Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 28
V I K I N < iMTtm FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR : ’SVinna.i Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan 'Vtv.. ^ sólarhringinn. . jY-t 550 5555 Félag sjálfstæðiskvenna: Vilja ekki Vilhjálm í 9. sætið Ingveldur Fjeldsted, varaformaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, segir félagið gjaman vilja sjá konu í 9. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik. Hún ítrekar þó að henni vitanlega sé ekki búið að ganga frá því hver skipi 9. sæti list- ans. Eins og kunn- ugt er logaði allt í kjömefhd Sjálf- stæðisflokksins eftir að fram fór at- kvæðagreiðsla um hver ætti að skipa 9. sæti á listanum. Kosið var miili Vilhjálms Þ. Viihjálms- sonar borgarfulltrúa og Hönnu Bimu Kristjánsdóttur, starfsmanns þing- flokksins. „Hvöt hefúr alltaf stutt við konur sem vilja fara í efstu sæti framboðs- lista og á því er engin undantekning í ár. Það fer ekki milli mála að við vild- um gjaman sjá konu í þessu sæti og listinn yrði sterkari ef það yrði kona í 9. sætinu," segir Ingveldur. Hún segir enn fremur að félagið styðji það að kona verði kjörin varaformaður flokksins. Guðrún Beck, formaður Hvatar, er stödd í útlöndum um þessar mundir en hún mun vera einn fimmtán fulltrúa í kjömefndinni en sem kunnugt er féllu atkvæði jafnt milli Hönnu Bimu og Vilhjálms Þ. á fundi á sunnudaginn, sjö atkvæði gegn sjö. Formaður Hvatar hafði því úrslitavald i kosningunni en var sem áður segir erlendis. Fundur kjömefndar flokksins í Reykjavik verður haldinn í kvöld. -hb Fulltrúar á Búnaðarþingi: Hundrað þúsund setuna fyrir , Hundraðasta Búnaðarþingið var sett síðasta fostudag. Kostnaður vegna þingsins er greiddur af Bændasamtök- unum en fjárveiting frá íslenska rík- inu rennur til Bændasamtakanna á hveiju ári. Auk þess er þingið fjár- magnað með sk. búnaðargjaldi sem er lagt á bændur. Skv. upplýsingum frá Bændasamtökunum fær hver þingfúll- trúi greiddar ferðir til og frá þing- staðnum auk dagpeninga og 7.000 króna launa fyrir hvem dag á þinginu. Talið er að þinginu verði slitið á fóstu- daginn og hefur það þá staðið í viku. Hver fulltrúi fær því greiddar 49.000 kr. fyrir þingið auk dagpeninga fyrir sjö daga með gistingu og fæði að upp- hæð kr. 7.500 á dag sem gera 52.500 kr. fyrir vikuna. Samtals að ferðakostnaði 1 undanskildum fær þá hver fúlltrúi frá ríkinu og bændum 101.500 krónur fyr- ir setu á búnaðarþingi í sjö daga. -hb A A€> HRYGGBRJÓTA VILLA? Góöa veðrið í höfuðborginni vekur fólk til lífsins. Fjölmargir stunda útiveruna og skemmtun og hollusta felst f sundferð. Það hafa ungir jafnt sem aldnir nýtt sér. Myndin var tekin í Árbæjarlauginni. Þar var fjöldi fólks og skemmti sér vei í rennibrautinni og sleikti sólina um leið. DV-mynd Hilmar Þór MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Yfirbyggður íþróttaleikvangur: Blæs a ásakanir um * sviksemi - segir Ellert Eiríksson bæjarstjóri í Reykjanesbæ Minnihluti bæjarstjómar Reykjanesbæjar mun kæra £if- greiðslu bæjar- stjómarinnar í gærkvöldi á ein- hverri stærstu framkvæmd sem fram hefur farið í bænum. Reisa á eins milljarðs yf- irbyggðan íþróttaleikvang á Ellert Eirfksson bæjarstjóri. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi. fóðurhúsanna sem slúðri,“ sagði Ellert Ei- ríksson bæjar- stjóri í morgun. Hann segir að bærinn hafi kost- að til hálfri annarri milljón vegna verksins á þessu stigi, en ef bærinn hefði sjálfur látið einu ári. Hann verður reistur af Verkafli hf. sem er í eigu íslenskra aðalverktaka, þar sem Ellert Eiríksson bæjarstjóri á hlutabréf sem hann fékk í arf eftir foreldra sína. Bæjarstjórinn er ekki sakaður um hagsmunatengsl þar sem hann kom ekki að málinu eða afgreiðslu þess. Formaður skipu- lagsnefndar er fremur nefndur til sögu í því efni. “Við leigjum á 27 milljónir á ári næstu 35 ár. Allir, meira að segja Jóhann Geirdal, eru sammála um að þetta er sanngjörn og hagstæð leiga. Ég blæs á allar ásakanir um sviksemi og að þetta hafi verið málamyndatilboð. Þessu er vísað til teikna mannvirkið og kostað undir- búning hlypi upphæðin á tugum milljóna ef hann þekkti það rétt. “Formaður skipulagsnefndar, Ámi Stefánsson, sem úthlutar lóð- inni á óskipulögðu svæði, sem fyrir liggur að fyrirtæki hans sem hann er meðeigandi í kemur til með að vera einn af bjóðendum í lokuðu út- boði. Við gerum hins vegar ekkert úr hagsmunatengslum bæjarstjór- ans,“ sagði Jóhann Geirdal bæjar- fulltrúi í morgun. Hann segir útboð- ið algjört málamyndarútboð, og bæj- arbúar séu I raun að borga þrjár krónur fyrir hverjar tvær sem þeir þurfi að borga. -JBP. Eggert Haukdal kærður til Ríkislögreglustjóra: Segi ekki orð - sagði Eggert í morgun Níu hreppsbúar í V Landeyjahreppi hafa undir- ritað kæru til Ríkislög- reglustjóra um meðferð Eggerts Haukdals, fyrrver- andi oddvita, á fjármunum hreppsins og beðið um op- inbera rannsókn á þætti hreppsnefndar í málinu. Þá er óskað rannsóknar á störfúm löggilts endurskoð- anda hreppsreikninga á oddvitatímabili Eggerts Haukdals og hvort hann hafi staðið viö sínar skyldur. Samkvæmt endurskoðuðum reikningum hreppsins og skýrslu nýs löggilts endurskoðanda, sem kynnt var á hreppsnefndarfundi fyr- Eggert Haukdal ir nokkrum vikum, hefur oddvitinn ráðstafaö milljón- um króna af fé sveitarsjóðs án þess að hafa til þess heimild hreppsnefndar hverju sinni. Svanborg E. Óskarsdóttir framkvæmdastjóri, sem býr í sveitarfélaginu, sagði að kæran hefði verið send Rík- islögreglustjóra í gær og hún hefði ekki orðið vör viðbragða við henni enn, nema þá frá fréttamönnum. Eggert Haukdal vildi í morgun ekkert um kæruna segja að sinni enda ekki séð hana. „Ég segi ekki orð,“ sagði Eggert við DV. -SÁ Veðrið á morgun: Allhvasst á Austurlandi Á morgun verður norðlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst á Austurlandi en annars yflrleitt gola eða kaldi. Dálítil él verða á Norðurlandi en víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost verður á bilinu 0 tfl 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 69. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-550 ný vél tengjanleg viö tölvu 8 leturgeröir, 8 stæröir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443 Veffanq: www.if.is/ratoort / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.