúkrunar- fræðinga hafa lækkað vexti af lán- um til sjóðfélaga og breytt lánaregl- um frá og með mánaöamótunum. Vextir eru nú 5,3% í stað 6-6,8% og verða breytilegir. Hjúkkur til leigu Hilmar A. Kristjánsson hef- ur stofnað fyrir- tækið HM Hjúkr- un - miðlun sem selja mun sjúkra- stofnunum vinnu hjúkrunarfræð- inga. 500 hjúkrun- arfræðingar hafa fengið bréf frá fyr- irtækinu og þeim boðið að skrá sig sem sjálfstæða verktaka hjá því. Skjár 1 á breiðbandið Hin fna sjónvarpsstöð, Skjár 1, er nú send út á breiðbandi Landssím- ans. Útsendingar þar hófust um helgina. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.