Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Fréttir Hótel Tindastóll á Sauöárkróki: Elsta og sögufrægasta hús á Króknum endurreist DV, Skagafiröi: Nú er unnið að endurgerð elsta húss á Sauðárkróki, sem jafnframt er sögufrægasta hús bæjarins, Hótels Tindastóls að Lindargötu 3. Það eru þau Pétur Einarsson, lögmaður og fyrrverandi flugmálastjóri, og Svan- fríður Ingvadóttir danskennari sem standa fyrir framkvæmdunum. Húsið verður gert upp í upprunalega mynd og ætlað líkt hlutverk og það er þekktast fyrir. Björtustu vonir standa til að í því verði opnað glæsilegt gisti- hús fyrir Sæluvikuna í vor með 10 fullkomnum 2ja manna herbergjum, en sú var tíðin að Sæluvikugestir áttu góðar stimdir á Hótel Tindastóli. „Þegar þessi hugmynd kom upp urðum við strax mjög spennt. Þetta var og verður mjög fallegt hús með merkilega sögu. Það hefur gegnt margháttuöu hlutverki, auk þess að vera eitt frægasta og elsta hótel lands- ins, þá var það um tíma sjúkrahús, verslunarhús, íbúðarhús og náttúr- lega bækistöð breska hersins á stríðs- árunum, sem tók það leigunámi." Pétur segir að kostnaður vegna endurbótanna sé áætlaður á bilinu 30-35 milljónir og er hann búinn að fjármagna framkvæmdina. „Það er vitaskuld atvinnuleyndar- mál hvemig ég fór að því, en mönn- um líst mjög vel á þetta verkefhi. Það hafa ýmsir áhuga á að taka þátt í Húnvetningar: Hryssur í verð- launasætum á Þingeyrum - á töltmóti Fyrsta töltmót vetrarins var haldið í Reiðhöllinni á Þingeyr- um föstudagskvöldið 26. febrúar. Sextán knapar mættu til leiks og voru áhorfendur allmargir. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð ísólfur Þórisson, Lækjamóti, á Breytingu, 7 v. hryssu frá Lækjamóti. í öðru sæti var Halldór Gísli Guðnason, Þóreyjamúpi, á Dreyru, 8 v. hryssu frá Þóreyj- amúpi, í þriðja sæti Hjörtur Kr. Einarsson, Hnjúkahlíð, á Prinsi, 7 v., frá Árholti, í fjórða sæti Ólaf- ur Magnússon, Sveinsstöðum, á Stelpu, 7 v. hryssu frá Hafsteins- stöðum, og í flmmta sæti Halldór Sigurösson, Efri-Þverá, á Reynd, 6 v. hryssu frá Efri-Þverá. Áætlað er að halda þrisvar sinnum töltmót í ReiðhöÚinni á Þingeyrum í vetur en auk þess er fjölmargt annað um að vera í höllinni, til dæmis sölusýning í apríl og mörg námskeið. MÓ/DV, Húnaþingi ©QöwíeGGd leKikon bleksprautuprentarar Hágæða útprentun - frábær hönnun • JP 90 feröaprentarinn, minnsti prentarínn á markaðnum sem býður upp á möguleika á Olivettl prentaramir bjóða upp á áfyllanlcg blekhylki sem dregur verulega úr reksbaikostnaði, neytendum tilhagsbóta. Verð frá kr. 11.900 með vsk J. ftSTVRLDSSON HF. SWptaffl 33,105 Reykjavfk, simi 533 3535 litautprentun. JP192 fyrirferðalitill og nettur heimilisprentari, JP 883 prentar í hámarks Ijós- myndagæðum i alltað 1200 punkta upplausn, jafnvel á venjulegan pappir. Birgir Friðriksson hleðslumaður að koma fyrir sæbörðu grjóti í veggi Jarlsstofu. varðveislu gamalla húsa. Hér í bænum hefur sárvantað frekara gistirými lengi og rekstrar- og kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að þetta dæmi standi undir sér, þannig að það var ekki um ann- að að ræða en fram- kvæma það,“ segir Pétur. Grindin í húsinu er í fremur góðu ástandi, en austarhluti þaks- ins illa farinn vegna fúa og sperrur hafa sigið enda er húsið frá byrjun nítjándu aldar að minnsta kosti, en á huldu er um sögu þess fyrstu áratagina. Húsið verður fullvið- að að nýju með reka- við sem bætt verður Pétur Einarsson, lögmaður og fyrrverandi flugmálastjóri, og inn í grindina. Pétur Svanfríður Ingvadóttir danskennari standa fyrir endurbót- hefur aflað hans frá unum á Hótel Tindastóli. DV-myndir Þórhallur Reykjaströndinni, Framnesi og Reykjum, og Valgeir Karlsson sagað i fuiíkominni stórvið- arsög í Víkum. Kjallaraveggir Hótel Tindastóls verða úr sæbörðu grjóti og arinn í miðju setastofunnar í kjallar- anum verður hlaðinn úr sama efni. Pétur ætlar að tileinka stofuna frænda sínum á Fagranesi, Jóni Ei- ríkssyni Drangeyjarjarli, og kallar hana Jarlsstofu. Hann segir að þegar búið verði að einangra og klæða húsið að utan með fallegri timburklceðningu, og þilja að innan og ganga frá lögnum, komi lausar innréttingar á herbergi, þannig að þetta verði ekki eins viða- mikil og tímafrek framkvæmd og ætla mætti. Hótel Tindastóll mun upphaflega hafa staðið í Grafarósi og er annað tveggja frá tíma Hendersonsverslun- ar þar eða frá tíma Nissons og þá reist árið 1835. Fullvíst er að það er að stofiii til elsta hús bæjarins sem enn stendur. Halldór Stefánsson frá Víðimýri keypti það og lét flytja sjó- veg á flekum til Sauðárkróks. Fékk síðan Ólaf Briem snikkara til að reisa það aftar þar sem það enn stendur. -ÞÁ Softis hélt velli í forritaheiminum: Gamli Louis í gódum gír - og markaðsstarfið er að flytja til London Softis hf. er við ágæta heilsu. Fyr- irtækið vinnur í rólegheitum að því að þróa Louis-hugbúnaðinn og segir Sigurður Björnsson framkvæmda- stjóri að nú eigi að byggja upp mark- aðsstarfsemi í London og verður sókn á heimsmarkað stjómað þaðan. Fyrir hátt í áratag varð mikið jjaðrafok í kringum Louis-hugbúnað- inn. Fjárfestar gerðu sér miklar von- ir og bröskuðu með hlutabréfm eftir fréttum sem birtast um farsæla lend- ingu á hönnun hugbúnaðarins og næstam-því-sölu til Microsoft. Fjöl- margir bláeygir fjárfestar töpuðu fé á þessari spekúlasjón. En Softis lifði skjálftann af og heldur velli og bygg- ir framtíð sína á gamla Louis-forrit- inu. Siguröur segir að óróinn hati ekki komið félaginu til góöa. Hluthafar vom að versla með hlutabréfin en fé- lagið sjálft stóð ekki fyrir slíku. Louis er samskiptahugbúnaður sem sér um samskipti milli vinnslu Sigurður Björnsson, framkvæmda- stjóri Softis. Fyrirtækiö fiytur sölu- starfsemina til Bretlands. Gamli Louls er í góðrl þróun. og viðmóts, styður svokallaða þriggja laga teikningu. í tölvuheim- inum eru menn sammála um að stefna verði að þessari uppbyggingu ætli menn að nýta í meira mæli möguleika Netsins sem heimurinn er stöðugt að tengjast gegnum. „Við emm ekkert einir um hituna í þessum efnum en við emm sáttir við okkar hlut,“ sagði Sigurður Bjömsson í gær þegar hann var aö undirbúa ferðalag til Bretlands þar sem hann undirbýr markaðsdeild Softis. Softis hefur verið að vinna með fjölmörgum erlendum fyrirtækjum undanfarið. Þefrra á meðal má nefna blaðarisann Bonnier í Svíþjóö, eitt fyrirtækja Mitsubishi-samsteypunn- ar í Japan, Compupro í Finnlandi, Pharmapartner, sem er stórt lyfjafyr- irtæki í Hollandi, franska bankann Accociate General í París og fleiri. -JBP sandkorn Eltu eins og... Enn halda þeir áfram, íþrótta- fréttamennimir á Stöð 2 að skemmta landsmönnum með sín- um heimasmíðuðu orðatiltækj- um, sem aðrir skilja eingöngu af samhenginu við önnur og þekktari orðtök sem hafa áunnið sér sess í málinu. Guðjón „Gaupi“ Guð- mimdsson lýsti t.d. leik Newcastle og Arsenal um helgina og var eins og fleiri hrifinn af Anelka, hinum franska leik- manni Arsenal. Leikmenn Newcastle óttaðust Frakkann unga einnig og orðaði „Gaupi“ þaö svo snilldarlega að þeir „elta hann eins og sjáaldur auga síns“. Takk, „Gaupi“, og mættum við fá meira að heyra... Frosti í stað Loga? Logi Bergmann Eiðsson, fréttamaður Sjónvarpsins, á i úti- stöðum við lögregluyfirvöld vegna handtöku hans á vettvangi þegar eldur kom upp í málning- arverksmiðju á höfuðborgarsvæð- inu á dögunum. Má mikið vera ef Logi hefur ekki áður verið hand- tekinn á bruna stað áður, end£ hljóta menn aö sjá að maður meö þessu nafhi má ekki ganga laus á brunastað. Væri ekki athugandi fyrir hann Boga, hinn síkvika fréttastjóra Sjónvarpsins, að ráða bróður Loga frekar í brunafrétt- imar, enda ber hann hið skemmtilega nafn Frosti og er venjulega ekki með nein læti á brunastað ... Sexföld vinna Það var mikið um dýrðir í Þórskafti á föstadagskvöldið þar sem hin limafima og úrklæða- góða Jóna Líf Yngvadóttir vann íslandsmeistaramótið í eró- tískum dansi. Eins og kunnugt er var keppnin í beinni útsendingu á Sýn. Beinar út- sendingar þurfa alltaf mikla und- irbúningsvinnu en svo virtist sem þessi þyrfti mjög mikinn og gaumgæföan undirbúning. Sést þaö best á því að vanalega fara þrír menn frá Sýn til að skoða aðstæður fyrir beinai' útsendingar en í þetta skipti þurfti átján eða sex sinn- um fleiri. Meira að segja þurfti framkvæmdastjóri stöðvarinnar að leggja blessun sína yfir að- stæður... Bak við lás og slá Hann klipur ekki utan af því, hann Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, í síðasta tölublaði fréttablaðsins Vestra á fsafirði í lýsingum sínum á framboðsmál- um Framsóknar þar vestra fyrr og síðar. Hann segir að skúrkamir í forysta flokksins hafi notfært sér gæði, hrekkleysi og tröllatryggð meginþorra framsóknar- manna sér til auðs og metorða. Þeir hafi hrakið úr efsta sætinu fyrir síðustu kosn- ingar vinsælan og heiðarlegan mann, Pétur Bjarnason fræðslustjóra, og sent til höfuðs honum pörupilt að sunnan sem samkvæmt almannarómi ætti hvergi að vera annars staðar en bak viö lás og slá ... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.